Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
*
I kvenlegg
ÓLÖF Oddgeirsdóttir: Sesselja, f. 1789.
MYNPLIST
Gallcrí Ilornið,
Ilafnarstræti
MÁLVERK
Ólöf Oddgeirsdóttir.
Opið kl. 14 -18 alla daga til
9. október; aðgangur ókeypis.
ÞAÐ hefur oft verið nefnt að list-
arfurinn felst ekki eingöngu í hinu
stórfenglega og magnþrungna; ef
svo væri hefðu íslendingar af litlu
að státa frá fyrri öldum. Sú list sem
er minni urn sig og hefur gengið frá
kynslóð til kynslóðar er okkar helsta
verðmæti; í þeim flokki eru handrit
með mikilvægum lýsingum, og ekki
síður þau mynstur, sem hafa ein-
kennt handverk þjóðarinnar í gegn-
um aldimar.
Ólöf Oddgeirsdóttir leitar fanga í
slíkum arfi við listsköpun sína. Hún
útskrifaðist frá Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands 1994, og hefur tek-
ið þatt í nokkmm sýningum síðustu
ár. í sýningarskrá segir 'að hún hafí
fundið safn gamalla handavinnubóka
úr eigu látinnar móður sinnar, þar
sem var að fínna mikinn fjölda út-
saumsmynstra sem hafí tilheyrt
menningu okkar öldum saman:
„Mynstrin lúta sterkum hefðum og
reglum. Endurtekningar og sam-
hverfur gefa þeim dularfullan og
kyrrlátan blæ. Þau voru unnin af
umhyggju og virðingu, gerð til að
fegra umhverfið og bæta mannlífið.“
Á útskriftarsýningunni fyrir
tveimur árum sýndi hún verk unnin
út frá þessum grunni, og því er
haldið áfram hér. Ólöf er ekki sú
fyrsta sem þannig leitar fanga í
mynstrum formæðra sinna vegna
eigin listsköpunar, og er hægast að
vísa til verka Steinunnar Helgu Sig:
urðardóttur, sem lauk námi frá MHÍ
ári á undan Ólöfu. En það er tals-
verður munur á með hvaða hætti
þessar tvær listakonur nýta sér
þennan menningararf; Steinunn
Helga hefur endurunnið útsaums-
mynstur með nútímalegum hætti
og sett fram litríkar og áferðarmikl-
ar myndir sem um margt minna á
grófa tölvulist, en úrvinnsla Ólafar
er á mun mildari og um leið persónu-
legri nótum.
Sýningunni hefur Ólöf gefið yfir-
skriftina „Að nefna til sögunnar".
Það eru konurnar, sem listakonan
vill benda á í þessu samhengi, enda
hafi viðkomandi mynstur fyrst og
fremst borist til okkar fyrir þeirra
tilverknað, frá móður til dóttur.
Þessari hugsun fylgir hún eftir með
því að nefna myndaskrána „í ættlið-
um“, þar sem fyrsta verkið er til-
einkað móður hennar, annað ömmu,
þriðja langömmu o.s.frv., alls átta
kynslóðir í kvenlegg.
Málverkin eru mild úrvinnsia fjöl-
breyttra fyrirmynda, þar sem sam-
hverfan og heildarsvipurinn ræður
ANNA Hedvig Þorsteinsdóttir
og Inga Þóra Þórisdóttir.
hinn forna þingstað og líflátsdóma
sem þar voru upp kveðnir. í öðrum
hluta er gerð grein fyrir vinnubrögð-
um safnara sem fólust fyrst og
fremst í því að taka roskna bæj-
arbúa tali og færa frásagnir þeirra
í ritað mál. Sjálfu sagnaefninu er
síðan skipt niður í fimm flokka: álfa-
mestu. Hér er ekki leitað eftir smá-
atriðum útsaumsins, heldur ólíkum
afbrigðum hans, þar sem stjörnur,
reglubundin netvirki og mynstur-
bekkir skiptast á. Hvert verk er
unnið frá ákveðnum litgrunni, sem
skapar hæfilega fjölbreytni og sjálf-
stæði í málverkin, ef til vill í anda
þeirra kvenna, sem þau eru kennd
við.
Hér er vel farið með arf kynslóð-
anna í myndlist samtímans.
Eiríkur Þorláksson
Fyrstu tón-
leikar Höllu
Margrétar
Arnadóttur
HALLA Margrét Árnadóttir óperu-
söngkona heldur sína fyrstu opin-
beru tónleika hér á landi í íslensku
óperunni laug-
ardaginn 12.
október nk. kl.
16. Halla Mar-
grét hefur sl. 6
ár verið við nám
og nú síðast
störf á Ítalíu við
sópransöng.
Aðalkennari
Höllu Margrétar
hefur verið Rina
Malatrasi sem starfar í borginni
Rovigo. Halla hefur á undanförn-
um tveimur árum komið fram á
mörgum tónleikum m.a. í Bologna,
Verona, Mantova, Alessandria Ro-
vigo og sungið fyrir umboðsmenn
bæði í Róm og Mílanó. Umboðs-
skrifstofa í Mílanó sem sérhæfir
sig í að koma ungu listafólki á
framfæri hefur nú boðið henni
samning og útvegað henni íbúð og
starf í Mílanó.
Syngurí
Töfraflautunni
Þá byrjar hún í október að æfa
hlutverk í Töfraflautu Mozarts sem
hún fékk eftir sigur í keppni í
Boiogna 12. júní sl. Operan verður
flutt að minnsta kosti níu sinnum
í fjórum ítölskum borgum og er
höfuðtilgangur listafélagsins Syn-
tonum, sem setur óperuna á svið,
að koma á framfæri ungu lista-
fólki.
Á efnisskrá tónleikanna í ís-
lensku óperunni verða margar
þekktustu aríur ítölsku óperu-
skáldanna og frægustu ljóð ítala
auk Napólísöngva. Undirleikari
Höllu Margrétar verður Ólafur
Vignir Albertsson og henni til að-
stoðar hefur verið nú sem svo oft
áður Snæbjörg Snæbjarnardóttir.
----------♦ ♦ ♦ .
Kvennakór Suðurnesja
Nýr stjómandi
KVENNAKÓR Suðurnesja er að
hefja nýtt starfsár með nýjum
stjórnanda. Agota Joó tekur nú við
af Sigvald Snæ Kaldalóns, sem
stjórnað hefur kórnum í sjö ár.
Æft verður tvisvar í viku og
stefnt að tónleikahaldi á aðventu
og í vor. Kvennakór Suðurnesja
er með elstu kvennakórum lands-
ins. Hann var stofnaður árið 1968
og hefur starfað óslitið síðan.
Samtíma(þjóð)sögur úr Kópavogi
PJOÐSOGUR
S a f n
ÞJÓÐSÖGUR OG SAGNIR
ÚR KÓPAVOGI
eftir Önnu Hedvig Þorsteinsdóttur
og Ingu Þóru Þórisdóttur. Rótarý-
klúbbur Kópavogs, 1996 - 123 síður.
KVEIKJAN að þessari bók er B.
Ed-ritgerð sem höfundar unnu við
Kennaraháskóla íslands. Verkefni
þeirra var að skrá sögur og sagnir
úr Kópavogi eftir frásögnum fróðra
manna og kvenna. Flestar eru sög-
urnar frá þessari öld og tengjast
með einum eða öðrum hætti hraðri
uppbyggingu bæjarins í lítt spjöll-
uðu landi.
Verki sínu skipta höfundarnir í
þijá meginkafla. Fyrst er saga bæj-
arins rakin í grófum dráttum og
meðal annars ýjað að því að ýmis-
legt í þeirri sögu ásamt landsháttum
og aðstæðum í landi Kópavogs hafi
kallað á að þjóðtrúin skyti þar dýpri
rótum en víða annars staðar. I því
samhengi er meðal annars bent á
sögur, draugasögur, sagnir af
álagablettum, reynslusögur og aðr-
ar sögur, auk þess sem gerð er grein
fyrir dysjum dauðra manna. Fræg-
astar þessara sagna eru sennilega
þær sem tengjast álfabyggð í Álf-
hólnum og vegagerð í nágrenni hans
og mega þær teljast nokkuð tákn-
rænar fyrir þetta safn.
Hér er auðvitað ekki um strang-
vísindalegt þjóðfræðirit að ræða
heldur fyrst og fremst dálítið sund-
urlaust safn misáhugaverðra sagna
þar sem saman standa sögur af
„dulrænum" fyrirbærum ýmisskon-
ar sem sögumenn setja í samhengi
við fomt orsakalögmál, frásagnir
af þekktum bæjarbúum - meðal
annars frammámönnum og frum-
kvöðlum byggðar í Kópavogi,- kyn-
legum kvistum og ýmsum hnyttnum
tilsvörum sem varðveist hafa. Að
mínu mati skortir talsvert á að gerð
sé grein fyrir því fólki sem sagt er
frá og sumar sögurnar settar í ná-
kvæmara tímasamhengi. Þannig
virðast höfundar ganga að því sem
vísu að lesendur þekki að einhveiju
leyti til sögupersóna og fyrir bragð-
ið fá ókunnugir á tilfinninguna að
bókin sé fyrst og fremst ætluð inn-
anbæjarfólki. Nokkuð fijálslega er
hér farið með hugtök eins og þjóð-
trú og þjóðsögur og hefðu höfundar
mátt spyija sig þeirrar spurningar
hvað það er sem gerir sögu að þjóð-
sögu. Þótt ýmislegt skringilegt hafi
gerst í Kópavogi er vafasamt að
gefa bænum nafnbótina „þjóð-
sagnabær“ og tala um „dýrmætan
arf“ sem ekki megi giatast komandi
kynslóðum, eins og gert er á kápu.
Flokkun sagnaefnisins virðist einnig
kalla á óþarfa endurtekningar og
má í því samhengi benda á sögur
tengdar steinaþyrpingu í Fífu-
hvammi og drykkju Jóns bónda
Guðmundssonar í Digranesi, sem
alloft er lýst. Þrátt fyrir þessa van-
kanta eru ýmsar sögur í safninu
bráðskemmtilegar enda virðast höf-
undar hafa haft það að leiðarljósi
að skrifa líflega og aðgengilega
bók. Hugmyndin að baki safninu
er góðra gjalda verð og allur frá-
gangur aðstandendum til mikils
sóma.
Eiríkur Guðmundsson.
Rithöfundar
gagnrýna
Arafat
ALÞJ ÓÐ ASAMTÖK rithöfunda,
PEN, hafa sent Yasser Arafat, leið-
toga sjálfsstjómar Palestínumanna,
opið bréf, þar sem þeir mótmæla
þeirri ákvörðun að banna verk hins
heimsþekkta palestínska rithöfund-
ar Edward Said. Líklega hafa fáir
vakið jafnmikla athygli á málstað
Palestínumanna á Vesturlöndum
og Said en bækur hans vora bann-
aðar í ágúst eftir að hann gagn-
rýndi Arafat opinberlega.
Bréf PEN-samtakanna er undir-
ritað af 21 rithöfundi og birtist í
mörgum stórblöðum. Á meðal rit-
höfundana má nefna Paul Auster,
Jacques Derrida, Kenzaburo Oe,
Naguib Mahfuz, Niels Barfoed og
fyrrverandi menntamálaráðherra í
skuggaráðuneyti Palestínumanna,
Mahmoud Darwish.
TÖNLIST
Hafnarborg
KAMMERTÓNLIST
Flytjendur Halldór Haraldsson,
Guðný Guðmundsdóttir,
Gunnar Kvaran. Sunnudagur
29. september 1996.
VEGNA anna sem skólastjóri
Tónlistarskólans í Reykjavík hefur
Halldór tekið þá ákvörðun að
hætta sem píanóleikari Tríós
Reykjavíkur. Halldór er upphafs-
maður að stofnun tríósins, hefur
leikið með tríóinu nær því óslitið
frá upphafi og því hlýtur þessi
ákvörðun að hafa verið honum erf-
ið. En enginn má við margnum og
eitthvað verður stundum undan að
láta. Ekki fer þó hjá því að maður
sakni Halldórs, hann hefur jú skap-
að leikstíl tríósins að miklu leyti,
hann hefur verið eins konar festa
í leik hópsins, það er einfaldlega
hlutverk píanistans að halda utan
um hljóminn, nokkuð sem ekki öll-
um er gefið þar sem skapmiklir
Halldór kveður
Tríó Reykjavíkur
eiginleikar eiga í hlut.
En Halldór er ákaflega
öruggur kammermús-
ikker, sem aldrei hefur
bilað og stíl hefur
hann og persónuleika
sem lýsti í gegnum leik
hópsins, stærð sem
maður kemur til með
að sakna.
Vonandi setur Hall-
dór þó píanóleik sinn
ekki bak við lás og slá,
til þess er hann of
gáfaður og spennandi
hljóðfæraleikari.
Kannske er maður
ekki alltaf fyllilega
sammála honum um
meðferð, en stíll og skoðanir hans,
þegar hann situr við píanóið er
byggður á gáfum og
miklum „studering-
um“ sem aldrei verða
leiðigjamar, í mótsögn
við marga þá sem við
hljóðfærið sitja og
ekkert hafa að segja.
Efnisatriði tónleik-
anna í Hafnarborg
voru tvö Tríó, það
fyrra Erkihertogatríó-
ið eftir L.v. Beethov-
en, sem hann tileink-
aði fyrrverandi nem-
anda sínum og síðar
velgjörðarmanni. Heil
sjö ár var sá nemandi
Beethovens, sem
bendir til að B. hafi
verið sæmilegur kennari og átt
fleira til í sálartetri sínu en skap-
Halldór
Haraldsson
vonskuna, sem fræg var. Ekki er
einfalt að fá sterkan heildarsvip á
þetta langa Tríó og strax reynir
fyrsti þátturinn verulega á flytj-
endur í næstum Schubertiskri
lengd og endalausum fléttum.
Tempóið var fallegt en dálítið var-
færnislegt. Skertsóið er venjulega
Vínar-gletta og þar fannst mér
vanta nokkuð á skarpar Vínar-
klassískar útlínur. Annar þáttur-
inn, Andante Cantabile, var mjög
fallega spilaður og sorg og söknuð-
ur þáttarins fór ekki framhjá fjöl-
mörgum áheyrendum tónleikanna,
og attacca héldu þau áfram inn í
lokaþáttinn og þótt ekki væri alltaf
alveg hreint intonerað lýsti af
þættinum.
Síðasta verk tónleikanna var
Tríóið op. 67 nr. 2 eftir Schos-
takowitsch og hafa lítið með ógn-
artíma Stalíns-tímabilsins að gera.
Heiður og þökk sé Halldóri fyrir
vinnuna sem hann hefur lagt Tríói
Reykjavíkur og fróðlegt verður að
kynnast nýjum skipherra.
Ragnar Björnsson