Morgunblaðið - 04.10.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 04.10.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 23 ERLENT Reuter TONY Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, og Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, spreyta sig sem markmenn á knattspyrnuæfingu í barnaskóla í Blackpool. Fergu- son sat sérstakan fund á flokksþinginu um knattspyrnuíþróttina. Þing breska Verkamannaflokksins Vinstrimenn bornir ofurliði Blackpool. Reuter. TONY Blair, leiðtogi breska Verka- mannaflokksins, bar sigurorð af vinstrimönnum í flokknum í gær þegar síðasta flokksþingið fyrir næstu kosningar hafnaði tillögu þeirra um að ellilífeyrir yrði tekju- tengdur ef flokkurinn kæmist til valda. Forystumenn flokksins sögðu að tillagan fæli í sér aukin ríkisútgjöld og Blair hefur lagt ríka áherslu á að varast slík kosningaloforð, þar sem þau gætu orðið vatn á myllu íhaldsflokksins sem hefur varað kjósendur við því að Verkamanna- flokkurinn myndi auka útgjöldin og hækka skatta ef hann kæmist til valda. Barbara Castle, fyrrverandi ráð- herra, beitt sér fyrir tillögunni, en henni var hafnað með miklum mun. Þetta er annað flokksþingið í röð þar sem vinstrivæng flokksins tekst ekki að bera sigurorð af flokksfor- ystunni, sem hefur sótt inn á miðj- una til að auka sigurlíkur flokksins í kosningunum. Umræðan um tillöguna þótti hóf- söm og leiddi ekki til þeirrar óein- ingar, sem einkenndi flokkinn á síð- asta áratug. Flokksforystan kom til móts við Castle og bandamenn hennar með því að lofa að endur- skoða velferðargreiðslur ríkisins fyrir kosningar. Flokksþingið samþykkti enn- fremur kosningastefnuskrá flokks- ins, sem verður síðan send öllum félögum í flokknum er eiga að greiða atkvæði um hana. Þetta er í fyrsta sinn sem slík atkvæða- greiðsla fer fram í Bretlandi. Herferð gegn glæpum Jack Straw, talsmaður Verka- mannaflokksins í innanríkismálum, ávarpaði þingið í gær og lofaði að beita sér fyrir róttækum breyting- um á vopnalöggjöfinni og skera upp herör gegn glæpum sem tengjast fíkniefnum. Hann kvaðst stefna að því að banna einstaklingum að eiga skammbyssur, leggja bann við sölu vopna eftir póstpöntun, meina fólki undir átján ára aldri að eiga vopn, og herða reglur um byssuleyfí. TIL^ MÓTSvið B8i ■ MENNTAÞING LAUGARDAGINN 5. OKTÓBER í HÁSKÓLABÍÓI OG ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU. HÁSKÓLABÍÓ SALURl KL. 9.30 - 12.00 9.30 Þingstjórnandi SigríöurAnna Þóröardóttirformaður menntamálanefndar Alþingis setur þingið. Nemendur Listdansskóla íslands dansa undir stjóm Ingibjargar Björnsdóttur skólastjóra Bjöm Bjamason, menntamálaráðherra ávarpar þingið Jón Torjijónasson, prófessor við Háskóla íslands: Þróun skólakerfisins 10.30 Kajfihlé 10.45 SigurÖur B. Stefánsson, framkvæmdastjóriVerðbréfamarkaðar íslandsbanka: Skólakerfið og samkeppnisstaða Islands Berglind Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri forsætisnefndar Norðurlandaráðs: Gildi menntunar, markmið með fræðslu Margrét Guðmundsdóttir, forstöðurmaður markaðssviðs Skeljungs: Hlutverk fyrirtækja í menntun starfsfólks Umræður og fyrirspurnir 12.00 Hádegishlé MÁLSTOFUR KL. 13.00 - 15.00 Eftir hádegi verða 6 málstofur í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu frá kl. 13.00 - 15.00 um málaflokka sem em ofarlega í umræðu um skólamál. Um 50 aðilar af öllum skólastigum, frá stofnunum, samtökum og fyrirtækjum halda erindi og taka þátt í pallborðsumræðum. Eftirfarandi málstofur verða á menntaþingi: Háskólabíó salur 1 Gæði og árangur skólastarfs Háskólabíó salur 2 Hvers vegna símenntun? Háskólabíó salur 3 Námsgögn f nútíma skólastarfi Háskólabíó salur 4 Menntun í alþjóðlegu upplýsingasamfélagi Menntun og jafhrétti Forvamir í skóiakerfinu Háskólabíó salur 5 Þjóðarbókhlaða HÁSKÓLABÍÓ SALURl KL. 15.30-16.30 Þingslit þar sem dregnar verða saman niðurstöður fundanna. SÝNINGARÁ MENNTAÞINGI KL. 8.30 - 18.30___________________________ Á menntaþingi verða auk þess um 100 aðilar sem kynna starfsemi sína. Nemendafélög, foreldrasamtök, skólar af öllum skólastigum, samtök, stofnanir og fyrirtæki. Þingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og öllum opið frá kl. 8.30 tíl 18.30. Menntamálaráðuneytið SIEMENS LAUGARDAGINN 5. OKTOBER FRA KL.10-16 Sölusýning á hinum stórglæsilegu Siemens heimilistækjum. Þeir sem kunna gott að meta láta tækifæri sem þetta e/e/c7 fram hjá sér fara. Otrúleg tilboðsverð á sjónvarps- myndbands- og hijomflutnmgstækjum [ tilefni dagsins bjóðum við auk þess verulegan afslátt af ýmsum öðrum heimilistækjum. Ríflegur staðgreiðsluafsláttur veittur. SMITH & NORLAND i verslun ' að Nó Nóatúni 4 • Simi 511 3000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.