Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 9

Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 9 Bjargað úr brenn- andi íbúð TVEIMUR mönnum var bjargað eftir að eldur kom upp í íbúð á annarri hæð í húsi við Mávahlíð um fimmleytið aðfaranótt miðvikudags. íbúar í risi hússins urðu eldsins varir og gerðu slökkviliði viðvart. Tveir menn voru í íbúðinni og voru þeir báðir fluttir á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar fengust þær upplýsingar að þeir hefðu fengið reykeitrun, annar þeirra þó sýnu vægari og hefði hann fengið að fara heim í gærmorgun. Hinn maðurinn reyndist vera með nokkuð alvarlega reykeitrun. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu í Reykjavík gekk nokkuð greiðlega að slökkva eldinn, en talsverðar skemmdir urðu af sóti og reyk. Talið er að kviknað hafi í út frá hljómflutningstækj- um. Alþýðubandalagið Fjölskyldan og lífskjörin ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalags- ins og óháðra lagði við þingsetningu á þriðjudag fram tuttugu þingmál um „fjölskylduna og lífskjörin“. Þau eru lögð fram í framhaldi af skýrslu forsætisráðherra um samanburð á lífskjörum á íslandi og í Danmörku, sem gerð var sl. vor að kröfu Alþýðu- bandalagsins. Meðal þingmálanna tuttugu ber hæst þingsályktunartil- lögu um styttingu vinnutímans án launalækkunar, tvö lagafrumvörp um niðurfellingu þjónustugjalda í heilsugæzlu, þingsályktun um jaðar- skatta og lækkun þeirra, ásamt fleiru. Þingflokkurinn stendur óskiptur að flutningi allra þessara þingmála. A mánudaginn 7. október mun fara fram utandagskrárumræða um fjölskylduna og lífskjörin. ------*—*—*---- • • Onnur skilta- brú skemmd SKILTABRÚ á Vesturlandsvegi skemmdist mikið í vikunni og þykir ljóst að stór bifreið hafi rekist upp undir hana. Þetta er í annað skipti á fáum dögum sem skiltabrýr skemmast með þessum hætti, en viðgerðir eru kostnaðarsamar. Um síðustu helgi skemmdist skiltabrúin við Stekkjarbakka á þennan hátt. Skiltin, sem nú skemmdust, eru þvert yfir Vestur- landsveg skammt frá Höfðabakka- brú. Líklegast er talið að skiltabrú- in hafi skemmst á tímabilinu frá kl. 15 á þriðjudag til kl. 7 ámiðviku- dagsmorgun. Lögreglan hvetur ökumenn, eða aðra þá sem veitt geta upplýsingar um málið, að gefa sig fram. imiJM’s Full búð af nýjum vörum. Ótrúlegt úrval fylgihluta. 2-14 ára aldurshópurinn fbarnastígurÓ Skólavörðustíg 8. S. 552 1461 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís NÝBYGGING við Hamraskóla. Stakir jakkar og dragtir TESS v neð; ncðst við Dunhaga, sínii 562 2230 Opið virka daga kl.9-18, " laugardaga kl. 10-14. aðdáendur Síðasta sending vetrarins er komin. Frábært úrval af úlpuni, peysurn, buxum, sokkabuxum, sokkum, skóm, húfuni og treflum. Allt í stfl. Verslið meðan úrvalið er. EN&LABÖRNÍN Ps. Tilboð: Franskir jogginggallar kr. 2.980. Bankastræti 10 Tvær nýbyggingar við grunnskóla OPNAÐAR hafa verið formlega nýbyggingar við Hamraskóla og Ölduselsskóla í Reykjavík. Með nýrri tæplega þúsund fermetra viðbyggingu við Hamraskóla er hann orðinn einsetinn, að undan- skilinni sérdeild fyrir einhverf börn sem tók til starfa í haust. Aðstaða fyrir handmennt og heim- ilisfræði hefur verið bætt og unn- ið er að standsetningu tölvuvers og raungreinastofu. Kostnaður við viðbygginguna er um 132 millj- ónir. Samtals eru 19 bekkjardeild- ir með 380 nemendum í Hamra- skóla. í 655 fermetra nýbyggingu Ölduselsskóla eru sex kennslu- rými. Auk einnar almennrar kennslustofu er aðstaða til kennslu í myndmennt, handmennt og tónmennt. I tengslum við bygg- inguna hefur eldra húsnæði, þar sem fram fer trésmíði og járn- smíði, einnig verið lagfært. Þar er meðal annars eldsmiðja, sú eina sinnar tegundar í borginni. Hún er notuð til að kenna nemendum gömul vinnubrögð og viðhalda verknienningn sem er að hverfa. Framkvæmdirnar við Öldusels- skóla kostuðu um 105 milijónir króna. Nemendur eru 530. Fimmtán af þrjátíu grunnskól- um í Reykjavík eru nú einsetnir. Þrír skólar bættust í þann hóp í haust; Hamraskóli, Langholtsskóli og Austurbæjarskóli. FIB-Tryggingar enn utan bílabankans FÍB-Tryggingar, sem hafa hleypt af stað verðstríði á bílatrygginga- markaðnum, hefur ekki fengið að- gang að bílabanka tryggingafélag- anna, sem er sameiginlegur upplýs- ingamiðill þeirra. Að sögn Halldórs Sigurðssonar, tryggingamiðlara, settu hin trygg- ingafélögin upp óaðgengileg skil- yrði fyrir þátttöku FIB-Trygginga í bílabankanum. Hann sagði samn- inga um aðildina vera enn í gangi. Halldór sagði ekkert liggja á; þeir hefðu nú gert gagntilboð, sem væri verið að skoða. Halldór segir fjölda fyrirspurna almennings um FIB-Tryggingar lítt hafa dalað; fyrstu dagana hringdu allt að 3.000 manns á dag, núna væru það um 1.500 til 2.000 manns. m Langur laugardagur ( 15 % afsláttur af öllum skyrtum?) Opíð frá kl. 10-16 laugardag. Full búð af fallegum vörum Tilboð af „leggings" og bolum Opið á laugardag frákl. 10-17 Dimmalimm Skólavörðustíg 10, sími 551 1222. Fólk er alltaf aðvinna í Gullnámunnh 79 milljónir Vikuna 26. sept. - 2. okt. voru samtals 79.638.674 kr. greiddar út í happdrættisvélum um alit land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn ailur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður Upphæð kr. 26. sept. Háspenna, Laugavegi 220.576 29. sept. Monaco 409.505 30. sept. Café Royale, Hafnarfirði... 204.788 30. sept. Háspenna, Kringlunni 59.079 1. okt. Háspenna, Laugavegi 173.049 2. okt. Keisarinn 81.328 2. okt. Mónakó 53.351 2. sept. Háspenna, Laugavegi 139.773 2. okt. Háspenna, Hafnarstræti... 69.796 2. okt. Háspenna, Hafnarstræti... 111.307 Staöa Gullpottsins 3. október, kl. 8.00 var 2.970.000 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka siðan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.