Morgunblaðið - 01.10.1996, Page 36

Morgunblaðið - 01.10.1996, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 ________________________ íiORGUNBLAÐIÐ FÓSTURSKÓLIÍSLAIMDS 50 ÁRA Fósturskóli íslands stendur á krossgötum. Það er samdóma álit ' þeirra Gyðu Jóhanns- dóttur skólastjóra,Val- borgar Sigurðardóttur fyrrum skólastjóra og Stefáns Ólafs Jóns- sonar formanns skóla- nefndar, en Guðrún n Guðlaugsdóttir ræddi við þau um málefni skól- ans fyrir skömmu. AFUNDI með þeim Gyðu, Valborgu og Stefáni kom fram að nám og vinnubrögð í skólanum hafa færst æ nær vinnubrögðum í háskóla, enda er nám þar metið jafngilt þriggja ára námi leikskóla- jkennara á hinum Norðurlöndun- í um, þar sem það er á háskóla- stigi. Kennaraháskóli íslands met- ur þriggja ára nám til 45 eininga *—ií almennu grunnskólanámi. Eins árs framhaldsdeild Fósturskóla ís- lands er metið sem fyrri hluti meistaranáms við Kennaraháskóla íslands og sem fyrsta námsár við sérkennsludeild Háskólans í Ósló. Nú er verið að vinna að frumvarpi um Uppeldisháskóla sem felur í sér að nám við Fósturskóla íslands verði á háskólastigi. Þetta er mikil breyting frá því sem var fyrir fimmtíu árum þegar skólinn hóf starf fyrir forgöngu Barnavinafé- ^fegsins Sumargjafar og nefndist þá Uppeldisskóli Sumargjafar. Valborg Sigurðardóttir var fyrsti skólastjóri Fósturskóla ís- lands. „Ég var við nám í uppeldis- og sálarfræði í Bandaríkjunum árið 1945. Þá barst mér einn dag- inn bréf frá fröken Þórhildi Ólafs- dóttur sem var forstöðukona barnaheimilisins Tjarnarborgar. j Hún bað mig að taka að mér skóla- stjóm hins fyrirhugaða skóla Sum- argjafar, sem menn sáu þá fyrir sér að yrði seinna sérdeild við Kennaraskólann,“ segir Valborg. Að höfðu samráði við prófessora sína ytra svaraði Valborg tilboðinu rjátandi og fór að loknu masters- prófí til New York til þess að kynna sér starfsemi leikskóla og dag- heimila þar. Auglýsing var birt í dagblöðum Reykjavíkur haustið 1946 þar sem fyrirhuguðu námi við skóla Sumargjafar var lýst og voru 5 námssvið tilgreind, sem eru að stofni til þau sömu og eru í skólanum í dag. Inntökuskilyrði \ voru að nemandi væri fullra 18 ; ára og hefði lokið prófí frá gagn- Á ögrandi tímamótum FÓSTURSKÓLI íslands Morgunblaðið/Þorkell Gyða VALBORG Sigurðardóttir og Stefán Jóhannsdóttir Ólafur Jónsson. fræðaskóla eða hefði hliðstæða menntun. Níu stúlkur hófu nám og útskrifuðust vorið 1948. Allar hafa þær unnið meira eða minna í þágu bama- heimila síðan. Hafði ekki skrifstofu í 16 ár „Skólinn hóf starf sitt í einu herbergi í húsnæði Tjamarborg- ar. Skólinn var lengi vel í húsnæðisvand- ræðum, við vorum alltaf á hrakhólum. Á tíu ára afmæli fyrsta nemendaárgangsins færði hann skólanum að gjöf eftirprentun eftir Kjarval,“ segir Valborg. „Ég þakk- aði í ræðu fyrir þá fallegu hugsun gamalla nemenda að vilja prýða veggi skólans, en gat þess jafn- framt að því miður væri enga veggi að prýða, við vissum þá ekki hvar skólinn myndi starfa næsta haust.“ Uppeldisskóli Sumargjafar hét Fóstruskóli Sumargjafar frá árinu 1957 og Fósturskóli íslands frá árinu 1973, en þá tók ríkið við starfsemi skólans af Sumargjöf. „Ég hafði ekki skrifstofu við skólann fyrstu sextán árin, hún var á borðstofuborðinu heima hjá mér,“ segir Valborg. Skólinn starf- aði víða. „En það vom örlög okkar að í hvert sinn sem við fengum sæmilega gott húsnæði þá uxum við upp úr því.“ Meðan Valborg var enn skólastjóri Fósturskólans fékk hann loks eigið húsnæði þeg- ar ríkið keypti af Reykjavíkurborg annað hús Laugalækjarskóla við Leirulæk. í því húsnæði er skólinn enn. Þar var fyrst rúmt um skóla- starfið en nú er þetta húsnæði orðið allt of lítið. Gyða Jóhanns- dóttir, núverandi skólastjóri, sýnir mér út um gluggann hvar búið er að koma fyrir stöplum undir tvær færanlegar kennslustofur. „Þetta bætir úr allra sárustu þörfinni, en við erum eigi að síður í óskaplegum húsnæðisvandræðum," segir Gyða. Hún var staðgengill Valborgar árið 1981. „Það var með mig eins og Valborgu að tilboðið um að taka hér við skólastjórn fyrir Valborgu um tíma kom mér mjög á óvart, ég vann þá við rannsóknir við Háskóla íslands og var aðstoðar- kennari dr. Jóns Torfa Jónassonar. Þáverandi formaður skólastjórnar, dr. Þuríður Kristjánsdóttir, sem raunar hafði leyst Valborgu af um tíma, spurði mig á gangi niður Bankastræti hvort ég væri ekki til í að vera skólastjóri Fósturskólans í eitt ár. Ég tók því fjarri fyrst en ráðfærði mig svo við dr. Jón Torfa sem hvatti mig til að taka tilboð- inu. Eftir árið fór ég út til fram- haldsnáms og var að ljúka mast- ers-námi í þróunarsálfræði frá Harvard háskóla í Boston þegar Valborg hringdi til mín á afmælis- daginn minn og bað mig að leysa sig af aftur. Það leiddi til þess að ég tók hér við af henni árið 1985.“ Umbrot í menntun fóstra Stefán Ólafur Jónsson formaður skólanefndar Fósturskóla íslands hefur fylgst náið með starfi skól- ans síðan árið 1973. „Þá var ég deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu og undir mig heyrðu sér- skólarnir," segir Stefán. Valborg getur þess kankvíslega að þau Stefán hafi „marga hildi háð“, meðan þau bæði höfðu með að gera starfsemi Fósturskólans, hvort sínum megin við borðið. „Ekki greindi okkur nú verulega á nema þegar hugmyndir komu fram um að koma fósturnámi inn í fjöl- brautanám," segir Stefán. „Þá var mikil tilhneiging til þess að koma sem mestu af námsefni sérskól- anna inn í brautir við fjölbrauta- skólakerfið, sjónarmið Valborgar varð ofan á og Fósturskólinn var áfram sérskóli," bætir hann við. Fyrir hönd ríkisins átti Stefán þátt í að kaupa núverandi húsnæði fyr- ir Fósturskólann og þá sem oftast endranær ríkti mikill einhugur meðal allra þeirra sem að starfi skólans komu. „Nú er skólinn þannig settur að hann er með nám sem bæði er á framhaldsskólastigi og háskólastigi en lögin eru ennþá miðuð við framhaldsskólastig,“ segir Stefán. „Umbrot eru nú í menntun fóstra, búið er að veita Háskólanum á Akureyri heimild til að mennta leikskólakennara en Fósturskóli íslands er ekki form- lega enn kominn með nám á há- skólastigi. Kröfur til menntunar og hæfni fólks í kennslu hafa ver- ið að aukast og ég tel óhjákvæmi- legt að samræma menntun leik- skólakennara þeirri menntun sem grunnskólakennarar hafa. Mönn- um hefur orðið æ betur ljóst hve mikilvægt það er að búa vel að börnum frá upphafi, það hefur svo mikil áhrif á þroskaferli þeirra. Eftir að Stefán hætti störfum hjá menntamálaráðuneytinu tók hann sæti í skólanefnd Fósturskóla Ís- lands og veitir hann nú nefndinni forstöðu, en hún sér um stefnu- mörkun í málefnum skólans. „Nú kemur það í minn hlut að semja við ráðuneytið, ég er því kominn hinum megin við borðið,“ segir hann og brosir. Hugmyndir eru nú uppi um að steypa saman í einn skóla Fóstur- skóla íslands, Þroskaþjálfaskóla íslands,' Kennaraháskóla íslands og íþróttaskólanum á Laugarvatni og er verið að vinna að frumvarpi til laga um Uppeldisháskóla ís- lands. Þrjár námsbrautir eru nú starfræktar við Fósturskóla ís- lands. Frá árinu 1983 hefur nær Þolinmæði og geðprýði mikilvægir eiginleikar „Það er mjög gaman og yndislegt að stunda nám í Fósturskólanum,“ sagði Asdís Jesdóttir í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. Hún kvaðst lengi hafa haft áhuga á börnum og það hafi ráðið námsvali hennar. „Námið sjálft er áhugavckjandi og til þess fallið að læra að þekkja sjálfan sig.“ Hún kvað þolin- mæði og geðprýði mikilvæga eiginleika fyrir leikskóla- kennara. „Engin ein uppeldis- aðferð er til sem hentar öllum börnum, það þarf að sinna hverju barni á þann hátt sem skapgerð þess og eiginleikar krefjast.“ Ásdís kvaðst ætla að hefja störf sem leikskóla- kennari strax og námi lýkur í vor en þá hefur hún lokið þriggja ára námi leikskóla- kennara frá Fósturskóla Is- lands. „Þegar litið er yfir skólastarfið finnst mér mynd- íð, tjáning og framsögn lyfta náminu en hver og ein grein er skemmtileg á sinn hátt. Mér hefur aldrei leiðst í þess- um skóla, það er meira en sagt verður um mína fyrri skólaveru. Mér finnst þetta nám höfða mun meira til mín en t.d. menntaskólanám mitt.“ Mikill meirihluti nemenda Fósturskóla Islands eru stúlk- ur. „Strákarnir eru örfáir en ég dáist að kjarki þeirra að leggja þetta fyrir sig, það eru enn svo miklir fordómar í samfélaginu, það þykir sér- kennilegt að karlmenn stundi svona nám.“ Ásdís kvaðst ekki vera ánægð með þau laun sem leikskólakennarar bera út býtum að námi loknu. „Eigi að síður er ég ánægð með mitt val og ég hlakka til að taka til starfa,“ sagði Ásdís að lokum. ÁSDÍS Jesdóttir með dóttur sína Ragnhildi Rún Vilmundardóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.