Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 37 JMto0iniÞlafr& STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞING OG SER- FRÆÐIÞEKKING VARNAÐARORÐ forseta íslands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar, í fyrstu ræðu hans við setningu Alþingis, eru allrar athygli verð. Forseti sagði meðal annars: „Að vissu leyti heyr þingið nú varnarbaráttu til að tryggja að það vald sem því ber samkvæmt lýðræðisgrundvelli íslenzkrar stjórn- skipunar flytjist í reynd ekki smátt og smátt til sérfræðistofn- ana framkvæmdavaldsins eða til starfsliðs og stjórnenda hags- munasamtaka." Líkt og forseti benti á, er þróunin í þessum málum hér á landi ekkert einsdæmi. Þjóðþingin í nágrannalöndunum hafa verið sett í sama vanda. Frumkvæði að lagasetningu kemur í síauknum mæli frá framkvæmdavaldinu og stofnanir þess hafa á að skipa þeirri sérfræðiþekkingu, sem oft er nauðsyn- leg til að leysa flókin viðfangsefni nútímans. Jafnframt hafa hagsmunasamtök hér á landi nú orðið- í sinni þjónustu vel menntaða sérfræðinga, sem oft og tíðum verða nánast sjálfkrafa þátttakendur í stefnumótun í ýmsum mikilvægum málum vegna þess hversu fáir aðrir búa yfir sömu þekkingu og yfirsýn. Hlutverk þessara aðila við jnótun opinberrar stefnu vegur sennilega enn þyngra en ella vegna þess að íslenzku stjórnmálaflokkarnir hafa ekki gegnt mikil- vægu hlutverki við sérhæfða stefnumótun. Það er að sjálfsögðu ekkert neikvætt við það að sérfræðing- ar annist samningu lagafrumvarpa í auknum mæli, í stað þess að þingmenn semji sjálfir stóran hluta þeirra laga, sem samþykkt eru á Alþingi, eins og tíðkaðist fyrr á öldinni. Við- fangsefni stjórnmála og stjórnsýslu hafa orðið flóknari og þingmenn hafa sjaldnast forsendur til að semja tæknilegan og sérhæfðan lagatexta. En Alþingi verður að geta veitt fram- kvæmdavaldinu aðhald, líkt og til er ætlazt í stjórnar- skránni, og gætt hagsmuna umbjóðenda sinna sem bezt. Til þess að stefnumótunin færist ekki á vettvang sérfræðistofn- ana framkvæmdavaldsins annars vegar og til hagsmunasam- taka hins vegar verður Alþingi að bregðast við með því að tryggja þingmönnum aðgang að sjálfstæðri sérfræðiþekkingu á vegum þingsins sjálfs, sem gerir þeim kleift að meta með gagnrýnum hætti tillögur framkvæmdavaldsins og gæta al- mannahagsmuna í stað þess að láta fulltrúum sérhagsmuna eftir að móta stefnu í þýðingarmiklum málaflokkum. Nokkur skref hafa verið stigin í þessa átt á seinni árum, einkum hvað varðar sérfræðiaðstoð við nefndir þingsins. Þá var það mikið framfaraspor er Ríkisendurskoðun var færð undir Alþingi. Stofnunin hefur reynzt mikilvægt tæki þingsins til að veita framkvæmdavaldinu aðhald. Þó er enn langt í frá að íslenzkir þingmenn búi við svipaðar aðstæður í þessum efnum og starfssystkini þeirra víðast á Vesturlöndum. LANDAMÆRAEFTIRLIT MEÐ FISKI FYRIRTÆKI, sem flytja út sjávarafurðir, munu verða fyr- ir óþægindum og kostnaði vegna skyndilegrar breytingar á landamæraeftirliti með fiski í Hollandi. Yfirvöld þar í landi verða nú, vegna ábendinga framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, að taka upp sömu framkvæmd heilbrigðisskoðunar á landamærum og fyrir fjórum árum og verða sýni tekin úr hverri einustu sendingu af íslenzkum fiski, sem fluttur er inn á Evrópumarkaðinn í gegnum Holland. Það er ágalli á samningnum um Evrópskt efnahagssvæði, sem menn áttuðu sig sennilega ekki á sem skyldi er samning- urinn var gerður, að íslenzkur fiskur skuli ekki vera undanþeg- inn eftirliti á ytri landamærum Evrópusambandsins. Mismun- andi reglur í aðildarríkjunum valda útflytjendum óþægindum, auk þess sem sú hætta er alltaf fyrir hendi að landamæraeft- irlitinu sé beitt sem viðskiptahindrun. Hinn fijálsi markaðsað- gangur fyrir flestar íslenzkar sjávarafurðir, sem menn hafa talið felast í EES, er þessum takmörkunum háður. Nú, þegar öll íslenzk fiskvinnsluhús uppfylla kröfur Evrópu- sambandsins um heilbrigði og hreinlæti, hafa hins vegar skap- azt forsendur til að yfirstíga þessa hindrun. íslenzk stjórn- völd hafa um nokkurra missera skeið átt í viðræðum við ESB um að reglur sambandsins um heilbrigðiseftirlit á landamær- um verði teknar upp í EES-samninginn og ísland taki þannig að sér eftirlit á ytri landamærum Evrópska efnahagssvæðis- ins, en á móti verði íslenzkar afurðir undanþegnar eftirliti er þær eru fluttar inn til ESB-ríkja. Þessum viðræðum hefur seinkað nokkuð. Uppákoman í Hollandi sýnir hins vegar nauðsyn þess að þeim verði hraðað og að staðið verði við áform um að nýjar reglur geti tekið gildi hér á landi í marz næstkomandi. Hér er um talsverða hagsmuni að ræða fyrir íslenzkan sjávarútveg. ÖSKUGOSIÐ í VATIMAJÖKLI SÍFELLT nýir gosstrókar komu upp, fyrst hvítir gufubólstrar, en þegar þessar myndir voru teknar úr flugvél Flugmálastjórnar rétt eftir klukkan átta í gærmorgun urðu töluverðar sprengingar, sem þeyttu Ljósmyndir/Ingvar Valdimarsson öskunni upp í 300 til 500 m hæð og lagði mökkinn svo undan vindi nokkra kílómetra í norður. Hækkaði gosmökkurinn úr um 3 km upp í 4 til 5 km hæð á meðan sveimað var yfir jöklinum eða á um fjörutíu mínútum. Hver strókurinn á eftir öðrum Öskugos hófst í Vatnajökli upp úr klukkan fimm í fyrrinótt. Sjónarvottar segja það hafa byrjað með hvítum bólstri, líkustum loftbelg, og þegar á daginn leið urðu töluverðar sprengingar, sem þeyttu öskunni upp í loftið. Til Grímsvatna runnu um 5.000 rúmmetrar af vatni á sekúndu, sem er tífalt vatnsmagn Þjórsár. BJARNI Skarphéðinn Bjarna- son og Ingólfur Guðni Ein- arsson sáu þegar gosið hófst en þeir voru staddir um 13 km suðvestur úr Kverkfjallahrygg. Bjarni sagði um klukkan 4 hafi hvítur bólstur eða mökkur hafi blasað við í vesturátt. Bólsturinn hafí verið álíka í laginu og loftbelgur og sést mjög vel. I kjölfar smærri bólstranna hafi svört súla komið upp á svipuðum slóðum og fyrsti bólsturinn átján mín- útur yfir fimm um morguninn. Tveir tæknifræðingar _frá jarðeðlis- fræðisviði Veðurstofu Islands, þeir Bergur Bergsson og Sturla Ragnars- son, sáu hvíta gufubólstra stíga til himins frá eldstöðinni við Bárðar- bungu snemma í gærmorgun, þegar þeir voru að setja upp jarðskjálfta- mæli á Skrokköldu á Sprengisands- leið, sem er í 20 km fjarlægð frá jökul- röndinni og um 40 km frá eldstöðinni. „Við vorum á Skrokköldu um kl. 9.30 og þá sáust gosstöðvarnar ansi vel þaðan. Það sáust sífellt nýir strók- ar koma upp, en þetta voru alveg hvítir gufubólstrar. Það liðu kannski tvær mínútur á milli þess sem strók- arnir komu upp í byijun, en síðan var þetta næstum því orðið samfellt, sem maður sá nýja og nýja bólstra koma. Þeir voru reyndar miskraftmiklir að sjá og sumir virtust ansi öflugir,“ sagði Bergur. Hann sagði að skyggni hefði verið ágætt á þessum slóðum í gærmorgun, Morgunblaðið/Sturla Ragnarsson Gosstrókurinn upp úr Vatna- jökli séð frá Skrokköldu í gærmorgun. en skýjahula hefði legið í jökulyf- irborðinu og strókarnir sést greinilega koma upp úr henni. Upp úr hádeginu hefði skyggnið hins vegar verið orðið það lélegt að gufubólstrarnir hefðu hætt að sjást. Bergur sagði að langt væri síðan ákveðið hefði verið að setja jarð- skjálftamælinn upp á Skrokköldu, en eftir að eldsumbrotin við Bárðarbungu hófust hefði verið drifið í því að koma honum upp. Á sama stað og 1938 Flugvél Flugmálastjórnar með Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðl- isfræðing I Raunvísindastofnun Há- skólans, og Freystein Sigmundsson, jarðeðlisfræðing í Norrænu eldfjalla- stöðinni, innanborðs kom að gosinu rétt eftir klukkan átta í gærmorgun. Magnús Tumi sagði að greinilegur gosstrókur hefði komið úr sama hrygg og gosið árið 1938. „Gosið kemur úr nyrðri af tveimur vel mótuðum og samtengdum sigkötlum í jöklinum. Við urðum varir við töluverðar spreng- ingar, ekki ósvipað og í Surtseyjargos- inu á sínum tíma. Sprengingarnar þeyttu öskunni upp í 300 til 500 m hæð. Gosmökkinn lagði svo undan vindinum nokkra kílómetra í norður. Eg áætla að gosmökkurinn hafi hækk- að úr um 3 km upp í 4 til 5 km hæð á meðan við sveimuðum yfir jöklinum eða á um fjörutíu mínútum," sagði hann og tók fram að hraði gosmökks- ins færi væntanlega eftir því hvernig eldvirknin þróaðist um daginn. Eins og 10 Þjórsár Ekki var hægt að fljúga yfir jökul- inn vegna veðurs fyrr um morguninn. Skyggni var heldur ekki gott í flug- inu. „Við sáum að sigkatlarnir tveir höfðu dýpkað og stækkað og teygt sig lengra í átt til Grímsvatna. Hins vegar var ekki skyggni suður yfir sig- katlana og alskýjað yfir sjálfum Grímsvötnunum. Þangað hafa runnið um 5.000 rúmmetrar af vatni á sek- úndu og samsvarar vatnsmagnið því að um 10 Þjórsár renni í Grímsvötn," sagði Magnús Tumi. Magnús Tumi og Freysteinn sögðu að með sama áframhaldi mætti búast við því að hlaup yrði í Grímsvötnum í nótt eða í morgun. Ef fram færi sem horfði og gosið líktist gosinu árið 1938 myndi Skeiðarárhlaup ná hámarki á um þremur dögum. Jökullinn þynnri en haldið var Magnús Tumi sagði einkanlega tvær ástæður fyrir því að gosið hefði verið fljótara að ná í gegnum jökulinn en talið hefði verið í fyrstu. „Aðal- ástæðan er sú að við áætluðum að gosið hefði aðeins sunnan við gosstöð- ina frá árinu 1938. Ef svo hefði verið hefði jökullinn verið um 600 m þykkur yfir gosinu. Nú vitum við að hann var aðeins um 450 m þykkur þarna. Hin Framan af deginum verða vindar suðvestlægir en síðdegis fer að blása af norðri. Líkleg gjóskudreifing fimmtudaginn 3. október Líkleg gjósku- dreifíng framan af degi Gjóskufall á Norðurlandi í GÆRKVÖLDI höfðu Veður- stofunni borist tilkynningar um lítils háttar gjóskufall á Blönduósi, í Blöndudal, Svínadal, á Akureyri og í Reykhólasveit. Búist var við suðvestlægum vindum og að gjóska gæti haldið áfram að berast yfir norðaustanvert landið fyrri part dagsins. Ef öskugos heldur áfram í Vatnajökli bjóst Veðurstofan við því að gjóska gæti farið að berast suður um jökulinn, bæði í lægri og hærri loftlög- um. ástæðan er sú að gosið virðist hafa einangrað sig við annan sigketilinn og má í því sambandi geta þess að hann virðist hafa sigið heila 50 m á aðeins um 4 klukkutímum. Væntan- lega er aðeins lítið gos undir syðri sigkatlinum,“ sagði Magnús Tumi. Hann kvað ekki ólíklegt að um 250 m hátt íjall hefði hlaðist upp undir nyrðri sigkatlinum í gærmorgun. Gos úr nýjum gíg Gos var hafið úr nýjum gíg undir Vatnajökii seinni partinn í gær þegar flugvél Flugmálastjómar flaug með Magnús Tuma Guðmundsson og Frey- stein Sigmundsson yfír umbrotasvæðið milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Nýi sigketillinn, og sá ijórði, er 1-2 kílómetr- um norðar en gígurinn sem byijaði að spúa ösku og gosbólstruin gegnum jök- ulinn milli klukkan fiögur og fímm í fyrrinótt að sögn Magnúsar Tuma. Taldi hann gossprunguna um sex kíló- metra að lengd í gær. Skyggni var ekki gott yfír sprung- unni um fimmleytið í gærdag og sagði Magnús að gosmökkurinn næði 4-5 kílómetra hæð yfír sjávarmáli eða 3 kílómetra hæð yfir jöklinum. „Það gýs upp úr jöklinum á einum stað, líkt og í [gærmorgun], eða úr katlinum sem nyrstur var í [fyrradag]," segir Magnús Tumi. Hann sagði jafnframt að gígopið í jöklinum hefði víkkað og var það talið um kílómetri í þvermál í gærdag. „Gíg- veggimir og opið er svart af ösku og jafnframt drífur hana undan vindi til norðurs." Magnús Tumi sagði jafnframt að lík- lega væru tveir gíganna virkir sem stæði, það er nýi sigketillinn, og sá næstnyrsti sem braut sér leið gegnum jökulinn í fyi-rinótt. Hins vegar væri lít- il virkni í syðsta sigkatlinum eða þeim minnsta sem vart varð á þriðjudag. Líklegt að vatnið leiti einungis niður í Grímsvötn Nýi ketillinn er 1-2 kílómetrum norðar en gígurinn sem tók að spúa ösku upp úr jöklinum í gær og hafði ekki sigið mikið í gær að Magnúsar sögn. „Yfirborð jökulsins er tekið að springa en við vitum hins vegar ekk- ert hvort þessi virkni verður langvinn eða hvort gosið nær líka í gegn þarna,“ segir hann. Magnús Tumi segir að nýjasti ketill- inn sé á skilum vatnasvæða Gríms- vatna og Jökulsár á Fjöllum. „Mér þykir samt líklegast að jökuivatnið sem bráðnar þarna leiti suður eftir sprungunni og niður í Grímsvötn þótt ekki sé hægt að útiloka að það leiti til norðurs." Þá segir hann ljóst að gosstöðvarnar nú séu á sama stað og árið 1938 þegar síðasta Grímsvatna- gos varð. „Gígarnir eru ofan á fjallinu sem þá hlóðst upp, þess vegna kom gosið fljótar upp á yfirborðið en við bjuggumst við,“ segir hann að lokum. Páll Einarsson, pró- fessor í jarðeðlisfræði Umbrotin hluti af lengri at- burðarás PÁLL Einarsson, prófessor í jarðeðl- isfræði við Háskóla íslands, segir að umbrotin undir Vatnajökli, sem hóf- ust á sunnudag, tengist virkni sem fyrst varð vart í fyrrasumar. Páll segir þijár megineldstöðvar koma við sögu, það er Bárðarbungu Grímsvötn og Hamarinn, eða Loka- hrygg sem liggur austur af honum. „Fyrst má telja hlaup í Skaftá í júlí í fyrra en vatnið í það hlaup kom úr eystri Skaftárkatli sem svo er nefndur og er á Lokahrygg norðvest- an við Grímsvötn. Þegar vatnið var rétt að tæmast úr þessum katli kom fram óróahviða á skjálftamæli á Grímsfjalli sem benti til þess að orð- ið hefði smávegis gos þar undir,“ segir Páll. Hann segir ennfremur að aukin skjálftavirkni hafi fylgt í kjölfarið næstu mánuði á svæðinu. „í febrúar verður nokkuð kröftug jarðskjálfta- hrina í Hamrinum sem stendur í viku og síðan Skaftárhlaup í ágúst. Það hlaup kom úr vestari Skaftárkatlin- um á Lokahrygg en var reyndar frek- ar lítið. Rétt í lokin endurtók sagan sig hins vegar með óróahviðu sem fram kom á skjálftamælum og bentfi til annars goss undir jöklinum. „Síð- an hefjast umbrot í Bárðarbungu á sunnudag með stórum jarðskjálfta og hann virðist hafa hleypt af stað gosi í Grímsvötnum," segir Páll. Frekari jarðhræringar hugsanlegar Hann segir ekki beinlínis hægt að draga ályktanir af framangreindum hræringum. „Það er hins vegar vel hugsanlegt að fleiri atvik eigi eftir að bætast við þessa rás atburða þótt ekki sé hægt að segja fyrir um hvar. Með því að fylgjast með jarðskjálfta- mælum má hins vegar átta sig á þessu jafnóðum," segir Páll. Jarðskjálftamælarnir sem mest er stuðst við eru hluti af kerfi sem komið var upp árið 1985 á þessum slóðum og Raunvísindastofnun rekur til eftirlits fyrir Landsvirkjun, að Páls sögn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.