Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996______________________________________ ___________________MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Arafat Palestínuleiðtogi tjáir sig um leiðtogafundinn í Washinglon Framtíð friðarferlis undir viðbrögðum Israela komin Rabat, Jerúsalem, Damaskus, Kaíró. Reuter. Reuter Mótmæli í Baskahéruðum YASSER Arafat, forseti Palestínu- manna, sagði í gær í Saudi-Arabíu að ísraelar yrðu að hlíta ákvæðum friðarsamninganna út í ystu æsar, framtíð friðarferlisins væri komin undir stefnu ísraela. Hann var spurður hvort hann hefði fengið ein- hver loforð á leiðtogafundi þeirra Benjamins Netanyahus, forsætisráð- herra ísraels, í Washington. „Við verðum að bíða og sjá hvað setur,“ svaraði Arafat. Netanyahu hafnaði kröfum Ara- fats um að loka umdeildum jarð- göngum í Jerúsalem og kalla þegar burt ísraelskt herlið frá Hebron eins og kveðið er á um í friðarsamningun- um. Palestinuleiðtoginn vék sér und- an því að svara er hann var spurður um líkur á frekari fundum með Net- anyahu. Haldinn yrði fundur hátt- settra embættismanna deiluaðila á sunnudag og yrði Dennis Ross, sendimaður Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, viðstaddur. „Við teljum Fergie hættir við málssókn London. Reuter. HERTOGAYNJ AN af Jórvík, Sarah Ferguson, hætti í gær við tilraunir til að koma í veg fyrir útgáfu bókar, sem sagt er að innihaldi nákvæmar lýsingar á ástarævintýri hennar og „fjár- málaráðgjafans“ John Bryan. Ferguson, oft kölluð Fergie, var gift Andrési prins, syni Elísa- betar Bretadrottningar. Ferguson tók þessa ákvörðun skömmu áður en taka átti lög- bannskröfu hennar á bókina fyr- ir hjá dómara. Hefði málið verið tekið fyrir, hefði hertogaynjan neyðst til að koma fyrir dóm sem vitni og tjá sig um einkalíf sitt. Bókin kallast „Fergie. Her Secret Life“ og er eftir Allan Starke, sem var vinur Bryans. Kemur hún út 4. nóvember en samkomulag hefur náðst um að í henni sé ekkert að finna sem skaðað geti orðstír bresku kon- ungsfjölskyldunnar. GÖNGIN umdeildu í Jerúsalem, sem urðu kveikjan að átökunum á hernumdu svæðunum, eru æva- forn og liggja meðal annars með Grátmúrnum, mesta helgistað gyðinga. Eru þau um 490 metra löng og voru fyrr á öldum notuð sem vatnsleiðsla. I mörg ár hafa þau aðeins verið opin í annan endann eða í gyðingahverfinu i Jerúsalem. Hinn endinn liggur i hverfi araba í borginni og opnast nú við Via Dolorosa. Borgaryfirvöld í Jerúsalem segja, að þau hafi viljað greiða fyrir ferðafólki með því að opna gangamunnann í arabahverfinu en nú fara um göngin 70.000 manns á ári en gætu verið 400.000 þegar þau eru orðin opin í báða enda. Ekki eru þó allir trúaðir á þessa skýringu og segja, að yfirvöldin hafi mátt vita á hveiju væri von. ísraelar opnuðu gangaendann í araba- hverfinu 1988 en lokuðu honum aftur eftir uppþot meðal Palest- ínumanna. að Clinton forseti hafi sýnt hugrekki er hann koma á Ieiðtogafundinum í Washington til að efla friðarferlið í Miðausturlöndum," sagði Arafat. Ekki kom til alvarlegra átaka á Gaza og Vesturbakkanum í gær eins og margir höfðu óttast að yrði reynd- in vegna vonbrigða Palestínumanna með leiðtogafundinn í Washington. Viðbrögð í arabaríkjum voru víðast hvar á sömu lund og var Netanyahu sakaður um að grafa undan friðar- ferlinu með óbilgirni. „Ættu að slíta tengslin“ „Arabar ættu ekki að eyða tíma sínum í að bíða eftir einhvetjum skila- boðum frá stjóm Netanyahus," sagði opinbert málgagn Sýrlandsstjómar, al-Baath. „Þeir ættu að slíta tengslin við ísrael og hætta þátttöku í alþjóð- legum viðræðum [um friðarferlið]". Ráðamenn í Jórdaníu og Egypta- landi, ríkjum sem gert hafa friðar- samninga við ísrael, voru nokkuð Margir telja, að opnun gang- anna nú hafi verið bein ögrun af hálfu ísraelsstjórnar og benda á, að unnið hafi verið að henni í skjóli nætur og með fjölmennt lögreglulið á verði. Hin raun- verulega ástæða fyrir opnuninni sé að styrkja það tilkall, sem ísra- elar gera til yfirráða í allri Jerú- salem. Palestínumenn hafa sumir sagt, að opnun gangamunnans sé óvirðing viðhelgistaði múslima í borginni en ísraelar vísa því á bug og segja, að göngin og um- ferð um þau komi þar hvergi nærri. Það er líka rétt enda er andstaða Palestínumanna fyrst og fremst byggð á því, að þeir vilja, að Austur-Jerúsalem verði mildari og hrósuðu þeir Clinton for- seta fyrir að reyna að leggja sitt af mörkum til að leysa deilumar. „Hann tók áhættu og við metum það mik- ils,“ sagði háttsettur embættismaður í Kaíró. Jafnframt var tekið fram að arabar væru búnir að fá nóg af loforð- um ísraela, færi svo að athafnir fylgdu ekki fögrum orðum myndi friðarferlið renna út í sandinn. Palestínumenn óttast að ísraels- stjórn hyggist beita sér fyrir breyt- ingum á ákvæðum Óslóarsamning- anna. Athygli vakti í gær að Shimon Peres, fyrrverandi forsætisráðherra ísraels, sagði í viðtali við franska tímaritið Le Nouvel Observateur sem birtist í gær að Arafat hefði bak við tjöldin stutt þá ákvörðun Peres að bíða með að flytja herliðið frá Hebr- on. Hefði Arafat óttast að öfgasam- tökin Hamas myndu verða allsráð- andi í borginni; að sögn Peres voru 90% íbúanna á bandi Hamas. höfuðborg síns nýja ríkis. Ríkis- sljórp Verkamannaflokksins vildi semja um þessi mál eins og kveð- ið er á um í Óslóarsamkomulag- inu en ríkisstjórn Benjamins Net- anyahus er á öðru máli. Musterishæðin Þegar komið er inn í göngin blasir við skilti þar sem segir á hebresku og ensku, að leiðin liggi um „fortíð gyðinga í bland við vonir þeirra um framtíðina". Leiðsögumaðurinn sýnir fólki undirstöður Grátmúrsins og stansar næst við lítinn helli. Þar var áður sýnagóga og sagt er, að hún liggi við rætur Musterishæð- arinnar, þess mikla helgistaðar gyðinga. LIÐSMENN sérsveita lögregl- unnar í Baskahéruðum Spán- ar, Erzaintza, fjarlægja nokkr- ar fullorðnar konur sem tóku þátt í mótmælum við héraðs- þing Baska í Vitoria í gær. Fólkið er úr röðum ættingja LEIÐTOGAR Bosníu og Serbíu samþykktu í gær að taka upp stjórnmálasamskipti, auk þess sem Serbar viðurkenna Bosníu sem eitt ríki, og Bosníumenn viðurkenna Júgóslavíu; Serbíu og Svartfjalla- land, sem arftaka gömlu Júgóslav- íu. Þetta var niðurstaða fundar leiðtoganna Alija Izetbegovic og Slobodans Milosevic, í París í gær. Lzetbegovic og Milosevic rædd- ust við í tvígang en snæddu auk þess hádegisverð með Jaqcues Chirac Frakklandsforseta í Elysée- höll. Náðu þeir samkomulagi um viðskipti, tollabandalag og fullt ferðafrelsi á milli landanna, sem felur í sér að ekki þarf lengur árit- anir er farið er á milli landanna. „Ég held að við höfum sagt allt í skjalinu sem undirritað var í dag. Nú þarf að koma því í fram- kvæmd,“ sagði Izetbegovic. „Við höfum stigið mikilvægt Leiðsögumaðurinn nefndi hins vegar ekki, að Musterishæðin er jafn heilög í augum Palestínu- manna og þar með allra múslima og gyðinga. Gyðingar segja, að þar hafi Salómon konungur reist musterið um 1000 f. Kr. en mú- slimar trúa því, að á Musteris- hæðinni eða Haram as-Sharif eins og þeir kalla hana, hafi Múhameð stigið til himna á sjö- undu öld eftir Krist. Fréttaskýrendur segja, að ákvörðun Netanyahus um að opna göngin sé í raun mikill hval- reki fyrir Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Vonir þeirra um aukna sjálfstjórn og jafnvel stofnun sjálfstæðs ríkis hafi farið dvinandi og jafnframt hafi óánægja þeirra með Arafat og þá spillingu, sem þrífst í kringum hann og meðreiöarsveina hans, farið vaxandi. Ogrun Netanya- hus sé því kærkomið tækifæri fyrir hann til að bæta stöðu sína meðal Palestínumanna. fanga úr hermdarverkasam- tökum Baska, ETA, er krefjast sjálfstæðis Baska. Var þess krafist að fangarnir afplánuðu dóma sína í fangelsum í Baska- héruðunum. skref í átt að því að koma á fullum stöðugleika í stjórnmálaástandinu á svæðinu," sagði Milosevic. „Ég er algerlega sannfærður um að okkur mun takast það sem við ætlum okkur og er í þágu ibúa Júgóslavíu og Bosníu.“ Sprengjutilræði við mótorhjóla- klúbb í Málmey Fjórir slas- aðir - tutt- ugu íbúðir óíbúðar- hæfar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FJÓRIR slösuðust, þar af eitt ungbarn, tuttugu íbúðir eru óíbúðarhæfar og gluggar brotnuðu í heilu hverfi, þegar tíu kílóa sprengja sprakk í einu af íbúðahverfum Málm- eyjar í fyrrinótt. Sprengjan sprakk við hús í eigu svokall- aðra Vítisengla, sem er mót- orhjólaklúbbur, tengdur ýmiss konar glæpastarfsemi. Tilræðið er það alvarlegasta í röð tilræða í Svíþjóð undan- farið, sem eru hluti af átökum Vítisenglanna og annars klúbbs og snúast að öllum lík- indum um undirtök á eitur- lyfjamarkaðnum. Bæði í Danmörku og Sví- þjóð hefur komið til átaka milli stríðandi klúbba undan- farið. Fólk, sem býr í ná- grenni þeirra er felmtri slegið og krefst þess að klúbbunum verði úthýst, en það vefst fyrir stjórnvöldum að finna lausn á málinu. Reuter PALESTÍNUMENN á Vesturbakkanum brenna mynd af Benja- min Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, í gær. Deilur Israela og Palestínumanna um opnun gangamunnans Táknrænn fyrir yfír- ráðin í A-Jerúsalem Leiðtogar Bosníu og Serbíu funda í París Taka upp sljórn- málasamskipti París. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.