Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Málþing í tilefni af tíu ára afmæli Reykjavíkurfundar Gorbatsjovs og Reagans
Bætti samskipti
risaveldanna
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
SERGEI Rogov, stjórnandi rússneskrar stofnun- MAX Kampelman sendiherra lýsir reynslu sinni
ar, sem rannsakar málefni Bandaríkjanna og frá 1986, en hann var einn helsti samningamað-
Kanada, ræddi fundinn frá sjónarhóli Rússa. ur Bandaríkjamanna í afvopnunarmálum.
MÁLÞING í tilefni þess að tíu ár eru
liðin frá því að Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorb-
atsjov Sovétleiðtogi ræddust við í
Höfða á Reykjavíkurfundinum hófst
í gær og var niðurstaða þeirra sem
tóku til máls sú að þar hefði verið
stigið stórt skref í átt til afvopnunar
og um leið verið greidd gata fyrir
bætt samskipti risaveldanna eftir
lægð í upphafi níunda áratugarins.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra setti málþingið og rifjaði upp
þær „sláandi breytingar", sem átt
hefðu sér stað frá því að leiðtoga-
fundurinn var haldinn. Hann bætti
því við að nafn Reykjavíkur hefði
verið ofið inn í sögu afvopnunar árið
1986. Leiðtogafundir vektu yfirleitt
auknar væntingar um árangur, en
væru venjulega of stuttir til að unnt
væri að knýja fram samkomulag.
Reykjavíkurfundurinn 12. til 13.
október 1986 hefði verið undantekn-
ing þar á.
„Það er staðföst trú mín að ísland
hafi lagt sitt að mörkum,“ sagði
Halldór. „Nýjasti kjarnorkutilrauna-
sáttmálinn sýnir það.“
Max Kampelman, sem var í samn-
ingaliði Bandaríkjamanna á leiðtoga-
fundinum, sagði að Reykjavíkurfund-
urinn hefði verið „sögulegur áfangi
á þeirri leið, sem mannkyn gengur
hikandi skrefum í átt til 21. aldarinn-
ar . . . í Reykjavík var glímt við
flókin mál og ágreiningurinn var al-
varlegiir,“ sagði Kampelman. „En
okkur þótti sem við værum að ná
samkomulagi."
Annað viðmót Sovétmanna
Ein ástæðan fyrir því, sagði
Kampelman, var allt annað viðmót
Sovétmanna en í viðræðunum í Genf.
Sagði hann að Sergei Akhromejev,
yfírmaður sovéska herráðsins, sem
fyrirfór sér eftir valdaránstilraunina
í ágúst 1989, hefði átt mestan þátt
í því að Bandaríkjamenn og Sovét-
menn næðu saman, þótt ekki tækist
samkomulag vegna ágreinings Gorb-
atsjovs og Reagans um geimvamaá-
ætlun Bandaríkjamanna (SDI).
„Ég var hins vegar viss um að
þessi mál mundu skjóta aftur upp
kollinum í Genf og þá yrðu þau leyst
án þess að SDI yrði til trafala,“ sagði
Kampelman. „Niðurstaðan varð sú
að við gerðum sáttmálana um meðal-
drægar (INF) og langdrægar flaugar
(START).“
Donald T. Regan, þáverandi skrif-
stofustjóri Bandaríkjaforseta, sagði
að Reykjavíkurfundurinn hefði verið
þess virði, meðal annars vegna þess
að þar hefðu risaveldin náð saman
og hann hefði ýtt undir upplausn
sovéska heimsveldisins. „Skrá verður
fundinn sem sigur fyrir mannkyn,"
sagði Regan.
Ekki ógnar- heldur
hagsmunajafnvægi
Sergei Rogov, stjórnandi Rann-
sóknarstofnunar á Bandaríkjunum
og Kanada í Moskvu, sagði að miili
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
hefði ríkt samkeppni á öllum sviðum,
jafnt í hernaði sem menningu og
efnahagsmálum, og fram að Reykja-
víkurfundinum hefði markmiðið aldr-
ei verið að binda enda á hana. Það
hefði breyst með Reykjavíkurfundin-
um. Gorbatsjov hefði viljað binda
enda á kalda stríðið en án þess að
eftir stæðu sigurvegarar og hinir
sigruðu. Hann hafí séð fram á tíma
þar sem ekki ríkti ógnaijafnvægi,
heldur jafnvægi hagsmuna. Til þess
þyrfti samstarfsvilja og yrðu Rússar
einangraðir væri framtíðin óviss.
Dr. Steven E. Miller, frá vísinda-
og alþjóðastofnun Harvard-háskóla,
rakti áhrif fundarins í sjö liðum, en
sagði að mikilvægast hefði verið að
bundinn hefði verið endi á langvar-
andi kyrrstöðu í afvopnunarmálum
og öðrum samskiptum austurs og
vesturs. Þar skipti einnig máli hvaða
áhrif fundurinn hefði haft á mannleg
samskipti og þá sérstaklega milli
Reagans og Gorbatsjovs.
Stanislav Kondrasjov, stjórnmála-
skýrandi dagblaðsins Ízvestíu, kvaðst
hafa fjallað um alla leiðtogafundi
Gorbatsjovs og Reagans nema
Reykjavíkurfundinn. Hann sagði að
Gorbatsjov hefði gert sér grein fyrir
því eftir Reykjavíkurfundinn að hann
gæti unnið með Reagan, báðir hefðu
skilið að of mikið var lagt undir í
viðureign risaveldanna.
Kondrasjov sagði að margt hefði
breyst síðan þá og menn ættu að
hafa hugfast að 1986 var Jeltsín enn
bandamaður Gorbatsjovs. Á þessum
tíu árum hefði alræðiskerfið verið
lagt af en í stað sósíalisma með
mannlega ásjónu, sem Gorbatsjov
hefði dreymt um, hefði tekið við
kapítalismi með ásjónu glæpa.
Richard Pipes, prófessor við Har-
vard-háskóla, sagði að Reagan hefði
alla tíð, meira að segja þegar sam-
skiptin milli austurs og vesturs voru
hvað stirðust í forsetatíð hans, verið
að hugsa um nálgun við Sovétríkin.
Pipes starfaði í þjóðaröryggisráðinu
fyrstu tvö árin af valdatíð Reagans
og minntist þess þegar bréf frá hon-
um var ritskoðað vegna þess að þar
þótti gengið of langt í eftirgjöf. Hann
sagði að Gorbatsjov hefði verið knú-
inn af því að til þess að geta ein-
beitt sér að umbótum heima fyrir
hefði þurft að slaka á spennunni í
utanríkismálum.
Málþingið heldur áfram á Grand
Hóteli í dag. Verður fjallað um sam-
skipti Bandaríkjamanna og Rússa á
tímamótum og samstarf og ágreining
í samskiptum þjóðanna.
Fjárlagafrumvarp lagt fram með afgangi
Spáð er 2,5% hagvexti á árinu 1997
Batinn notaður til að
greiða niður skuldir
Morgunblaðið/Þorkell
FRIÐRIK Sophusson kynnir fjárlagafrum-
varp ársins 1997. Til vinstri er Halldór Árna-
son, skrifstofusljóri.
„ÞAÐ er afar mikilvægt að
sá efnahagsbati sem við
finnum núna verði nýttur til
þess að greiða niður skuld-
ir,“ sagði Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra þegar
hann kynnti flölmiðlum ij'ár-
lagafrumvarp fyrir árið
1997, en frumvarpið gerir
ráð fyrir að ríkissjóður verði
rekinn með rúmlega eins
milljarðs króna afgangi. Rík-
issjóður hefur ekki verið rek-
inn með afgangi síðan árið
1984.
Friðrik sagði að þetta
fjárlagafrumvarp, sem er
það fimmta sem hann leggur
fram, endurspeglaði að
bjartara væri yfir efnahags-
lífinu nú en oft áður. Betri
efnahagur væri hins vegar
ekki röksemd fyrir því að
auka útgjöld ríkissjóðs. „Ef
við greiðum ekki niður
skuldir og rekum ekki ríkis-
sjóð með afgangi þegar vel
gengur, hvernig eigum við
þá að geta það þegar illa
árar? Þetta sjá allir sem
standa fyrir heimili eða reka
fyrirtæki. Rekstur ríkisins
lýtur alveg sömu lögmálum.
Við þessi skilyrði þarf að
leggja til hliðar og greiða
niður skuldir og það ætlar þessi rík-
isstjórn að gera. Ef við gerum það
ekki erum við að vísa á framtíðina,
m.ö.o. að komandi kynslóðir greiði
skuldirnar fyrir okkur, annaðhvort
með því að rifa seglin í útgjöldum
ríkisins, jafnvel í viðkvæmum mála-
flokkum, eða með því að borga
meiri skatta.“
Friðrik sagði að í fjárlagafrum-
varpinu væri gengið út frá því að
kjarasamningar yrðu í takt við efna-
hag þjóðarinnar. Frumvarpið byggð-
ist á þeirri forsendu að launahækk-
anir hér á landi á næsta ári yrðu
eins og meðalkaupmáttaraukning í
löndum OECD.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagðist telja að frumvarpið
væri gott innlegg í þær kjaraviðræð-
ur sem framundan væru. „Það er
visst svigrúm í þessu frumvarpi til
þess að koma til móts við sjón-
armið aðila vinnumarkaðar-
ins. Það eru vissir möguleikar
til þess að lækka jaðarskatta
og breyta til í skattlagningu.
Við höfum tekið upp fjár-
magnstekjuskatt og tekjum
af honum hefur ekki verið
ráðstafað til nýrra útgjalda.
Þvert á móti er gert ráð fyrir
að öll ný skattlagning verði
notuð til að skapa möguleika
til að lækka aðra skatta.“
Velferð varin
Halldór sagði að útgjöld
samkvæmt íjárlagafrumvarp-
inu væru heldur meiri en rík-
isstjórnin hefði stefnt að, en
útgjöld aukast um 1% miili
ára. „Það má segja að eðliiegt
hefði verið að stefna að
óbreyttum útgjöldum milli ára
sérstaklega í ljósi þess að
einkaneysla hefur aukist og
viss spenna er í efnahagslíf-
inu. En það eru fleiri mark-
mið sem þarf að Iíta til, m.a.
viljum við veija velferðarkerf-
ið.
Velferðarkerfið verður
hins vegar ekki eingöngu
varið með því að setja í það
meiri peninga. Við getum
ekki leyft okkur að auka út-
gjöldin og safna skuldum og ætlast
til þess að komandi kynslóðir borgi.
Það er mikill misskilningur, sem
stundum er haldið fram, að það sé
einhver sérstök árás á velferðarkerf-
ið þó þar sé beitt aðhaldi og sparn-
aði. Ef við gerðum það ekki myndi
kerfið springa og við réðum ekki
neitt við neitt. Aðhald er því hluti
af stefnu okkar að veija velferðar-
kerfið."
Viðskiptahalli áætl-
aður 15 milljarðar
HAGVÖXTUR hér á Iandi stefnir í
5,5% á þessu ári og miðað við for-
sendur þjóðhagsáætlunar, sem lögð
var fram á Alþingi í gær, verður
vöxturinn 2,5% á næsta ári. Spáð
er áþekkum hagvexti næstu árin á
eftir. Ekki er gert ráð fyrir byggingu
álvers á Grundartanga í þjóðhagsá-
ætlun Þjóðhagsstofnunar en þó er
tekið fram að ef álverið verður reist,
leiði það til þess að hagvöxtur á
næsta ári verði um 4%.
2% verðbólga
Reiknað er með að verðbólga verði
um 2% á árinu 1997 og ástand á vinnu-
markaði svipað og á þessu ári. Við-
snúningur hefur orðið á viðskiptajöfn-
uði og er nú gert ráð fyrir að 9 millj-
arða halli verði á viðskiptajöfnuði á
þessu ári og að viðskiptahallinn verði
um 15 milljarðar kr., eða sem svarar
2,9% af landsframleiðslu, á næsta ári.
Gert er ráð fyrir að þessi halli hverfi
í áföngum á árunum 1998-2000.
Útflutningur vöru og þjónustu
eykst um 2,8% á næsta ári, skv.
áætlunum Þjóðhagsstofnunar. Stofn-
unin telur að hreinn hagnaður at-
vinnurekstrarins í landinu hafi numið
um 3,5% af tekjum í fyrra. Hagur
atvinnurekstrarins í heild verði
áþekkur í ár og í fyrra og svipaður
eða litlu betri á næsta ári. Þá er því
spáð að fjármunamyndun aukist um
5,5% á árinu 1997.
Andlát
EINAR ÁRNASON
EINAR Ámason, fyrr-
verandi flugstjóri og
útgerðarmaður, er lát-
inn. Hann fæddist 22.
júlí árið 1925 í Landa-
koti í Sandgerði.
Foreldrar Einars voru
Sigríður Magnúsdóttir
húsmóðir og Árni
Magnússon útvegsbóndi
í Landakoti í Sandgerði.
Einar gekk í kvöldskóla
í Sandgerði á árunum
1940-1941 og sótti
mótornámskeið í
Reykjavík árið 1942.
Hann var við flugnám
við Spartan School of Aeronautics í
Tulsa, Oklahoma á árunum 1946-
1947 og við Air Service Training í
Southampton í Englandi árið 1951-
1952. Að námi loknu hlaut hann
bresk flugstjórnarréttindi hin meiri
og réttindi sem flugleið-
sögumaður. Einar var
flugmaður hjá Loftleið-
um hf. árið 1947-1948
og flugstjóri hjá sama
félagi 1948-1964 er
hann sneri sér að út-
gerð.
Einar var formaður
FÍA árin 1952-1953,
átti sæti í stjórn Loft-
leiða hf. frá 1953 og
síðar í stjórn Flugleiða
hf. til ársins 1988.
Hann var forstjóri og
aðaleigandi útgerðarfé-
lagsins Borgarkletts hf.
1962-1971 ogBúðakletts hf. 1963-
1969. Þá var hann stjórnarformaður
og meðeigandi Sjóla hf. frá 1964.
Einar kvæntist 1963, Maríu
Bergmann skriftargreini-MGA.
Hann lætur eftir sig fjögur börn.