Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMAN Á HAFINU FRAM kom í viðræðum Emmu Bonino, sjávarútvegsmála- stjóra Evrópusambandsins, við þá Davíð Oddsson forsæt- isráðherra og Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra fyrir helgi, að bæði ísland og ESB vildu efla þær svæðisstofnanir, sem stjórna úthafsveiðum á Norður-Atlantshafi, og taka upp nýjar aðferðir til að útkljá deilumál innan þessara stofnana. Jafnframt skýrði Bonino frá því, að í síðustu viku hefði ESB ákveðið að koma á fót starfshópi til að fjalla um tillögur íslands og annarra ríkja um starfsemi NEAFC, Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar. ESB vill semja á vettvangi NEAFC um nýtingu norsk-íslenzka síldarstofnsins, en sam- bandið hefur staðið utan samkomulags strandríkjanna fjög- urra um skiptingu stofnsins og skammtað sér einhliða kvóta. Það er jákvætt að samstaða skuli vera um það milli íslands og ESB að efla þurfi svæðisstofnanirnar og getu þeirra til að taka á deilumálum. Líkt og sjávarútvegsráðherra benti á í ræðu sinni á fundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins á föstudag, er ekki nóg að samþykkja tillögur um heildarafla, heldur þarf einnig að glíma við deilur milli ríkja, sem eiga hagsmuna að gæta. I því skyni stakk ráðherra upp á að stofnaðar yrðu sátta- eða úrskurðarnefndir innan hverrar svæðisstofnunar og framkvæmd þess samkomulags, sem ákveðið yrði á vett- vangi þeirra, yrði útlistað nákvæmlega. Á þetta hefur skort hingað til. Samkomulagið, sem tókst á vettvangi NEAFC um karfaveiðar á Reykjaneshrygg, er til dæmis gallað að því leyti að það hefur ekki tryggt virkt eftir- lit með veiðunum. Aflatilkynningar ESB hafa verið í skötulíki og jafnframt hefur það verið gagnrýnt af hálfu íslenzkra stjórnvalda að hentifánaskipum, sem veiða úr karfastofninum, hefur verið leyft að koma til hafnar í aðildarríkjum sambands- ins. Þó nokkuð er til vinnandi að Evrópusambandið eigi aðild að samkomulagi um veiðar úr síldarstofninum. Þótt auðvitað verði að halda til streitu kröfum um að tekið verði tillit til sögulegrar veiði úr stofninum og til þess hversu háð ríki eru fiskveiðum, er betra að hafa ESB innanborðs en að samband- ið haldi áfram að skammta sér einhliða kvóta. Ekki má gleyma því að sókn skipa ESB-ríkja í norsk-íslenzku síldina gæti aukizt vegna hruns síldveiða á Norðursjó. Strandríkin hljóta að sjá hag sinn í því að ná samstarfi við ESB um nýtingu stofnsins, með svipuðum hætti og Noregur og Rússland hefðu fyrir löngu átt að átta sig á að með því að veita íslandi hlut- deild í stjórnun og nýtingu þorskveiða í Barentshafi eru fram- tíðarhagsmunir allra aðila tryggðir til lengri tíma litið. Eins og Emma Bonino minnti á í heimsókn sinni til ís- lands, eru íslendingar og ríki ESB saman á úthöfunum og verða að læra að lifa þar í sátt og samlyndi. Sama á raunar við um öll ríki, sem stunda úthafsveiðar. Þess vegna er efling alþjóðlegra stofnana mikilvæg og nauðsynleg. AFREK AKURNESINGA ARANGUR Akurnesinga í knattspyrnu undanfarin ár er athyglisverður og raunar með ólíkindum en þeir hafa nú orðið Islandsmeistarar í knattspyrnu fimm ár í röð. Að vísu varð knattspyrnulið Fram íslandsmeistari í knattspyrnu sex ár í röð á árunum 1913 til 1918, en tvö ár féll titillinn Fram í skaut, án þess að um keppni væri að ræða. Hér er því ekki um sambærileg afrek að ræða, auk þess sem knatt- spyrna hefur þróast nokkuð frá því á öðrum áratug aldarinn- ar og liðum Qölgað. Akurnesingar hafa löngum státað af góðum knattspyrnu- mönnum og ekki óeðlilegt að þeir geri sér vonir um að nýtt gullaldartímabil sé runnið upp hjá knattspyrnumönnum á Akranesi. Knattspyrnulið þeirra gekk gjarnan undir nafninu „Gullaldarliðið“ á árunum 1951 til 1965, en á því tímabili varð liðið sex sinnum íslandsmeistari og í öðru sæti sjö sinnum. Árangur sem þessi er að sjálfsögðu mikil lyftistöng fyrir bæjarfélag eins og Akranes. Hann er vísbending um öflugt starf á meðal æskufólks í bænum og verður upprennandi íþróttamönnum bæjarfélagsins hvatning til dáða. Bæjarbúar hafa augljóslega sameinast í stuðningi við „sína menn“, þeir sýna samhug í verki með því að mæta á völlinn og hvetja lið sitt til dáða og fagna saman, þegar sigurinn er í höfn. Heilt bæjarfélag stóð eins og klettur að baki knattspyrnuliði sínu, eins og Akurnesingar sýndu í fyrradag, en vel á sjöunda þús- und manns mætti á úrslitaleikinn, þótt aðkomumenn og stuðn- ingsmenn KR væru að sjálfsögðu stór hluti áhorfenda. Það er ástæða til þess að samfagna Akurnesingum, þegar svo vel gengur. Knattspyrnulið þeirra hefur löngum verið einn helsti fulltrúi landsbyggðarinnar í keppninni við Reykjavíkur- liðin og enn einu sinni hafa Akurnesingar sýnt og sannað að þeir eru verðugur keppinautur í þeirri baráttu. SAFNAHÚSIÐ Þjóðargersemar í þjóð- menníngarhúsi árið 2000 Hornsteinn Safnahússins við Hverfisgötu var lagður fyrir 90 árum. Lengi hefur verið tekizt á um hvert skuli vera framtíðarhlut- verk hins sögufræga húss, en það hefur nú verið ákveðið. Auðunn Amórsson kynnti sér hugmyndir um þjóðmenningarhús og kannaði viðbrögð við þeim. EFTIR margra ára vangavelt- ur og togstreitu um fram- tíðarhlutverk Safnahússins við Hverfísgötu, hefur nú ríkisstjórnin tekið af skarið og sam- þykkt tillögu menntamálaráðherra um að þessu sögufræga húsi verði fengið hlutverk „þjóðmenningar- húss“. Tilkynnt var um ákvörðunina sl. mánudag, en þann dag voru 90 ár liðin frá því Hannes Hafstein, ráð- herra íslands, lagði hornstein að Safnahúsinu. Á síðasta ári var menntamálaráð- herra falið að gera tillögur um framtíð- arhlutverk hússins. A vegum hans starfaði nefnd, sem ráðuneytisstjórar þriggja ráðuneyta auk húsameistara ríkisins áttu sæti í, að undirbúningi tillagna, en þetta var önnur nefndin, sem annaðist þetta hlutverk. Sú fyrsta var skipuð í ráðherratíð Sverris Her- mannssonar, en skilaði sínu áliti árið 1990, er Svavar Gestsson var mennta- málaráðherra. Nefndinni veitti for- stöðu Baldvin Tryggvason fv. spari- sjóðsstjóri. í greinargerð þessarar fýrstu nefndar sagði m.a., að vel færi á því, að gera Safnahúsið að „sann- kölluðu þjoðmenningarhúsi um langa framtíð. í húsinu væri komið fyrir gangandi sýningum á því bezta sem við eigum í listmunum og minjum og sem við á hátíðarstundum nefnum þjóðararf íslendinga . . .Þama gætu verið til sýnis undir gleri rit frá Áma- stofnun ásamt upplýsingum um gildi og tilurð þeirra . . .Þá gætu munir úr Þjóðminjasafni verið þama til sýnis . . . Veglegt væri að koma fyrir her- bergjum Jóns Sigurðssonar, Ara fróða, Snorra Sturlusonar, Halldórs Laxness o.fl.“ Þessar hugmyndir vom teknar upp aftur I tillögum „nýju“ nefndarinnar, sem fékk þær Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra í hendur í byrj- un þessa árs. Þær lágu ákvörðun rík- isstjórnarinnar til grundvallar. Sýningarhús meginsjónarmiðið Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðu- neytisstjóra í forsætisráðuneytinu er meginsjónarmiðið, sem ríkisstjómin gerði að sínu með ákvörðuninni, það, að í Safnahúsinu verði starfsemi, sem laði sem flesta gesti að því, m.ö.o. að sem flestir eigi eitthvert erindi þangað. Tók hún þar með þetta sjón- armið fram yfír önnur, sem gerðu ráð fyrir að dagleg starfsemi einhverrar stofnunarinnar hefði sitt aðsetur í húsinu. Friðun hússins og innviða þess gerir það líka óhentugt til að hýsa slíka starfsemi. Tillögurnar að breyttu hlutverki hússins miðast við, að sögn Ólafs, að virða friðunará- kvæðin til hlítar. En þótt friðunará- kvæðin verði virt, er einnig ljóst, að ráðast þarf í margþættar lagfæringar á húsinu til að búa það undir að þjóna nýju hlutverki. Málefni þjóðmenningarhúss munu í framtíðinni heyra undir forsætis- ráðuneytið. Gert er ráð fyrir, að hús- ið hýsi fastar og tímabundnar sýning- ar frá helztu söfnum, s.s. Árnastofn- un, Þjóðminjasafni og Listasafni ís- lands. Söfnin myndu hafa fasta að- stöðu til að kynna sýnishorn muna í þjóðmenningarhúsinu, en hins vegar er gert ráð fyrir tímabundnum sýn- ingum með misjöfnu efni og um- fangi. Ákvarðanir um þær munu verða á könnu þriggja manna hús- stjómar, sem þegar hefur verið skip- uð. Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, veitir stjórninni for- stöðu, en meðstjórnendur hennar eru Jóhannes Nordal, fyrrverandi Seðla- bankastjóri, og Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður. Hlutverk stjórnar- innar mun á næstu misserum fyrst og fremst vera að fínna leiðir til að flytja þá muni og starfsemi, sem nú er í húsinu, annað, jafnframt því að undirbúa framtíðarhlutverkið. Salome Þorkelsdóttir, formaður hússtjórnarinnar, segir næstu skref verða tekin í samráði við þá aðila, sem málið varðar, einkum forstöðu- menn menningarstofnana. Hún segir hinar tímabundnu sýningar, sem hús- stjómin mun hafa umsjón með, geta orðið af ýmsu tagi. Þær séu hugsaðar á víðum grandvelli; til greina komi að þær tengist leiklist, bókmenntum eða tónlist, svo nokkuð sé nefnt. Hvaðeina, sem íslendingar hafa sýn- ingarvert fram að færa á menningar- og listasviðinu mun koma til greina, að sögn Salome. Ekki er gert ráð fyrir að þessar breytingar á hlutverki Safnahússins verði að veruleika fyrr en á aldamóta- árinu. Nokkur hluti Þjóðskjalasafns er enn geymdur þar, fræðimenn hafa aðstöðu í lestrarsalnum og ennfremur er þar safn varaeintaka bóka í eigu Landsbókasafnsins. Lengi hefur stað- ið til, að öll skjöl og starfsemi Þjóð- skjalasafnsins flytjist að Laugavegi 162, en til þess að af því megi verða á eftir að ráðast í kostnaðarsamar breytingar á því húsnæði, sem var áður bækistöð Mjólkursamsölunnar. Eftir er að skipuleggja í hvaða áföngum þessar breytingar verða framkvæmdar. Ljóst er, að þær munu kosta töluvert. Nefndartillögurnar, sem ákvörðun ríkisstjórnar miðast við, gera ráð fyrir, að 340 milljónir króna kosti að endurgera húsið. Misjöfn viðbrögð safnstjóra Við undirbúning tillagna sinna leit- aði undirbúningsnefnd menntamála- ráðherra m.a. álits forstöðumanna allra helztu menningarstofnana ríkis- ins á því, hvaða hugmyndir þeir styddu um framtíðarnýtingu hússins. Eins og kunnugt er, voru þær hug- myndir af ýmsu tagi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu þeir þó allir hafa verið sammála um, að halda beri húsinu í opinberri eigu og hafa í því menningarstarfsemi, sem kosta megi nokkru til. Eftir að tilkynnt hafði verið um ákvörðun ríkisstjórnarinnar, kom fram í fréttum, að hún hefði komið nokkuð flatt upp á suma nefndra forstöðumanna, þar sem þeir undrist, að ríkisstjórnin skuli vera reiðubúin að leggja út í töluverðan kostnað til að koma upp nýrri safn- og sýningar- aðstöðu, á meðan önnur opinber söfn og menningarstofnanir þurfi að sætta sig við niðurskurð á framlögum. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, staðfesti, að nokkurrar undranar gætti vegna þeirrar forgangsraðar, sem lýsti sér í ákvörðuninni. Hann tók hins vegar fram, að sig skorti forsendur til að taka ákveðna afstöðu; einu upp- lýsingamar sem hann hefði fengið um málið að svo stöddu hafí hann úr al- mennum fréttum. Hann segist þó geta sagt, að ekki sé laust við ótta um, að féð sem renna muni til endurbóta á Safnahúsinu, verði tekið af þeim fram- lögum, sem annars rynnu til safnanna sem fyrir era. Stefán Karlsson, forstöðumaður Árnastofnunar, segir geymslu og sýn- ingu handritanna í þjóðmenningar- húsi vera háða því, hve vel tekst til að tryggja öryggi dýrgripanna í þessu gamla húsi, sem takmarkaðar breyt- ingar má gera á. Eins er það mönnum enn í fersku minni, að Náttúrufræðistofnun lýsti áhuga á að Náttúragripasafnið fengi inni I Safnahúsinu, en þaðan þurfti það að flytja árið 1958. Því var kom- ið fyrir til bráðabirgða í húsnæði stofnunarinnar upp við Hlemm. Jón Gunnar Halldórsson, forstjóri Nátt- úrufræðistofnunar, segir það hafa orðið ljóst fyrir þónokkru, að Náttúru- gripasafnið fengi ekki inni I húsinu; framtíðarlausn á húsnæðismálum safnsins biði enn um sinn. Sér lítist þó vel á hugmyndina um þjóðmenn- ingarhús, þar sem gestum gæfíst kostur á að sjá yfírlit yfír menningar- arfleifð íslendinga. Mikilvægur hluti hennar sé náttúran, sem ekki megi gleymast. Bera Nordal, forstöðumaður Lista- safns íslands, sagðist fagna því, ef safninu muni með nýju hlutverki Safnahússins standa aukið sýningar- rými til boða, en vildi að öðra leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Við þessi tímamót, þegar 90 ár eru liðin frá lagningu hornsteins Safna- hússins, og loks er búið að taka um það ákvörðun, hvaða hlutverki þetta sögufræga hús muni gegna á kom- andi öld, er ástæða til að rifja upp nokkur atriði úr sögu hússins. Úr sögu Safnahússins Bygging þess markaði tímamót í íslenzkri byggingarsögu. Húsið er síð- asta opinbera bygging okkar, sem hönnuð var í Danmörku, en það var byggt á fyrstu árum heimastjórnar. Á þeim tíma var steinsteypan að ryðja sér rúms sem byggingarefni. Útvegg- ir hússins eru hlaðnir, en allir innri veggir sem og gólf era steypt, sem var nýjung. Jóni Jakobssyni, lands- bókaverði í upphafí aldarinnar, þótti húsið marka nýtt tímabil I byggingar- sögu íslands af þeirri ástæðu, að „veglegasta og vandaðasta steinhús þessa lands er byggt eingöngu af Islendingum". Arkitekt hússins, Jóhannes Magdahl Nielsen, hafði áður getið sér gott orð fyrir hlut sinn I hönnun á Konungsbókhlöðunni í Kaupmanna- höfn, en húsið þykir feikilega vel teiknað og fallegt. Vart finnst virðu- legri bygging í borginni. Allt húsið, jafnt utan sem innan, er friðað sam- kvæmt húsfriðunarlögum, í A-flokki, sem þýðir að óheimilt er að breyta útliti þess eða hrófla við innrétting- um. Safnahúsið var fokhelt haustið 1907, en það var fyrst í marzmánuði 1909 sem það var opnað almenningi, eftir að þangað hafði verið fluttur bókakostur Landsbókasafns - þá um 70.000 bindi - úr miklum þrengslum á fyrstu hæð Alþingishússins. Við- brigðin voru gífurleg; gólfrými Safna- hússins er 3.053 fermetrar. Náttúra- gripasafninu var fengið pláss á 1. hæð, í sal undir lestrarsalnum. Forn- gripasafni - vísi Þjóðminjasafns - var komið fyrir á þakhæð hússins. Náttúrugripasafnið var látið víkja úr húsinu árið 1958, þar sem brýn þörf var á auknu rými undir bókageymsl- ur. Frá upphafi hafði enda verið gert ráð fyrir, að starfsemi annarra safna en Landsbókasafnsins véki úr húsinu eftir því sem bókakostur safnins stækkaði. Hannaðar höfðu verið við- bótarbyggingar við Landsbókasafns- húsið, sem hýsa áttu hin söfnin. Gert var ráð fyrir að hliðstætt hús risi norð- an við Landsbókasafnið sem sneri út að Lindargötu; þ.e. þar sem Hæsta- réttarhúsið nýja stendur nú. Systur- byggingarnar yrðu tengdar með tveimur álmum, þannig að bygging- amar í heild sinni mynduðu ferhym- ing. í viðbyggingunum áttu söfn þjóð- minja, náttúrugripa, þjóðskjala og list- muna að fínna framtíðaraðsetur. Húsnæðismál þessara safna leyst- ust hins vegar seint, og hefur reynd- ar enn ekki verið gengið frá þeim málum til fullnustu. HANNES Hafstein ráðherra lagði hornstein að Safnahúsinu við Hverfísgötu 23. septem- ber árið 1906, á ártíðardegi Snorra Sturlu- sonar. í riti Jóns Jakobssonar, fyrrverandi landsbókavarðar, um aldarsögu safnsins (1818-1918), segir, að steininum væri svo fyrir komið, að hann sjáist innan úr kjallar- anum. Sú staðsetning var hins vegar rang- hermd. í bók sinni um Reykjavík fyrri tíma, sem út kom 1958, segir Árni Óla að þrátt fyrir ítrekaða leit í kjallaranum hafi hann ekki fundið steininn. Sigurður Björnsson brúarsmiður, sem vann við bygginguna og var viðstaddur er Hannes Hafstein lagði hornsteininn, gat loks vísað honum á stein- inn. Kom þá í ljós, að hann snýr ekki að kjallara hússins, heldur inn í kolageymslu, sem upphaflega var gerð undir útidyra- þrepum. Þar hafði hann verið settur undir fremsta þrep, utan við húsið sjálft og gæti því naumast talist réttnefndur homsteinn þess. Samkvæmt frásögn Árna var steinn- inn illa farinn er hann fann hann, enda hafði hann orðið fyrir mikiu hnjaski og skemmdum af kolamokstri, en einnig af vatni, sem lekið hafði inn. Nú þjónar kola- geymslan fyrrverandi hlutverki geymslu- kompu fyrir ýmsa aflóga muni. Að sögn Salome Þorkelsdóttur, formanns hússljórnar verðandi þjóðmenningarhúss, stendur til að gera steininn aðgengilegan gestum, svo vekja megi athygli þeirra á merkri sögu hússins á viðeigandi hátt. Sýnishorn seðla og frímerkja Hornsteinninn er holur innan og geymir loftþéttan blýhólk, sem í var lagt perga- V erðmæti fólgin í hornsteini hússins Morgunblaðið/Kristinn RAGNAR Ágústsson, húsvörður, leitaði nú níræðan hornstein hússins uppi fyrir \jós- myndara Morgunblaðsins þegar Landsbókasafnið flutti í Þjóðarbókhlöðuna fyrir tæp- um tveimur árum. Stcinninn á að verða gestum þjóðmenningarhúss aðgengilegri. mentskjal, sem á er letruð hátíðleg yfirlýs- ing um byggingu Safnahússins, með nöfn- um ráðamanna og annarra, sem að bygg- ingunni komu, auk einkunnarorðanna „Mennt er máttur“. Árni Óla segir auk þess vera í blýhólknum „sýnishorn þeirra innlendra peningaseðla, sem þá voru í gildi og allar tegundir innlendra frímerkja“. Ef rétt er, að í hólknum séu allir þágild- andi seðlar og frímerki, er þar um umtals- verð verðmæti að ræða. Helztu seðlar, sem þá voru í umferð, voru 5,10,50 og 100 króna seðlar íslandsbanka, og 5,10 og 50 króna seðlar Landssjóðs. Til að gera sér grein fyrir þáverandi verðgildi seðlanna má nefna, að daglaun verkamanns voru þá 2 krónur og 70 aurar fyrir tíu tíma vinnu, 27 aurar á tímann. Tímakaup verkamanns samkvæmt taxta er nú í kring um 300 kr. Nafnverð seðlanna, 230 kr., myndi því sam- svara að núvirði vel yfir 250.000 króna. Ef allir seðlarnir eru í góðu ásigkomulagi má gera ráð fyrir, að sögn Magna R. Magn- ússonar, mynt- og frímerkjasala, að mark- aðsverð þeirra fyrir safnara væri hátt i eina miHjón króna, jafnvel meira. Sama gildi um frímerkin, ef þau eru fullkomið safn, sem ekkert vantar í og er í góðu ástandi. Ef mið er tekið af sama útreikningi var kostnaðurinn við byggingu hússins, 220.000 kr. þá, samsvarandi um 245 milljónum að núvirði, sem ekki er ýkja fjarri núverandi brunabótamati hússins, sem er rúmar 273 milljónir. íslenzki ríkissjóðurinn stóð straum af byggingarkostnaðinum. S m é ”i! §1 i rn-ljj.np nSr ' A ' A u A ,Í uJiTdni ; "ö " /nTrniA r\l 1 :: ■■ ■■ ■■ ■ ■■:::: llt'" :::::: — ^=i ===== —1 i— ML §É 1 | } 1 | jjtlll h—i—r TTT 1 II 1 i i i örb 1.1 III. II |'||||| '|' iiVi SAFNAHUSIÐ vib Hverfisgötu Tillaga aö fyrirkomulagi þjóömenningarhúss Þjó&minjasafn, Náttúrugripasafn, Listasafn íslands Byggt á teikningum Húsameistara ríkisins ,Fastar" sýningar „Breytilegar" sýningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.