Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eldgosið í Vatnajökli bræddi um það bil einn rúmkílómetra af ís fyrstu þijá sólarhringana Kröftugasta gosið nyrst í sprungunni EKKERT benti til þess að dregið hefði úr eldgosinu í Vatnajökli í gær, að sögn Magnúsar Tuma Guð- mundssonar, jarðeðlisfræðings hjá Raunvísindastofnun Háskóla Is- lands. í gær var gosið búið að bræða um einn rúmkílómetra af ís, en eft- ir fyrstu 18 klukkustundirnar bræddi það um 0,3 rúmkílómetra, næsta sólarhring bættust 0,4 rúmkílómetrar við og næsta sólarhring þar á eftir virtist bráðnunin vera svipuð. „Allt þetta vatn er komið ofan í Gríms- vötn, sem eru að yfir- fyllast. Því lengra sem líður þangað til hleypur úr Grímsvötnum því stærra hlaupi má búast, við,“ sagði Magnús Tumi. Magnús Tumi flaug með flugvél Flugmála- stjórnar yfir gosstöðv- arnar um kl. 14 í gær og aftur um kl. 16.30. Hann sagði að kröftugt gos hefði verið í gangi í fyrra skipt- ið og greinilegt að töluvert öskufall hefði orðið til suðurs og norðurs, en skyggni var ekki mjög gott við gosstöðvarnar. Þegar flogið var yfir á nýjan leik um kl. 16.30 var skyggni orðið mjög gott, en þá hafði dofnað yfir gosinu þar sem það kemur upp úr jöklinum. Bárðarbunga farin að hafa æ meiri áhrif á gosið „Þá sáum við ofan í gíginn og þar eru 100-200 metrar niður á vatnsborð. Þar voru sprengingar öðru hvoru og aska hafði fallið yfir allan efri hluta Dyngjujökuls og Bárðarbungu og suður milli Gríms- vatna og Skaftárkatla. Ketillinn niður í gegnum ísinn þar sem gýs upp úr hafði lengst og stækkað mjög [frá því í fyrradag], en mesta breytingin er fólgin í því að virknin hefur færst hægt og rólega til norð- urs. Gossprungan hefur lengst um 2-3 km og er orðin um 8 km að lengd,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði að fyrsta sólarhring- inn hefði virknin líklega verið mest í syðsta katlinum, næsta sólarhring- inn var mest á þeim katli sem vís- indamenn kalla nú miðketilinn, og þar braust gosið í gegn og hefur gosið upp úr honum síðan. „Núna er líklega kröftugasta gosið undir jöklinum á nyrsta hluta sprungunnar. Það er mjög athyglis- vert að þessi sprunga hafði stefnu norðnorðvestur til að byija með, en þessi nyrsti hluti sveigir beint í norður. Það segir að Bárðarbunga er farin að hafa æ meiri áhrif á þetta eldgos. Spennusvið Bárðar- bungu er farið að sveigja gos- sprunguna í átt að Bárðarbungu, og það er ekkert sem bendir til þess af því sem við sjáum að gosið hafi verið neitt minna síðasta sólar- hring en sólarhringinn þar á undan. í þessum katli sem var að byija að myndast í gær (miðvikudag), hafa bráðnað um 0,3 rúmkílómetrar. Krafturinn í gosinu undir honum er því slíkur að síðasta sólarhring- inn er hann búinn að bræða sama vatnsmagn og safnast fyrir í stærri Skaftárkatlinum á 2-3 árum,“ sagði Magnús Tumi. Morgunblaðið/RAX MAGNÚS Tumi Guðmundsson jarðeðlis- fræðingur um borð í flugvél Flugmála- stjórnar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg UM 100-200 metrar eru niður á vatnsborð í gosgígnum. í sigkatli sem byrjaði að myndast norðan við hann í fyrradag hafa bráðnað um 0,3 rúmkilómetrar af ís, en það er svipað vatnsmagn og safnast fyrir í stærri Skaftárkatlinum á 2-3 árum. Flóð fyrir sextíu árum Símalínur og sæluhúsið fóru FILIPUS Eyjólfsson á Núpsstað upplifði hlaupin á Skeiðarársandi 1934 og 1938. Þó þau flóð hafi verið mun stærri en búist er við nú, urðu litlar skemmdir á mann- virkjum. „Þá voru engir vegir og brýr á sandinum, aðeins slóðar," segir Filipus. „Simi var lagður yfir Skeiðarársandinn 1929, ogmargir staurar fóru í flóðunum. Eg man eftir því að í öðru flóðinu fóru fimm kílómetrar af línunni við Skeiðará og einnig nokkrir staur- ar við Gígjukvísl. Eg var í vinnu- hópi sem vann að lagfæringum og þær tóku nokkra daga. I öðru flóðinu fór einnig sæluhús, sem stóð á hárri öldu, þar sem gert var ráð fyrir að það væri öruggt fyrir hlaupunum." Filipus segir að áhugi hafi verið lítill á flóðunum, hvorki ferða- menn né sveitungar hans sóttust eftir að skoða þau. „Þetta var allt- af að gerast. Nú er orðið svo auð- velt um ferðalög að fólk þyrpist að strax, sama hvað lítið er á seyði.“ Vísindamenn sögðu ekki til um flóðin fyrirfram, eins og nú er. „Ég man ekki til þess að nokkrir vísindamenn hafi komið. Ég veit þó til þess að Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur kom eftir hlaupið 1938 til að skoða verks- ummerki, því ég var samferða honum yfir sandinn.“ Jakar á stærð við hús lágu á sandinum mánuðum saman eftir flóðin, og man Filipus til þess að eftir annað hlaupið þurfti að fresta því að reisa nýja símastaura því ekki var hægt að koma þeim við vegna jakanna. Var þá ein- angraður kapall leiddur eftir jörð- inni til bráðabirgða. Auk jakanna skildu flóðin eftir JAKI úr flóðinu 1934. Neðst til vinstri á myndinni grillir í mann á hesti og má geta sér til um stærð jakans af samanburðinum. litla tijálurka. „Einu sinni var birkiskógur þar sem jökullinn var og úr honum voru lurkarnir. Þeir voru því orðnir mjög gamlir. Það var þó nokkuð af þeim víða á sandinum eftir hlaupin.“ Engir mannskaðar urðu í hlaup- unum sem Filipus man eftir, en fyrir hans tið fórst eitt sinn póstur á sandinum. „Honum tókst ein- hvern veginn að komast yfir Skeiðará, þó hlaup væri í henni. En eftir það sást ekki til hans, og hann hefur því sennilega ekki komist yfir Núpsvötn.“ Vindur að snúast til norðurs VINDUR var að snúast til norð- lægrar áttar í gærkvöldi og var útlit fyrir nokkuð hvassa norð- anátt í nótt. Að sögn Unnar Ólafsdóttur, veðurfræðings á Veðurstofunni, mun það hafa þær afleiðingar að gjóskan fer að berast lengra suður eða suðsuðaustur, þ.e.a.s. ef öskugosið heldur þá áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.