Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 55

Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 55 OLAFUR UNNS TEINSSON + Ólafur Unnstejnsson fæddist á Reykjum í Ölfusi 7. apríl 1939. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 9. september síðast- Iiðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 20. september. Svífur að hausti; gras sölnar, lauf falla og regnvindar blása. Fregn um andlát berst eins og óvæntur kuidasveipur. Vinur og fé- lagi til margra ára er skyndilega horfinn. Bara farinn þegjandi og hljóðalaust og án alls fyrirvara. Það var ekki honum líkt, og þó. Alltaf þurfti hann að vera fyrstur til hlutanna, alltaf í fararbroddi. Ólafur Unnsteinsson, íþróttakenn- ari, er kvaddur í dag löngu fyrir ald- ur fram, aðeins 57 ára gamall. Ólafur var fæddur á Reykjum í Ölfusi, sonur skólastjórahjónanna þar, Unnsteins Ólafssonar, kunns baráttu- og_ afkastamanns og konu hans Elnu Ólafsson. A Reykjum ólst hann upp í faðmi íjölskyldunnar við leik og starf og svo það sem snemma gagntók hug hans allan, íþróttir. Barn að aldri gekk hann til liðs við UMF-Ölfus og tók að keppa í ýmsum greinum íþrótta, einkanlega þó frjálsum íþróttum og sundi. Fljótt kom í ljós, að fram var kom- ið efni í afreksmann svo miklir voru yfirburðir hans á fyrstu keppnisárun- um. En hér var ekki einungis um efnilegan ungling að ræða, heidur varð smátt og smátt ljóst, að Ólafur átti eftir að helga líf sitt íþróttum í orðsins fyllstu merkingu; æfingum, keppni, þjálfun, kennslu og svo loks félagsþætti íþrótta og margvíslegri tölfræði tengdri þeim. Á vegum Héraðssambandsins Skarphéðins háði hann marga hildi og vann marga sigra og líklega stóð hann á hátindi keppnisferils síns á Landsmóti UMFÍ á Laugum árið 1961 þar sem hann náði glæstum árangri. Er ljóst að ungmennafélags- hreyfingin setti mark sitt mjög á Ólaf og á löngu tímabili leitaðist hann við að ljá henni krafta sína óskipta. Skólaárið 1960—61 stundaði Ólaf- ur nám við íþróttakennaraskóla ís- lands á Laugarvatni. Áður hafði hann lokið bæði stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni og almennu kennaraprófi frá Kennaraskóla ís- lands. Tíminn við ÍKÍ reyndist honum gjöfull. Þar var hægt að stunda, æfa og rannsaka íþróttir frá öllum hliðum, jafnframt því, sem skólinn setti nem- endum strangar kröfur um heilbrigt líferni og afköst. Fjölhæfni Ólafs var mikil. Afreksgreinar hans voru að vísu spretthlaup, langstökk og sund, en hann náði góðum tökum á öllum greinum íþrótta, hveiju nafni sem nefndust, svo mjög var honum þetta í blóð borið, að tengja saman starf tauga- og vöðvakerfis. Á heimavist- inni reyndist hann góður félagi; tón- elskur og glaðsinna og alltaf til í að leggja hönd á plóg, ef létta þurfti lund eða gleðja geð, hvað þá ef eitt- hvað annað og meira var í húfi. Hann var alltaf fremstur í flokki til góðra mála. Ólafur var vel heppinn með félagsskap á IKI. Hópurinn var að vísu ekki stór, aðeins sex piltar og sex stúlkur, en hann fékk fljót- lega það orð á sig að vera einn af „góðu hópunum" sakir jákvæðs hug- arfars til skóla og viðfangsefnis og mikillar vinnusemi. Átti Olafur ekki síst þátt í að marka það ágæta orð- spor sem lengi fór af útskriftarhópn- um 1961. Að námi loknu tók ævistarfið við; að kenna íþróttir og heilbrigða lífs- hætti. Kom Ólafur þar víða við sögu svo sem eðlilegt verður að telja og við að búast af manni með hans hæfileika. Stöðu þjálfara gegndi hann hjá ýmsum íþróttafélögum, einkanlega í fijálsum íþróttum, bæði hér á landi og í Danmörku þar sem hann náði frábærum árangri. Flestir þeir sem AÐALBJÖRG TR YGG VADÓTTIR ■4- Guðrún Aðalbjörg ' Tryggvadóttir frá Eskifirði fæddist á Tjörn á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu 4. desember 1891. Hún Iést á heimili sínu í Reykjavík 20. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 2. októ- ber. Látin er í hárri elli frænka mín og uppeldis- systir móður minnar, Guð- rún Aðalbjörg Tryggva- dóttir. Faðir hennar, Tryggvi Hall- grímsson, fyrrum landpóstur, f. 16. mars 1859 á Víðivöllum í Fnjóska- dal, var sonur Hallgríms Þorláksson- ar bónda og konu hans, Aðalbjargar Jónsdóttur. Móðir Öllu var Sigur- björg Guðmundsdóttir, fædd 11. nóv- ember 1854 á Hamri í Hegranesi, Skagafirði, en fluttist fímm ára að aldri að Æsustöðum í Langadal í Húnavatnssýslu. Sigurbjörg og Tryggvi giftu sig 1888 og fluttust á Eskiljörð vorið 1895. Arið 1896 gerðist Tryggvi landpóstur milli Eskifjarðar og Hornafjarðar og hélt því starfi í sjö ár. Tryggvi var þekkt- ur fyrir dugnað og þótti ferða- og hestamaður góður og fór mjög gott orð af honum í sínu starfi. Stuttu eftir komu þeirra austur losnaði úr ábúð jörðin Borgir, en sá bær stóð undir Hólmatindi sem er bratt fjall á móti Eskifirði. Þar bjuggu þau frá 1901 til 1909, en þá féll gijótskriða úr fjallinu sem eyðilagði tún og engi og var ekki byggilegt þar eftir það. Þau hjón Sigurbjörg og Tryggvi rifu því hús og fluttust að Baulhúsum sem var eyðijörð sem stendur í Hól- malandi á nesinu milli Eskilj'arðar og Reyð- arfjarðar og biuggu þau þar til 1916. Bróður átti Aðal- björg, Ragnar Ólaf, sem fæddist á Eski- firði 17. janúar 1896. Sigurbjörg og Tryggvi ólu upp fjöl- mörg börn, til dæmis systkinabörn hennar sem hún sótti í aðra landsijórðunga og var orðlögð fyrir barngæði. Móður mína, Ingunni Sigur- björgu, sótti hún til bróður síns í Reykjavík og flutti hún hana með sér níu mánaða gamla og ól hana upp sem sína dóttur. Aðalbjörg giftist Óskari Bjarnasyni 1920 og eignuðust þau einn son, Hjört Bergmann, f. 9. júní 1921. Hjónaband þeirra varð stutt því Óskar fórst í sjóróðri á fiskibátnum Heimi frá Eski- fírði í nóvember 1923. Aðalbjörg starfaði í mörg ár við afgreiðslustörf á Eskifirði. Fór gott orð af henni sem greindri konu, með prúða framkomu, rithönd hennar var fáguð og var til þess tekið hve reikningskunnátta hennar var góð og snyrtimennska. Til Reykjavíkur fluttist hún með son sinn Hjört 1935. Kröpp voru kjör hennar eins og margra á þessum erf- iðu árum, einstæð móðir og erfítt með vinnu, en hún fékkst til dæmis við ptjónaskap á pijónavél heima sér þegar ég fyrst man eftir henni á Laugavegi 54b, þar sem hún bjó í nokkur ár eða þar til hún flyst aftur austur til Reyðarijarðar en þar bjó Ragnar bróðir hennar með foreldrum þeirra í hárri elli á bænum Hrauni við Reyðarijörð. Þar dvaldist hún þar til Tryggvi faðir hennar lést um haust- kynntust Ólafi sem þjálfara munu sammála um að þar fór óvenju hæf- ur maður. Skilningur hans á eðli íþróttagreina og keppni og sálar- ástandi keppenda var djúpur og traustur, enda hafði maðurinn reynt þar allt á sjálfum sér. Skólakennslu stundaði Ólafur flest árin og ævin- lega með góðum árangri. Seinustu 20 árin eða svo hefur Ólafur verið íþróttakennari pilta við Fjölbrauta- skólann við Ármúla og notið þar góðrar virðingar bæði nemenda og samkennara og um þekkingu hans á viðfangsefninu hefur aldrei neinn efast. Almennt mun viðurkennt, að um langt skeið hefur Ólafur Unnsteins- son verið fremsti tölfræðingur (stati- stiker) íslenskra fijálsíþrótta. Þekk- ing hans og minni á því sviði var svo yfirgripsmikið að engin venjuleg lýs- ingarorð spanna það. Sem betur fer auðnaðist honum að gefa út all- margar afrekaskrár, en engu að síð- ur er ljóst, að geysimikil þekking hverfur af sviðinu með Ólafi. Þá er að geta þess, hver upphafs- maður og driffjöður Ólafur var á því sviði, sem kallað er aldursflokka- íþróttir í ftjálsum íþróttum eða öld- ungaíþróttir. Mun á engan hallað þótt Ólafur sé þar talinn einn helsti frumkvöðull, bæði sem skipuleggj- andi ferða á slík mót og keppandi á þeim. Er nú svo komið, að stór hópur íslendinga sækir keppnir þessar bæði hér á landi og erlendis. Af öllu því, sem hér hefur verið tæpt á er ljóst,_ að íþróttir hafa ver- ið líf og yndi Ólafs Unnsteinssonar og er þó enn fjölmargt ótalið. Sam- ferðamönnum sínum hefur hann reynst betri en enginn á þessu sviði og eiga honum þar margir skuld að gjalda. Mestu varðar þó það sem menn munu sammála um, að þar sem Ólafur var fór drengur góður, maður sem ævinlega vildi láta gott af sér leiða. Þess er hollt að minnast, þegar haustar að og svalviðrið gnýr. Hvíl þú í friði, vinur, og haf þökk fyrir allt og allt. Aðstandendum eru sendar ein- lægar samúðarkveðjur. Fyrir hönd nemenda ÍKÍ 1960-61. Þorkell St. Ellertsson. ið 1944 og taka þau sig þá upp og flytjast til Reykjavíkur með móður sína þá níræða og komu fljúgandi með Catalina-flugbát. Það voru breyttir tímar frá því er hún fór suður til að sækja nöfnu sína 1907. Þau búa hér á Laugaveginum í Reykjavík saman og fer vel um þau, en það var henni mikið áfall þegar Ragnar bróðir hennar varð bráðkvaddur 1951 þegar loks birta fór til í lífshlaupi þein-a. Sigurbjörgu móður sína missti frænka sama ár, þá 97 ára. Sonur hennar Hjörtur er þá uppkominn og lærður húsamálari. Kvæntist hann Jóhönnu Þórðardóttur 1. september 1951 og eignuðust þau eina dóttur, Öllu, Rögnu sem starfað hefur sem flugfreyja og er gift Ara Kristni Jónssyni og eiga þau soninn Atla Frey. Áður var hún gift Ólafi Gunnlaugssyni en þau slitu samvist- um og áttu þau tvö böm saman, Jó- hönnu Kristínu og Ólaf Hjört. Son sinn Hjört missti frænka í janúar 1989 og tengdadóttir hennar Jóhanna lést 4. mars 1996. Aðalbjörg frænka var einstök gæðakona, orðvör og lagði engum illt til. Minni hennar var sérstaklega gott. Á síðari árum hefur hún dvalið við einstaklega gott viðurværi og um- hyggju starfsfólks Lönguhlíðar 3. Heilsa hennar var góð og fáir legu- dagar um ævina, er við hjónin komum til hennar eins og vani okkar var á aðfangadag síðastliðinn. Þá var hún rúmliggjandi og sagðist vera lumpin og því stutt viðvera okkar. Daginn eftir, jóladag, var hún flutt á spítala og taldi ég að nú væri öllu lokið en hún hresstist og var hún aftur flutt í Lönguhlíð þar sem hún dvaldist þar til hún lést. I Guðlaugsætt sem við erum af, hefur langlífí verið þekkt, til dæmis hafa sum systkinabörn Áðalbjargar náð háum aldri sem og hún gerði einnig. Frænku mína kveð ég með stolti og þakka henni samverustundir lið- inna ára. Sigurður R. Guðjónsson. FRIÐRIKKA GUÐBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR + Friðrikka Guð- björg Eyjólfs- dóttir fæddist á Langeyri í Hafnar- firði 27. september 1900. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 17. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 27. septem- ber. Nú er hún Bagga frænka mín farin, síð- ust af Brúsastaða- systkinum, þessu góða fólki móður minnar. Móðir mín, Ragnhildur, og Bagga voru bræðradætur. Afi minn, Jón, lést árið 1914. Þá fór amma mín, Soffía, til Eyva frænda með litlu dóttur sína tíu ára gamla. Þar var nóg pláss, tólf börn fyrir. Ingveldur og Eyjólfur áttu nóg hjartarými. Með móður minni og Böggu tókst einstæð vinátta, sem hélst alla tíð. Minningar mínar frá bernsku eru sérstakar. Þegar móðir mín, Ragn- hildur, tók sig upp með sína sex krakka sunnan úr Skeijafirði og í tveim strætisvögnum suður í Hafn- arfjörð, á Langeyrarveginn til Böggu frænku. Þetta er einhver sú besta minning sem ég á úr minni bernsku. Bagga hafði gott lag á börnum. Þegar við komum til hennar þá sendi hún okkur ásamt dætrum sínum, Köllu, Ingu og Ninnu, með nesti í Hellisgerði. Þá höfðu þær mamma frið fyrir sig og sína handa- vinnu. Handavinnukon- ur voru þær miklar. Oft kom svo Stína frænka, systir Böggu. Um áratuga skeið rofnaði samband mitt við Böggu, en aldrei milli þeirra frænkna. Tilviljanir eru margar. Þegar for- eldarar mínir misstu heilsuna fluttu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði. Var þá ekki Bagga frænka þar. Og það sem hún gerði foreldrum mínum, svo og móður minni eftir að faðir minn dó, er ómetanlegt svo og Ninna frænka mín. Ég kveð Böggu frænku mína með virðingu og þökk. Börnum hennar sendi ég samúð- arkveðjur frá mér og systkinum mínum. Blessun fylgi ykkur. Vilhelmína Böðvarsdóttir. JÓN EGILSSON + Jón Egilsson fæddist í Stokkhólma í Skagafirði 16. september 1917. Hann lést á Akureyri 24. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 30. sept- ember. Einn kunnasti afreksmaður Golf- klúbbs Akureyrar, Jón Egilsson, forstjóri, er nú horfinn á braut. Hann kom mjög við sögu ferðamála hér á Akureyri um áratuga skeið, bæði sem forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins 1947 til 1951 og síðar Ferðaskrifstofu Akureyrar sem hann stofnaði árið 1951 og stjórn- aði í 30 ár. Einnig var Jón stofn- andi Strætisvagna Akureyrar og forstjóri þess fyrirtækis árin 1957 til 1980. Þrátt fyrir mikil umsvif í viðskiptalífinu tók Jón mikinn þátt í félagslífi bæjarins, starfaði bæði í Frímúrarareglunni og í Lions- hreyfingunni og í hinum ýmsu íþróttagreinum. Jón var einkar vinsæll bæði í starfi og leik sökum prúðmannlegr- ar framkomu og dugnaðar í hví- vetna. Hann heillaðist ungur af golfíþróttinni og varð með árunum einn snjallasti keppnismaður lands- ins. Jón fór með sigur af hólmi í fjölmörgum golfmótum hér í bæ, einkum á árunum 1946 til 1950. Hann varð Akureyrarmeistari þijú ár í röð, árin 1947 til 1949. Hann varð 2. á íslandsmótinu 1946 hér á Akureyri og íslandsmeistari árið 1949. í störfum og keppnum var Jón hinum yngri sönn fyrirmynd. Nú er leiðir skilja um sinn þökk- um við í Golfklúbbi Akureyrar fyrir glaðværð hans og góðvild, auk markverðra sigra hans. Eftirlifandi konu hans, frú Margréti Gísiadótt- ur, og börnum þeirra, Gísla, Fann- eyju, Agli og Sigríði, sendum við innilegar samúðarkveðjur við frá- fall þessa góða félaga. F.h. Golfklúbbs Akureyrar, Ásgrímur Hilmisson. + Elskuleg móðir okkar, HERDÍS SIGURLÍN GÍSLADÓTTIR, frá Hellnafelli, Grundarfirði, lést á St. Fransiskussjúkrahúsinu i Stykkishólmi 1. október síðastliðinn. Börn hinnar látnu. Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ERLINGS HESTNES, Sæviðarsundi 35, Reykjavík. Ingibjörg Lára Hestnes, Brynjólfur Sigurðsson, Halldór Hestnes, Hulda Gústafsdóttir, Guðlaug Hestnes, Örn Arnarson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.