Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 60
60 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Ljóska
TAUéÁteALÚO 6£T/
túO/Ul/P TJL GtíeiNA-
EN þAO AP HUN rA/
'ASTA þÉR. RÆ& é<5
EHJO Í//ÐJ
ÓSICA
BleokiNVfZ.
Q
Ferdinand
Smáfólk
YE5,MAAM..Ml<' NAME 15
"rerun::.i don't KN0U)..THAT5
UJHATTHEY ALL CALL ME..
~zc
YE5,1 KNOU) I 5HOULP
HAVE BEEN HERELASTUUEEK..
LUELL, l'M HERE NOLO..
I HOPE WE DON't HAVE
TOREAD"LUARANPPEACE"
THE FIR5T PAY..
Já, kennari... ég heiti
Rabbi... ég veit það ekki...
það er það sem ég er
kallaður...
Já, ég veit að ég hefði átt að
vera hér í síðustu viku ... Nú,
ég er hér núna ...
Ég vona að við þurfum ekki
að lesa „Stríð og frið“ fyrsta
daginn...
BREF
TTL BLAÐSINS
Knnglan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Ognarveldi í
vesturbæ
Frá Karli Agústi Ipsen:
GRANNI, húmanískt hverfisblað í
vesturbæ Reykjavíkur, hefur verið
gefinn út, með nokkru hléi, í lengri
tíma. Þegar undirritaður tók til
starfa við blaðið var það með mikilli
eftirvæntingu. Blaðið var nýtt, og
það virtist vera spennandi miðill sem
hentaði framtíðinni. Lýðræði var
mikilvægasta dyggð blaðsins, enginn
einn maður átti að stjórna blaðinu
og allir áttu að vera jafnir, svo sem
er stefna húmanista um víða veröld.
Greinar mínar voru birtar og allt lék
í lyndi. En Adam var ekki lengi í
Paradís, né ég í Granna. Fljótt tók
að bera á ósamlyndi innan ritstjórn-
ar. Einn maður var farinn að taka
undir sig öll völd, hann réð öllu sem
hægt var að ráða.
Eg hefði aldrei tekið illa í slíkt
hefði hann kallað sig ritstjóra, hefðu
störf ritstjómarmanna verið skil-
greind, svo ekki hefði þurft að koma
til ósætti eða misskilningur. En það
mátti ekki. Á yfirborðinu þurfti að
vera sú hilling að allir væm jafnir,
að enginn væri ofar öðrum, jafnvel
þótt allir sem að blaðinu kæmu vissu
betur.
Svo fór að við fórum tveir úr rit-
stjórn, sáum okkur ekki fært að
starfa við aðstæður þar sem enginn
réð nema þessi eini maður. Þar sem
orðið lýðræði þýddi, í huga æðsta-
valds, einræði. Svo fór að eftir að
við fórum frá blaðinu hætti blaðið
að koma út. Sjö mánuðir liðu og fór
forvitni okkar um hvað komið hefði
fyrir blaðið sífellt vaxandi. Loks fór
svo að við ákváðum að hringja í
æðsta-vald og athuga hvað gengi
á. Eftir nokkrar viðræður ákváðum
við að ganga aftur í Granna og lágu
á bakvið tvær meginástæður: í fyrsta
lagi söknuðum við þess miðils sem
gamli-Granni var. Við sáum mögu-
leikann á því að verða jafnvel til
„Utaf með
Frá Sigurði E. Haraldssyni:
ÓMAR Ragnarsson samdi fyrir
nokkrum árum ágætan texta um
hann Jóa útheija, sem var þekktur
fyrir sín þrumuskot auk margs ann-
ars. Þar komu raunar fleiri við sögu,
einn hrópaði í darraðardansinum
miðjum: „Útaf með dómarann" og
tvítók þá kröfu er rétt er munað.
Það er þannig engin ný bóla að
dómarinn sé ekki endilega vinsælasti
maður á vellinum og störf hans
umdeild. Hitt er nýtt að ráðist sé að
starfsheiðri knattspyrnudómara í
blaðaskrifum. Það gerðist þó fyrir
skömmu á síðum Morgunblaðsins.
þess að blaðið risi aftur til fyrri
gæða. I öðru lagi langaði okkur að
halda áfram að skrifa, að koma okk-
ar skoðunum á framfæri.
Okkur til mikillar furðu kom það
í ljós, eftir að við höfðum gengið að
nýju í Granna, að ógnarveldi æðsta-
valdsins hafði aukist þannig að hann
var nú orðinn að talsmanni allra
húmanista á íslandi. Hann hafði hert
á taki sínu í ritstjóm og nú var svo
komið að enginn þorði að andmæla
æðsta-valdinu. Nú voru góða ráð
dýr. Gátum við sætt okkur við slíka
harðstjórn? Áttum við að skrifa áfram
og vona að takið linaðist? Við ákváð-
um að sitja. Ég skrifaði greinar og
mætti með þær á ritstjórnarfund.
Beiskja æðsta-valds kom þá þegar í
ljós. Áður en æðsta-vald hafði lesið
greinina, áður en hann hafði svo
mikið sem lesið fyrirsögnina, neitaði
hann birtingu greinarinnar. Greinin
var sögð slúðurgrein, hún hæfði best
slúðurriti og að ég hefði á mér þann
pistil að ég væri sorpblaðamaður. Ég
viðurkenni að mér sárnaði við þessi
orð og var mér skapi næst að ganga
út af fundi. Ég sat þó á mér og hugs-
aði sem svo að beiskjan hlyti að
þverra. Það gerðist þó ekki og magn-
aðist óánægjan sífellt.
Loks varð ekki framhjá því litið
að við þessar aðstæður var mér ekki
sætt á blaðinu. í mínum huga var
Granni dauður og með honum allar
þær hugsjónir sem að baki lágu. Ég
ákvað að hætta á blaðinu, og skamm-
ast mín fyrir aðild mína að því. í
því eintaki sem nú er á leið úr prent-
un, og er sennilega komið í söluturna
og verslanir í vesturbæ þegar þessi
orð birtast, er grein eftir mig. Ég
Iít svo á að þessi grein sé svanasöng-
ur minn í Granna, að þar með sé
allri aðild minni að blaðinu lokið.
KARLÁGÚST ÍPSEN,
Bræðraborgarstíg 24, Reykjavík.
Það má hiklaust fullyrða að Gylfi
Þór Orrason er einn virtasti dómari,
sem nú um stundir gegnir því vanda-
sama hlutverki að dæma knatt-
spyrnuleiki. Þeim sem til hans þekkja
kemur ekki á óvart að Gylfi njóti
viðurkenningar. Prúðmennska hans
er alkunn, hið sama má segja um
áralöng afskipti af knattspyrnu og
hann hefur stutt af drengskap við
bak ungra manna, sem stunda knatt-
íþróttina. Fáryrði í garð Gylfa Þórs
dæma sig sjálf og eru svo ógeðfelld,
að þeim ber að mótmæla.
SIGURÐUR E. HARALDSSON,
Bólstaðarhlíð 3, Reykjavík.
Hvað skal segja? 28
Væri rétt að segja: Gætum sanngirnis í viðskiptum við hvert annað.
Svar: Orðið sanngirni er kvenkyns og eins í öllum föllum. Hér
er fleira athugavert. Rétt væri: Gætum sanngirni í viðskiptum
hvers við annað.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef. ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.