Morgunblaðið - 01.10.1996, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996
AÐSENDAR GREIIMAR
MORGUNBLAÐIÐ
Islensk tónlist. Hvert nú,
afturábak eða áfram?
SÚ TÓNLIST sem í útlöndum
er kennd við orðið „popular“ og
nefnd popptónlist er mikilvægur
hluti menningar þessarar aldar.
Hér á landi hefur þessi sama tón-
list verið kennd við „dægur“, orð
sem vafalaust á að undirstrika
endingargildi tónlistarinnar og
endurspeglar jafnframt ríkjandi
iaLÍðhorf í garð þessarar greinar hjá
ríkjandi yfirvöldum. Því eru áhrif
hennar löngum vanmetin og van-
nýttir þeir möguleikar sem byggj-
ast á eflingu íslensks tónlistariðn-
aðar til grósku á eigin heimamark-
aði. Svo ekki sé talað um til út-
flutnings í önnur lönd. Það ætti
hins vegar að vera á færi tónlistar-
fólks, útgefenda, fjölmiðla og al-
mennings í landinu að viðhalda
nokkurri grósku og nýsköpun í
íslensku tónlistarlífi. Sé litið yfir
sviðið nú síðsumars blasir við að
trosið flýtur yfir og hylur flest af
því sem vel er gert.
Sú kenning hefur verið viðloð-
andi um nokkurt skeið að miðbik
áratuga og fyrstu árin þar á eftir
séu íslensku tónlistarfólki erfiðir.
Hinn skapandi kraftur þverri á
þessu tímabiii og eftirliggjandi
tónlistarafurðir einkennist af
ófrumleika og eftirgerð þess sem
áður hefur verið skapað. Markaðs-
legir eiginhagsmunir verði sköp-
unargleðinni yfirsterkari. Tíma-
spegillinn sem sprettur upp úr tíð-
arandanum er kæfður í ullarlögð-
Tími er til kominn,
segir Steinar Berg
Isleifsson, að íslenskir
tónlistarmenn blási
til orustu.
um ábreiðum (sbr. cover) fortíðar-
innar. Sé leitað staðfestingar á því
að kenning sem þessi sé gild, þarf
varla annað en að líta í kringum
sig og nema það sem íslenskir
höfundar og flytjendur hafa verið
að bjóða upp á þetta sólríka sumar.
Sérstaklega er dapurlegt að
heyra unga og efnilega flytjendur
sem fram hafa komið sogast niður
í pytt fortíðarhyggju. Leiðin inn í
vítahring íslenskrar sveitaballa-
eða pöbbaspilamennsku er greið
þar sem hinn skapandi neisti sem
svo vandlega hefur verið hulinn
mun endanlega kulna. Nú er það
auðvitað svo að spilamennska á
slíkum stöðum á fullan rétt á sér
og er mikilvægur hluti tónlistar-
flóru þessa lands. Og ekki er það
hollt fyrir tónlistar-
þróun sé hún tekin á
of alvarlegum nótum.
Hins vegar verður að
gera þá kröfu til ís-
lenskra flytjenda og
höfunda að þeir séu
að minnsta kosti
skrefinu á undan ein-
hveiju almennu
meðaltalsgildi en
dragist ekki á eftir
eins og nú virðist
reyndin. Fyrir aðeins
nokkrum árum stóðu
íslenskir tónlistar-
menn í fararbroddi og
gerðu kröfu um að fá
að flytja eigið efni að
meirihluta þar sem þeir kæmu
fram. Þetta féll í góðan jarðveg.
Það sem eftir er af þessu fyrrum
metnaðarfuila fólki er nú innilokað
á Gauki á Stöng eða Njálsbúð og
verst þar ágangi ungliðahreyf-
ingarinnar sem vill inn.
Hvernig hefur markaðurinn,
hinn almenni tónlistarkaupandi,
tekið þessari þróun? Því miður
hafa allt of margir látið blekkjast.
Of mikið af illgresi hefur fengið
að vaxa í skjóli hans og jafnvel
náð vinsældum. Stór hluti fólks
gerir í raun litlar sem engar kröf-
ur til tónlistar. Annar hluti og
minni er virkur þátttakandi í þeirri
uppsprettu fjölbreytilegs tónlistar-
lífs sem fram fer á hveijum tíma.
Þeir eru ekki margir verðugir
framheijar íslenskrar tónlistar
sem geta staðið undir kröfum
þessara áheyrenda. Þessi undir-
stöðuhópur tónlistaráhugafólks
leitar í vaxandi mæli á önnur mið
t.d. með kaupum á hljómplötum
erlendra flytjenda. Merki um þetta
má glöggt sjá á vinsældarlistum
og sölutölum líðandi sumars. Þær
eru teljandi á fingrum annarrar
handar íslensku plöturnar sem
selst hafa í yfir eitt þúsund eintök-
um, reyndar langflestar á bilinu
200-500 eintök. Sorglegt en satt,
íslenskt tónlistarsumar, nei takk.
Það er því blendin gleði fyrir
íslensk útgáfufyrirtæki að heildar-
sala hljómplatna á fyrstu sex mán-
uðunum hefur aukist talsvevert
miðað við sama tíma í fyrra. Þetta
á hvort tveggja við um sölu inn-
lendra og erlendra hljómplatna.
Hins vegar ber að gæta þess að
mjög stór hluti innlendra hljóm-
platna er í raun með erlendu efni,
þ.e. svokallaðar safnplötur en hlut-
deild þeirra er stór og vaxandi í
sölu eigin framleiðslu útgáfufyrir-
tækjanna. Þau útgáfufyrirtæki
sem starfað hafa hér á landi um
árabil hafa minnkað verulega hlut-
deild sína í útgáfu á nýju íslensku
efni hvað titlafjölda varðar þar
sem tónlistin stenst ekki gæða-
kröfur að mati þeirra. Þróunin
hefur því orðið sú að flestir titlar
eru gefnir út af einstaklingum sem
tilbúnir eru að taka á sig fjárhags-
legt tap til þess að koma eigin
efni á framfæri. Ekki er hins veg-
ar samræmi milli aukningar titla-
fjölda og sölumagns. Hlutverk
hefðbundinna útgáfufyrirtækja,
sem þjóna því að vera nokkurskon-
ar gæðaeftirlit á innlenda tónlist,
hefur því minnkað verulega. Inn-
lent efni einheija, útgefenda sem
jafnframt eru flytjendur og stund-
um höfundar flæðir því á markað-
inn. Ljóst er að sá þröskuldur
gagnrýni sem slíkar útgáfur, þurfa
að fara yfir er ekki alltaf hár.
Árangurinn blasir líka við. Ástand
sem skapast hefur á
sama hátt erlendis er
þekkt og leiðir end-
anlega til þess að
markaðurinn hafnar
afurðinni að verulegu
leyti. Hætta er á að
slíkt muni einnig eiga
sér stað hér á landi
og ýmislegt bendir til
þess að þróun í þá átt
sé þegar hafin.
Segja má að sú
fjölmiðlastefna sem
ríkt hafi á íslandi sé
nokkurskonar raun-
birting á kenningu
Andy Warhol um að
allir þegnar þjóðfé-
lagsins eigi að fá að vera frægir
a.m.k.í stundarfjórðung af lífi
sínu. Þannig hafa útvörp og sjón-
vörp þegna ríkisins og blöð allra
landsmanna miklu fremur fylgt
þeirri stefnu að gefa öllum tæki-
færi og lítill sem enginn greinar-
munur gerður á því hvort um fag-
lega, frumlega, framsækna og
skapandi tónlist er að ræða eða
einhverskonar tómstundagaman
eða byijendafikt. Hæfileikinn til
að greina á milli ómarkvissrar leik-
mennsku og faglegrar atvinnu-
mennsku er ekki nægjanlega mik-
ið fyrir hendi.
Vonandi er ríkjandi ládeyða ein-
ungis lognið á undan storminum.
Tími er til þess kominn að íslensk-
ir tónlistarmenn blási til orustu
og feyki burtu þeim fúa sem feng-
ið hefur að búa um sig í rótunum
þ.e. þeim sjálfum. Tími er kominn
til þess að fjölmiðlar móti sér
stefnu og styðji við íslenska tón-
listarútgáfu á raunhæfan hátt svo
að hér megi vaxa fjörlegt litróf
tónlistarflóru sem þrifist getur á
sínum litla heimamarkaði. Misgott
efni sem nánast allt fær sömu
meðhöndlun í fjölmiðlum bitnar
hvað mest á þeim tónlilstarmönn-
um og útgáfum sem unnið hafa
verk sín af metnaði og fag-
mennsku. Ekki síst er mikilvægt
að Islendingar allir geri sér grein
fyrir því að nauðsynlegt er að
styðja það sem vel er gert í ís-
lensku tónlistarlífí með virkri þátt-
töku til að forða frekari hnignun.
Þessi smái markaður getur vel
orðið uppspretta tónlistar sem
gleðja mun eyru okkar og annarra
þjóða því útflutningur á íslenskri
tónlist er engin bábylja.
Að öðrum kosti blasir við frek-
ari niðurlæging íslensks tónlistar-
markaðar þar sem hæfileikafólk í
tónlistargerð fær ekki notið sín til
fullnustu og horfir á þá valkosti
að brenna annaðhvort út hér á
landi á fáum árum eða rækta
hæfileika sína á erlendri grund.
Atgervisflótti er þegar orðinn
staðreynd. Sú óáran sem viðloð-
andi hefur verið um miðbik und-
anfarinna áratuga getur því enst
fram á næstu öld sé fótum ekki
spyrnt við nú þegar.
N
m
Opið
virka daga kl. 16-21
Matvælamarkaðurinn er opinn kl. 16-19
Síld, lax# egg, ýsutilboð, smálúða, rcekja
grœnmeti, harðfiskur og margt fleira.
Vinnuföt og verkfæri á sprengiverði
Trausti trésmiður fékk nýtt verkefni og þurfti að kaupa vinnuföt
og verkfœri. Hann fékk vinnugalla á kr. 990,-, slípirokk á kr, 3500,-,
hjólsög á kr. 4900,- og borvél 2900,- á Kvölámarkaðinum.
Barnaföt kr.190,-
Þvottavélin bilaði og barnafötin eyðilögðust (ótryggð). Gunna bjargaði
málinu og fékk ný barnaföt á einstöku verði á Kvöldmarkaðinum.
Skartgripir og geisladiskar
Hún Gunna var alsœl með nýja hálsmenið sem Traustu gaf henni og
keypti uppahaldsgeisladiskinn handa Trausta sínum.
Skór á verði frá kr. 500,-
Trausti og Gunna fengu sér hund og hann eyðilagði alla skóna af
fjölskyldunni. Þau fengu nýja skó á alla fjölskylduna fyrir 1500,- krónur.
Rimlagardínur frá kr. 320,-
Gunna þurfti að senda allar rimlagardínurnar í hreinsun en komst að
því að miklu ódýrara vœri að kaupa nýjar á Kvöldmarkaði Kolaportsins.
Hræódýrar pottaplöntur
Gunna er miloð fyrir blóm og hún hreinlega fyllti húsið af pottaplöntum
þpgar hún sá verðið semPoðið var á Kvöldmarkaði Kolaportsins.
Urval af austurlenskri ævintýravöru
Trausti er veikur fyrir austurlenskri vöru og Gunna náði honum ekki út fyrr
en eftir tvo tíma með fullt fang af sverðum og Plœvœngjum.
Frábœrt verð á vörum frá versluninni
Blazer sem hœtti fyrir nokkru.
Herraföt, skyrtur,
skór, peysur og vesti.
G
r\
ALLTAF
GOTT VEÐUR
OGFRÁBÆR
STEMAANING f
KOLAPORTINU
Eftir a& Trausti og Gunna höfSu verslaÖ á Kvöldmarkaiinum
og gefiS börnum fs, fengu þau sér aS borða hjá Kaffiporti og
sluppu viS eldamennsku og uppvask þann daginn.
KOIAPORTIÐ
-kemur alltaf d óvart
r
Waldorf brúðugerð
Kvöld- og helgarnámskeið.
Upplýsingar í síma 554 4637 eða
í náttúruvöruversluninni Yggdrasil,
Kárastíg 1, Rvík., sími 562 4082.
Hildur Guðmundsdóttir.
Höfundur er forstjóri Spors hf.
Steinar Berg
ísleifsson.