Morgunblaðið - 01.10.1996, Page 60
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTOBER 1996
Ircpc)
WCMyjKSOFNÆMl
fNQNJtMEJM
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Jarðskjálftar í Bárðarbungu í Vatnajökli gætu verið fyrirboði eldgoss
Stærsti skjálfti 5 stig
STERK jarðskjálftahrina hófst í
Bárðarbungu í Vatnajökli á sunnu-
dag. Hún hófst með skjálfta sem
náði 5 stigum á Richtersskala að
styrkleika. Að sögn jarðskjálfta-
fræðinga gæti hrinan verið fyrir-
boði eldsumbrota. Almannavarnir
sendu frá sér tilkynningu í gær-
kvöldi þar sem varað er við flugi
yfir Bárðarbungu og ferðalögum á
jökli í nálægð við eldstöðvarnar.
Stóri upphafsskjálftinn reið yfir
skömmu fyrir kiukkan ellefu á
sunnudagsmorgun. Röð veikari
skjálfta fylgdi í kjölfarið, sem hafa
haldið áfram síðan með hléum. Að
sögn Ragnars Stefánssonar jarð-
skjálftafræðings hafa frá árinu
1989 mælzt jarðskjálftahrinur í
Bárðarbungu á eins til tveggja ára
fresti. Jafnstórir skjálftar og nú
mældust hafa ekki komið fyrir frá
því í maí 1994. Þessi nýjasta hrina
hagar sér hins vegar nokkuð frá-
brugðið hinum fyrri, sem einkennd-
ust af því að fyrst kom einn stór
skjálfti og í kjölfar hans fáeinir eftir-
skjálftar. Núna er meira framhald á
skjálftunum, og svæðið sem skjálft-
arnir ná yfir breiðir meira úr sér.
Fyrstu skjálftarnir voru vestar-
lega í Bárðarbungu, en þeir sem
fylgdu í kjöfarið færðust sunnar og
austar, í átt að Grímsvötnum.
Mesta virkni í 20 ár
Ragnar segir þetta vera mestu
jarðskjálftavirkni á svæðinu í tutt-
ugu ár. Erfítt sé að svo stöddu að
segja nákvæmlega fyrir um hvort
von sé á eldgosi, þar sem lítil
reynsla sé af mælingum á aðdrag-
anda eldgosa á þessu svæði.
Vitað er að Bárðarbunga er virk
eldstöð, en Grímsvötn hafa verið
mun virkari á þessari öld og gosið
þrisvar sinnum frá aldamótum svo
vitað sé, síðast árið 1983.
Herðu-
breið/
TröUa-
Bárðarbunga
Köldukvislar-
pi jökull
VATNA-
JÖKULL
Grimsvötn
HORFT í austur yfir Bárðarbungu frá Systrafelli. Skýjað var yfir bungunni þegar myndin var tekin í gær.
Morgunblaðið/Rax
í 3. sæti
fyrir loka-
umferðina
í Jerevan
Jerevan. Morgnnblaðið.
ÍSLENDINGAR unnu glæsilegan
sigur á Kínvetjum, 3-1, í næstsíðustu
umferð Ólympíuskákmótsins í Jere-
van og eru nú í 3. sæti á mótinu,
ásamt nokkrum öðrum þjóðum. Lík-
legt verður að telja að þeir mæti
Rússum í síðustu umferðinni í dag.
Jóhann Hjartarson tefldi með
svörtu gegn stórmeistaranum Ye á
efsta borði og sneri taflinu örugglega
sér í vil. Hannes Hlífar Stefánsson
hafði hvítt gegn Wang á öðru borði
og virtist lengi vel hafa mjög væn-
lega stöðu, en Wang þvældist fyrir
út í endatafl, sem Hannesi tókst
ekki að vinna. Á þriðja borði var
nærri búið að afskrifa Þröst Þórhalls-
son, sem í gær náði þeim langþráða
áfanga að vera útnefndur stórmeist-
ari í skák. Þröstur hafði mjög þrönga
og leiðinlega stöðu gegn Peng, en
náði um síðir jafntefli.
Á fjórða borði vann Helgi Áss
Grétarsson fljótasta sigurinn gegn
Zhang. Helgi hafði hvítt, fórnaði
skiptamun snemma og Kínveijinn
tefldi framhaldið ekki sem best.
Rússar hafa 36 vinninga og hafa
nálega tryggt ser sigurinn á mótinu.
í öðru sæti er Úkraína með 33 vinn-
inga. í þriðja sæti á mótinu koma
svo íslendingar, ásamt Bandaríkja-
mönnum, Englendingum, Armenum
og Georgíumönnum.
■ Sigur á/47
-----» ♦ ♦-----
26 sagt upp
hjá Aðal-
verktökum
Vogum. Morgunblaðid.
ÍSLENSKIR aðalverktakar sögðu 26
starfsmönnum upp störfum í gær.
Ólafur Thors starfsmannastjóri segir
að flestir starfsmannanna sem sagt
var upp séu véla- og tækjamenn eða
í samsvarandi starfí, til dæmis á bíla-
verkstæði.
Ólafur segir uppsagnirnar að hluta
til hefðbundnar haustuppsagnir en
að þær séu einnig til komnar vegna
breytinga á starfseminni á Keflavík-
urflugvelli þar sem lítið er um jarð-
vinnu og nýframkvæmdir en meira
unnið að viðhaldsverkefnum.
Kaupþing stofnar fyrirtæki í Lúxemborg í samvinnu við Rothschild-banka
Fyrsta íslenska fjármálafyrir-
tækið sem starfar í útlöndum
Morgunblaðið/Ingvar
Eldur
ígaskút
SLÖKK VILIÐIÐ var kallað út á
sjötta tímanum í gær vegna elds
í gaskúti við Ártúnsbrekku. Þar
var verið að vinna við vegmerk-
ingar þegar slanga losnaði af
kósangaskúti og stóð þá logi upp
úr honum. Vel gekk að slökkva
TE kæla kútinn.
KAUPÞING hf. hefur sett á stofn
dótturfyrirtæki í Lúxemborg, Kaup-
þing Management Company, í sam-
starfi við Rothschild-bankann þar í
landi. Fyrirtækið mun starfrækja
verðbréfasjóði og verða í upphafi
reknir tveir sjóðir. Annarsvegar er
um að ræða alþjóðlegan skulda-
bréfasjóð, Kaupþing Fund - Global
Bond Class, og hins vegar alþjóðleg-
an hlutabréfasjóð, Kaupþing Fund -
Global Equity Class.
Þetta er fyrsta íjármálafyrirtækið
á erlendri grundu sem að fullu er í
eigu Islendinga, eftir því sem best
er vitað. „Við lítum á þetta sem
eðlilegt skref,“ sagði Sigurður Ein-
arsson, starfandi forstjóri Kaupþings
hf., á blaðamannafundi í gær. „Við
höfum um árabil stýrt verðbréfasjóð-
um sem fjárfesta eriendis og náð
prýðilegum árangri. Því teljum við
tímabært að selja okkar sjóði ekki
einungis til íslenskra fjárfesta heldur
einnig erlendra aðila.“
Sigurður sagði að fjárfestingar-
stefna verðbréfasjóðanna yrði sniðin
að þörfum íslenskra fjárfesta og
þeir gætu að hluta til fjárfest í verð-
bréfum sem gefin eru út af íslensk-
um aðilum. „Þessir verðbréfasjóðir
verða skráðir í kauphöllinni í Lúx-
emborg sem við teljum mikilvægt
til að fá erlenda aðila til að fjárfesta
í þeim. Þetta er sérstaklega mikil-
vægt vegna þess að langtíma-
markmið með stofnun á Kaupþing
Management Company er að skila
eigendum sjóðanna, þ.e.a.s. fjárfest-
um, og íslensku þjóðarbúi góðum
arði þegar fram í sækir," sagði Sig-
urður.
Sigurður sagði Lúxemborg hafa
orðið fyrir valinu vegna þess hversu
hagkvæmt það væri að reka þar
verðbréfasjóði. Þetta lýsti sér best í
því að í Lúxemborg væru staðsettir
yfir 2 þúsund verðbréfasjóðir, en fá
ríki væru jafn umsvifamikil á þessu
sviði.
Sala bréfa hefst í dag
Byrjað verður að selja hlutdeild-
arskírteini í sjóðunum strax í dag,
en gengi sjóðanna verður fyrst skráð
í kauphöllinni í Lúxemborg 14.
október nk.
■ Kynnir/20