Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sr. Flóki Kristinsson þjónar erlendis
FLÓKNASTA stjórnaraðgerð vorra tíma, punktur húrra húrra . . .
Sveinn Ingi Svavarsson
SKIPVERJAR á Óðni á mælaveiðum á Reykjaneshrygg.
Jarðskjálftamælar sóttir
JARÐSKJÁLFTAMÆLAR sem
komið var fyrir neðansjávar á
Reykjaneshrygg um miðjan ág-
úst voru sóttir aftur fyrir
skömmu. Það voru varðskips-
menn á Óðni, tveir japanskir vís'
indamenn og Bryndís Brands-
dóttir jarðeðlisfræðingur sem
fiskuðu mælana upp.
Mælarnir eru 27 talsins en
ekki hefur tekist að ná í nema
25. Bryndís segir að enn sé von-
ast eftir því að hinir tveir finn-
ist. Mikið er í húfi, því hver
ÞINGFLOKKUR jafnaðarmanna
lagði fram á Alþingi í gær tillögu
til þingsályktunar um veiðileyfa-
gjald, en þetta er fyrsta þingmálið
sem hinn nýi þingflokkur leggur
fram á nýsettu þingi.
Meginatriði tillögunnar er, að
Alþingi álykti, að taka beri upp
veiðileyfagjald í sjávarútvegi. Með
því staðfesti Alþingi, að þjóðin eigi
fiskimiðin. Það sé réttlætismál, að
fáir aðilar fái ekki ókeypis aðgang
að sameiginlegri auðlind þjóðar-
innar.
Því er haldið fram í tillögunni,
mælir kostar um tvær milljónir
króna. Þeir eru japanskir og full-
komnustu tæki í heimi til jarð-
skjálftamælinga neðansjávar.
Mælarnir eru festir neðansjáv-
ar með eins konar akkeri. Þegar
náð er í þá er sent merki á ákveð-
inni tíðni sem losar þá. Bryndís
segir að það hafi valdið erfiðleik-
um hér að þeir voru notaðir á
minna dýpi en vant er, en þeir
eru hannaðir fyrir mikinn þrýst-
ing og þola allt að sjö þúsund
metra dýpi.
að veiðileyfagjald í sjávarútvegi sé
rökrétt framhald þjóðarsáttar um
jafnvægi og öryggi í efnahagsmál-
um, og ennfremur því, að veiði-
leyfagjald beri ekki að skilgreina
sem skattlagr.ingu. Beinn kostnað-
ur hins opinbera við sjávarútveg
sé um 3 milljarðar kr. ár hvert,
og eðlilegt sé, að greinin beri þenn-
an kostnað. í tillögunni er út-
færslu veiðileyfagjaldtökunnar
haldið opinni; stungið er upp á 6
útfærslum, sem m.a. gera ráð fyr-
ir að ríkisvaldið selji veiðiheimildir
á opnum markaði.
Framhald
þingsetningar
Litlar
breytingar
á nefnda-
skipan
Á FUNDI Alþingis í gær var setn-
ingu 121. löggjafarþings fram
haldið með kosningu varaforseta
þingsins og skipan í þingnefndir.
Loks var hlutast til um sæti þing-
manna.
Rannveig Guðmundsdóttir, for-
maður nýstofnaðs þingflokks jafn-
aðarmanna, tilkynnti formlega um
sameiningu þingflokka Alþýðu-
flokks og Þjóðvaka í hinum nýja
þingflokki. Þar með eru þingfiokk-
ar stjórnarandstöðunnar einum
færri en á síðasta þingi, sem hefur
nokkrar breytingar í för með sér,
þar sem sameiningin hefur áhrif á
innbyrðis skiptingu stjórnarand-
stöðuflokkanna í nefndum þingsins
sem og í erlendum samskiptum
þess.
Þingflokkarnir komust að sam-
komulagi um endurskoðun skipt-
ingarinnar. Niðurstaða þeirra var
sú, að sögn Rannveigar, að halda
sig við óbreytta skiptingu setufull-
trúa að öðru leyti en því að jafn-
aðarmenn létu eftir annað tveggja
sæta sem þeir höfðu í utanríkis-
málanefnd. Þetta sæti kom í hlut
Kvennalistans. Þannig hefur þing-
flokkur jafnaðarmanna samtals 18
nefndasæti á þessu þingi, Kvenna-
listi 6 og Alþýðubandalag 13.
Sæti Olafs Ragnars Grímssonar
í utanríkismálanefnd tekur Mar-
grét Frímannsdóttir sem auk þess
mun sitja í heilbrigðismálanefnd.
Þingsæti Ólafs Ragnars tekur Sig-
ríður Jóhannesdóttir.
Samkomulag var einnig milli
þingflokkanna um skipan í forsæt-
isnefnd Alþingis sem helzt óbreytt.
Varaforsetar voru kjörnir Ragnar
Arnalds, Sturla Böðvarsson, Guðni
Ágústsson og Guðmundur Árni
Stefánsson.
Tillaga um veiðileyfagjald á Alþingi
Staðfestir að mið-
in séu í þjóðareign
Ráðstefna um mengun sjávar
Sífellt meiri áhugi
á umhverfismálum
meðal lögfræðinga
dag iýkur þriggja daga
ráðstefnu á sviði um-
hverfisréttar um
mengun sjávar, en hún er
haldin á vegum íslands-
deildar samtaka evrópskra
laganema (ELSA). Ráð-
stefna þessi er haldin á
Hótel Borg í Reykjavík og
lýkur með pallborðsumræð-
um klukkan þijú í dag, en
fyrr um daginn eða klukkan
tíu mun Ove Caspersen
upplýsingafulltrúi sendi-
ráðs Evrópusambandsins
fyrir Noreg og ísland halda
fyrirlestur um stefnu ESB
í umhverfismálum.
Af þessu tilefni hafði
Morgunblaðið samband við
Margréti Gunnarsdóttur
laganema og stjórnarmann
í ELSA á Islandi, en hún
er jafnframt framkvæmdastjóri
ráðstefnunnar.
Hvers vegna var ákveðið að
taka fyrir umhverfismál á þessari
ráðstefnu?
„Hugmyndin kom fyrst upp á
fundi ELSA fyrr á þessu ári, en
okkur fannst vert að vekja fólk
til umhugsunar um umhverfís-
mál, enda er þörfin á slíkri um-
ræðu alltaf að verða meiri. Auk
þess eru lögfræðingar í æ meiri
mæli farnir að einblína á málefni
tengd umhverfisrétti og margir
farnir að sérmennta sig í því fagi.
Þá má benda á að síðastliðinn
vetur var í fyrsta sinn kenndur
umhverfisréttur í lagadeild Há-
skóla íslands og mæltist það vel
fyrir.
Þegar við svo vorum að und-
irbúa ráðstefnuna ákváðum við
að einblína ekki bara á lögfræði-
legar hliðar mengunarmála. Af
þeim sökum fengum'við ekki bara
lögfræðinga til að flytja erindi,
heldur líka til dæmis líffræðing
og hagfræðing.
Á ráðstefnuna komu þrír er-
lendir fyrirlesarar en auk þess
héldu nokkrir íslendingar erindi.
Þá má bæta því við að sex erlend-
ir laganemar komu hingað til að
vera á ráðstefnunni."
Hvaða þýðingu hefur ráðstefna
sem þessi?
„Hún eflir að sjálfsögðu alla
umræðu um umhverfismál og
upplýsir okkur um leið um ýmsa
hluti sem við vissum ekki áður,
enda hafa stanslausar vangavelt-
ur verið um mengun hafsins síð-
ustu tvo daga. Ráðstefna sem
þessi eykur líka áhugann á um-
hverfisrétti, reglum tengdum
umhverfinu og lögfræðilegum
álitaefnum í því sambandi.
Þá vil ég vekja athygli á að í
pallborðsumræðunum sem verða
í dag mun að öllum líkindum verða
fjallað nánar um það
sem fram kom á ráð-
stefnunni og þar verður
mögulegt fyrir gesti að
koma með fyrirspurn-
ir.“
En snúum okkur að
samtökum evrópskra laganema
(ELSA), getur þú sagt frá starf-
semi þeirra?
„ELSA var stofnað árið 1981
og samtök laganema frá 41 Evr-
ópulandi eiga aðild að því. Með-
limir eru því samtals um tuttugu
og fimm þúsund. Auk þess tengj-
ast ýmis laganemasamtök utan
Evrópu ELSA, eins og til dæmis
samtök laganema í Ástralíu,
Bandaríkjunum og í Afríku. Á
hveiju ári eru haldnir fjórir fund-
ir þar sem stjórnir allra ELSA-
landa hittast, en auk þess eru
► Margrét Gunnarsdóttir
laganemi og framkvæmdastjóri
ráðstefnunar um umhverfisrétt
á Hótel Borg fæddist í Reykja-
vík 1. maí 1972. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum
í Reykjavík árið 1993 og hóf
nám í lagadeild í janúar 1994.
Síðastliðinn vetur var hún í rit-
stjórn Ulfljóts, tímarits laga-
nema, en auk þess hefur hún
setið í stjórn ELSA undanfarið
ár. Þar hefur hún meðal annars
verið umsjónarkona fræða-
starfa og því séð um að kynna
ráðstefnur á vegum ELSA fyrir
íslenskum laganemum og verið
þeim innan handar að afla
styrkja.
haldnar margar ráðstefnur víðast
hvar í Evrópu á vegum hinna
ýmsu ELSA-hópa.
í alþjóðastjóm ELSA eru sex
manns, en hún hefur aðsetur í
Brussel. Helsta markmið samtak-
anna eru gagnkvæm samskipti
milli evrópskra laganema og
ungra lögfræðinga. Við í stjórn
ELSA á Islandi leggjum til dæm-
is mikia áherslu á það að efla
vinnuskipti á milli landanna.
Þannig getum við sent íslenska
laganema utan til tímabundinna
starfa og fengið erlenda laga-
nema hingað. I sumar komu til
dæmis þijár evrópskar stúlkur
hingað til lands og fengu þær
störf hjá ASÍ, Verslunarráði og
hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Með
því fengu þær tækifæri til að setja
sig inn í íslenska lögfræði.
Þá má geta þess að ELSA hef-
ur lagt mikla áherslu á mannrétt-
indamál síðastliðin tvö ár og hafa
af því tilefni verið haldnar ráð-
stefnur víðsvegar um Evrópu. ís-
landsdeild ELSA, AIESEC og
Stúdentaráð HÍ munu
svo standa saman að
svokölluðum Bosníu-
dögum tíunda og ellefta
október næstkomandi
til að safna peningum
og bókum fyrir há-
skólanema í Bosníu.“
Er íslandsdeiid ELSA sátt við
ráðstefnuna sem lýkur í dag á
Hótel Borg?
„Já, það erum við, enda hefur
hún tekist í alla staði vel. Margir
lögfræðingar hafa sýnt henni
áhuga og jafnvel mætt á einstaka
fyrirlestra. Við höfum velt því
fyrir okkur að halda ráðstefnu
sem þessa á tveggja ára fresti.
Það væri mjög þarft, því of lítið
er um það í lagadeildinni að sér-
stök málefni séu rædd ofan í kjöl-
inn, eins og nú var gert.“
Mikilþörf á
því að ræða
umhverfismál