Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Björgunarsveitin á Eyrarbakka fær svifnökkva til afnota
VÍGLUNDUR Guðmundsson á fullri ferð á svifnökkvanum á
grynningum í Ölfusá. Einnig er hægt að „sigla“ nökkvanum upp
á bakkann til leitar.
Japanir vilja Is-
land í Alþjóða-
hvalveiðiráðið
Fimmtán
ára
draumur
rætist
„ÞETTA er búinn að vera
draumur okkar í fimmtán ár,“
segir Jón Sigurðsson, félagi í
Björg, björgunarsveit Slysa-
varnafélagsins á Eyrarbakka,
um svifnökkva sem sveitin
keypti í sumar. Nökkvann er
fyrirhugað að nota við leitir í
og við Ölfusá og víðar ef þörf
er á.
Björgunarsveitin er oft köll-
uð til leitar í Ölfusá, meðal
annars yfirleitt þegar talið er
að fólk hafi fallið í ána við
Selfoss. Leitirnar eru erfiðar
því grynningar eru miklar og
breyta sér ört. Hafa björgunar-
sveitarmenn því þurft að
ganga meðfram ánni allt upp
fyrir Kaldaðarnes eða fara á
gúmbátum sem þá þarf sífellt
að vera að draga eftir grynn-
ingum og eyrum. „Eftir hveija
leit þráðu menn svona tæki.
En við erum fyrst og fremst
sjóbjörgunarsveit og þurfum
að láta báta og önnur tæki því
tengd ganga fyrir. Það var
ekki fyrr en við vorum orðnir
vel búnir á því sviði að við
gátum leyft okkur þetta,“ seg-
ir Jón.
Sparar sporin
Björgunarsveitin keypti
notaðan svifnökkva í vor,
tveggja manna far sem kostaði
um 700 þúsund krónur. Var
þetta verulegt átak fyrir litla
sveit. Enn hefur ekki reynt á
nökkvann, sem betur fer, en
Jón segir að tíminn hafi verið
notaður til þjálfunar og nú séu
menn í sérstökum flokki orðnir
leiknir í notkun hans.
Nökkvinn kemst yfir með
80 kilómetra hraða á klukku-
stund við bestu aðstæður en
þolir ekki mikla öldu. Notkun
hans sparar tíma og ekki síst
sporin við leit á Ölfusá. Þá er
hægt að leita á honum uppi á
landi meðfram ánni, á svæði
sem ekki er hægt að fara nema
gangandi eða á hestum. Jón
segir að svifnökkvinn geti nýst
víðar. Hann sé til dæmis góður
í mýrum og komist yfir svæði
sem önnur farartæki fari ekki.
Sveitin er tilbúin að fara með
svifnökkvann þangað sem þörf
er á.
MICHIO Shimada, forstöðumaður
sjávarútvegsstofnunar japanska
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-
neytisins, hvetur íslendinga til að
gerast aðilar að Alþjóðahvalveiðiráð-
inu að nýju, samkvæmt frétt frá sjáv-
arútvegsráðuneytinu.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra átti viðræður við Shimada
í Tókíó í gær Samkvæmt upplýsing-
um sjávarútvegsráðuneytisins sagði
forstöðumaðurinn aðspurður að ekk-
ert væri því til fyrirstöðu af hálfu
Japana að útflutningur hæfist á ís-
lenskum hvalaafurðum á Japans-
markað gerðust íslendingar aðilar
VARÐSKIPIÐ Óðinn er nú lagt af
stað heim úr Smugunni eftir sex
vikna útivist. Skipið er væntanlegt
til Reykjavíkur á sunnudag eða
mánudag. Nú eru 14 íslensk skip við
veiðar á víð og dreif um Smuguna.
Að sögn Helga Hallvarðssonar,
yfirmanns gæsluframkvæmda Land-
helgisgæslunnar, fóru varðskips-
menn af Óðni um borð í 10 togara
til fiskveiðieftirlits og kvörnuðu fisk
í fimm skipum fyrir Hafrannsókna-
að ráðinu. Hins vegar benti hann á
að Norðmenn hefðu ekki leyft út-
flutning á hvalaafurðum vegna nei-
kvæðrar afstöðu Bandaríkjamanna.
Ennfremur var rætt um vaxandi
útflutning á íslenskum sjávarafurð-
um til Japans og benti Þorsteinn
Pálsson á að innflutningskvóti Jap-
ana hindraði aukin viðskipti með síld-
ar- og þorskafurðir. Lofaði Shimada
að taka þau mál til skoðunar.
Þá voru til umræðu tilraunaveiðar
Japana á túnfiski í íslenskri lögsögu,
hugsanleg aðild íslands að túnfisk-
veiðistofnuninni ICCAT og karfa-
veiðar á Reykjaneshrygg.
stofnun. Fiskurinn um borð í þessum
skipum var mjög góður, að sögn
varðskipsmanna.
Jón Ivar Einarsson, læknir á Óðni,
hefur fengið 32 sjúklinga um borð
til sín til aðhlynningar, auk þess sem
hann hefur gefið ráð í gegnum tal-
stöð um meðhöndlun 8 sjúklinga til
viðbótar.
Skipherra á Óðni er Kristján Þ.
Jónsson.
14 íslensk skip í Smugunni
Óðinn á heimleið
Kanadaher kannar atvik í Reykjavík
Dansmeyjar um
borð í herskip
HEIMSÓKN tveggja nektardans-
meyja um borð í kanadíska frei-
gátu, Ville de Quebec, sem hafði
viðdvöl í Reykjavíkurhöfn í lok ág-
úst, er nú til rannsóknar hjá kana-
díska flotamálaráðuneytinu.
Dan Bedell hjá Upplýsingaskrif-
stofa kanadíska sjóhersins í Halifax
sagði í samtali við Morgunblaðið
að konurnar væru frönskumælandi
Kanadabúar en starfi sem nektar-
dansmeyjar í Reykjavík.
Hann sagði rannsóknina snúast
um hve lengi konurnar dvöldu um
borð í skipinu og hvort þær hafi’
dansað nektardans um borð.
Nokkrir áhafnarmeðlimir buðu
konunum drykki um borð, síðdegis,
en óleyfilegt er að gestir dvelji leng-
ur en til kl. 23.00.
Samkvæmt upplýsingum skip-
stjóra voru konurnar ekki farnar
frá borði kl. 1 um nóttina.
Þessir atburðir hafa, að sögn
Bedells, vakið mikla athygli ijöl-
miðla í Kanada, en þarlend sjón-
varpsstöð vakti eftirtekt flotamála-
ráðuneytisins á málinu. Rannsókn
lýkur 9. október.
Ville de Quebec var í Reykjavík-
urhöfn í þijá daga, á leið sinni til
heræfinga í Norðursjó á vegum
NATO. I áhöfn skipsins voru 225
manns, þar af 40 konur.
KRISTINN Sigmundsson og Jónas Ingimundarson hafa verið að
flytja Vetrarferðina á tónleikum í um það bil tíu ár og nú er
komið að því að gefa flutning þeirra út á geislaplötu.
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra
Boðar skattalækkanir
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð-
herra, boðaði skattalækkanir á
næstu árum í stefnuræðu sinni á
Alþingi í gærkvöldi. Bæði ættu
jaðarskattar og almennir skattar
að lækka, en þar verði að fara
með gát, því forsendan verði að
vera að ríkissjóður verði framvegis
rekinn hallalaus. Það hljóti að vera
auðvelt þjóðarsamstöðu um efna-
hagslegar forsendur, sem byggjast
á því, að ríkið safni ekki skuldum,
að kaupmáttur fólks geti aukizt
jafnt og þétt og að skattar á al-
menning geti lækkað," sagði for-
sætisráðherra.
Forsætisráðherra vék einnig að
efnahagsþróuninni og áhrifum
hennar á stöðu kjaramála. Þar sem
kjarasamningar eru lausir um
næstu áramót, lagði forsætisráð-
herra áherzlu á nauðsyn þess, að
verkalýðsforingjar og forráða-
menn atvinnulífsins gangi fram
af sanngirni og ábyrgð við gerð
kjarasamninga. Ekki megi stefna
þeirri kaupmáttaraukningu, sem
náðst hefur á undanförnum árum,
í hættu.
Söknuðu margs í
stefnuræðunni
Formælendur stjórnarandstöð-
unnar sögðu ástandið ekki eins
bjart og forsætisráðherra. vildi
vera láta. Margrét Frímannsdóttir,
Alþýðubandalagi, taldi það merki-
legast við ræðu hans, sem hann
lét ósagt. Orða um málefni aldr-
aðra og öryrkja, þjónustugjöld,
húsnæðismál, skuldastöðu heimil-
anna, jafnréttismál og stefnu í
heilbrigðis- og menntamálum -
alls þessa sagðist hún sakna í
ræðu forsætisráðherra.
Margrét minnti á, að þetta væri
sjötta árið í röð, sem Davíð Odds-
son boðaði hallalaus fjárlög, sem
aldrei hefðu gengið eftir hingað til.
Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvenna-
lista, rifjaði upp það ákvæði í
stjómarsáttmálanum, að stefnt
skuli að því, að festa þjóðareign á
auðlindum sjávar í stjómarskrá.
Það væm hins vegar alvarlegustu
skilaboðin, sem komið hefðu frá
ríkisstjórninni í haust, að ákveðið
hefði verið að endurflytja frumvarp
til laga um samningsveð með hinu
umdeilda ákvæði, að veðsetja megi
aflaheimildir, sem margir túlki sem
viðurkenningu á því, að kvóti sé í
einkaeign en ekki sameign þjóðar-
innar. Þetta hefði forsætisráðherra
látið vera að nefna í stefnuræðu
sinni. Á meðan útgerðarmenn
fengju andvirði milljarða í kvóta
afhent á silfurfati, sem þeir síðan
geti verzlað með að vild, sé það
hrein blekking að halda því fram,
að sjávarútvegurinn sé ekki ríkis-
styrktur.
Vetrarferð
Kristins og
Jónasar á
geislaplötu
HINN KUNNI ljóðaflokkur, Vetrar-
ferðin, eftir Franz Schubert verður
gefinn út á diski í haust hjá Máli
og menningu, í flutningi Kristins
Sigmundssonar og Jónasar Ingi-
mundarsonar. Kristinn sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að þeir Jónas
hefðu verið að flytja þetta verk á
tónleikum í um það bil tíu ár og
alltaf hefði staðið til að gefa það
út á diski. „En það veitti svo sem
ekkert af þessum tíu ára undirbún-
ingstíma. Þetta verk er hápunktur
Ijóðabókmenntanna.“
Mikill Mefistofeles
Kristinn er nýkominn frá Nante
og Angers í Frakklandi þar sem
hann söng í Fordæmingu Fásts eft-
ir Berlioz. Kristinn fékk góða dóma
í frönskum blöðum. Eric Ménard,
hjá Nantes Poche, segir að hann
hafi verið yfirgnæfandi á sviðinu.
Segir hann að þessi risi, sem er
meira en tveir metrar á hæð, hafí
verið einstakur Mefistofeles. Radd-
beiting Kristins segir hann sömu-
leiðis að hafi verið mjög góð. Gagn-
rýnandinn, Henri Pezeller, talar
einnig um stærð Kristins og segir
hann hafa verið mikinn Mefistofeles
sem réði jafnvel við hina drynjandi
sterku tóna og þá veikustu.
Köln, Flórens, Genf og París
Kristinn heldur til Kölnar í vik-
unni þar sem hann mun syngja í
Seldu brúðinni eftir Smetana. Um
miðjan nóvember fer hann svo til
Flórens að syngja í Töfraflautunni
eftir Mozart. Þaðan fer hann til
Genfar að æfa Öskubusku Rossinis
fram til jóla en hún verður frum-
sýnd í janúar. Á næsta ári segist
Kristinn verða mikið í París þar sem
hann mun verða í sýningum á Pars-
ifal og Lóhengrin eft.ir Wagner.