Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Islendingar og Astralir
í samstarfi um glæpaforvarnir
Þýfi finnanlegt
Morgunblaðið/Kristinn
LÖGREGLUÞJÓNARNIR Stefán Alfreðsson og Kristinn Sig-
urðsson með kveikjaragas sem þeir gerðu upptækt í verslun
við Lágmúla.
Óheimilt að
selja kveikjara-
gas í verslunum
ÍSLENDINGUR hefur í samvinnu
við ástralskan aðila komið á fót
þjónustu á alnetinu sem miðar að
því að skrá tæki og annan búnað
á lista, til að auðveldara sé að
hafa upp á þeim eftir þjófnað eða
sannreyna hvort varningur sem
boðinn er til kaups sé stolinn eða
heiðarlega fenginn.
Njáll Harðarson stendur að fyr-
irtækinu ásamt Rowan Timms sem
starfaði áður sem ríkissaksóknari
í Ástralíu að sögn Njáls.
Byijaði á að skrá
nígeríska svikahrappa
„Við höfum látið alnetsþjón-
ustuna Islandia vinna forrit fyrir
okkur sem miðar að því að koma
á fót nokkurs konar gagnabanka,
sem við köllum Crime on Line.
Fyrirtæki og einstaklingar geta
skráð tækjabúnað í eigu sinni á
lista bankans. Menn skrá sig sem
notendur að kerfinu og geta þá
skoðað hvað þar er gð finna og
sjá strax hvort tiltekinn hlutur er
stolinn eða ekki, sér að kostnaðar-
lausu,“ segir Njáll.
Njáll segir samvinnu þeirra
Timms hafa hafist í gegnum alnet-
ið, en Njáll hefur um nokkurt skeið
haldið úti heimasíðu þar sem var
að fmna upplýsingar um vafasöm
fyrirtæki og glæpsamleg tilboð frá
nígerískum aðilum.
„Þessi ófögnuður barst í stríðum
straumum inn í fyrirtæki mitt,
þannig að ég tók til bragðs að
skrá þær upplýsingar sem þar
komu fram inn á alnetíð, í von um
að það hefði fyrirbyggjandi að-
gerðir í för með sér, auk þess að
auðvelda öðrum að varast þessa
þijóta.
Fælir glæpamenn frá
Timms hafði samband við mig
í kjölfarið því hann hefur unnið
að rannsókn slíkra mála. Eftir
þessi fyrstu kynni héldum við sam-
bandi og síðan vaknaði hpgmyndin
um Crime on Line fyrir skömmu.
Eitt helsta markmið þessarar þjón-
ustu er ekki aðeins að aúðvelda
mönnum að finna þýfi, heldur
einnig að fæla glæpamenn frá því
að taka tækjakost eða aðra hluti
sem ljóst er að hægt er að hafa
upp á um allan heim.
Við reiknum með að þeir mun-
ir, sem eru skráðir í bankann,
verði merktir með límmiða eða
öðru þess háttar, til að enginn
velkist í vafa um að þeir séu auð-
finnanlegir og freistist því síður
til að nema þá á brott,“ segir hann.
Skráning þegar hafin
Fjárhagslegur rekstur fyrirtæk-
isins fer fram í gegnum skrifstofu
þess í Ástralíu en gagnavistun
hérlendis í fyrstu en síðan er reikn-
að með að setja upp fleiri þjónustu-
stöðvar erlendis. Njáll kveðst telja
mikla vaxtarmöguleika fólgna í
þeirri þjónustu sem er í boði á
Crime on Line og þegar hafi fjöl-
margir aðilar, flestir erlendir, ritað
tæki sín inn í gagnabankann. Lág
þóknun er tekin fyrir skráningu,
eða um eitthundrað til þúsund
krónur eftir fjölda tækja.
„Við teljum þessa hugmynd
nægilega snjallatil að hljóta braut-
argengi á heimsvísu og vonumst
eftir að við kaup og sölu á ýmsum
þeim munum, sem gætu verið illa
fengnir, verði Crime on Line fljót-
lega almennt og nauðsynlegt
hjálpartæki.“
LÖGREGLAN í Reykjavík lagði
hald á 21 brúsa af kveikjaragasi
í verslun við Lágmúla á þriðjudag.
Slíkt gas má ekki selja einstakling-
um yngri en 18 ára og það má
einungis selja á bensínafgreiðslu-
stöðum. Óheimilt er að selja gas
af þessu tagi í verslunum og sölu-
turnum.
Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns var farið í nokkrar verslanir
Sími 555-1500
Sumarbústaður
Til sölu góður ca 50 fm sumarbústaður
í landi Jarðlaugsstaða í Borgarfirði.
Eignarland hálfur hektari. Verð: Tilboð.
Garðabær
Stórás
Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm
bllsk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv.
Skipti möguleg á 3ja herb. íb.
Lyngmóar
Góð 2ja herb. íb. á 2. hæð. Áhv. 3,1
millj. Verð 5,5 millj.
Reykjavík
Baughús
Glæsileg ca 90 fm 3ja herb. íb. í tvíb.
meö góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj.
húsbréf. Verð 8,5 millj.
Skipholt
Góð ósamþ. einstakllb. ca 48 fm I fjölb.
Verð 2,7 millj.
Hafnarfjörður
Sævangur
Glæsilegt einbhús á einni hæð ca 180
fm auk tvöf. bílsk. Skipti mögul. á
minni eign. Verð 16,0 millj.
Breiðvangur
Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2.
hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj.
Álfaskeið
Einbýlishús á tveimur hæðum með
hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið
endurn. Ath. skipti á lítilli íb.
Reykjavíkurvegur
Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítiö
áhv. Verð 4,3 millj.
Vantar eignir á skrá
Fasteignasala,
Strandgötu 25, Hfj.
Árni Grétar Finnsson, hrl.
og söluturna í borginni í gær og
kannað hvort þar væri á boðstólum
kveikjaragas. Svo reyndist ekki
vera nema í nefndu tilviki. Hann
sagði þetta gert vegna upplýsinga
um sniff unglinga undanfarið.
Ómar Smári segír að öllum ætti
að vera kunnugt að slíkt gæti
haft alvarlegar afleiðingar fyrir
þá sem anda að sér gasinu og
hvetur foreldra til að vera á varð-
bergi.
LÖGFRÆÐIVAKTIN í Hafnarfirði
mun hefja starfsemi í dag, fimmtu-
dag, en hún er rekin á vegum Fé-
lags sjálfstætt starfandi lögmanna
í Hafnarfirði, í samráði við Hafnar-
fjarðarkirkju.
Bæjarbúum verður þar boðin
ókeypis lögfræðiráðgjöf starfandi
héraðsdóms- eða hæstaréttarlög-
manna.
Sams konar lögmannavaktir hafa
verið starfræktar í Reykjavík og á
TILKYNNT var um innbrot í hús-
næði íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur við Lindargötu um
hálfníuleytið á þriðjudagsmorgun
en þegar nánar var að gáð kom í
ljós að þýfið hafði verið flutt í skúr
í nágrenninu.
Tvær hurðir höfðu verið brotnar
upp, læsing tekin úr útidyrahurð
og ijórar töskur teknar. í töskunum
voru tvær sérstakar tölvur ætlaðar
Borgarráð
Lánað
verði til
félags-
legra
leiguíbúða
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt tillögu félagsmálaráðs
um að sótt verði um lán til
Húsnæðisstofnunar ríkisins
til kaupa á 30 félagslegum
leiguíbúðum árið 1997.
I erindi félagsmálaráðs til
borgarráðs keniur fram að
árlega hafi verið sótt um lán
til 30 leiguíbúða frá árinu
1990 til ársins 1996 og að
einu sinni hafi verið veitt lán
til kaupa á 30 íbúðum eða
árið 1991. Önnur ár hafi ver-
ið veitt til færri íbúða.
Lánuð eru 90% af kaup-
verði íbúðanna tij 50 ára með
1% vöxtum.
Stjórn SH
í heimsókn
í Japan
ÞRETTÁN stjórnarmeðlimir
Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna eru í Japan um þess-
ar mundir í þeím erindagjörð-
um að kynna sér fiskmarkað-
inn ,og heimsækjá viðskipta-
vini félagsins en það sem af
er árinu hafa umsvif SH ver-
ið hvað mest í Japan.
Þorsteinn Pálsson sjávar-
útvegsráðherra er einnig
staddur í Japan þar sem hann
á í viðræðum við ráðamenn
én jafnfrarht.hefur hann ferð-
ast um með stjórn SH.
Sjávarútvegsráðherra mun
ávarpa móttöku á vegum SH
í kvöld, fimmtúdagskvöld.
Akureyri frá árinu 1994. Lögmenn
á vakt reka ekki erindi fyrir þá sem
aðstoðar leita heldur veita munn-
lega ráðgjöf um margvísleg lög-
fræðileg álitaefni.
Starfsemin í Hafnarfirði er í sam-
vinnu við Lögmannafélag íslands
og verður til húsa í Safnaðarheim-
ili Hafnaríjarðarkirkju, Strandbergi
1. Viðtalstímar verða fyrsta og
þriðja fimmtudag í mánuði frá kl.
17-19.
til tímatöku og aukahlutir þeim
tengdir. Einnig voru teknir standar
undir startbyssur og hljóðmagnari.
Að sögn lögreglu var verðmæti
hlutanna um 6-7 milljónir króna.
Við nánari eftirgrennslan fundu
lögreglumenn alla hlutina
óskemmda í skúr við nálægt mann-
laust hús. Rannsóknarlögreglan var
kvödd á vettvang og er málið í at-
hugun.
Síinl: 533-4040
Dan V.S. Wiium hdl. lögg. fasieignasali -
Ólafur Guóimmdsson. sölustjórí Birgir Georg.sson sölum.,
Erlendur DaviA*son söluni
FA.STEIGNASALA - Arimila 21 - Kevkiavilt - Traust og örngg biónusta
Grundarstígur — miðbær
Góö 3ja herb. íb. á 2. hæö meö suðursvölum í 6
íb. stigagangi. Rúmg. herb. Gott skipulag. Verö
6.6 millj. Ath. skipti á 3ja herb. íb. í Árbæjarhverfi.
8191.
Hagar — við Háskólann
Vel skipulögö 131 fm sérhæö í þríbhúsi. 3 rúmgóö
svefnherbergi. 2 stórar stofur með stórum
suðursvölum. Fallegar innr. Marmara flísar á baði.
Þvottaherb. í íb. íb. er nýl. stands. og máluö. Áhv.
5.7 millj. Verð 10,9 millj. Laus fljótl. 8180.
Sérhæð — Seltjarnarnes
Rúmg. neöri sérh. í tvíbýli auk rúmg. bílskúrs viö
Vallarbraut. 4 svefnherb. 3 stofur. Gott eldhús.
Stærö samtals ca 230 fm. Hús í góðu ástandi.
Lítiö áhv. Verö 11,6 millj. Ath. skipti á minni eign
í vesturbæ. 7791.
Unnarbraut — Seltjarnarnes
Mikið endurn. sérhæö á tveimur hæöum auk
bílsk. á góöum staö sunnan megin á Nesinu.
Stórar stofur og herb. m. góöri lofthæð. Nýleg
eldh.innr. og tæki. Stærö íb. 138 fm. Áhv. ca 6,3
millj. hagst. lán. Allar nánari uppl. á skrifst. 8034.
Lögmannavakt í Hafnarfirði
hefur starfsemi
Okeypis munnleg
1 •• f* X* / X •••#»
logfræðiraðgjof
Innbrot hjá ÍTR
Þýfið fannst í
skúr í nágrenninu