Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 72

Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 72
a <s> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi tingisitVUifelfr <33> NÝHERJI OPIN KERFIHF. Sirai: 567 1000 ^pVectra*^ MUROUNBLADID. KRINGLAN I. 103 REYKJAVÍK, SÍMI 56$ 1100. SÍMBRÉF 569 1181. PÓSTHÓLF 3040. NETFANG MBL<S>CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK UNNIÐ var að mælingum á rennsli vatnsfalla á Skeiðarársandi í gær og kannaði Páll Jónsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun, Núpsvötn. Vöxtur mældist í ánum, en hann var rakinn til rigninga. Búist var við að hlaup undan jökli hæfist í dag. Morgunblaðið/Golli Rennsli vatnsfallanna mælt Búist við stórhlaupi úr Grímsvötnum í dag VÍSINDAMENN reiknuðu í gær með að hlaup úr Grímsvötnum hæfist í dag. Búist er við að það verði svo mikið að aðeins jafnist á við hlaup árið 1938, þegar vatnið ruddist fram sandinn á sex kíló- metra kafla og bar tröllvaxna jaka allt að 300 metra frá jökulbrún- inni. Það hlaup var rakið til eld- goss undir jöklinum, líkt og nú. Rennsli vatnsins, sem streymir í Grímsvötn vegna bráðnunar undir jökli, er tífalt rennsli Þjórsár. Vegagerðin býr sig undir að þurfa að ijúfa vegi og varnargarða _____til að beina stríðum straumnum frá brúarmannvirkjum á sandinum sem metin eru á 1 - 1 lh milljarð króna. Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði eftir fund með ráðherr- um og forstöðumönnum ríkisstofn- ana í forsætisráðuneytinu í gær að meta þyrfti hvort ástæða væri til að ijúfa varnargarða til að hlífa brúm en ekki ætti að hætta manns- lífum til að bjarga mannvirkjum. Hlaupið nær hámarki á 3-4 dögum •“ Starfsmenn Orkustofnunar mældu vatnsföll á Skeiðarársandi undir myrkur í gær og var þá vöxt- ur í ánum. Árni Snorrason, for- stöðumaður vatnamælinga Orku- stofnunar, sagði að þann vöxt mætti líklega rekja til mikilla rign- inga en ekkert gæti komið í veg __ fyrir hlaupið héðan af og líklega hæfist það í dag. „Menn búa sig undir hið versta og vilja vera klárir þegar það brest- ur á. Við erum að tala um allt annað umfang og allt aðrar tíma- setningar en í venjulegu hlaupi,“ sagði hann. Álagi létt af brúnum Skeiðarárhlaup nær yfirleitt há- marki á 10-15 dögum, en talið er að hlaupið nú muni ná hámarki á þremur til fjórum dögum. Það veitir Vegagerðinni skemmri tíma en ella til að bregðast við. „Brýrnar á sandinum eru byggð- ar þannig að þær eru miklu hærri en vegir og varnargarðar í kring. Ef við rjúfum vegina og garðana, léttir álaginu af brúnum og þær eiga meiri möguleika á að standa þetta af sér þótt ég geti ekki full- yrt að hægt verði að bjarga ölium brúm. Fyrst í stað myndi reyna á brúna yfir Skeiðará og litla brú yfír Sæluhúsvatn,“ sagði Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri í gærkvöldi. Helgi bætti því við að brýrnar yfir Sandgígjukvísl og Súlu gætu einnig verið í hættu, bryti vatnið sér leið vestur með allri jökulrönd- inni. Þá væru vissulega líka mikil verðmæti í vegum og varnargörð- um. „Ef við þurfum að ijúfa víða verður mjög dýrt að byggja upp að nýju. Þær upphæðir fara fljótt í tugi milljóna króna,“ sagði Helgi Hallgrímsson. Dyrtgjitjökull Vatn gæti hlaupið til "~'í norðurs ef gosspmngan —^nær norður fyrir vatnaskil /s Báríarbuhgq V_____ “Vv, Py Stækkab svæbi köídur kvislar- Eldstöðvamar í Vatnajökli Hamarinn Bræðsluvatn frá gosinu rennurtil Grimsvatna Grímsvötn Kerlingar Hlaupfarvegur Grímsvatnahlaupa. í stærstu hlaupum fer vatnið beint fram á sandinn Hiabunga Skaftafell Freysnes Ingólfshöfði 20 km i Fjárlagafrumvarpið Með 1,1 milljarð í afgang GERT er ráð fyrir tæplega 1,1 millj- arðs króna afgangi í rekstri ríkis- sjóðs á næsta ári eftir samfelldan hallarekstur frá árinu 1985, í fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 1997, sem fjármálaráðhcrra lagði fram á Al- þingi í gær. Útgjöld ríkissjóðs eru áætluð 124,3 milljarðar kr. og lækka að raungildi um 2,5% eða um rúma þtjá milljarða kr. Spáð er 5,5 milljarða kr. hækkun tekna ríkissjóðs á næsta ári vegna áframhaldandi aukningar þjóðarút- gjalda á næsta ári og eru tekjur ríkissjóðs því áætlaðar 125,4 millj- arðar kr. Á næsta ári er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs lækki sem hlutfall af landsframleiðslu og að ríkissjóður muni f fyrsta skipti í hálfan annan áratug, greiða niður skuldir sínar um 2,3 milljarða króna. Lækkar lánsfjárþörfin um 7,5 milljarða á næsta ári frá árinu 1996 miðað við forsendur og markmið fjárlaga- frumvarpsins. Möguleikar á lækkun jaðarskatta Friðriks Sophusson fjármálaráð- herra lagði áherslu á það á frétta- mannafundi í gær að efnahagsbatinn yrði notaður til að greiða niður skuld- ir en hann megi ekki verða til þess að auka útgjöld ríkissjóðs. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagð- ist telja að frumvarpið væri gott inn- legg í þær kjaraviðræður sem fram- undan væru. í því væru vissir mögu- leikar til þess að lækka jaðarskatta og breyta til í skattlagningu. ■ Fjárlagafrumvarpið/Bl-4 ■ Batinn notaður/6 -----»-»■■■♦-- Gufubólstur- inn eins og loftbelgur „VIÐ VORUM komnir um 13 km suðvestur úr Kverkfjallahrygg um hálffjögur um nóttina. Hvítur bólstur eða mökkur blasti við í vesturátt aðeins um fimmtán mín- útum siðar. Bólsturinn var álika i laginu og loftbelgur og sást mjög vel, enda hélst hann vel saman í svolítinn tíma. Á eftir honum komu fleiri upp, að því er virtist á lengra svæði,“ segir Bjarni Skarphéðinn Bjarnason, eigandi Jöklajeppa á Höfn í Hornafirði. Hann og Ingólfur Guðni Einars- son, félagi hans, urðu fyrstir varir við öskugos í Vatnajökli aðfara- nótt miðvikudagsins. Bjarni segir að í kjölfar smærri bólstranna hafi svört súla komið upp á svipuðum slóðum og fyrsti bólsturinn átján mínútur yfir fimm um morguninn. „Súlan varð mjög há og virtist töluvert kraft- mikil. Á eftir henni komu minni mekkir og ekki eins kraftmiklir. Mekkirnir fóru undan vindi og voru fljótir að eyðast," sagði Bjarni. Hann sagðist ekki hafa orðið var við miklar breytingar eftir að mekkirnir fóru að koma upp þar til félagarnir héldu af stað niður af jöklinum á sjöunda tímanum um morguninn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.