Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 41
AÐSENDAR GREIIMAR
NÚ ÞEGAR hand-
boltavertíðin byijar
og félögin hefja þjálf-
un, hefst eltingaleikur
ýmissa félaga við
sterkustu einstakling-
ana úr öðrum félög-
um. Margir fylgjast
með fréttum af til-
færslum manna í
meistaraflokki og
ekki þykir í frásögu
færandi að menn
skipti um félag á
hveiju ári, þó svo að
á árum áður hefði það
talist óhugsandi.
Þetta er kannski ekki
óeðlilegt í ljósi þess
að oft er um umtalsverða fjár-
muni að ræða. En færri vita að
ýmis félög stunda þessa iðju langt
niður í yngri flokkana. Ef sterkir
flokkar koma upp í yngri flokkum
í úthverfafélögunum ná krakkarn-
ir oft ekki nema rétt fermingu
áður en eltingaleikurinn byijar.
Eftir að hafa fylgst með svona
atburðum og hugleitt
hvatir og afleiðingar
þessa ákvað ég að
reyna að vekja um-
ræðu um þessi mál.
Hvatir sem einkenn-
ast að mínu mati af
alröngu gildismati út-
sendara (,,hringjara“)
félaganna á markmið-
um og eðli unglinga-
íþrótta og afleiðingum
fyrir unglingana sem
birtist í lakari árangri,
viðskilnaði við æsku-
félagana ásamt niður-
broti á þeim þroska
og jákvæðu lífsvið-
horfum sem þátttaka
í hópíþróttum hefur veitt þeim.
Markmið með þátttöku barna
og unglinga í hópíþróttum er ekki
aðeins að auka hreyfiþroska og
styrkja líkamlegt atgervi, heldur
einnig að að læra að vinna sem
hluti af heild, temja sér góða
ástundun, stundvísi og ganga í
gengum erfiðleika (tap) og ná ár-
Færri vita, segir Hörð-
ur Arnarson, að kapp-
hlaup íþróttafélaga um
sterka einstaklinga nær
„langt niður í yngri
flokkana“.
angri. Hinn andlegi þroski er á
margan átt mikilvægari og hefur
reynst mörgum íþróttamanninum
gott veganesti á lífsleiðinni. Það
að standa með vinum sínum í blíðu
og stríðu og vinna sig fram til
árangurs eru eiginleikar sem ein-
staklingurinn þarf á að halda í sínu
einkalífi, námi og starfi. Með þessi
gildi í huga hafa margir foreldrar
hvatt til þess að börn þeirra stundi
hópíþróttir og reynt að stuðla að
því með starfi í foreldrafélögum
og öðru sjálfboðaliðastarfi.
Þau íþróttafélög, sem stunda þá
iðju að ná í sterka einstaklinga úr
öðrum félögum, eru í flestum til-
vikum félög í eldri hverfum borgar-
innar. Þessi félög hafa oft vanrækt
uppbyggingu unglingastarfsins en
geta ekki hugsað sér að uppskera
eins og til er sáð og finnst því sjálf-
sagt að fara í garð nágrannans.
Markmið með unglingastarfi þess-
ara félaga á ekkert skylt við þau
markmið sem áður er lýst um að
styrkja og bæta einstaklinginn
heldur snúast um það eitt að félag-
ið nái árangri. En hvað verður um
einstaklinginn sem lætur undan
stöðugum ágangi um loforð um frí
æfingagjöld og ferðir og tilvonandi
sæti í sterkum meistarafiokki?
Vináttan við félagana til margra
ára, sem þróast hefur í gegnum
æskuárin, er slitin, unglingnum er
talin trú um að vinirnir séu minna
virði en nýja félagið og lendir hann
því oft utan félagahópsins sem er
í hverfinu og í skólanum. Gengið
er þvert á anda hópíþróttanna um
samheldni og félagslegan þroska.
Hvað íþróttir varðar fer einstakl-
ingurinn í nýtt umhverfi þar sem
allsendis óvíst er hvernig hann
þroskast og hvernig hann fellur inn
í hópinn. Því jafnvel þótt kappsam-
ur þjálfari og stjórnarmenn vilji
sigur og ekkert nema sigur eru
aðrir fyrir í liðinu sem annt er um
sínar stöður. Vinirnir, sem alltaf
hafa hvatt hann áfram, eru ekki
til staðar og leikgleðin hverfur.
Oft endar þetta því miður með því
að einstaklingurinn hættir þátt-
töku í íþróttinni innan nokkurra
ára.
Hvað er það sem gerir þessum
félögum kleift að stunda þessa iðju
sína ár eftir ár? í fyrsta lagi er^
það bjarminn um meistarflokk þó
svo að fæstir unglingarnir séu í
raun í íþróttum með það sem helsta
markmjð að komast í meistara-
fiokk. í öðru lagi eru þessi félög
oft fjársterk og oft studd af stór-
fyrirtækjum í borginni. Forráða-
menn þessara fyrirtækja yrðu
margir hveijir undrandi ef þeir
vissu að fjármagn frá þeim væri
óbeint notað til niðurrifsstarfsemi
í íþróttafélögum í úthverfum borg-
arinnar, í hverfum þar sem þessi
fyrirtæki eiga hagsmuna að gæta.
Ég vil hvetja aðstandendur þess-
ara félaga að leggja niður þessa
iðju eða að minnsta kosti að ein-
skorða hana við meistaraflokk.
Leyfið unglingunum að vera í friði
þar sem þeim líður vel og þar sem
þeir hafa náð að þroskast sem ein-
staklingar og leikmenn. Ef ungl-
ingurinn hefur ástæður til að
skipta um félag eruhann fullfær
um að hafa frumkvæði að því sjálf-
ur. Þó svo að ykkur virðist standa
á sama um að rífa niður uppbygg-
ingu í öðrum félögum gerið það
unglinganna vegna að láta þá í
friði.
Höfundur er áhugamaður um
íþróttir unglinga.
Hugleiðingar um
íþróttir unglinga
Hörður
Arnarson
Gerðu miklar kröfur til öryggis og
búnaðar þegar þú kaupir þér nýjan
bíl. Gerðu samanburð, niðurstaðan
verður Renault Mégane.
Vökva- og veltistýri, fjarstýróar samlæsingar meó þjófavörn, hágæóaútvarp og segulband
meó fjarstýringu, 6 hátalarar, snúningshraóamælir, klukka, litaó gler, rafdrifnar rúóur, —
útihitamælir, samlitir stuóarar, þokuljós aó framan, loftpúói fyrir ökumann og farþega, HD aTT.
styrktarbitar í huróum, bílbeltastrekkjarar, bílbeltahöggdeyfar, höfuópúóar aó aftan o.m.fl
Mégane
RINIAIII ARMÚLA 13. SÍMI: 568 1200
n r'a komum BEINNSÍMI: 553 1236