Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ
18 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
ÚR VERIIMU
Hafrannsóknastofnun
Stofnmæling
botnfiska í fyrsta
sinn að haustlagi
STOFNMÆLING botnfiska á ís-
landsmiðum á vegum Hafrann-
sóknastofnunarinnar að haustlagi
er nú hafin. Þetta er í fyrsta sinn
sem stofnunin stendur fyrir slík-
um leiðangri. á þessum árstíma
en undanfarin 12 ár hafa slíkar
rannsóknum verið gerðar í mars-
mánuði. Sú mæling hefur náð
yfir útbreiðslusvæði helstu nytja-
stofna á landgrunninu. Ekki hefur
hinsvegar verið hægt að nýta
gögn úr þeim leiðöngrum til að
styrkja ráðgjöf um grálúðu og
djúpkarfa þar sem útbreiðslu-
svæði þeirra er að mestu utan
rannsóknasvæðisins.
Safna sýnum á 300
togstöðvum
Næstu 3 vikurnar mun rann-
sóknaskipið Bjarni Sæmundsson
ásamt Múlabergi ÓF frá Ólafsfirði
safna sýnum á 300 togstöðvum
umhverfis landið. Rannsókna-
svæðið miðast við landgrunn ís-
lands allt niður á 1.500 metra
dýpi að undanskildu því að ekki
verða teknar stöðvar á djúpslóð
fyrir Suðurlandi. Svæðinu er skipt
í grunn- og djúpslóð, og er skipt-
ingin að mestu miðuð við út-
breiðslu þorsks og grálúðu.
R/S Bjarni Sæmundsson mun
taka sýni á grunnslóð en Múla-
berg ÓF 32 á djúpslóð. f upphaf-
legri áætlun var auk ofangreindra
rannsókna gert ráð fyrir að sinna
athugunum á djúpkarfa. Ekki
reyndist unnt að hrinda svo um-
fangsmiklu verkefni af stað að
þessu sinni. Því var ákveðið að
áhersla skyldi lögð á grálúðu, en
rannsóknum á mikilvægum djúp-
karfasvæðum yrði ekki sinnt á
þessu ári.
Mat á stofnstærðum bætt
Á undanförnum árum hefur far-
ið fram umræða um mikilvægi
þess að efla beri rannsóknir á grál-
úðu og karfa með það að markm-
iði að styrkja ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunarinnar við mat á
veiðiþoli þeirra. Bent hefur verið
á mikilvægi þess að styrkja for-
sendur ráðgjafar annarra nytja-
stofna á íslandsmiðum með aukn-
um rannsóknum óháðum þeim sem
fyrir hendi eru. Þessar rannsóknir
eru því liður í að bæta enn frekar
mat á stofnstærðum helstu nytja-
stofna á Islandsmiðum, auk þess
sem öðrum mikilvægum líffræði-
legum upplýsingum um fiskistofna
er safnað. Ekki er þó gert ráð
fyrir að leiðangurinn fari að skila
marktækum niðurstöðum um
stofnvísitölur fyrr en að nokkrum
árum liðnum.
Leiðangursstjórar eru Ólafur
K. Pálsson og Einar Hjörleifsson
en verkefnisstjóri er Þorsteinn Sig-
urðsson.
Finnmörk gerð
að tilraunafylki?
Erfitt ástand þar þrátt
fyrir nálægð við miðin
í FINNMÖRK í Noregi er lífið
saltfiskur enda er fylkið vel í sveit
sett. Gjöful mið eru skammt und-
an og í landi bíður fólk, sem kann
vel til verka. Samt gengur flest
á afturfótunum hjá fyrirtækjum
í landshlutanum. Þessi mál og
önnur voru nýlega umræðuefni á
Barentshafsráðstefnu í Honn-
ingsvág og þar voru meðal annars
viðraðar hugmyndir um að gera
Finnmörk að eins konar tilrauna-
fylki hvað varðar nýja stefnu í
norskum sjávarútvegi.
Á ráðstefnunni í Honningsvág
voru málefni sjávarútvegsins og
Finnmerkur rædd fram og aftur
og meðal annars kom það fram
hjá Jan Henry T. Olsen sjávarút-
vegsráðherra, að á árunum 1989
til 1996 hefðu verið smíðuð 795
fiskiskip 15 metra löng eða
VÖRUBRETTI
Eigum ávallt á
lager bretti.
Gerið
verðsamanburð.
Vörubretti ehf.
Flatahrauni 1, Hafnarfirði.
Sími: 555-3859,
fax 565-0994.
styttri. Var helmingurinn raunar
undir átta metrum og skip meira
en 15 metrar voru aðeins 50.
Olsen sagði, að þetta gæti ekki
gengið lengur. Í slæmum árum
gæti floti af þessu tagi ekki náð
kvótanum enda væri hann lítt
hreyfanlegur og ófær um að þjón-
usta fiskiðnaðinn eins og vera
bæri. Sagði hann, að lausnin væri
einföld: Litlu skipunum yrði að
fækka og fá önnur stærri.
Á ráðstefnunni vakti mesta
athygli ræða Gunnars Kjonnoys,
ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs-
ráðuneytinu. Hann byrjaði með
að spyrja hvað væri eiginlega að
í Finnmörk. Þar væri sjórinn
stundaður af kappi eins og víða
annars staðar en samt væri eins
og þar giltu einhver önnur lög-
mál. Þar hefði verið gripið til
ýmissa sértækra aðgerða, sem þó
hefðu ekki skilað tilætluðum ár-
angri.
Gunnar varpaði því síðan fram
hvort ekki væri rétt að gera Finn-
mörk að eins konar tilraunafylki
hvað varðaði nýtt fijálsræði í
sjávarútvegi. Til dæmis með því
að breyta núverandi reglum um
kvótaúthlutun til að auðvelda
mönnum að ráðast í smíði stærri
skipa og margt fleira.
Þótt ráðuneytisstjórinn hafi
ekki útlistað þessar huginyndir
rækilega þá þykir það ljóst, að
úr því að hann nefndi þær, þá sé
verið að vinna að þeim í norska
sjávarútvegsráðuneytinu.
ERLENT
Reuter
Vinnur Blair
traust kjósenda?
Blackpool. Reuter.
Suu Kyi
með frétta-
mönnum
LEIÐTOGI andstæðinga herfor-
ingjastjórnarinnar í Burma,
Aung San Suu Kyi, laumaðist til
þess í gær að ræða við erlenda
fréttamenn á lieimili vinafólks
síns í Rangoon en stjórnvöld hafa
bannað alla umferð að og frá
húsi hennar. Suu Kyi sagði að
alls hefðu nær 800 stjórnarand-
stæðingar verið handteknir, mun
fleiri en skýrt hefði verið frá.
Hún sagðist ekki óttast herfor-
ingjana, aðgerðir þeirra undan-
farna daga bentu til hræðslu og
taugaóstyrks.
Fidel Ramos, forseti Filipps-
eyja, sagði í gær að Samtök Suð-
austur-Asíuríkja, ASEAN, kynnu
að endurskoða stefnu sína gagn-
vart Burma. Grundvöllur hennar
hefur verið að reyna að hafa já-
kvæð áhrif á herforingjastjórn-
ina með þvi að hunsa hana ekki
auk þess sem rætt hefur verið
um að veita Burma aðild að sam-
tökunum.
BRESK blöð hrósuðu í gær ræðu
Tony Blairs, leiðtoga Verkamanna-
flokksins, á flokksþinginu í Blackpo-
ol í fyrradag og sögðu hana hafa
hleypt nýjum eldmóð í flokksmenn.
Létu þau þó efasemdir í ljós um, að
tíminn fram að þingkosningum, sem
fram fara í síðasta Iagi í maí að
vori, myndi nýtast honum til að
sannfæra kjósendur um, að honum
hefði tekist að losa flokkinn úr viðj-
um verkalýðshreyfingarinnar.
Hið útbreidda götubiað The Sun,
sem hælt hefur sér af því að hafa
tryggt Íhaldsflokknum sigur í síð-
ustu kosningum, lofaði ræðu Blairs.
Undir fyrirsögninni „Forseti Blair“
sagði blaðið hann hafa flutt sína
bestu ræðu á stjórnmálaferlinum.
Flokksmenn af báðum vængjum
iýstu sérstakri ánægju með 10 atriða
„framkvæmdasamning við bresku
þjóðina" sem Blair kynnti í ræð-
unni, en þar er um að ræða kosn-
ingaloforð allt frá fækkun nemenda
í bekkjum grunnskóla til Evrópu-
samstarfs.
Sun sagði að sú sýn Blairs, sem
birst hefði í ræðunni og kosningalof-
orðunum, minntu helst á þann kraft
er fært hefði Margaret Thatcher
völdin á sínum tíma. „Blair bauð upp
á mestu uppstokkun sem þjóðin hef-
ur kynnst í tæpa tvo áratugi. En,
og minnist þeirra orða, vinni Verka-
mannaflokkurinn kosningarnar mun
Sun minna Tony Blair á loforð sín
á hveijum einasta degi,“ sagði í rit-
stjórnargrein blaðsins.
Nánir samverkamenn Blairs vör-
uðu við of mikiili bjartsýni og minntu
á, að daginn fyrir síðustu kosningar
hefðu skoðanakannanir bent til sig-
urs en íhaldsflokkurinn engu að síð-
ur unnið kosningarnar. Blair ítrekaði
hvað eftir annað í ræðunni, að sigur
væri ekki sjálfgefinn, fyrir honum
yrði flokkurinn að hafa. Stjórnmála-
skýrandi Independent sagði þau
ummæli benda til efasemda hjá Bla-
ir. Lykilatriði væri hvort hann yrði
þess megnugur að nýta athyglina,
sem beindist að flokknum, til að
vinna kjósendur á sitt band.
EÞ losar um takið á fjármunum til ráðgjafarnefnda
Lofa að koma til móts
við kröfur þingsins
DAVID Williamson, aðalritari
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, hefur heitið fjárlaganefnd
Evrópuþingsins því að orðið verði
við kröfum þingsins um breytingar
á starfsháttum ráðgjafarnefnda
ESB. Þingið hefur fryst fjárveit-
ingu, sem ætluð er til greiðslu
ferðakostnaðar nefndarmanna, þar
sem það telur starfshætti nefnd-
anna ólýðræðislega.
Að sögn talsmanns Evrópuþings-
ins samþykkti fjárlaganefndin í lok
síðustu viku að heimila útgreiðslu
fjárins, verði staðið við loforðin, sem
Williamson gaf. Bréf þessa efnis
hefur þó ekki enn verið sent fram-
kvæmdastjórninni og ráðherraráð-
inu.
Enn á þó eftir að koma í ljós
hvort ráðherraráðið, þar sem full-
trúar ríkisstjórna aðildarríkjanna
sitja, er reiðubúið að fylgja loforð-
um Williamsons eftir. Þau ganga
út á að ráðgjafarnefndirnar
rökstyðji það sérstaklega, heimili
þær ekki aðgang almennings eða
fulltrúa Evrópuþingsins að fundum
sínum og að nefndarmenn, sem eru
sérfræðingar og embættismenn, til-
nefndir af aðildarríkjunum, gefi út
yfirlýsingar um persónulega hags-
muni, sem kunni að stangast á við
skyldur þeirra.
Haldi samkomulag fjárlaga-
nefndarinnar og Williamsons, verð-
ur hægt að komast hjá truflun á
starfi ráðgjafarnefndanna, en ís-
land á aðild að mörgum þeirra
vegna EES-samningsins.
Þátttökuréttur
í 200 nefndum
Islendingar eiga í samræmi við
ákvæði EES-samningsins þátttöku-
rétt í alls um 200 ráðgjafarnefnd-
um, sem langflestar starfa í þágu
framkvæmdastjórnar ESB. Til-
gangurinn með þátttökunni í nefnd-
um þessum er sá, að EFTA-ríkin,
sem eiga aðild að EES, eigi þess
kost að hafa áhrif á tilurð nýrrar
ESB-löggjafar, sem síðan mun
gilda á öllu evrópska efnahags-
svæðinu.
Margar þessarra 200 nefnda
snerta íslenzka hagsmuni lítið, og
er því látið nægja að fylgjast með
starfi þeirra án þess að íslenzkir
fulltrúar sitji fundi þeirra. Í þeim
tilfellum hins vegar, þar sem við-
fangsefni nefnda snertir íslenzka
hagsmuni, eins og t.d. í málefnum
varðandi búnað skipa, heilbrigðis-
eftirlit með matvælum o.fl., taka
íslendingar þátt. Áætla má, að
fjöldi ráðgjafarnefnda með íslenzkri
þátttöku nálgist að vera um fjórð-
ungur af áðurnefndum 200.
Fulltrúar ráðuneytanna í fasta-
nefnd íslands hjá ESB í Brussel
sitja fundi margra þessara nefnda.