Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ
32 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
AÐSENDAR GREINAR
HILDUR Hálfdanardóttir landssambandsforseti 1992-94, Kristín
Einarsdóttir fráfarandi forseti, og Salome Þorkelsdóttir sem tók
við forsetaembættinu 1. október sl.
UNGT fólk frá jafningjafræðslu framhaidsskólanna tekur við fjár-
styrk frá Soroptimistasambandi Islands á iandssambandsfundi í
april síðastliðnum.
7 5 ára afmæli soroptim-
istahreyfingarinnar
SOROPTIMISTAR
um allan heim halda
daginn í dag hátíðlegan
og minnast þess að 75
ár eru liðin síðan fyrsti
soroptimistaklúbburinn
var stofnaður í Oakland
í Kalifomíu. Aþjóða-
samband soroptimista
(SI) eru samtðk starfs-
greindra þjónustu-
klúbba, sem ná yfir
heimsbyggð alla. Það
sameinar dugandi kon-
ur úr öllum starfsgrein-
um tii þess að vinna að
eflingu hugsjóna sorop-
timista og til samstarfs
við önnur samtök um
að stuðla að góðvild, skilningi og
friði meðal þjóða. Samtökin eru hlut-
laus gagnvart trúmálum og stjóm-
málum. Höfuðmarkmið soroptimista
er að vinna að betra mannlífi í hverf-
ulum heimi.
Af hverju kvennasamtök?
Eftir lok fyrri heimstyijaldarinnar
1918 voru flest lönd í efnahagslegri
iægð og hungursneyð var ríkjandi.
Flestar konur bjuggu heima þar til
þær gengu í hjónaband, og mjög
fáar konur unnu utan heimilis. Konur
höfðu gengið í ýmis „karlastörf‘
meðan heimstyijöldin geisaði, en
voru neyddar til að láta af þeim störf-
um, þegar hermennimir sneru aftur
heim.
Stofnfélagamir 3. október 1921
voru sérfræðingar hver í sinni grein.
Þær voru alls staðar í minni hluta á
sfnum vinnustað og hafá vafalaust
fundið fyrir andúð hjá þeim körlum
sem þær störfuðu með. Þær komu
saman til að styðja hver aðra og með
það markmið að hjálpa
þeim sem minna máttu
sín. Félagslegur þroski
þeirra var mikill og þær
sáu ekki aðeins tilveruna
eins og hún var, heldur
einnig hvemig hún gæti
orðið. Þær vom ekki
hræddar við að taka
sterka og ákveðna af-
stöðu í ágreiningsmálum
sem lutu að umhverfis-
málum, vinnuaðstöðu,
menntun eða félagslegri
þjónustp. Sá grundvöll-
ur, sem soroptimisminn
er byggður á, var mjög
skýr í augum þessara
kvenna.
Markmið soroptimista eru:
1. Að gera háar kröfur til siðgæðis
í lífi og starfi
2. Að vinna að mannréttindum og
einkum að því að auka réttindi
kvenna
3. Að efla vináttu og skilning meðal
soroptimista allra landa
4. Að auka hjálpsemi og skilning
milli manna
5. Að stuðla að auknum skilningi
og vináttu á alþjóðavettvangi
Tvö höfuðmarkmið hreyfingarinn-
ar hafa ætíð verið: Hið besta handa
konum - hið besta frá konum. Þessi
markmið felast í sjálfu nafni hreyf-
ingarinnar SOROR, sem þýðir systir,
og OPTIME, sem þýðir bestur. Því
þýðir nafnið soroptimisti besta systir
eða bjartsýnissystir.
Staða kvenna
Staða kvenna hefur vissulega
breyst hjá flestum þjóðum á þeim
75 árum sem liðin eru frá stofnun
fyrsta soroptimista-
klúbbsins. Heimil-
isstörf, umönnun ungra
barna og eldri fjöl-
skyldumeðlima á heim-
ilinu hvílir samt fyrst
og fremst á konum eins
og áður. Þrátt fyrir
hljómmiklar kvenraddir
eru þær ennþá að rek-
ast á ósýnilega veggi
hvar sem er í heiminum.
Styrkur kvenna eykst
með samstöðu við aðrar
konur, sem lifa svipuðu
lífi. Konur styrkja stöðu
sína með því að samein-
ast um að veita aðstoð og þjóna þeim,
sem mest þurfa á hjálp að halda.
Þess vegna skipta samtök eins og
soroptimistasamtökin máli, því þau
leggja áherslu á að reynt sé að gera
heiminn sem við lifum í réttlátari.
Útbreiðsla og tengsl við
Sameinuðu þjóðirnar
í dag eru soroptimistaklúbbar í
112 löndum með um 100.000 félaga
í rúmlega 3.000 klúbbum og fer þeim
fjölgandi. Kiúbbarnir mynda lands-
sambönd, sem aftur mynda heims-
hlutasambönd, sem eru fjögur. Al-
þjóðasamband soroptimista starfar
með ýmsum stofnunum sameinuðu
þjóðanna og fleiri fijálsum félaga-
samtökum og á m.a. ráðgefandi full-
trúa hjá aðalstöðvum S.Þ. í New
York, París, Genf og Vínarborg.
Fulltrúar soroptimista hjá samein-
uðu þjóðunum eiga m.a. að koma á
framfæri skoðunum soroptimista,
hugmyndum og fyrirætlunum til
hinna ýmsu þátttakenda frá mismun-
andi ríkisstjórnum á fundum þeirra
hjá sameinuðu þjóðunum, og fá þá
til að skilja og nota
þessar hugmyndir.
Einnig er sérstaklega
mikilvægt að fá skýrsl-
ur frá vanþróuðu
löndunum til að tryggja
áframhaldandi ráðgef-
andi aðild að ECOSOC
(Efnahags- og félags-
málastofnun S.Þ.).
Sameiginleg
verkefni
allra soroptimista
Á fjögurra ára fresti
velur alþjóðasambandið
sameiginlegt verkefni,
sem allir soroptimistar sameinast um
að styrkja. Mörg verkefnanna hafa
verið unnin í samvinnu við UNICEF,
barnahjálp sameinuðu þjóðanna.
Fyrsta verkefnið var 1975 á Maldive-
eyjum í Indlandshafi, 1979 á Barba-
dos í Karíbahafí og á Fiji-eyjum í
Suður-Kyrrahafi. Þar var hjálpin
fólgin í því að efla frumfræðslu og
heilbrigðisþjónustu, einkum hvað
varðar konur og börn. Síðan var
grafið fyrir vatni í Senegal í Afríku
og unnið að gerð vatnsveitu. 1987
var íbúum í 14 fátækustu fjallaþorp-
um Andesfjalla í Perú veitt aðstoð
með þvf að mennta og fræða konur
og börn. Því næst var komið upp 7
sjóngæslustöðvum fyrir börn undir 5
ára aldri í Bangladesh, en þar þjást
börn af alvarlegum augnsjúkdómum
aðallega vegna skorts á Á-vítamíni.
Fjögurra ára verkefnið sem hófst
1995 er aðstoð við ungar stúlkur í
norður Tælandi og er það unnið í
samvinnu við þróunarstofnun þar í
landi. Settar verða upp stöðvar í 10
þorpum, þar sem stúlkurnar fá
fræðslu um AIDS og hættu þá, sem
Hildur
Hálfdanardóttir
ÍSLAND
JÓLIN 1996
ALÞJÓÐASAMTÖK
SOROPTIMISTA
7SÁRA
vændi hefur í för með sér. Lögð verð-
ur áhersla á margs konar iðnnám,
og veitt verða lán til að stofna smá
fyrirtæki. Eina leiðin til að afla fjár
fyrir þessar ungu þorpsstúlkur hefur
fram að þessu verið að flytja til stærri
borga Tælands og vinna í vændishús-
um þar sem kynlífsiðnaður blómg-
ast. Það hefur alltaf verið gert ráð
fyrir því að sumar þorpsstúlkur eyði
tveimur til þremur árum í að vinna
í vændishúsum og snúi síðan aftur
til þorpa sinna með eitthvert fjár-
hagslegt öryggi og giftist síðan.
Raddir kvenna eiga að heyrast
Heimshlutasamböndin halda upp
á afmælið með ýmsu móti. Alþjóða-
sambandið leggur áherslu á að rödd
konunnar hljómi í íjölmiðlum á af-
mælisárinu og samtökin og þjónusta
þeirra í þágu þeirra sem minna mega
sín verði kynnt, og að þannig verði
nafnið SOROPTIMISTI þekkt um
allan heim. Árið verði jafnframt not-
að til margvíslegra góðra verka.
Verkefni íslenska lands-
sambandsins á afmælisárinu
Fyrsti íslenski soroptimistaklúbb-
urinn var stofnaður 1959 í Reykjavík
og eru nú 16 klúbbar víðs vegar um
landið með á fimmta hundrað með-
limi. íslenska landssambandið hefur
undanfarin ár staðið fyrir haustfund-
um í Munaðamesi í fyrstu viku októ-
ber. Þar fer fram þjálfun embættis-
manna klúbba, rædd eru mál, sem
efst eru á baugi í þjóðfélaginu og
fróðlegir fyrirlestrar eru fluttir. Á
haustfundinum í fyrra var ákveðið
að sameinast um að vinna að forvörn-
um gegn vímuefnanotkun unglinga.
Á landssambandsfundi í apríl var
fulltrúum frá jafningjafræðslunni
afhent fjárhæð til greiðslu á kostn-
aði við útgáfu á einu af þeim vegg-
spjöldum sem jafningjafræðslan hef-
ur gefið út. I tilefni afmælisársins
verður gefið út sérstakt jólafrímerki
og mun ágóði af sölu þess renna til
líknarmála.
Klúbbarnir eru innsti kjarni sam-
takanna og á þeim byggist öll starf-
semin. Fyrir utan að taka þátt í al-
þjóðaverkefnum eða sameiginlegum
verkefnum landssambanda, vinna
klúbbarnir sameiginlega að ýmsum
verkefnum utanlands og innan jafn-
framt því að vinna að ýmsum velferð-
armálum hver í sinni heimabyggð.
Er það efni í aðra grein.
Um næstu helgi verður hinn árlegi
haustfundur haldinn í Munaðamesi
og verður sérstaklega til hans vandað
í tilefni afmælisins. Stofnaður var
soroptimistakór í byijun þessa árs í
þeim tilgangi að syngja í afmælisveisl-
unni. Gert er ráð fyrir að allt að 150
konur taki þátt í þessum fagnaði.
Ég vil enda þessa grein með orðum
G. Bernhard Shaw: „Það er ekki
hægt að breyta heiminum. Það vita
allir. En til eru þeir, sem trúa því
ekki, og þeir breyta heiminum".
Höfundur er varaforseti
Evrópusambands soroptimista.
Skógrækt og upp-
græðsla á Reykjanesi
AÐALFUNDUR
Skógræktarfélags ís-
lands var haldinn fyrir
skömmu í Hafnarfirði
og var aðalþema fund-
arins gróður og nátt-
úrufar á Reykjanes-
skaganum. Mörg góð
erindi voru flutt á fund-
inum og kom m.a. fram
að þegar land byggðist
var Reykjanesskaginn
gróinn og kjarri vaxinn
og hélst svo fram á 18.
öld. Þá jókst byggð
mjög mikið sem jók svo
mjög hrístekju til eldi-
viðar og kolagerðar að
hrís eyddist upp á stuttum tíma.
Ekki er þó talið að verulegur upp-
blástur hefjist hér fyrr en á síðustu
öld sem var vegna vaxandi beitar
búpenings. Sú auðn og uppblástur
sem nú blasir við ferðamönnum víða
á Reykjanesskaganum er því ekki
svo ýkja gamalt fyrir-
bæri og alls ekki eitt-
hvert náttúrulögmál.
Frumkvæði
Skógræktarfélags
íslands
Árið 1948 var Hákon
Bjamason ráðunautur
fenginn til að kanna vilja
landeigenda á Suður-
nesjum til friðunar lands
gegn ofbeit. Ekki eru
undirtektir taldar hafa
verið miklar enda lan-
deigendur margir og
hagsmunir misjafnir.
Það verður þó upp úr
1950 að landeigendur í Innri Njarðvík
gefa Skógræktarfélagi íslands land
undir skógrækt í Sólbrekkum og
Vatnsleysustrandarbændur gefa land
við Háabjalla. Allnokkur skógrækt
varð á þessum svæðum á 6. áratugn-
um og eru þessir reitir nú með alit
Klæðum Reykjanes í
,Jandnemabúning“,
segir Kristján Pálsson,
vilji er allt sem þarf.
að 14 metra háum grenitijám. Síðar
hefst skógrækt í Þorbirninum þar sem
góður árangur hefur náðst.
Óheft lausaganga búfjár hefur þó
tafið mjög alla uppgræðslu á Reykja-
nesi og staðið í veginum fyrir ár-
angri. Það fer ekki saman óheft beit
búfjár og landgræðsla, það er öllum
löngu ljóst og hafa sveitarfélögin á
Suðurnesjum (að einu undanskildu)
því bannað alla lausagöngu búfjár.
Landakaup til útivistar
og uppgræðslu
Árið 1993 keypti Njarðvíkurbær
1600 hektara lands af landeigendum
Kristján Pálsson
í Innri Njarðvík og leigði af ríkinu
245 ha á Stapanum til uppgræðslu
og útivistar. Inni í þeim kaupum er
umhverfi Sólbrekkuskógar, Seltjörn
og rauðamelsnámur ásamt miklu af
uppblásnu landi sem þarf að græða
upp. Stefna Njarðvíkurbæjar var sú
að virkja áhuga almennings fyrir
svæðinu. Liður í þvi var að leigja
Seltjörnina út til almenningsnota og
hefur núverandi leigutaka tekist að
rækta upp áhuga fyrir veiði með
miklum ágætum. Hafin var mikil
skógrækt í Sólbrekkum og í kringum
Seltjörn og voru gróðursettar þar um
60 þúsund tijáplöntur árin 1993-
1994. Áhugi starfsmannafélaga
vaknaði einnig og leigði starfs-
mannafélag Aðalverktaka um 2 ha
orföka lands vestan Seltjarnar árið
1994 og hóf þá þegar uppgræðslu á
því svæði. Það má því segja að starfs-
mannafélag Aðalverktaka hafí verið
fyrsti „landneminn“ á þessu útivist-
arsvæði. Síðan hafa bæst við félög
eins og starfsmannafélag Hitaveitu
Suðumesja og fleiri. Það er einmitt
þessi landnemastefna sem reynst
hefur svo vel og er nærtækast að
líta til Heiðmerkur í Reykjavík þar
sem átthagafélög og starfsmannafé-
lög hafa lyft Grettistaki í upp-
græðslu á síðustu áratugum. Sama
má segja frá Garðabæ og Hafnarfirði
þar sem geysimikið starf hefur verið
unnið á þessu sviði af áhugafólki.
Reykjanes í
„landnemabúning“
Markmiðið með skógrækt á
Reykjanesi er ekki að koma upp
nytjaskógum heldur útivistarskógum
á skjólsælustu stöðunum. Margir
telja enn að uppgræðsla og tijárækt
á þessu svæði sé vonlítil vegna þess
hve hér er vindasamt. Dæmin sanna
þó að fátt er ómögulegt í þessum
efnum samanber það sem skógrækt-
ar- og landgræðslufólk hefur fengið
áorkað og þann mikla fjölda af falleg-
um görðum í þéttbýlinu hér á Reykja-
nesi sem bera eigendum sínum fag-
urt vitni. Ég tel að með samstilltu
átaki almennings, sveitarfélaganna,
ríkisins og Landgræðslunnar verði
hægt á 50 árum að klæða landnám
Ingólfs í sama búning og það var í
fyrir rúmum 1100 árum þegar hann
kom hér. Að klæða Reykjanesið í
„landnemabúning" er verðugt mark-
mið að stefna að, „vilji er allt sem
þarf“.
Höfundur er alþingismaður fyrir
SjálfstæðisHokk í
Reykjaneskjördæmi.