Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Dans er fjölskylduíþrótt ÉG LAS grein í Morgunblaðinu 24. ágúst sl. þar sem verið var að segja frá dansleik norður á Hrísum í Eyjafirði og sýndar myndir af fólki að dansa kántrídansa sem það hafði lært á námskeið hjá Jóhanni Erni Ólafssyni danskennara. Þarna voru börn og fullorðnir saman komin og mér varð hugsað til skólaskemmt- ananna þegar ég var barn norður á Látrum í Aðalvík. Ég var 7 ára gömul þegar ég lærði að dansa vikivaka (íslenska söngdansa) í skólanum. Við fengum T^svo að sýna foreldrum okkar kunn- áttuna á skólaskemmtun. Eftir þessa upplifun hef ég haft ómælda ánægju af að dansa, ekki bara íslenska söngdansa heldur sam- kvæmisdansa svo sem rúmbu, sömbu, cha cha, enskan vals og tangó ásamt gömlu dönsunum, þjóðdöns- um og eiginlega öllum dönsum hvað svo sem þeir heita. Spurningarnar þyrl- uðust fram! Væri ekki gaman ef til væri stað- ur í Reykjavík þar sem efna mætti til fjöl- skyldudansleikja? Matthildur Guðmundsdóttir Myndi nokkur koma? Hvernig væri að for- eldrafélögin í skólun- um fengju danskenn- ara til að kenna full- orðnum og börnum einfalda auðlærða dansa sem allir gætu tekið þátt í? Eða að dansskólarnir bjóði upp á stutt námskeið sem gætu endað með sameiginlegum fjöl- skyldudansleik? Af hveiju er farið þannig með dansinn að fólk er flokkað nið- Dansinn er ein af þeim íþróttum, segir Matthildur Guð- mundsdóttir, sem hjón- in geta stundað saman. ur eftir aldri þar sem boðið er upp á unglingadansleik, dansskemmtun fyrir aldraða, jóladansleiki fyrir börn og fyrir þá sem eru ekkert af þessu er opið á veitingahúsum þar sem til staðar er örlítið dans- gólk sem lítill hluti þess fólks sem Reijí?íflviTí: Hagkaup Skeifunni og Kringiunni, BorgarApótek, Olympia, Guilbrá HafmrfjörHur: Bergþóra Nýborg, Embla Mosfellsöær: Versl. Fell A!'vtanes: Perla Mqames: Kaupf. Borgfirðinga Grutidarfjorhr: Fell ísafiöÉr: Krisma B olungarvík: Patreksfjörkr: Höggið Blönduós: Kaupf. Húnvetninga SauMrkrókur: Kaupf. Skagfirðinga Afeureijn: Amaró, KEA, Hrísalundi, KEA, vöruhús Húsiivili: Kaupf. Þingeyinga Mývfltn: Verslunin Sel Ejilsstflíir: Kaupf. Héraðsbúa HöfnHornafié. Kaupf. A-Skaftfellinga Hdlfl: Höfn-Þríhyrningur Vestiimimjjar: Mozart Keflavík: Samkaup Grindavík: Paloma 95% bómull, Takið 3 en borgið fyrir 2 Verd kr. 1.436 Tilboð þetta stendur aðeins meðan birgðir endast. D KAUPIÐ 2 STK. *■ EN FAIÐ 3 STK. af Sloggi Maxi • Stær&ir 40 til 50 í húsinu er getur fengið stæði til að „dansa“ á af því að dansgólfið er svo lítið. Dansinn er alhliða þjálfun fyrir líkamann Dans hefur þann mikla kost að tónlistarunnendur geta jafnframt því að þjálfa líkamann hlustað á mjög fjölbreytilega tónlist sem leik- in er á margvísleg hljóðfæri. Dans- inn er ein af þeim íþróttum sem hjón geta stundað saman og í ann- ríki þar sem fólk vinnur við ólík störf og er kallað á fundi og ráð- stefnur á kvöldin og um helgar getur sú staða komið upp að hjónin hittist varla nema við matarborðið og blánóttina. Mín reynsla er sú að við hjónin dönsum saman 1-2 kvöld í viku í dansskóla. Það er góð samvera og eins og einn af dans- kennurum okkar sagði eitt sinn: „Það er mjög þroskandi fyrir hjón að þjálfa sig í að taka tillit hvort til annars á dansgólfinu." Það skilar sér á fleiri stöðum. Við eigum þessi kvöld saman og við tökum ekki í mál að fara á neina fundi eða í heimboð á danskvöldunum okkar. Allir okkar kunningjar vita að það er vonlaust að heimsækja okkur á þessum kvöldum! Við erum svo heppin að með okkur í dansinum er vinahópur og við erum 10 pör sem höfum dansað saman í 15 ár. Kostnaður við dansnám Það hefur verið talað um að dans- námi fylgi mikill kostnaður vegna þess að það þurfi svo dýran fatnað til þess að taka þátt í danskeppnum. Dans sem keppnisíþrótt verður líklega tekinn upp á Ólympíuleikum en dans sem fjölskylduíþrótt og al- hliða líkamsrækt er þjálfun sem þarf engan dýran fatnað til að stunda. Dansinn er vörn gegn vímu Þeir sem kunna fleiri en einn eða tvo dansa vilja yfirleitt fá að læra fleiri og njóta þess að dansa margs konar dansa eftir fjölbreytilegri tón- list. Þeir hafa ekki tíma né löngun til að sitja yfir glasi með drykk sem veldur jafnvægisleysi. Þeir þurfa heldur ekki að blekkja sig með því að þeir þori frekar að dansa ef þeir hafi drukkið áfengan drykk. Kjark- urinn kemur með kunnáttunni. Reykjavíkurborg hefur 3 síðast- iiðin ár veitt fé til 10 stunda dans- námskeiðs fyrir öll 9 ára börn í grunnskólum borgarinnar. Dans- kennslan hefur farið fram á skóla- tíma barnanna og í náinni samvinnu við Dansráð íslands. í sumum skól- um hefur námskeiðinu lokið með sameiginlegri skemmtun foreldra og barna undir stjórn danskennar- anna og í náinni samvinnu við skólastjórn og bekkjarkennara. Þarna sýna börnin foreldrum sínum hvað þau hafa lært og svo dansa foreldrar og börn^ saman og það ríkir mikil gleði. Ég veit um for- eldra sem höfðu aldrei stigið á dans- gólf fyrr, en uppgötvuðu að þetta var bæði auðvelt og gaman. Vonandi verður dans jafn sjálf- sögð kennslugrein í skólum og aðr- ar íþróttir svo að ekki þurfi að sækja um sérstaka fjárveitingu til ■ danskennslunnar frekar en annarra námsgreina sem sjálfsagt þykir að séu innan grunnskólans. Höfundur er kcnnsluráðgjafi á Fræðslumiðstöð Reykja víkur. • aSCOm Hasler • Frímerkjavél framtíðarinrar • Stilhrein, falleg hönnun • Svissnesk tækni og nákvæmni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.