Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 49
HALLDORA
BJARNADÓTTIR
+ Halldóra
Bjarnadóttir
var fædd í Hítardal
í Hraunhreppi í
Mýrasýslu 8. ágúst
1905. Hún lést í St.
Jósefsspítala í
Hafnarfirði 19.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
henanr voru Bjarni
Márus Jónsson, f.
30.8. 1875, d. 4.12.
1918, og Gróa Jóns-
dóttir, f. 1.6. 1878,
d. 1.1. 1948. Hall-
dóra var fjórða elst
af 14 systkinum, en aðeins 11
þeirra komust á legg, yngsta
barn Bjarna og Gróu andaðist
aðeins tveimur dögum fyrir lát
Bjarna.
Halldóra kom sem ung stúlka
til Hafnarfjarðar og stundaði
þar ýmsa verkakvennavinnu. í
Hafnarfirði kynntist hún Guð-
mundi Guðmundssyni sjómanni
og síðar fisksala, f. 5.7. 1903,
d. 4.3. 1962 og gengu þau í
heilagt hjónaband 17. júlí 1926.
Guðmundi og Halldóri varð
fjögurra barna auðið. Þau eru:
1) Ragna Ester, f. 6.10. 1931,
herbergisþerna á Hótel Esju,
gift Símoni S. Sigurjónssyni,
AÐ MORGNI 19. september síð-
astliðins er annar okkar var að
koma frá Keflavík, með foreldra
okkar, sem þá voru að koma úr
stuttu fríi frá Bandaríkjunum og
ekið var fram hjá Sólvangi í Hafnar-
firði, en amma okkar bjó þar hjá í
þjónustuíbúð, sagði móðir okkar:
„Er ekki komið ljós hjá möramu?"
Haldið var sem leið liggur að heim-
ili foreldra okkar í Reykjavík, þar
sem þau lögðust til hvílu eftir langt
ferðalag.
Um hádegið hringdi síminn á
heimili þeirra og tilkynnt var að
amma okkar hefði látist þá um
morguninn og varð þá ljóst að
amma hafði ekki tendrað ljós þenn-
an morgun, þar sem hið eilífa Ljós
í lífi okkar allra hafði sótt hana á
sinn fund.
„Amma Dóra“ eins og við köll-
uðum hana var 91 árs, er hún
kvaddi þessa jarðvist og var skiln-
aðarstund hennar hæg og hljóð eins
og reyndar allt hennar líf. Hún var
ein af þeim einstöku manneskjum
sem lét fólki líða vel með augnatillit-
inu einu saman. Ellin fór um hana
mjúkum höndum og fram á síðasta
dag voru bakaðar pönnukökur
og/eða vöfflur ef einhver kom í
heimsókn. Með öllu fréttnæmu
fylgdist hún af athygli og var gam-
an að spjalla um daginn og veginn
við hana þar sem hún var inni í
öllum daglegum málum en eitt
starfsmanni Alþing-
is, og eiga þau tvo
syni. 2) Bjarni Rafn,
f. 8.7. 1933, skip-
stjóri, börn hans
eru fjögur. 3) Guð-
rún Elsa, f. 20.1.
1935, húsmóðir í
Bandaríkjunum,
gift Alexander
Flores, börn hennar
eru fjögur. 4) Grét-
ar, f. 21.4. 1936 og
á hann fimm börn.
Eins og sést hér að
ofan voru barna-
börn Halldóru 15 og
við andlát hennar höfðu 13
barnabarnabörn komið í heim-
inn. Síðustu 20 ár starfsævi
sinnar starfaði hún sem ráðs-
kona hjá Vita- og hafnarmála-
stofnun í Kópavogi, eða til 75
ára aldurs er hún hætti störf-
um, en þá munu leiðir hennar
og Högna Brynjólfssonar hafa
mæst aftur en þau þekktust á
yngri árum. Halldóra og Högni
giftu sig og ákváðu að eyða
ævikvöldinu saman, en Högni
lést fyrir nokkrum árum, og
bjó Halldóra ein eftir það og
fram á dánardag.
Útför Halldóru fór fram í
kyrrþey að hennar eigin ósk.
málefni var það sem við bræðurnir
forðuðumst að ræða við hana alla
tíð, en það voru stjórnmál, hún var
dygg stuðningskona Alþýðuflokks-
ins og þar sem hugmyndir hennar
og okkar bræðra sköruðust í stjórn-
málum, létum við kyrrt liggja.
Amma var líka mikil baráttukona
fyrir bættum lífskjörum verkafólks
í Hafnarfirði sem annars staðar á
árum áður og var meðal annars
gerð að heiðursfélaga í Verka-
kvennafélaginu Framtíðinni í Hafn-
arfirði.
Samband ömmu og föður okkar
var alveg einstakt, ekki voru sögð
mörg orð, en ást, hlýja og gagn-
kvæm virðing knýtti þau saman,
með ósýnilegu tengibandi, sem við
vitum að heldur, þó svo að amma
sé flutt til nýrra bústaða.
Amma sýndi mikinn trúarstyrk,
er hún giftist seinni eiginmanni sín-
um, sem nú er látinn, en hann var
Síðasti bekkur ársins
byrjar i kvöldl
□ Vissir þú að hægt er að ná skipulegu sambandi við framliðna í gegnum
a.m.k. 14 mismunandi þekktar miðilstegundir í veröldinni í dag?
I I Og vissir þú að skyggnir einstaklingar geta á mismunandi hátt ýmist
séð og eða skynjað handanheimana sem og hina makalausu álfa- og
huldufólksheima I kringum okkur nánast þegar þeim hentar?
□ En vissir þú að venjulegur einstaklingur eins og þú, skyggn eða
óskyggn, getur lært allt um þetta í hinum vandaða íslenska
Sálarrannsóknarskóla fyrir hófleg skólagjöld?
Síðasti bekkur drsins byrjarí kvötd. Hringdu ogfáðu allar nánari upplýsingar
am skólanti og skemmtilega námið í honum nú á haustönninni. Svarað er
í síma skólatis alla daga vikunnar frá kl. 14.00-19.30.
Sálarrannsóknarskólinn
- Mest spennandi skólinn í bænum -
Vegmúla 2,
sími 561 9015 og 588 6050.
MINNINGAR
meðlimur í söfnuði Votta Jehóva,
og þrátt fyrir fórtölur manna og
kvenna, stóð hún amma okkar föst
á trúfesti sinni, hún vildi ekki af-
neita trú sinni og taka aðra trú sem
hún vissi lítil sem engin deili á.
Heimili okkar beggja prýðir tals-
vert af handarverkum ömmu, en
hún var „dverghög" í höndum og
munu nú þessir dúkar og þær dúll-
ur sem við eigum eftir hana, verða
varðveitt með minningu hennar í
huga.
Amma var líka mikill hagyrðing-
ur og leyfði hún öðrum okkar að
heyra brot úr þeim ljóðum og vísum
sem hún hafði dundað sér við að
gera á síðustu misserum. Þar kom
sterklega í ljós hve hlý og tilfinn-
ingarík hún var.
Aldrei munum við eftir því að
amma okkar yrði veik og legðist í
rúmið. Ef og þegar henni leið illa,
andlega sem líkamlega, þá vissi það
enginn, nema hún, þar sem hún
hafði ekki að vana að kvarta um
heilsu sína, en alltaf hafði hún
áhyggjur af okkur öllum hinum sem
eigum kannski eftir að tileinka okk-
ur þennan góða eiginleika sem
amma hafði. Með þessum fáu orð-
um um ömmu okkar erum við að
reyna að sýna henni lítinn þakklæt-
isvott fyrir allt það sem hún gerði
fyrir okkur, önnur barnabörn og
öll sín barnabarnabörn bæði hér
heima á íslandi og í Ameríku, sem
líka kölluðu hana „ömmu Dóru“.
Við stöndum eftir hljóðir og hrærð-
ir í huga, en umfram allt þakklátir
fyrir að hún var og er amma okkar.
Við óskum henni velfarnaðar á
þeirri braut er hún hefur nú lagt
út á og biðjum algóðan Guð að
greiða henni laun hennar með náð-
ar- og líknarfaðmi sínum við komu
hennar til nýrra heimkynna. V;ð
vitum að minning hennar verður
ætíð sem himneskt Ljós I lífi okkar
allra.
Sigurjón Símonarson,
Guðmundur Símonarson.
Ástkær amma og langamma
okkar er nú lögst til hinstu hvíldar.
Hennar verður sárt saknað. Eins
léttlynd og barngóð og hún var.
verður hún alltaf í huga okkar. Það
er svo erfitt að missa það sem
manni finnst sjálfsagt að hafa. Við
kveðjum þig, elsku amma Dóra,
með söknuði og þökkum þér um
leið fyrir hlýju og góðu móttökurn-
ar sem þú ávallt veittir okkur.
Hörður, Ása og Thelma Rós.
NO E! LAG m MÆTA í
* a *
Grænmetis- og ávaxtatorg
Grill að hætti Mjóddarbúa
Lifandi tónlist
Tombóla
Ltiíktitltí
Glæsileg tilboð
@BÚNAÐARBANKINN
11II
Gabríel Kaupgarður
Bwiðholts
&BLÓM
ÍSLANDSBANKI
Éfe SPARISIOÐUR
REYKJAVÍKUR OC NÁCRENNIS
Skóbúbin
í Mjódd
Gull-Úrið
G M G
GTG Endurskoðun ehf.
Studioblóm
LJOSMYNDARINN
-------lARA uqnq
(pýraCand
¥
iJ RG
Gullsmiðurinn
í Mjódd
^arn/l^ittitversinmn
■
©
¥m ú s í k bó:sib
'Jmmm
P Y ’ hljómplötuverslanlr
l Á GL€RRUGNfiV€RSLUNIN (IVUÓDD
LEIKBÆR
URISekf
INNROMMUN
OG
HANNYRÐIR
Breiðholtsapótek
Mjódd
mi
Æ T U
töJnyrtistofan ff
í M J Ó D D
£ -
U.
X
HAKSEL
Hársnyrtlstofa °
9
N
;