Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 55

Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 55 Nú hefur Guð búið afa mínum annan og betri stað þar sem hann á eftir að festa rætur og una sér vel með sína léttu lund. Blessuð sé minning hans. Málfríður Finnbogadóttir. Mig langar til að minnast tengda- föður míns með örfáum orðum. Margs er að minnast, en upp úr stendur glaðværðin sem einkenndi viðmót hans alla tíð. Á níræðisaf- mæli hans fann ég hversu glaður hann var í hjarta sínu að hittast frændfólk sitt og vini og rifja upp gamlar og góðar stundir. Þegar hann fór með fjölskyldunni upp í Kjós, þá ljómaði hann allur og naut þess að fræða okkur um átthaga sína, líf sitt og störf þar. Mesta lánið í lífi hans var elskuleg kona hans, Málfríður, sem hann mat svo mikils og eftir andlát hennar mátti oft heyra hann kalla gælunafn hennar, Malla mín. Gunnar lærði á bíl þegar hann var orðinn 60 ára og eignaðist þá sinn fyrsta bíl. Þar var mikill gleði- gjafi hjónanna, þar sem þau ferðuð- ust til æskustöðva sinna og vítt og breitt um landið. Gunnar var traust- ur maður, vinnusamur, söngelskur og fróðleiksfús. Hann veiktist fyrir ári, en náði sér þá furðu vel. Nú í júlímánuði veiktist hann á ný og lést 25. september í Landspítalan- um, þar sem hann naut frábærrar hjúkrunar. Kæri Gunnar, ég er þess fullviss að hún Malla þín er búin að heyra þig og finna, svo og aðrir sem þú unnir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Skúli Kristinn Gíslason. Vormenn íslands! - Yðar bíða eyðiflákar, heiðalönd. Komið grænum skógi’ að skrýða skriður berar, sendna strönd! Huldar landsins vemdarvættir vonarglaðar stíga dans, eins og mjúkir hrynji hættir, ) heilsa bömum vorhugans. ) (G.G.) Nú er látinn á 92. aldursári * Gunnar Finnbogason, síðastur fjög- urra sona hjónanna á Utskálahamri í Kjós, þeirra Kristínar Eyjólfsdótt- ur og Finnboga Jónssonar, sem þar bjuggu í byijun þessarar aldar. Hér er kvaddur maður, sem fæddist inn í nýja öld, þegar andi frelsis, fram- fara og mannræktar sveif yfir vötn- unum, maður, sem var einn af 9 „börnum vorhugans“, sem Guð- mundur skólaskáld yrkir svo fagur- . lega um. * Gunnar ólst upp við hefðbundin sveitastörf þeirra tíma, sem þó voru með ívafi nýrrar tækni og menning- ar, vegna þess að fljótlega eftir að Landssíminn lagði sæsímastreng yfir Hvalfjörð árið 1906, var sett upp símstöð á Útskálahamri, sem lengi vel var eina býlið í Kjósinni, sem hafði talsíma. V Það kom því í hlut Gunnars og bræðra hans að sinna ýmiss konar | verkum, sem þessi þjónusta út- heimti, svo sem að boða fólk í síma og leita uppi bilanir á símalínum, og gilti þá einu hvernig veðurfari var háttað. Séra Halldór Jónsson, prestur á Reynivöllum, lýsir heimilisbrag á Utskálahamri á þeim árum, sem Gunnar er að alast upp, í bók sinni, ■ Húsvitjun, og fer þar fögrum orðum “ um lipurð, greiðasemi og persónu- lega vináttu heimilismanna við sig. | Faðir Gunnars lést 1918 úr spænsku veikinni, en móðir hans hélt þó áfram búskap á jörðinni til 1925 að hún lét búið í hendur elsta syni sínum Jóni, en fór sjálf með yngri synina tvo, Gunnar og Finn- bogatil séra Halldórs á Reynivöllum þar sem hún dvaldi þar til hún flutti til Reykjavíkur. p Gunnar sonur hennar ílentist hins vegar í Kjósinni, fyrst sem heimilis- maður á Reynivöllum, þar sem hann P kynntist eiginkonu sinni Málfríði Kristmundsdóttur, og síðar sem bóndi í Eyrarkoti þar sem þau hjón bjuggu í tæpan áratug. I byijun síðustu heimsstyijaldar flutti Gunn- ar með fjölskyldu sína til Reykjavík- ur þar sem hann starfaði upp frá því hjá Eimskipafélagi íslands. í áðurnefndri bók sinni gefur séra Halldór á Reynivöllum foreldrum Gunnars eftirfarandi einkunn: „Finnbogi á Útskálahamri var mik- ill atorku- og áhugamaður, skilvís og orðheldinn, trygglyndur maður og drengur góður. Hann var hæg- látur í allri umgengni og hversdags- lega hóflega glaður." Ennfremur segir hann: „Kristín á Útskála- hamri var hin mesti forkur og áhugasöm með afbrigðum, hagsýn í besta lagi og skynsamlega spar- söm. Jafnan var hún glaðlynd og ræðin, hjálpsöm og bijóstgóð er á reyndi.“ Undirritaður naut þess að fá að vera sumarlangt, þegar hann var átta ára, hjá Gunnari föðurbróður sínum og hans konu í Eyrarkoti, og sér ekki betur en að lýsing Reynivallaprests á þeim hjónum á Útskálahamri eigi ekki síður við Gunnar son þeirra. Menn með slíkt vegamesti að erfðum verða ætíð farsælir og vel látnir af samferða- mönnum sínum. Þegar við bætist að Gunnar átti eiginkonu, sem var miklum mannkostum búin og börn, sem öll eru vel af guði gerð og hafa reynst honum með afbrigðum umhyggjusöm í hans háu elli, fer ekki hjá því að Gunnar Finnbogason hefur verið hamingjusamur maður. Eftir því sem undirritaður eldist verður honum æ ljósara hversu feikileg áhrif ungmennafélags- hreyfingin hafði á þá, sem vom að alast upp í byijun þessarar aldar og sérstaklega sýnist mér þessi áhrif hafa verið sterk í Kjósinni og nærsveitum. Gunnar frá Útskála- hamri tileinkaði sér lífsspeki og hugsjónir ungmennafélagshreyf- ingarinnar, sem hann drakk í sig unglingur heima í Kjósinni. Hann var ætíð glaður í bragði, en gekk þó hægt um gleðinnar dyr. Hann hafði óbeit á leti og ómennsku, en fordæmdi ekki þá, sem urðu þeim löstum að bráð. Hann hafði gaman af að blanda geði við fólk, en lét aldrei hnjóðsyrði falla í garð ann- arra manna. Hann hafði mjög sjálf- stæðar skoðanir í stjómmálum, en virti ætíð álit annarra. Hann var sannur íslendingur, sem auðnaðist að sjá ungmennafé- lagsdrauminn um sjálfstæði þjóðar- innar rætast og rækti sínar skyldur við samfélagið af trúmennsku. Slík- ir menn eru þarfir okkar þjóð. Dæm svo mildan dauða Drottinn, þínu bami. Eins og léttu laufi lyfti blær frá hjami. Eins og lítill lækur Ijúki sínu hjali, þar sem lyp í leyni liggur marinn svali. (MJ.) Farðu vel frændi. Guð blessi þína minningu. Finnbogi Eyjólfsson. Okkur langar með örfáum orðum að minnast afa okkar, Gunnars Finnbogasonar, sem er látinn. Afi þurfti alla tíð að vinna hörð- um höndum og leggja mikið á sig til þess að færa björg í bú. Hafði það áhrif á persónuleika hans, lífs- skoðun og stefnu hans í peninga- málum. Þegar aldurinn færðist yfir varð hann ákaflega ljúfur gamall maður og var gaman að heimsækja hann. Hann var alla tíð ákaflega fróð- leiksfús og vildi allt vita um allt og alla og ekki skemmdi fyrir ef ættfræðina bar á góma og þá sér- staklega eitthvað sem tengdist ætt hans, Fremri-Hálsættinni, því mæt- ur hafði hann á Kjósinni. Var hann vanur að segja: „Jæja, er eitthvað að frétta?“ Og ef svarið var „nei“, sagði hann: „Það gerir ekkert til,“ sem reynar var orðið einhvers kon- ar orðatiltæki hjá honum. Það var alltaf stutt í hláturinn og var þá hlegið hátt eins og reynd- ar fleiri gerðu í ættinni. Afi lá stutta banalegu og vorum við, svona innst inni, hálffegin þeg- ar hann dó. Þetta kann að hljóma undarlega en hann var búinn að segja að hann vildi ekki verða ósjálf- bjarga gamalmenni og upp á aðra kominn. Og svo eitt að lokum, gamli: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sálu mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. (Sálmur 23:1-3) Guðrún, Skúli og Gísli. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR R. KÁRASON fyrrv. verkstjóri, Aðalgötu 5, Keflavík, sem lést laugardaginn 28. september sl., verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju á morgun, laugardaginn 5. októ- ber, kl. 14.00. Regína Guðmundsdóttir, Sigurborg Pétursdóttir, Einar Már Jóhannesson, Guðmundur Pétursson, Bára Hansdóttir, Jóna Karen Pétursdóttir, Ingvar Jón Óskarsson, Regína Rósa Harðardóttir, tngiþór Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, t GRETHE BENEDIKTSSON magister, Stigahlfð 2, andaðist á heimili sínu 3. október. Jakob Benediktsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug í veikindum og síðan við andlát og jarðarför ástkærs eiginmanns míns og föður okkar, ÍSAKS SIGURÐSSONAR, Jakaseli 30, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks heima- hlynningar og deildar 11 E, Landspítala. Gróa Sigurðardóttir, Brynjar, Elvar og Agnar ísakssynir. Lokað Vegna jarðarfarar SVAVARS ÁRMANNSSONAR, aðstoðarforstjóra, verða skrifstofur vorar lokaðar frá kl. 12.00 á hádegi í dag. Fiskveiðasjóður íslands. SUNNUDAGINN 13. OKTÓBER Sunnudaginn 13. október nk. mun sérblaðið Bflar kynna hátt f 200 bfla í máli og myndum auk fjölbreyttrar umfjöllunar um ýmislegt sem viðkemur bflum og bflaeign. Bflablaðið verður því með veglegasta móti, en til gamans má geta þess að 70,2% fólks á aldrinum 17 ára og eldri lcsa Morgunblaðið á sunnudögum. í þessari sérútgáfu verða fólksbflar og jeppar ársins ‘97 kynntir frá öllum bflaumboðum landsins og möguleikar fólks til bflakaupa. Þá verða tryggingar- málin skoðuð sérstaklega, hjólbarðar, umhirða og viðhald bfla og ýmislegt sem varðar bflatækni og almennan rekstrarkostnað bfla. Á þennan hátt verður blaðið bæði handbók bflakaupenda og annarra bfleigenda. Allar nánarí upplýsingar veita Agnes Arnardóttir og Arnar Ottesen, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 5t»91171 eða með símbréfi 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 7, október. -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.