Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
Kránni lokað
klukkan tíu
Eyrbekkingar standa á öndinni vegna þess að
sýslumaður hefur gert veitingastaðnum og þorps-
kránni, Kaffi Lefolii, að loka fyrr á kvöldin vegna
kvörtunar nágranna. Veitingamaðurinn ætlar að
loka ef ákvörðun sýslumanns fæst ekki hnekkt.
Helgi Bjarnason kynnti sér deilurnar.
ÞÓRIR Erlingsson tók Gunnarshús
eða Gistihúsið á Eyrarbakka á leigu
í árslok 1994, en í hluta hússins
hafði verið rekið kaffihús um skeið,
gerði það upp og opnaði veitinga-
staðinn Kaffí Lefolii í febrúar 1995.
Hann fékk veitingaleyfi og leyfi til
vínveitinga og hefur síðan rekið
staðinn sem kaffi- og veitingahús
og þorpskrá. Frá upphafi hafa eig-
endur næsta húss, Bakarísins, mót-
mælt vínveitingum í húsinu og fengu
því framgengt við endurnýjun vín-
veitingaleyfisins fyrir skömmu að
veitingastaðnum verður að loka
klukkan tíu á kvöldin virka daga en
hálf tólf um helgar. Mikil óánægja
er með þessa ráðstöfun í þorpinu og
Þórir er að undirbúa kæru til dóms-
málaráðuneytis.
Þórir segir að veitingastaðurinn
hafi gengið mjög vel. Þangað kæmu
hópar af öllu Arborgarsvæðinu og
úr Reykjavík, auk einstaklinga.
„Fólki líkar sá andblær liðinna tíma
sem það finnur hér í þessu sögu-
fræga húsi. Kjallarinn er orðinn að
þorpskrá, þar sem íbúarnir hittast,"
segir Þórir. Hann rekur _ staðinn
ásamt konu sinni, Katrínu Ósk Þrá-
insdóttur.
8 metrar í svefnherbergið
Kristinn Harðarson hefur ásamt
fjölskyldu sinni gert upp Bakaríið,
næsta hús við Kaffi Lefolii. Hann
segist hafa mótmælt hugmyndum
fyrri rekstraraðila um vínveitinga-
leyfi árið 1992. Hann rekur
skemmtistaðinn Gjána á Selfossi þar
sem Þórir vann um tíma, segist hafa
fylgst með uppbyggingu hans á veit-
ingahúsinu og ekkert haft við hana
að athuga enda hafi verið talað um
að staðnum yrði lokað klukkan tíu
á kvöldin. Það hafi því komið sér
mjög á óvart þegar hreppsnefnd
mælti með fullu vínveitingaleyfi og
sýslumaður veitti það. Hann hafi
hins vegar ákveðið að bíða með að-
gerðir í eitt ár og sjá hver reynslan
yrði.
Tæpir 8 metrar eru milli Kaffi
Lefoliis og Bakarísins og er svefn-
herbergisgluggi Kristins gegnt aðal-
inngangi veitingahússins. Kristinn
Harðarson segir að það sé ekki
meiri hávaði í kringum Kaffi Lefolii
en aðra veitingastaði, nema síður
sé. Hins vegar sé ekki hjá ónæði
komist við þessar aðstæður, fólk
þurfi ekki annað en að tala saman
á leið frá húsinu til að það berist inn
til sín. Telur hann sig ekki þurfa að
þola slíkt í íbúðahverfi í friðsælu og
hljóðbæru þorpi. Þórir Erlingsson
segir aftur á móti að Kristinn hafi
aldrei getað sannað að gestir veit-
ingahússins hafi gert honum ónæði.
í eina skiptið sem hann hefði látið
gera lögregluskýrslu hafi fólkið setið
í rólegheitum inni á staðnum. Þá
bendir Þórir á að Kristinn sé eini
nágranninn sem kvartað hafi og
aðrir nágrannar hafi meira að segja
safnað undirskriftum til stuðnings
rekstrinum.
Lögfræðingur Kristins mótmælti
því við hreppsnefnd og sýslumann
að vínveitingaleyfi Kaffi Lefoliis yrði
endurnýjað og til vara að veitinga-
tími yrði til tíu öll kvöld. Kristinn
flutti á Selfoss í haust að því er
hann segir sýslumanni „vegna lang-
varandi og óviðunandi ónæðis frá
veitingahúsinu". Húsið geti hann þó
hvorki selt né leigt vegna þessa. í
samtali við Morgunbiaðið bætir
Kristinn því við að þetta sé orðið
að svo miklu hitamáli á Eyrarbakka
að hann hafi ekki treyst sér tii að
búa þarna lengur, sérstaklega vegna
níu ára sonar síns. Hann stefni hins
vegar að því að flytja þangað aftur.
„Við keyptum Bakaríið 1989 ogvor-
um þrjú ár að gera það upp. Það
er nú elsta íbúðarhúsið á Eyrar-
bakka. Það liggur mikil vinna í hús-
inu og miklar tilfinningar við það
bundnar,“ segir Kristinn. Eftir að
úrskurður sýslumanns lá fyrir tókst
honum leigja hús sitt.
Hreppsnefnd meðmælt
Erindi Þóris Erlingssonar um end-
urnýjun vínveitingaleyfis var nú sem
fyrr vel tekið í hreppsnefnd Eyrar-
bakkahrepps. Fimm hreppsnefndar-
menn voru hlynntir endurnýjun leyf-
isins en tveir á móti. Þeir sem á
móti voru höfðu við fyrri afgreiðslu
málsins flutt tiliögu um að leyfið
yrði bundið við lokun staðarins
klukkan hálf tólf alla daga. Málið
virðist ekki vera flokkspólitískt því
I-listinn sem hefur meirihluta í sveit-
Morgunhlaðið/Davíð Pétursson
Minnsti snjór frá 1960
Grund - Það er víðar en í Esjunni
sem fjöll hafa ekki verið snjólétt-
ari sl. 30-40 ár. Skarðsheiðin
hefur ekki státað af svo fáum
fönnum síðan 1960 að fréttaritari
best veit. Menn fylgjast grannt
með hvort Skessuhornið nái að
verða snjólaust en eini skafiinn
sem í því er skipti sér fyrir nokkr-
um dögunt og eru nú tveir snjódíl-
ar eftir. Sryórinn í heiðinni er
mjög dökkur svo ekki er ólíklegt
að upp séu komin öskulög úr fyrri
gosum t.d. Heklu 1947.
FIMMTUDÁGUR 3. OKTÓBER 1996 15
LAIMDIÐ
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
ATTA metrar eru á milli Kaffi Lefoliis og Bakarísins sem er minna húsið til vinstri á myndinni og
svefnherbergisgluggi íbúðarhússins er beint á móti inngangi veitingahússins. Nokkuð hátt grindverk
er á milli húsanna.
Kristinn Þórir
Harðarson Erlingsson
arstjórn skiptist í tvennt í afstöðu
sinni og er Magnús Karel Hannesson
oddviti og sveitarstjóri annar af þeim
tveimur fulltrúum sem urðu undir í
máiinu.
Þrátt fyrir þessa afstöðu hrepps-
nefndar kvað fulltrúi sýslumanns
upp þann úrskurð að takmarka bæri
leyfi Þóris til vínveitinga til klukkan
tíu alla daga nema aðfaranótt laug-
ardags, sunnudags og almenns frí-
dags er loka skuli klukkan hálf tólf.
Eru þetta þrengri skilyrði en fram
höfðu komið í málamiðlunartillögu
oddvitans sem felld var í hrepps-
nefnd. í úrskurði fulltrúa sýslu-
manns, Ragnheiðar Thorlacius, segir
m.a.: „Vegna staðsetningar veit-
ingahússins Kaffi Lefolii og mikillar
nálægðar við íbúðarhús Kristins
Harðarsonar er ónæði af völdum
hávaða og umgangs frá vínveitinga-
húsinu meiri en íbúar í skipulagðri
íbúðarbyggð mega vænta og þar
má telja eðlilegt. í máli þessu eru
annars vegar í húfi hagsmunir íbúa
til að njóta næðis og hvíldar á heimil-
um sínum að kvöld- og næturlagi
og hins vegar hagsmunir leyfisbeið-
anda til að stunda atvinnurekstur
sinn án afskipta hins opinbera. I
framlagðri greinargerð sýslumanns
er gerð grein fyrir rekstrarformi
veitingahússins Kaffi Lefolii. Með
vísan til þess að starfsemin byggist
fyrst og fremst á veitingasölu, þ.e.
á matsölu til hópa, þyk-
ir atvinnufrelsi veit-
ingamannsins ekki
verða settar of þröngar
skorður þó svo að
leyfisveitandi meti það
nauðsynlegt að tak-
marka veitingatíma
áfengis frá því sem
verið hefur.“
Ætlar að loka
Þórir fékk leyfið
boðsent með lögregl-
unni og þurfti að greiða
30 þúsund krónur fyrir
án þess að vita efni
þess. Hann segist ekki
geta unað niðurstöð-
unni. Hann segir ýmislegt gagnrýn-
isvert í úrskurðinum og forsendum
hans, meðal annars það mat að hann
gæti vel rekið staðinn þrátt fyrir
takmarkanir á opnunartíma. „Það
segir sig sjálft að sjoppuopnun virk-
ar ekki á veitingastað. Ég get ekki
boðið hópum hingað til að borða upp
á það að þurfa að reka fólkið út
klukkan tíu,“ segir hann. Ætlar
Þórir að kæra úrskurðinn til dóms-'
málaráðuneytis. En ef hann stendur
óhaggaður eftir þá málsmeðferð seg-
ist hann verða að loka staðnum,
ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir
honum með þeim takmörkunum sem
sýslumaður setji. „Það er hlálegt að
á sama tíma og ég þarf að loka
klukkan tíu mega verslanir og aðrir
staðir hér í þorpinu vera með opið
til klukkan hálf tólf. Þetta er ekki
í takt við það sem almennt þekkist,"
segir Þórir.
Úrskurðurinn framkallaði hörð
viðbrögð íbúa á Eyrarbakka.
Hreppsnefndarmenn óskuðu eftir
skyndifundi í hreppsnefnd og á með-
an á honum stóð voru bílflautur all-
margra bíla þeyttar fyrir utan
hreppsskrifstofuna. „Þetta hefur
vakið hörð viðbrögð hér, nánast
reiði,“ segir Jón Bjarni Stefánsson,
annar fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem
er í þeim hópi hreppsnefndarmanna
sem fylgjandi eru fullu vínveitinga-
leyfi Kaffi Lefoliis. „Þetta er ekki
reiði íbúanna vegna þess að þeir
geti ekki sjálfir farið á krána heldur
vegna þess að verið er að drepa nið-
ur viðleitni til uppbyggingar ferða-
þjónustu hér á Eyrarbakka," segir
hann. „Okkur fannst það mörgum
mikið átak hjá Þóri að opna veitinga-
stað í þessu húsi. Reksturinn bygg-
ist á fólki úr nágrenninu og Reykja-
vík sem finnst gaman að koma á
þennan stað, gjarnan af einhveiju
sérstöku tilefni. Ekki er hægt að
bjóða upp á þetta lengur,“ segir Jón
Bjarni.
Nokkrar konur beittu sér fyrir
söfnun undirskrifta til að mótmæla
úrskurði sýslumanns og stóð til að
afhenda í gærkvöldi Þóri Erlingssyni
og fulltrúa hreppsnefndar lista með
undirskriftum mikils fjölda bæjarbúa
og nágranna.
Keppinautar í
veitingahúsarekstri
Kristinn. Harðarson rekur veit-
ingastaðinn Gjána á Selfossi og hef-
ur það dregist inn í umræðuna þann-
ig að á Eyrarbakka telja sumir að
hann sé að beita sér gegn Kaffi
Lefolii af samkeppnisástæðum. „Það
var strax farið að tala um það að
ég væri að stoppa samkeppni. Mér
finnst fáránlegt að halda því fram,
staðirnir eru svo ólíkir. Þórir er að
reka rólegan veitingastað og kaffi-
hús en ég er með harðan skemmti-
stað með lifandi tónlist, hávaða og
látum,“ segir Kristinn um þetta og
bætir við: „Það lítur út fyrir að ég
njóti minni mannréttinda en aðrir
vegna þess að ég er veitingamaður,
það er eins og ég megi þola allt
þetta vegna starfs míns.“
Hann tekur það fram að hann sé
ekki í átökum við Þóri Erlingsson
heldur frekar þá hreppsnefndar-
menn sem staðið hafi fyrir málinu
á þeim vettvangi. Segist hann hafa
verið tilbúinn til að semja um mála-
miðlun sem báðir gætu sætt sig við
en aldrei hafi verið hlustað á sig og
fyrsta sáttatilraunin ekki verið gerð
fyrr en við endurnýjun á veitinga-
leyfinu hjá sýslumanni en það hefði
verið of seint.
Leikfélag Selfoss
Kabarett í
Inghóli á Selfossi
Selfossi - NÝR kabarett Leik-
félags Selfoss og hljómsveitarinnar
Karma verður frumsýndur í Ing-
hóli á Selfossi á laugardag, 5. októ-
ber. Það eru félagar í leikfélaginu
sem hafa samið kabarettinn sem
fjallar um ferð fólks á sólarströnd
og nefnist Sólarauki með Karma.
Það er Ólafur Þórarinsson hljóm-
listarmaður og hljómsveitarfólk
hans sem hefur samið og fellt tón-
listina að leikverkinu.
Kabarettinn er samstarfsverk-
efni Leikfélags Selfoss, Karma og
skemmtistaðarins Inghóls. Að
venju eru það margir sem koma
að uppfærslu verksins, alls um 40
manns þegar allir eru með taldir.
Einsog nafnið á kabarettinum ber
með sér fjallar efni hans um ferð
fólks á sólarströnd og eru atburðir
í þeirri ferð heimfærðir upp á
þekktar persónur og staðhætti á
Selfossi, nokkuð sem kemur fólki
til að hlæja þannig að sprelltaugar
þess fá straum. Þá eru lífleg dans-
atriði í kabarettinum.
Áformaðar eru þrjár sýningar,
5., 12. og 19. október. Mikil að-
sókn er á tvær seinni sýningarnar
og nánast uppselt. Búist er við
góðri aðsókn á fyrstu sýninguna
nú á laugardag og hafa aðstand-
endur sýningarinnar þá í huga
aðsókn á fyrri kabaretta Leikfé-
lagsins.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
FRÁ æfingu kabarettsins í
Ingbóii á Setfossi.