Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Rútur Óskars- son var fæddur í Berjanesi í A-Eyja- fjallahreppi í Rang- árvallasýslu 3. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum 24. september síðastlið- inn. Foreldrar_ hans voru Sveinn Óskar Asbjörnsson, bóndi, f. 11. september 1902, d. 7. maí 1967, og Anna Jónsdóttir, f. 16. október 1907, d. 15. maí 1995. Bræður Rúts eru Jón, f. 11. júní 1932, Sigurður, f. 9. júlí 1937, Ásbjörn, f. 12. mars 1946 og Grétar, f. 22. apríl 1950. Árið 1937 fluttist Rútur ásamt foreldrum sínum frá Berjanesi að Seljavöllum þar sem hann ólst upp. Á Seljavöll- um bjó þá einnig móðuramma hans, Sigríður Magnúsdóttir. Rútur sótti barnaskóla að Stein- um undir Eyjafjöllum en 16 ára gamall hélt hann til Hafnar- fjarðar þar sem hann lærði blikksmiði. Hinn 27. september 1952 gekk Rútur að eiga Sigríði Karlsdóttur, f. 13. maí 1934. Börn þeirra eru: 1) Karl, f. 6. júní 1954. Eiginkona hans er Anna Þorsteinsdóttir, f. 4. mars 1957, þeirra börn eru: Dagný, Ágúst, Rútur Ingi og Sigríður Katrín. 2) Óskar Loftur, f. 13. júní 1958. Eigjnkona hans er Helena Kolbrún Leifsdóttir, f. Ástvinur minn, ég kveð þig kært að sinni, og hvað væri lífið hefði ég ekki trú, því sorgin er þung og þraut í sálu minni og þó fer ég brátt til sama lands og þú. Þú varst mér svo kær, þú varst mín vonafylling þú verndaðir mig og leiddir ævistig. Við greinum hér, sem í skuggsjá, himins hilling og horfum því fram til Guðs er annast þig. Minningafjöld í hugans heimi svífur. Hvert sem ég iít þá minnir allt á þig. En Guðs sonar mynd í hærra veldi hrífur og hann mun þín gæta, vinur, fyrir mig. (JFK.) Sigríður Karlsdóttir. Það var að kvöldlagi í maímán- uði síðastliðnum að við pabbi lögð- um á ráðin um verkefni næsta dags áður en við kvöddumst, en sá dagur kom í raun aldrei. Á einni nóttu var honum kippt út úr því lífsmunstri sem hafði einkennt hann alla tíð, því að vera þátttakandi, ráðgjafi og félagi í flestu því sem við synir hans vorum að gera. Það voru ófá kvöldin sem sest var niður við eld- húsborðið heima og álits hans leitað á einhveiju máli. Það voru líka eftir- jminnilegar stundir þegar við bræð- ur komum í heimsókn, einn af öðr- um, eins og fyrir tilviljun, settumst við eldhúsborðið, fengum kaffi og kleinur, því enginn lagar betra kaffi og enginn bakar betri kleinur en mamma. Þessir óformlegu fundir gátu þró- ast út í umræður og vangaveltur um ólíklegustu hluti þar sem hver hafði sitt til málanna að leggja og ekki höfðu menn alltaf þolinmæði til að bíða eftir að röðin kæmi að þeim í umræðunni, það gat því oft ^orðið nokkur hávaði og í stöku til- fellum hitnaði örlítið í mönnum. Þrátt fyrir það stóðu allir upp sátt- ir að lokum því það var gaman að þessum fijálslegu skoðanaskiptum og andrúmsloftið var notalegt, pabbi hafði lag á að mynda þannig andrúmsloft, hann hafði sína skoð- un á flestum málum en var ekkert iviðkvæmur fyrir því þó næsti maður 22. júlí 1954, þeirra börn eru: Aron Örn, Andri Jökull og Rútur. 3) Sumarliði Jóhann, f. 16. des- ember 1959. Eigin- kona hans er Krist- jana Guðrún Guð- bergsdóttir, f. 12. maí 1965, þeirra börn eru: Hanna Sigrún, Sigríður Ösp og Guðberg. 4) Ingi Borgþór, f. 3. maí 1964. Eigin- kona hans er Gréta Rögnvaldsdóttir, f. 3. apríl 1964, þeirra börn eru Telma og Rögnvaldur. 5) Rútur Sigurður, f. 4. október 1970. Hann er ókvæntur. Árið 1953 fluttist Rútur ásamt eiginkonu sinni að Vals- hamri í Geiradal A-Barða- strandarsýslu þar sem þau bjuggu í 15 ár ásamt foreldrum Sigríðar, þeim Guðmundi Karli Guðmundssyni og Ingibjörgu Sumarliðadóttur. Þar stundaði Rútur alls kyns smiðar og við- gerðir fyrir sveitunga sína ásamt búskap. Haustið 1968 fluttist fjölskyldan síðan að nýju til Hafnarfjarðar. Rútur hóf störf á vélaverkstæði Is- lenska álfélagsins hf. árið 1969 og starfaði þar allt til dánar- dags. Utför Rúts fer fram frá Filadelfíukirkjunni í Hátúni 2 i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hefði allt aðra. Það eru óteljandi minningar sem koma upp í hugann þegar litið er til baka yfir þann tíma sem pabbi fékk að eiga með okkur. Hann var mjög náinn vinur okkar allra og í lífsmáta hans var fólgin festa og áreiðanleiki sem fleytti þessari stóru fjölskyldu yfir allar lífsins torfærur. Pabbi var mikill fjölskyldumaður og vakti af ótrúlegri natni og áhuga yfir velferð hvers og eins okkar allt fram á síðasta dag. Samheldni og hugulsemi voru honum kappsmál og þeir eru ófáir sem um dagana hafa þegið aðstoð í einhveiju formi úr hans hendi. Pabbi var friðarins maður sem forðaðist illdeilur og reyndi að bera klæði á vopnin kæmi hann því við. Honum var umhugað um að vera sáttur við samferðamenn sína og skapara, en trúin á Guð almáttugan og friðþægingarverk Jesú Krists var honum leiðarljós allt frá unglingsá- rum til dauðadags. Ég er þakklátur pabba fyrir þá fyrirmynd sem líf hans var okkur og fyrir það að hafa alla tíð verið eins og klettur sem alltaf stóð kyrr á sínum stað og hægt var að flýja til þegar í óefni stefndi. Hann fór aldrei á taugum, ekkert sló hann útaf laginu. Ég er þakklátur mömmu fyrir það ótrúlega erfiði sem hún lagði á sig til að pabbi gæti verið heima í veikindum sínum, eins og hann helst óskaði sjálfur. Ég bið góðan Guð um styrk henni jtil handa á þessum erfiða tíma. Ég bið þess einnig að minningin um pabba megi lifa með okkur lengi enn. Óskar L. Rútur og Sigga, Svalbarði 12, óijúfanleg eining, samheldni, traust og kærleikur. Þannig kynnist ég þeim heiðurshjónum fyrir 20 árum. Heimili þeirra var jafnan samkomu- staður fyrir unga sem aldna. Gest- risni þeirra hjóna var og er marg- rómuð. „Gott mannorð er dýrmæt- ara en mikill auður, vinsæld er betri en silfur og gull.“ Rútur, Sigga og synirnir fléttast inn í líf mitt er við Óskar giftum okkur fyrir 12 árum. Það var mikil gæfa að tengjast inn í fjölskyldu þeirra og kynnast því lífsmunstri er Rútur lagði grunn að. Tengdapabbi var mjög traustur maður, mikill vinur og góður ráð- gjafi. Trú hans og samfélag við Jesúm Krist var mjög innilegt, hann lagði áherslu á einlægnina og hreint hugarfar og góð verk. Mannlegt innsæi hans og þekk- ing á eðli mannsins gerði það að verkum að margir leituðu ráða hans. Ég mun sakna þess innilega að geta ekki sest niður með honum og þegið góð ráð sem jafnan voru grundvölluð á orði Guðs. Missir okkar er mikill en þó allra mestur fyrir tengdamömmu. Góður Guð styrki hana og umvefji. Helena Kolbrún. Það er erfitt fyrir mig að setjast niður til að minnast tengdapabba míns. Hvar á að byija og hvað á að tíunda því minningarnar eru nán- ast óteljandi eftir fimmtán ára kynni og tíu ára búsetu í húsinu við hlið- ina á honum. Rútur í garðinum að slá, í vinnufötunum ýmist í kjallar- anum eða bílskúrnum, þannig var Rútur, alltaf að bjástra við eitthvað, laga, srníða, hanna, það var líf hans og yndi, eins og einu sinni var sagt um hann að hann gæti nánast breytt sléttri járnplötu í hvaða form sem var. Rútur var einstaklega vel gerð- ur maður. Mér finnst lýsingin á kletti sem stendur stöðugur, sama hvað öld- urnar bærast mikið, eiga vel víð. Hann var bara þannig, hann lét aldr- ei tilfinningaþung augnablik bera sig af leið. Hann hélt sínu striki án hávaða og láta, hann stökk ekki upp á nef sér þó maður hefði aðra skoð- un en hann. Ég veit að eiginkonu sinni var hann besti vinur og ráð- gjafi öll fjörutíu og fjögur árin þeirra saman, varla var annað þeirra nefnt á nafn án þess að hitt kæmi í sömu andránni, slík var samheldni þeirra. Rútur var fyrst og fremst fjöl- skyldumaður, um það snerist lífið að stórum hluta hjá honum, eins og hann sagði svo oft síðustu mán- uðina: Sigga og drengirnir mínir. Hagur þeirra brann á hjarta hans, enda kom það berlega í ljós í veik- indum hans hvernig hver höndin lagðist á eitt að hjálpa og þannig vildi Rútur hafa það, að fjölskyldan stæði saman. Það er svo erfitt að hugsa um alla draumana sem hann dreymdi og verða ekki að veruleika, t.d. traktorinn sem átti að nostra svo við, og sumarbústaðurinn sem átti að fara að vera svo mikið í. Það er huggun harmi gegn að nú ert þú á betri stað. Hafðu þökk fyrir kærleik þinn í garð okkar allra, því þar voru engir undanskildir, hvorki stórir né smáir. Þín tengdadóttir, Kristjana. Rútur afi var bestur. Við bræðurnir eigum margar góðar minningar um afa. Þær tengj- ast að sjálfsögðu bílskúrnum, verk- færum, skotinu á bak við bílskúrinn en þar fengum við að leika okkur, barnabömin, eins og við vildum. Við breyttum skotinu í ævintýra- heim og nutum þar velvildar Siggu ömmu og Rúts afa. Rútur afi var engum líkur. Við vorum ekki eldri en tveggja ára er við fyrst heimsótt- um bílskúrinn hans afa. Þar fengum við að spreyta okkur undir hans leiðsögn og kærleika. v Afi hafði gaman af leikjunum okkar og uppátækjum, það var stutt í strákinn sem bjó innra með hon- um. Einu sinni hjálpaði hann okkur við að hanna lásboga, samskonar og hann gerði sjálfur sem krakki. Þetta fannst okkur mjög merkilegt og spennandi. Hann fylgdist af miklum áhuga með fyrirtækinu sem við Rútur Ingi stofnuðum sem hannaði og smíðaði alls konar dýr sem við seldum svo til fjölskyldunn- ar. Rútur afi var lilýr og góður, stóra höndin hans var traust og góð. Stundum laumaði þessi stóra hönd krabbapeningi í lófann okkar. Alltaf fékk afi koss. Afi var svo góður vinur, meira að segja sögurn- ar hennar mömmu fjölluðu um Rút afa og Siggu ömmu. Ein þeirra hljómaði svona: Það var snemma morguns, síminn hringdi. Rútur afi var í símanum. Heyrðu, Aron minn, núna verðum við að drífa okkur suður í Straumsvík, stóra vélin er biluð. Rútur afi og Aron lögðu strax af stað. Síðan gerðum við Rútur afi við vélina og fórum svo í kaffi- skúrinn. Þannig var Rútur afi alltaf hetjan sem bjargaði öllu. Elsku Rútur afi, traktorinn þinn í bílskúrnum, sem þú ætlaðir með austur, við barnabörnin þín ætlum að klára hann fyrir þig og fara með hann austur í bústað. Við ætlum líka að hugsa vel um Siggu ömmu. Þakka þér, elsku afi, fyrir allar stundirnar. Aron Orn, Andri Jökull og Rútur. Það er svo ótrúlegt, elsku afi minn, að hugsa um það að þú sért farinn frá okkur. Við erum búnar að búa í húsinu við hliðina á þér síðan við munum eftir okkur og höfum næstum alltaf hitt þig á hveijum degi, séð þig í garðinum eða bílskúrnum þínum, manstu! Að gera við traktorinn þinn sem þú varst svo ánægður með. Þegar við hittum þig sagðir þú svo oft: „Eruð þið komnar, elskurnar, þið eruð svo góðar.“ Svo klappaðir þú á kollinn á okkur. Afi minn, við munum líka eftir öllum kartöflunum sem þú borðaðir, þér fannst þær svo góðar. Það er svo margt sem við munum og það er svo erfitt að hugsa um þetta allt saman, en núna vitum við að þér líður vel heima hjá Jesú. Kveðja, Hanna Sigrún og Sigríður Osp. Nú er hann afi minn farinn til Guðs. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur heimsótt hann. Það var alltaf svo gaman að hitta afa. Hann var alltaf svo skemmtilegur og í góðu skapi. Oft- ast var hann eitthvað að laga eða smíða, úti í bílskúr eða niðri í kjall- ara. Hann afi minn var aldrei stress- aður eða að flýta sér. Hann hafði alltaf nógan t.íma til þess að tala við okkur krakkana og kannski stríða okkur pínulítið, sprauta smá- vegis úr garðslöngunni á okkur (al- veg óvart) eða kyssa okkur þegar hann var nýbúinn að borða kæsta hákarlinn sinn sem honum þótti svo góður. Afi var alltaf með Biblíuna á náttborðinu sínu og las alltaf í henni á kvöldin. Hann trúði á Guð og bað oft til hans. Þótt við afi sjáumst ekki á næst- unni þá veit ég að seinna raunum við hittast hjá Guði. Telma. í dag kveðjum við yndislegan fjölskylduvin, Rút Óskarsson, sem er látinn eftir stutta en erfiða sjúk- dómslegu. Rút hef ég þekkt síðan ég man eftir mér. Hann var giftur móður- systur minni Sigríði Karlsdóttur frá Valshamri í Geiradal. En þar bjuggu þau sín fyrstu búskaparár eða þar til 1968. Þá fluttust þau til Hafnarfjarðar. Þau hjónin eign- uðust fimm syni, þá Karl, Óskar, Sumarliða, Borgþór og Sigurð, sem nú sakna föður síns sárt. Átti ég því láni að fagna að hafa alist upp á næsta bæ við Valsham- ar. Leiddi það til að það var mikill samgangur á milli okkar strákanna. Rútur var ekki bara faðir heldur góður félagi drengjanna sinna. Varði hann mörgum stundum með þeim í smiðjunni og ýmislegt var smíðað, kassabílar og fleira. Þetta var skemmtilegur tími og margt var brallað. Eftir að Rútur fluttist með fjöl- skyldu sína til Hafnarfjarðar sakn- aði ég þeirra mikið. En það má segja að samband okkar hafi svo til ekkert minnkað, þar sem ég gekk í skóla í Hafnarfirði í tvo vet- RÚTUR ÓSKARSSON ur og bjó á heimili Rúts og Siggu þann tíma. Þau hjónin töldu það ekki eftir sér að bæta einum strák við í hópinn sinn. Heimili þeirra hefur alltaf verið þekkt fyrir gestrisni, kærleika og hlýju. Álltaf var gott að leita til Rúts með hvað sem var. Hann var vel að sér í öllum málum bæði ver- aldlegum og andlegum. Hann var hlýr, barngóður og átti stórt hjarta, okkar börn kölluðu hann afa Rút, og þótti það sjálfsagt. Hann var höfðingi heim að sækja og hans verður sárt saknað. Skrýtið verður að sjá Siggu eina, því samrýndari hjón höfum við ekki þekkt. Eftir að ég eignaðist mína fjölskyldu höfum verið það heppin að búa í nágrenni við þau Rút og Siggu eins og forðum í sveitinni. Við hjónin erum þakklát fyrir allar þær stundir sem við höfum átt með Rúti. Elsku Sigga, missir þinn er mest- ur, þú missir ekki bara góðan eigin- mann, heldur þinn besta vin. Við biðjum góðan Guð að hugga þig og styrkja í sorginni. Einnig sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til barna, tengdabarna, barnabama og allra ættingja og vina. Guð blessi ykkur öll. Ég hef augu mín til fjallanna hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar. (Davíðssálmur 121.) Emil Hörður, Hanna Rúna og börn. Rútur er farinn heim til að vera hjá Drottni. Með Rúti er genginn drengur góður. Hann var góður faðir drengjanna sinna, hann var góður sonur og tengdasonur og hann var góður eiginmaður. Rútur var tryggur frelsara sínum og Drottni Jesú Kristi og var reiðubú- inn að ganga á hans fund þegar kallið kom. Mig dreymdi Rút nóttina er hann fór heim. Mér þótti sem ég sæi hann á biðstöð strætisvagna. Hann var þreytulegur og lúinn að sjá. Ég tók undir arm hans og bauð honum hjálp mína við að stíga um borð í vagninn. Rútur svaraði með brosi. Vagninn kom og Rútur fór. Þegar síminn hringdi að morgni vissi ég hver fréttin mundi verða. Rútur hafði tekið vagninn heim á undan okkur hinum. Það er vissu- lega sárt fyrir ástvini sem eftir eru, en sorgin er söltuð von um endur- fundi þar sem öll tár eru þerruð og sorgin ekki framar til. Við vitum að hann fór héðan til að vera með Kristi. Dauðinn var honum ávinn- ingur. Ég blessa minningu Rúts Óskars- sonar og votta aðstandendum sam- úð mína í þeirra mikla missi. Gunnar Þorsteinsson. Mig langar í örfáum orðum að kveðja vin minn Rút Óskarsson sem er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ég þekkti Rút frá því ég fyrst man eftir mér og þó að á okkur væri um það bil 26 ára aldursmun- ur, ég á þessum tíma barn en hann ungur maður, minnist ég þess sér- staklega hvað mér þótti gaman að ræða við hann um heima og geima. Rútur var nefnilega þeim eiginleika búinn að hann gat talað við alla sem jafningja, aldna sem unga. Eftir að Rútur og Sigga fluttust til Hafnarfjarðar, fyrst að Móabarði 20b og síðan að Svalbarði 12 sem þau byggðu, kynntist ég Rúti enn betur, þar sem að ég bjó á heimili þeirra hjóna í nokkur ár, en þau voru þekkt fyrir það að vera ein- staklega gestrisin. Oft áttu sér stað háværar sam- ræður eða rökræður yfir kaffiboll- unum og menn skiptust á skoðunum um hin ýmsu málefni og var Rútur þá ávallt hrókur alls fagnaðar. Rútur var einstaklega duglegur maður, traustur og hlýr en samt mjög stutt í húmorinn og glettnina og það var mjög auðvelt að láta sér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.