Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Hjalparstofnunum
úthýst í Búrma
Lýðræðisöfl hvetja til aðgerða gegn nýrri
ferðamálastefnu stjórnvalda
„ÞAÐ var í janúar
og kalt. Ég var bara á
skyrtunni. Ég ætlaði að
reisa kofa yfir Ijöl-
skylduna og átti bara
eftir að setja þakið þeg-
ar hermennirnir skip-
vuðu mér að koma og
vinna. Ég vildi fá að
setja þakið á áður en
ég færi en þá hótuðu
þeir að skjóta mig.“
Það var hrætt fólk
og hrakið sem Christian
Balslev-OIesen, fram-
kvæmdastjóri hjálpar-
stofnunar dönsku kirkj-
unnar, hitti að máli í
nýafstaðinni ferð sinni
um Búrma. Hann miði-
Anna M. Þ.
Ólafsdóttir
Aung San
Suu Kyi
aði upplýsingum um ástandið í land-
inu á fundi framkvæmdastjóra og
upplýsingafulltrúa Norrænu kirkju-
hjálparstofnananna sem haldinn var
í Borgarfírði fyrir skömmu.
-*» Danir styðja 100.000 flóttamenn
í búðum í Tælandi en tvær til þijár
milljónir manna hafa verið hraktar
frá heimilum sínum. Fólk, einkum
úr minnihlutahópum, sætir í auknum
mæli hótunum og pyntingum og er
knúið til þess að vinna ókeypis fyrir
yfirvöld eða ganga í herinn. Öðrum
er hótað lífláti hypji þeir sig ekki
brott af jörðum sínum. Erindi
Balslev-OIesen tii Búrma var að
fylgjast með starfi dönsku stofnun-
arinnar og kynna sér aðstæður fólks-
*_.ins í landinu. Hann hitti sérstaklega
að máli Aung San Suu Kyi lýðræðis-
leiðtoga og handhafa friðarverð-
launa Nóbels.
Starf óháðra hjálparstofnana hef-
ur gengið afar erfíðlega allt frá ár-
inu 1990 þegar stjórnvöld kröfðust
þess að fá að stjórna hjálparstarfi.
Eina kirkjulega hjálparstofnunin
sem fær að starfa í landinu er My-
anmar Council of Churches (MCC)
en samtökum búddatrúarmanna,
múslíma og kaþólskra hefur verið
úthýst. Rauði krossinn hefur ekki
séð sér fært að starfa í Iandinu síð-
an 1995. MCC eru einu samtökin í
Rangoon sem beijast fyrir mannrétt-
indum. Þau hafa leyfí fyrir einum
\ síma. Starfsmenn eru 40. Varla þarf
\ '"'að taka fram að síminn er hleraður
! og bréf ritskoðuð.
Fátækt og vannæring
I Þrátt fyrir orðspor Búrma sem
forðabúr Asíu er þriðjungur barna í
j Búrma vannærður. „Bændur eru
neyddir til þess að selja ríkinu hluta
> af uppskeru sinni á mjög lágu verði“,
! segir Aung San Suu Kyi. „Það er
geigvænlegt fyrir smábændur." Þeir
selja hluta af landinu til þess að eiga
fyrir mat en geta þá ræktað ennþá
j minna næst og svo koll af kolli.
Samkvæmt upplýsingum Stanley
Hram í Ástralska sendiráðinu í
Rangoon, sem kannað hefur efna-
^hagsástandið í Búrma, hefur ríkis-
- ‘ stjórnin vanreiknað fólksfjölgun í
landinu. Það, ásamt lélegum árangri
af áætlun ríkisstjórnarinnar um að
auka hrísgijónaframleiðslu, hefur
geysileg áhrif á afkomu fólksins.
Hann segir vaxandi ferðamanna-
straum því mjög mikilvægan, hins
vegar muni tekjur af honum ekki
Þriðjungur barna í
Búrma er vannærður,
—
segir Anna M. Olafs-
dóttir, sem hvetur til
viðbragða gegn ofríki
þarlendra stjórnvalda.
koma almenningi til góða, eins og
málum er nú háttað. Um 90% gjald-
eyristekna fara strax út úr landinu
aftur um hendur ráðamanna.
Hjálparstofnun dönsku
kirkjunnar hvetur Dani til
þess að ferðast ekki til Búrma
Fullyrðingum Stanley Hram ber
saman við aðrar heimildir dönsku
hjálparstofnunarinnar í Rangoon.
Þó að ríkisstjórnin hafí slakað nokk-
uð á klónni og gert átak til þess að
fá ferðamenn til landsins er það
ekki síst til þess að hafa upp í vopna-
skuld við Kínveija. Skuggahliðar
þessarar nýju stefnu eru fleiri. Við
komuna til landsins þurfa ferðamenn
að skipta minnst 300 dollurum og
fá í staðinn nokkurs konar Matador-
peninga. Þá geta þeir notað á útvöld-
um ferðamannastöðum sem oftar en
ekki er flikkað upp á af föngum í
nauðungarvinnu. „Það er ekki rétt
sem ég las nýlega í vestrænu tíma-
riti að Búrmabúar séu glatt og gestr-
isið fólk sem aðeins vilji gera ferða-
mönnum til geðs. Það er bara her-
stjórnin og þeir ríku sem njóta góðs
að ferðamönnunum. Almenningur
sér ekki eyri“, sagði Aung San Suu
Kyi í einni af ræðum sínum. „Erlend-
ir ferðamenn gera því lýðræðisöflum
í Búrma mestan greiða með því að
halda sig heima“, segir hún. „Ríkis-
stjórnin hefur þurrausið fjárhirslur
landsins og ef ferðamönnum fjölgar
ekki kemur það niður á ríkisstjórn-
inni og þeim sem fjárfest hafa í land-
inu. Hvorki íjárfestingar né þróunar-
aðstoð annarra landa koma fólkinu
sjálfu til góða. Allir peningar renna
í vasa örfárra. Við vildum í fyrstu
sjá til hvort slík aðstoð skilaði sér
en ljóst er að hún gerir það ekki.
Þess vegna mælum við með efna-
hagsþvingunum gegn Búrma."
Eiturlyfjaframleiðsla eykst
Búrma framleiðir 60% af heróíni
heimsins. Aðal eiturlyfjakóngurinn
Khun Sa hefur „gefið sig fram“ við
yfirvöld með þeim afleiðingum að
nú deila þeir með sér eiturlyfjaágóð-
anum og sameinast um að halda
þjóðinni í heljargreipum. Ópíumrækt
hefur farið vaxandi eftir að Khun
Sa gaf sig fram og eiturlyfjaneysla
er algeng meðal landsmanna. Éinn
viðmælenda Christians Balslev-Oles-
en tók svo djúpt í árinni að segja
að flest ungt fólk í Búrma væri háð
ópíumi eða heróíni.
Ríkið sölsar undir sig
land og lóðir
Ríkið kaupir lönd af bændum á
smánarlegu verði og selur þau fjár-
festum á margföldu verði. Ný lög
um húsbyggingar gera borgarbúum
erfitt fyrir. Framhlið húsa verður
að vera úr múrsteini, þau verða að
vera meira en tveggja hæða og þök
úr tini. Þeir sem ekki geta uppfyllt
þessi skilyrði hrekjast út í úthverfi
þar sem vatnsveitu, frárennsli og
gatnakerfi er mjög ábótavant. Þeir
fá engan styrk eða bætur vegna
nauðflutninganna og missa auk þess
oft vinnuna vegna þess hve erfitt
þeir eiga með að sækja hana frá
úthverfunum. Kínverjar hafa mikil
áhrif í Búrma. Meþódistinn Keneth
Khin Maung Myint bílasali og vara-
forseti KFUM í Mandalay segir Kín-
veija eiga 60% húsa í Mandalay og
níu af hveijum tíu bílum. Stjórnvöld-
um í Kína er mikið í mun að halda
Búrma á sínu bandi og koma í veg
fyrir að aðilar að ASEAN (Associati-
on of South- East Asian Nations)
umkringi land sitt. Staðhæft hefur
verið að í baráttunni um hollustu
Búrma hafi ASEAN-löndin einmitt
hallað sér frekar að stjórnvöldum í
Búrma en dregið úr stuðningi við
lýðræðishreyfingu Aung San Suu
Kyj til þess að tryggja áhrif sín.
íslendingar hafa á tímabilinu frá
janúar og fram í júlí keypt timbur
frá Búrma fyrir 2 milljónir króna.
Er það nokkuð hærra en eftir árs
viðskipti í fyrra. Harðviðarkaupend-
um og fólki í ferðahug ætti að vera
í lófa lagið að hlýða kalli Aung San
Suu Kyi um efnahagsþvinganir með-
an tekjur landsins eru ekki nýttar
íbúum til hagsbóta.
Höfundur er fræðslu- og
upplýsingafulltrúi
Hjálpnrstofnunar kirkjunnar.
20.maí fyrir meðhöndlun
Húðkrem dr. Guttorms Hernes frá
Bode í Noregi er nú aftur fáanlegt.
28.maí eftir meðhöndlun
Útsölustaðir:
Blómaval, Sigtúni 40.
Blómaval, Akureyri.
Hornabær, Höfn Hornafirði
Sameining íþrótta-
hreyfingarinnar?
UNDANFARIÐ
hafa birst í blöðum
greinar um samein-
ingu ÍSÍ og ÓL, þær
hafa allar verið gott
innlegg í þá umræðu
hvort endurskipu-
leggja eigi alla hreyf-
inguna upp á nýtt og
leggja niður núverandi
skipulag.
Samkvæmt lögum
Iþróttasambands ís-
lands er tilgangur
sambandsins að vera
æðsti aðili fijálsrar
íþróttastarfsemi í
landinu. Sambandið á
að vera óháð stjórn-
málastefnum og trú-
málaskoðunum. ISI er landssam-
band þeirra félaga og félagasam-
banda, sem hafa iðkun íþrótta á
stefnuskrá sinni. Tilgangur sam-
bandsins er:
að efla, samræma og skipuleggja
alla íþróttastarfsemi í landinu;
að annast samstarf um íþróttamál
við ríkisvaldið og aðra innlenda
aðila;
að vera fulltrúi íslands i íþrótta-
málum almennt gagnvart öðr-
um þjóðum.
Þetta er göfugt hlutverk og aldr-
ei má gera lítið úr þeirri starfsemi
og þjónustu sem til staðar er í
dag. Sameining er orð sem oft
hefur verið nefnt í þessu máli, sam-
eining ÍSÍ og_ÓL en afhveiju ekki
sameining ÍSÍ og UMFÍ og halda
ÓL utan við þá sameiningu? Sam-
eining hefur átt sér stað alls stað-
ar í þjóðfélaginu s.s. hjá sveitarfé-
lögum, stofnunum og fyrirtækjum.
Þessar umræður eru eðlilegar í
framhaldi af því. Menn eru hik-
andi, það er af hinu góða, lyfta
þarf umræðunum á hærra plan,
umræðum um ákveðnar persónur
í hreyfingunni á að halda utan við
þær.
íþróttir gegna veigamiklu hlut-
verki í íslensku þjóðfélagi. Fijáls
félagasamtök hafa unnið ötult
starf til eflingar íþróttum í land-
inu. Við sem störfum í grasrótinni
höfum ákveðnar skoðanir á því
hvernig við viljum hafa íþróttafé-
lögin, hvernig sérsamböndin, hér-
aðssamböndin starfi.
Markmið ÍSÍ og þeirra aðila sem
mynda sambandið hlýtur að vera
að efla Sþróttahreyfinguna í land-
inu, að ná sem flestum iðkendum
og fá fólkið til starfa fyrir hreyf-
inguna.
En hvert er hlutverk ÍSÍ. Endur-
skoða þarf hlutverk ISÍ og þeirra
sambanda sem því tengjast. Við
sem myndum þetta samband hljót-
um að spyija okkur: Hvað á ÍSÍ
að gera? Þessi spurning kann að
vera erfiðari en menn grunar í
fljótu bragði. í framhaldi af þess-
ari spurningu er eðlilegt að velta
því fyrir sér hvað ÍSÍ gerir í raun
og veru. Hvort ÍSÍ sé að gera
Ásgerður
Halldórsdóttir
margt annað en það
eigi að gera. Svona
þurfum við að halda
áfram að spyija okkur
og næsta spurning
gæti verið: Er starf-
semin nauðsynleg? Ef
svarið er já, er rétt að
velta því fyrir sér hvort
einhveijir aðrir gætu
sinnt starfseminni bet-
ur, þótt þeir geri það
ekki núna. Spurningar
af þessu tagi eru nauð-
synlegar og eðlilegar,
þótt við þeim geti hins
vegar verið óþægileg
svör. Fjölmargir aðilar
í grasrótinni hafa
spurt sig þessara
spurninga og svörin hafa leitt til
gagngerra breytinga. Þau sam-
bönd sem mynda ÍSÍ verða að ein-
beita sér að því að sinna sínu
Endurskoða þarf hlut-
verk ISI, segir Asgerð-
ur Halldórsdóttir, sem
og þeirra samtaka er
því tengjast.
meginhlutverki. En hver eru mark-
mið þeirra? Það er ekki markmið
í sjálfu sér að hafa sem flest fé-
lög, héraðssambönd, sérsambönd,
heldur að þeir vinni störfin sem
þekkja þau best fyrir minnstan
kostnað.
Endurskipulagning ætti að
koma neðan frá. Við þurfum að
spyija okkur hvað er grasrótin að
gera, hvert er hlutverk hennar?
Svo koll af kolji þar til yfirstjórn
íþróttamála á íslandi hefur verið
endurskipulögð með markmið allra
þeirra sem mynda hana að leiðar-
ljósi. Þetta er ekki lengur einka-
mál íþóttahreyfingarinnar, ríkis-
valdið á að taka þátt í þessari end-
urskipulagningu. Ríkisvaldið á að
tryggja að þær forsendur séu fyrir
hendi, að félög megi og hafi frelsi
til að efla og treysta starfsemi sína.
Frumvarp til nýrra íþróttalaga
þarf að flytja á næsta Alþingi þar
sem tekið verði m.a. á hvernig rík-
isvaldið eigi að styrkja íþrótta-
hreyfinguna í landinu.
Ég verð ein af mörgum fulltrúum
sem sitja mun næsta íþróttaþing,
sem haldið verður á Akranesi 26.
og 27. október nk. Þar vildi ég sjá
að íþróttaráðherra Björn Bjarnason
legði til að skipaður yrði starfshóp-
un innan iþróttahreyfíngarinnar
sem ætlað væri að fínna leiðir til
eflingar, sparnaðar og hagræðingar
til lengri tíma, þannig að markmið-
um félagasamtakanna sem mynda
hreyfinguna verði náð.
Höfundur er fyrrv. formaður
íþróttafélagsins Gróttu.
Scetir sófar
á óviðjafnanlegu verði
HÚSGA GNALA GERINN
Smiðluvegl 9 (gul gata)-Kópavogi-simi 564 1475 Opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-14
BARISAFATAEFISI
nýkomin í miklu úrvali.
ný lína af barnasniðum.
VIRKA
Opirt mánucl.-rtVsiud.
kl. ÍO-IH.
Lim^iircl. kl. IO-M.