Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 4

Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdfs A FUNDI í stjórnarráðinu í gær. Frá vinstri eru Helgi Hallgrímsson vegamálasljóri, Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Magnús Jónsson veðurstofusljóri. Davíð Oddsson forsætisráðherra Mannslífum verður ekki hætt fyrir mannvirki Flug raskaoist vegna ösku í lofti EKKI VAR hægt að fljúga á áfangastaði Flugleiða á Norð- urlandi í gær, í fyrstu vegna veðurs en síðar um daginn vegna ösku í lofti vegna eld- gossins í Vatnajökii. Margrét H. Hauksdóttir, deildarstjóri hjá Flugleiðum, sagði að í gærmorgun hefði verið ófært á ýmsa áfangastaði um land allt vegna veðurs, til dæmis til Eyja og ísingarhætta og mikil ókyrrð hefði verið yfir Austfjörðum. „Síðar um daginn var hægt að fljúga austur og út í Eyjar, en þá setti eldgosið strik í reikninginn, því ekki þótti óhætt að fljúga norður, þar sem aska væri í lofti. Askan fer mjög illa með hreyfla flug- véla og því ógnar hún flug- öryggi.“ Margrét sagði að líkur væru á verulegri röskun á áætlun Flugleiða í dag vegna ösku í lofti. Dyflinarfarþegar suður með rútu í morgun var áætlað beint flug á vegum Samvinnuferða- Landsýnar frá Akureyri til Dyflinnar á Irlandi. Farþegarnir 260, flestir frá Akureyri, Siglu- firði og Neskaupstað, brugðu á það ráð í gærdag að aka til Keflavíkur til að ná á réttum tíma frá Leifsstöð. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hélt fund í forsætisráðuneytinu klukkan fjögur í gærdag með Hall- dóri Blöndal samgönguráðherra, Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra, Helga Hallgrímssyn vega- málastjóra, Hafsteini Hafsteinssyni forstjóra Landhelgisgæslunnar og formanni Almannavarna ríkisins, og Magnúsi Jónssyni veðurstofustjóra. Forsætisráðherra sagði að fund- inum loknum að forstöðumönnum stofnana hefði verið gefið fullt um- boð til að grípa til ráðstafana gegn hættu sem stafað getur af eldgos- inu, þó ekki náist í ráðherra. „Á sandinum eru mannvirki sem metin eru á um 1,3-1,5 milljarða króna. Embættismenn meta þegar þar að kemur hvort ástæða sé til að ijúfa varnargarða til að hlífa brúm, en það á ekki að hætta neinum manns- lífum til að bjarga mannvirkjum." Forsætisráðherra segir að tjón á brúm falli á Viðlagasjóð, en ekki er ljóst hver greiðir hugsanlegt tjón af öskufalli. Hröð at- burðarás við Gríms- vötn HLAUP verður í Grímsvötnum þegar jarðhiti neðst í öskju undir Vatna- jökli nær að bræða nægilegt magn af ís til þess að hún fyllist. „Þegar vatnið er komið í vissa hæð smýgur það undir jökulinn og bræðir göng svo askjan tæmist í flóði sem kemur fram í Grímsvötnum og á Skeiðar- ársandi," segir Páll Einarsson, pró- fessor í jarðeðlisfræði. Páll segir að askjan fyllist af vatni á um það bil fimm ára fresti. „At- burðarásin verður miklu hraðari nú því bræðsluvatn vegna gossins leitar út í Grímsvötn og er um það bil að fylla þau. Vatnið mun því gera sér göng undir jökulinn, hugsanlega í dag,“ segir Páll. Vatnsborðið átti eftir að rísa um 50 metra í gær svo Grímsvötn fylltust að Páls sögn og hafði yfirborð þeirra hækkað nokkuð í gær án þess að hægt væri að segja framhaldið nákvæmlega fyrir. Páll segir að vatnsmagnið sem flæddi yfír Skeiðarársand árið 1938 hefði ekki verið meira en í hefð- bundnu Grímsvatnahlaupi. „Það var ekki meira vatn á ferðinni en hins vegar rann það miklu hraðar fram á sandinn, líkt og menn óttast nú. Menn eru að tala um að vatnsmagn- ið geti orðið yfir 20.000 nri á sek- úndu þegar hlaupið nær hámarki sem er allmiklu meira en í síðustu hlaupum," segir hann. > Forstöðumaður vatnamælinga Orkustofnunar „Menn búa si g undir hið versta“ „VIÐ mældum ána rétt fyrir myrk- ur og þá greindist í henni lítillegur vöxtur, en enn sem komið er virðist hann vera vegna rigninga, en ekki vegna þess að vatn sé að bijótast undan jöklinum. Við búumst þó við að hlaup heijist í fyrramálið, en ég held að tímasetningin geti aldrei orðið nákvæm. Menn búa sig undir hið versta og vilja vera klárir þegar það brestur á,“ sagði Árni Snorra- son, forstöðumaður vatnamælinga Orkustofnunar, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Árni sagði að miðað við hlaupið árið 1938, sem einnig átti rætur sínar að rekja til eldgoss undir jökli, myndi hlaupjð nú ná hámarki á þremur til fjórum dögum. „Hlaupið þá óx miklu hraðar en venjulegt Skeiðarárhlaup, sem er 10-15 daga að ná hámarki. Við eigum því von á að hlaupið komi nokkuð snöggt fram á sandinn. Við erum því að tala um allt annað umfang og allt aðrar tímasetningar en í venjulegu hlaupi,“ Vatnamælingamenn frá Orku- stofnun tóku sýni úr vatnsföllum á Skeiðarársandi til að kanna breyt- ingar á efnasamsetningu vatnsins. „Við efnagreinum vatnið og það leynir sér ekkert þegar vatn úr gosi blandast venjulegu jökulvatn- inu. Núna vitum víð fyrir víst að vatnið á eftir að ryðjast fram fyrr eða síðar, svo þessar mælingar hafa ekki forspárgildi í sjálfu sér, en veita okkur mikilvægar upplýsingar engu að síður. Rennslið segir alla hins vegar söguna og það getur ekkert komið í veg fyrir hlaupið héðan af,“ sagði Árni Snorrason. Hlaup í vændum Morgunblaðið/Golli VATNAMÆLINGAMENN voru að störfum við brúnna yfir Skeiðarársand í gær. Þeir segjast hafa gert tilraunir til að tíma- setja hlaup með slíkum mælingum en eftir að atburðarrásin sé hafin hætti slíkt að skipta máli. Rennslið segi alla söguna. Vegir og varnar- garðar rofnir til að verja brýr ! „VEGAGERÐIN býr sig undir að mæta miklu hlaupi og þar er miðað við hlaupið árið 1938, enda var aðdragandinn þá mjög svipaður og núna. Við þurfum að ijúfa varnar- garða og vegi til vatnið renni fram sandinn og hlífi brúm, en óvíst er hvenær við þurfum að hefjast handa,“ sagði Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Helgi sagði að miðað við hlaupið árið 1938 ætt.i hlaupið nú að ná hámarki á þremur sólarhringum og það ætti að veita Vegagerðinni nægan tíma til að bregðast við. „Brýrnar á sandinum eru byggðar þannig að þær eru miklu hærri en vegir og varnargarðar i kring. Ef við ijúfum vegina og garðana, létt- ir álaginu af brúnum og þær eiga meiri möguleika á að standa þetta af sér, þótt ég geti ekki fullyrt að hægt verði að bjarga öllum brúm. Fyrst í stað myndi reyna á brúna yfír Skeiðará og litla brú yfir Sælu- húsvatn." Dýrt að byggja upp að nýju Mannvirki á sandinum eru metin á 1-lVi milljarð króna og eru það þijár stórar brýr, yfir Skeiðará, Sandgígjukvísl og Súlu, auk smærri brúa. Helgi sagði að þrátt fyrir að brúnni yfir Skeiðará væri hættast af þessum þremur stóru, gætu hin- ar einnig reynst í hættu, bijóti vatn- ið sér leið vestur með allri jökul- | röndinni. „Hlaupinu 1938 var lýst svo að sandurinn hafi verið undir vatni, svo vatnið hefur komið víða | undan jöklinum. Aðstæður voru að ’ vísu aðrar þá, því jökullinn lá fram- ar og allt vatn undan honum fór beint fram sandinn. Nú hefur jökull- inn hopað nokkuð og skilið eftir jökulöldur, sem safna vatninu sam- an á færri staði. Átakapunktarnir eru orðnir færri, en um leið stærri." Vegamálastjóri sagði að vissu- I lega væru líka mikil verðmæti í vegum og vamargörðum. „Ef við | þurfum að ijúfa víða, verður mjög dýrt að byggja upp að nýju. Þær upphæðir fara fljótt í tugi milljóna króna,“ sagði Helgi Hallgrímsson. Vegagerðin lokaði veginum um Skeiðarársand í gærkvöldi, eftir að dimmt var orðið og var sandurinn lokaður almennri umferð í nótt. í morgun átti að endurskoða þá ákvörðun. Ólíklegt að gosið hafi áhrif á veðurfar hefði nein áhrif,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að ef mikil aska bærist upp í háloftin frá eldgosi gæti hún dregið úr sólgeislun og það kæmi fram í kólnandi veðurfari. „Móðuharðindin eru kannski dæmi um eitthvað slíkt, en þar erum við að tala um allt öðruvísi gos,“ sagði Guðmundur. ÓLÍKLEGT þykir að eldgosið við Bárðarbungu á Vatnajökli hafi nokkur áhrif á veðurfar til langs tíma, að sögn Guðmundar Haf- steinssonar veðurfræðings á Veður- stofu íslands. „Þó þetta stæði svona í þessum dúr kannski í fáeina daga og hætti svo þá hef ég ekki trú á að það

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.