Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 51 þykja vænt um Rút og kölluðu öll börnin mín hann Rút afa þó að hann væri það ekki í raun. En það sem einkenndi Rút þó allra mest var þessi óbifanlega trú sem hann hafði á frelsara sinn Jesú Krist og það endurspeglaði allt hans líf, þessi staðfesta, friður og kær- leiki sem hann hafði að bera. Ég kveð þig, Rútur, með þökk fyrir öll góðu árin sem ég og síðan fjölskylda mín áttum með þér. Þín verður sárt saknað. Guð blessi og styrki þig, Sigga mín, syni ykkar og aðra aðstandendur. Hallfreður Emilsson og fjölskylda. Kær vinur er horfinn héðan og farinn heim til Drottins. Minningar frá liðnum tíma fylla hugann. Eg minnist þess að ég sá Rút fyrst, er við hjónin vorum að stofna okkar fyrsta heimili. Við höfðum gift okkur um vorið 1951. Ég var þó að mestu um sumarið vestur í Geiradal, þar sem foreldrar mínir bjuggu, og hjálpaði til við heyskap. Við höfðum fest kaup á litlu húsi í miðbæ Hafnaríjarðar. Hús þetta sem við keyptum af Oddi heitnum Ivarssyni, var gott hús sem lengi var í eigu ættarinnar eftir að við fluttum þaðan, en hefir nú verið flutt vestur í bæ. Það var ekki fyrr en um haustið að við gátum hafist handa að lagfæra þetta hús og flytja inn. Maðurinn minn heitinn, Guðni Guðmundsson, bað þá vin sinn Hörð Vigfússon um hjálp í sambandi við kyndinguna. Honum til aðstoðar kom ungur maður, var þar kominn Rútur Oskarsson, sem þá var nemi í blikksmíði hjá Ágústi Jónssyni, móðurbróður sínum. Hörður vann þar einnig. Þegar þessu verkefni lauk virtist alltaf þurfa að hafa Rút með í ráð- um, enda var hann þá þegar óvenju- lega verklaginn eða þúsundþjala- smiður væri réttara að segja, og bóngreiðugur í meira lagi. Ekki mun það hafa spillt fyrir að systir mín Sigríður Karlsdóttir var komin í bæinn, mér til aðstoð- ar, enda von á erfingja hjá okkur hjónum. Ekki þarf að orðlengja það að þau felldu hugi saman. Sigga systir var frekar hlédræg sem barn og ungling- ur, því þótti það nokkrum tíðindum sæta í hennar heimabyggð er það fréttist að hún hefði farið með mannsefni sínu að heimsækja fólkið hans, á Seljavöllum undir Eyjafjöli- um. Þau giftu sig 27. sept. 1952 og hafði þeirra farsæla hjónaband því staðið nær því 44 ár, er hann lést þann 24.9. ’96. Fyrsta heimili þeirra mun hafa staðið á Selvogsgötu 3 í Hafnarfirði. Ekki dveljast þau þó lengi í Hafnarfirði að þessu sinni heldur flytjast vestur að Valshamri í Geiradal og hefja búskap á móti foreldrum okkar. Vissulega mátti segja að þar mættust gamli og nýi tíminn. Faðir minn var að sjálfsögðu bam síns tíma, harðduglegur og ósérhlífinn. Ungi bóndinn nýtti meira tæknina og ávann sér virð- ingu og kom ýmsu í verk, sem ekki hafði tekist með gamla iaginu. Ný vatnslögn var gerð og eftir það þurfti ekki að dæla neysluvatni með handafli, enda var það verk ekki vinsælt á bænum. Rútur var einnig verkstjórinn er gerð var vatnsafls- stöð fyrir bæina Valshamar, Stekkj- arhoit og Bakka, en þetta var unnið í samvinnu þeirra er þar bjuggu. Var sorglegt að sjá þetta mannvirki eyðileggjast, þar sem snjóþyngsli hreinlega jöfnuðu það við jörðu. Það var alltaf mikil tilhlökkun er farið skyldi vestur í Geiradal. Þær eru bjartar og dýrmætar minning- arnar frá þessum árum. Ég hafði oft orð á því að það hafi bjargað geðheilsu minni að fá að koma í sveitina og taka þátt í heyskapnum. Það gekk erfiðlega að „heilaþvo“ sveitastelpuna þannig að hún sætt- ist alfarið við tilveruna á „mölinni“. Vissulega hefír þetta verið mikið álag fyrir heimilið er við komum þarna eins og „engisprettuský" svo sem við sjálf orðuðum það, og smiðj- an hans Rúts var líkari barnaleik- velli en smiðju, en jafnlyndi hans og hjálpsemi við unga og eldri var við brugðið. Börn og unglingar hændust mjög að honum. Þau kunnu vel að meta léttleika hans og gam- ansemi og stríðnisglampann í aug- unum. Ekki undrar mig að synirnir þeirra fimm séu verklagnir og dug- legir menn, þar sem Rútur var allt- af til taks að hjálpa þeim að leysa vandamálin, hvort sem um var að ræða tækni eða tilfinningar. Vel man ég bílinn sem strákarnir smíð- uðu með hjálp hans. Það var enginn venjulegur „kassaljalabílT1 heldur fallegur rauðlakkaður smábíll með vél. Var ekki laust við að þeir sem komu norðan Tunguheiðina rækju upp stór augu, að rekast á þetta nýja módel og bílstjóra, sem var frekar lágur í loftinu. Síðar kom að því að Sigga og Rútur, ásamt foreldrum mínum, fluttu suður. Mun það hafa verið árið 1968. Við hjónin höfðum þá fest kaup á ófullgerðu húsi v. Móa- barð í Hafnarfirði. Stofan okkar var nokkuð stór og þau settu í hana létta innréttingu og bjuggu þar á meðan þau byggðu Svalbarð 12. Við munum hafa verið 16-17 í hús- inu þá. Aldrei man ég eftir að orð- inu hallaði í því sambýli. Svalbarð 12 hefur verið þeirra heimili síðan, orðlagt fyrir myndarskap og gest- risni enda hjónin samhent. Rútur fékk vinnu hjá ísal og vann þar óslitið þar tii hann veiktist í maí í vor. Aldrei fæ ég fullþakkað þeim hjónunum alla þá hjálp og þann styrk, sem þau veittu mér er ég missti manninn minn í des. ’74. Börn mín voru þá á ýmsum aldri, það yngsta sex ára. Rútur var alltaf boðinn og búinn að hjálpa, hvort sem það var bíllinn sem bilaði eða þvotta- vélin, eða hvað annað smátt eða stórt. Börnin mín áttu þar hauk í horni í sambandi við hjólin sín, eða þau áhugamál, sem uppi voru hvetju sinni. Foreldrar mínir fluttu til þeirra hjóna að Svalbarði 12 og voru hjá þeim til dauðadags, umvafin kær- leika þeirra og umhyggju. Þar var aldrei talað um fyrirhöfn heldur for- réttindi að fá að hafa þau. Stöndum við systkinin frá Valshamri í mikilli og óborganlegri þakkarskuld við Siggu og Rút vegna þeirra. Einnig var Anna móðir Rúts oft hjá þeim, en hún átti heimili á Seljavöllum. Hún var mikið hjá þeim síðustu mánuðina er veikindi ágerðust og styttra var til lækna. Það er ekki svo langt síðan henni var fylgt til grafar. Nú eru enn kaflaskil. Orð Guðs segir: „Sælir eru þeir, sem í Drottni deyja.“ Því vitum við að umskiptin hafa verið stórkostleg, eftir harða og erfiða baráttu, þar sem hann naut elskulegrar hjúkrun- ar konu sinnar og ekki má gleyma tengdadótturinni, sjúkraliðanum Kristjönu, sem var þeim stórkostleg hjálp. Öll fjölskyidan, synirnir, tengdadæturnar allar og barnabörn- in gerðu allt sem í þeirra valdi stóð og ekki má gleyma fólkinu frá „Ca- ritas“ sem er heimahjúkrun krabba- meinssjúkra. Rútur átti bjargfasta lifandi trú á Drottin Jesú Krist. Hann fyrirvarð sig ekki fyrir þá trú, heldur var hún honum traust akkeri. Jesús sagði: „Ég lifí og þér munuð lifa.“ Nú þegar Rútur er farinn heim er söknuður og hryggð í hjörtum okkar en jafnframt gleði vegna þeirrar sannfæringar að hann er sæll um eilífð. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. Ég og systkini mín, Guðbjörg og Guðmundur, og fjölskyldur okkar kveðjum Rút með mikilli eftirsjá og þökkum af alhug áratuga samfylgd. Við þökkum allar ánægjustundirnar á heimili þeirra og sendum Siggu og fjölskyldunni allri, svo og bræðr- um Rúts og þeirra fólki innilegar samúðar- og blessunaróskir. „Kom þú Huggarinn hljóði, Heilagi Andinn góði.“ (J.S.) Jóhanna F. Karlsdóttir. 0 Fleiri minningargreinar um Rút Óskarsson bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. MINNINGAR KRISTJAN GUNNAR HILDIBERG JÓNSSON + Kristján Gunn- ar Hildiberg Jónsson fæddist í Stykkishólmi 26. júní 1914. Hann lést á Landspítalanum 19. september síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Jóns Hildibergs Sigurðssonar kaup- manns og bókara í Stykkishólmi, f. 30.5. 1878, d. 30.1. 1916, sem ættaður var úr Dalasýslu, og Sesselju Þor- grímsdóttur, f. 2.3. 1888, d. 25.2. 1922, sem ættuð var úr Eyrarsveit. Systkini hans voru Unnur Hlíf, f. 7.5. 1911, d. 17.11. 1983; Jóna, f. 31.5 1917, d. 20.5. 1964; og Sigurður, f. 27.9. 1920, d. 27.8 1995. Kristján giftist Sigríði Þor- björnsdóttur og eignuðust þau sjö börn: Jón Sigurð, Pétur Þorbjörn, Arndísi, Sesselju, Steinar Jakob og Önnu. Þau misstu eina stúlku þriggja mánaða. Barnabörnin eru þrettán og barnabarnabörnin ellefu. Útför Krisljáns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag er til hinstu hvílu borinn faðir minn Kristján Gunnar Hildi- berg Jónsson. Hann hafði und- anfarin ár átt við alvarleg veikindi að stríða svo að ég vissi að hveiju stefndi. Þó er eins og enginn sé viðbúinn að missa ástvin sinn, sárs- auki og söknuður gagntekur mann og óskin er heitust að mega bakka aftur í tímann svo hægt væri að segja þau orð sem voru ósögð. Hans lífsganga var aldrei auðveld eða auðgengin, hann mátti muna tímana tvenna og gangur Jífsins sjaldan eins og óskað er. Á öðru ári missti hann föður sinn. Á átt- unda -ári missti hann móður sína og minntist hann þess oft við mig hvað sú minning væri sár og sökn- uðurinn mikill. Á sjötta ári var hann settur í fóstur til hjónanna Kristjönu og Vigfúsar Hjaltalíns í Brokey og ólst hann þar upp til fullorðinsára ásamt uppeldissystk- inum sínum, Jóni, Vilhjálmi, Krist- ínu, Láru, Hildi, Lilju, Eygló og Laufeyju sem dó um aldur fram og minntist hann ætíð fósturfor- eldra sinna og uppeldissystkina með virðingu. Pabbi stundaði nám á Laugar- vatni 1932-33 og að því loknu fluttist hann til Reykjavíkur. Hann starfaði sem matsveinnog fór síðan á sjóinn og stundaði sjómennsku til stríðsloka. Þá ■ starfaði hann í vélsmiðjunni Steðja, trésmíðaverk- stæði Landsímans og málningar- verksmiðjunni Hörpu. Rúmlega fer- tugur hóf hann nám í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk málarameist- araprófi þaðan og stundaði hann það starf alla tíð síðan þar til hann hætti vegna aldurs. Pabbi var hreinlyndur og hisp- urslaus maður, hvort heldur um var að ræða menn eða málefni. Hann var mikil félagsvera, hafði gaman af tónlist og var fjölhæfur og vand- ffli iflft M Aft ÆL iiwni : Erfidrykkjur * H H R L A Slmi 562 0200 imimiir virkur með allt sem hann tók sér fyrir hendur og snyrtimenni var hann svo af bar og allir hlutir sem hon- um viðkomu áttu sinn vísa stað.. Það má segja um öll þau systkinin að snyrtimennskan var þeim í blóð borin. Pabbi giftist móður minni, Sigríði Þor- björnsdóttur, 14. mars 1941 svo þau voru gift í rúm fimmtíu og fimm ár. Ég veit að móðir mín missti mikið þegar faðir minn var allur því hann var sterki aðil- inn, en ég veit líka að hún stendur fyrir sínu og ég bið góðan guð að halda verndarhendi yfir henni í erfiðleikum hennar vegna þess að enginn hefur misst eins mikið og hún. Að lokum langar mig til að minn- ast á litla úrklippu með japönskum spakmælum sem ég fann í fórum föður míns að honum látnum og þau eru svona: „Lífið er jafn langt hvort sem grátið er eða hlegið. Engin leið er löng í samfylgd vin- ar.“ Guð veri með þér, elsku pabbi minn. Mín huggun er sú að nú ertu kominn í faðm þeirra sem þú sakn- aðir sárast. Arndís Kristjánsdóttir. Nú ert þú farinn elsku afi minn. Þú fórst snögglega og þó þú værir búinn að vera veikur í mörg ár, þá varst þú alltaf hress, mikið á ferðinni og leist alltaf svo vél út, að ég bjóst ekki við að þú værir á förum. Þegar ég sest nú niður til að skrifa þessi orð þá hrannast upp minningarnar. Þú varst sterkur persónuleiki og með ákveðnar skoð- anir á hlutunum. Oft hafði ég lúmskt gaman af því þegar þú sast í stólnum þínum í stofunni, með spilin fyrir framan þig og hristir hausinn yfir einhverju sem var þér ekki að skapi. Þá var erfitt að veij- ast brosi og ég hef grun um að Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐ/R HÓTEL LOPTLEIDIR þú hafir einnig brosað innra með þér. En þú varst einnig blíður og glettinn oft á tíðum og varst af- skaplega ánægður með barnaskar- ann sem frá ykkur ömmu er kom- inn. Þú varst líka mikil félagsvera, fórst eins oft og þú komst í sund- laugarnar og einnig í bæinn, en þar heilsaðir þú öðrum hveijum manni að manni fannst. Ég var alltaf stolt af þér, því þú varst umtalaður, hversu fínn þú værir, svo snyrtilegur og strokinn, sama hvaðan þú varst að koma, jafnvel úr málningarvinnunni. Einnig varstu þekktur fyrir vandvirkni, sama hvað þú tókst þér fyrir hend- ur. Það er mér svo minnisstætt hversu ánægður þú varst þegar mamma varð fimmtug og það trúði enginn að þú ættir fimmtuga dótt- ur, hvað þá 53 ára son, svo ungleg- ur varstu. Þessu sagðir þú mér oft frá og alltaf kætti það þig jafn mikið. Þú hafðir ótæmandi áhuga á öllu sem varðaði læknisfræði og ég hugsa að hefðir þú fæðst á öðrum tíma hefðir þú ekki orðið málara- meistari, heldur læknir. Þú hafðiiy einnig mikinn áhuga á allskyns tækjum, og myndavélaáhuginn var mikill, enda varstu alltaf með myndavélina á lofti á öllum manna- mótum. Það verður tómarúm í af- mælunum í framtíðinni, þegar þú verður þar ekki með myndavélina þína. En þú verður þar staddur í huga okkar. Ég mun ævinlega geyma minninguna um þig, afi minn, í hjarta mér og huga. Elsku amma, missir þinn er mik- ill og bið ég guð að styrkja þig í. sorg þinni og gefa þér kraft til að takast á við framtíðina. Sá er eftir lifir, deyr þeim sem deyr, en hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfír. (Hannes Pétursson) Blessuð sé minning afa. Brynja Sigríður Blomsterberg. APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 b Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BiS. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SfMI 557 6677
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.