Morgunblaðið - 04.10.1996, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 57
+ Rútur Óskars-
son fæddist í
Beijanesi í A-Eyja-
fjallahreppi í Rang-
árvallasýslu 3.
mars 1930. Hann
lést á Landspítalan-
um 24. september
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fíladelfíukirkjunni
í Hátúni 3. október.
Ég vil fyrir hönd
systkinanna á Móa-
barði heiðra minningu
mikils höfðingja, Rúts
Óskarssonar, sem er nú farinn til
Drottins. Við viljum votta aðstand-
I endum öllum innilega samúð okkar.
Það er erfitt að missa maka sinn
og föður eftir öll þessi góðu ár, og
sannarlega kemst enginn ómerktur
frá slíkum missi. En eitt sitt liggur
það fyrir manninum að deyja og
er gott að eiga þá óbilandi fullvissu
að Rútur okkar er nú í dýrðinni hjá
Drottni.
í Jphannesarguðspjalli segir Jes-
ús: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem
; trúir á mig, mun lifa, þótt hann
| deyi. Og hver sem lifir og trúir á
mig mun aldrei að eilífu deyja.“
Við sem eigum þessarar sælu von
munum vera í faðmi Jesú Krists
um alla eilífð fjarri allri sorg og
trega. Rútur er einn af þeim fáu
mikilmennum, sem ég hef hitt um
ævina. Lýsingin á Híram kopar-
smiði í II Sam. minnir um margt á
k það hvernig Rútur var. Híram var
sá maður sem smíðaði allt sem
? gert var af eir i musteri Salomons
| og um hann er sagt að hann væri
„fullur hagleiks, skilnings og kunn-
áttu, til að gera allskonar smíðar
af eiri.“ Rútur var, eins og menn
vita, hinn mesti hagleiksmaður og
hjálpsamur við alla sem leituðu til
hans. Einhvern tímann smíðaði
hann tvö reiðhjól handa systrunum
Sollu og Siggu sem báru sig illa
| yfir hjólaleysinu og tók hann þá
I nokkra hjólagarma, púslaði þeim
saman og smíðaði það sem á vant-
| aði. Útkoman var: tveir kostagripir
og tvær ánægðar litlar stelpur sem
aldrei gleyma góðverkinu. Þær vilja
þakka fyrir það og miklu meira.
Ekki var það nú heldur stórmál
fyrir hann að sjá um byggingu raf-
stöðvar eða virkjunar öllu heldur,
°g er ég viss um að honum þætti
það nú óþarfi að fjölhyrða um slíkt
| lítilræði.
ÍMargt var það sem hafði mark-
andi áhrif á líf okkar og ekki nutum
) við stelpumar síður hans þolinmæði
pg áhuga frá barnsaldri til fullorð-
insára, þegar kom að því að fram-
kvæma bæði mögulegar og ómögu-
legar hugmyndir. Inga minnist með
söknuði þeirra stunda sem hún átti
í sveitinni og ekki síst í smiðjunni
hans Rúts, þar sem
hann hvatti og hjálp-
aði. Þær voru nú ekki
allar með áhuga fyrir
smiðjunni. Verkefnin
fóru nú svolítið eftir
aldri, en sumar vildu
heldur vera inni að
sauma, teikna, baka
o.fl. og var nóg að gera
fyrir alla, Hrefna systir
meira í innideildinni.
Svo má nú ekki
gleyma heyskapnum
þar sem allir voru virk-
ir hvort sem það var
að þvælast fyrir eða
koma einhveiju í verk. Þessar
stundir eru henni ógleymanlegar,
einnig gamansemi hans, því að
hann hafði alltaf tíma til að glett-
ast. Mér finnst ekki hægt að ljúka
þessum fátæklegu orðum án þess
að minnast á það, þegar pabbi okk-
ar, Guðni heitinn, tók upp sítarinn
og allir tóku lagið. Þetta voru dýr-
mætar stundir því þar sem söngur
er látinn hljóma, verður lífið svo
miklu auðveldara. Þetta eru nú
svona nokkur af þeim lítilræðum -
sem eru stór fyrir okkur, og lýsa
Rúti svolítið. Vil ég og mín fjöl-
skylda þakka Guði fyrir það að
hafa fengið að kynnast Rúti, Siggu
og íjölskyldu þeirra og biðjum
Drottin um styrk þeim til handa á
þessari kveðjustund. Kalli bróðir
þakkar Guði fyrir allt sem hann og
fjölskylda hans fengu að njóta,
hvort sem um var að ræða aðstoð
við að gera við eitthvað t.d. á Bolla-
götu og hvar sem var eða gestrisni
þeirra. Ekki má gleyma því að hann
reyndist góður fjárhaldsmaður fyrir
Kalla og Lolla á sínum tíma. Þórey
systir og fjölskylda hennar þakka
allt liðið og biðja Drottin að styrkja
Siggu mína og alla fjölskylduna.
Hrefna þakkar allt gott á liðnum
árum. Gerða systir og hennar fjöl-
skylda hafa notið vináttu þeirra um
áratuga skeið og hefur sú vinátta
verið þeim dýrmæt og kemur til
með að standa þótt Rútur sé farinn.
Ég veit að það yrði alltof langt
mál að tíunda öll þessi „lítilræði"
hér í þessari hinstu kveðju okkar
krakkanna af Móabarðinu. Ég má
þó til með að minnast á lítil brot
úr minningunni sem lifa sterk í
huga mér, enn þann dag i dag.
Þegar ég lít til baka man ég að þau
komu oft heim til pabba og mömmu
og spruttu oft upp skemmtilegar
umræður um Drottin. Þau sátu yfir
kaffibolla og töluðu um spádóma
Biblíunnar og endatímana og það
mikla verk sem Jesús vann á kross-
inum og ég hlustaði í andagt og
hafði ólýsanlega ánægju af þessum
fróðleik. Oft fór pabbi heitinn upp
á Svalbarð og dyttaði Rútur þá að
bílnum hjá vini sínum og töluðu
þeir um heima og geima og alltaf
barst talið að Jesú. Það hlýtur að
vera stórkostlegt að yfirgefa þenn-
an heim vitandi það að maður fer
til fundar við frelsara sinn og endur-
lausnara, að þessari jarðvist lokinni.
Ég vil að endingu biðja góðan
Guð að græða sárin og styrkja og
hugga hana Siggu mína, sem ég
hef alltaf haldið mikið upp á síðan
ég var hjá þeim á Valshamri, senni-
lega voru þessi sumur besti tími
lífs míns, með ömmu, afa, Siggu
og Rúti og öllum hinum.
Loftur.
Kæri vinur.
Nú þegar þú hefur lokið jarðvist
þinni, langar mig í örfáum orðum
að minnast þín.
Af heilum hug vil ég þakka þér
alla þá vináttu og tryggð sem þú
sýndir Guðjóni Magnússyni frænda
mínum þann tíma sem þið unnuð
saman í Álverinu. Þið unnuð þar
saman í þrettán ár og urðuð mjög
góðir vinir. Þú veittir honum mjög
mikinn félagsskap sem aldrei verð-
ur fullþakkað fyrir. Því miður getur
Guðjón ekki fylgt þér til grafar þar
sem hann liggur, farinn að kröftum,
á sjúkrastofnun.
I hinum alvarlegu veikindum þín-
um sýndir þú best hvem mann þú
hafðir að geyma. Þú mættir örlög-
um þínum af slíkri ró og yfirvegun
að einstakt hlýtur að teljast. En þú
stóðst ekki einn í baráttunni. Þín
góða kona Sigríður stóð sem klettur
við hlið þér, alveg þar til yfir lauk.
Ég veit að það sem hjálpaði ykkur
mest og best var hin hreina og
bjargfasta trú ykkar á frelsara vorn
Jesúm Krist og fullvissan um endur-
fundi síðar. Og víst er að þeir endur-
fundir verða góðir, því að betra og
kærleiksríkara hjónaband er vand-
fundið.
Algóður Guð veri með Siggu,
sonunum, tengdadætrunum, bama-
börnunum og öllu öðru skyldfólki
þínu.
Góður Guð leiði ykkur öll í gegn-
um sámstu sorgina og hjálpi ykkur
að takast á við lífið þar til þið hitt-
ist öll aftur.
Mig langar að enda þetta með
orðum úr ritningunni sem mér
finnast viðeigandi: Komið til mín
allir þér sem erfiði hafið og þungar
byrðar, og ég mun veita yður hvíld.
(Mt. 11:28)
Kæri Rútur, hafðu þökk fyrir allt.
Nanna Björk Filippus-
dóttir og fjölskylda.
Mig langar til að kveðja þig,
Rútur minn, og þakka þér fyrir
gott samstarf á liðnum árum, ekki
bara gott samstarf heldur líka alla
þá vináttu og greiðasemi sem þú
veittir mér. Ég leyfi mér að fullyrða
að þeir séu ekki margir sem starfað
hafa með þér hjá ísal sem þú hefur
ekki hjálpað ýmist með þinni al-
kunnu handlagni, góðum ráðum eða
á annan hátt. Við erum margir sam-
starfsmenn þínir sem erum ríkari
að andlegum gæðum eftir að hafa
hef ég hitt um ævina sem eru meiri
jafnaðarmenn en Ragnhildur var.
Áhugi hennar á lands- og bæjarmál-
um var mikill og hún vel heima á
öllum sviðum enda skarpgreind
kona. Það fór aldrei á milli mála
hvaða stjórnmálaflokk hún studdi
þó stundum væri hún ekki sammála
forystunni og lét hún þá vita af því.
Eg veit ég mæli fyrir munn
margra gamalla nemenda og kenn-
ara úr Flensborg þegar ég kveð
Ragnildi með söknuði og þakklæti
í huga. Á tíma þeirra hjóna voru
kennarar og nemendur eins og ein
stór fjölskylda, sem þau héldu utan
um. Þau reyndust mörgum nýliðan-
um sem bestu foreldrar.
Með Ragnhildi hverfur af sjónar-
sviðinu hér í Hafnarfirði kona sem
tekið var eftir og hlustað var á,
kona glæsileg á velli, kona sem
vann sín verk af alúð og kostgæfni
og vann hún hug og hjarta þeirra
sem hún umgekkst.
Ástvinum öllum sendi ég innileg-
ar samúðarkveðjur.
Ingvar Viktorsson.
starfað með þér í allt að 27 ár,
ekki síst við sem vorum þeirrar
gæfu aðnjótandi að hafa verið með
þér á vakt. Oft töluðum við um
hvað gott væri að eiga nóg af
áhugamálum að fást við eftir að
ævistarfínu lyki. Þú áttir aðeins eft-
ir að vinna í einn vetur þegar þessi
erfíði sjúkdómur sem krabbameinið
er uppgötvaðist en þú tókst á við
hann af því æðruleysi sem ein-
kenndi þig alltaf. Þegar við hittumst
síðast sýndir þú mér eitt áhugamála
þinna, Farmalinn rauða, og það
leyndi sér ekki að við endurbætur á
honum hafðir þú unnið með sömu
vandvirkni og lagni sem ég hef svo
oft orðið vitni að. En eitt er það
áhugamál sem þú stundar ábyggi-
lega áfram og það er trú þín á
Guð. Ég er sannfærður um að hann
tekur vel á móti þér verndar þig og
blessar eins og hann hefur alltaf
gert. Eitt af erindum Davíðs Stef-
ánssonar úr „Höfðingi smiðjunnar"
fínnst mér eiga vel við um þig.
Hann tignar þau lög sem lífið
með logandi eldi reit
Hann lærði af styrkleika stálsins
að standa við öll sín heit.
Hann lærði verk sín að vanda
og verða engum til meins.
Þá væri þjóðinni borgið
ef þúsundir gerðu eins.
Ég votta eiginkonu, sonum og
öðrum aðstandendum mína dýpstu
samúð. Megi góður Guð styrkja
ykkur öll í sorg ykkar.
Sigurður V. Magnússon.
Rútur Oskarsson hóf störf á véla-
verkstæði ÍSAL sumarið 1969.
Hann var vörpulegur maður, ljúfur
og glettinn í tilsvörum, en ákveðinn
og fastur fyrir ef honum fannst
réttu máli hallað. Hann var maður
einstaklega bóngóður og eru þeir
margir sem nutu hjálpsemi hans
og greiðasemi.
Rútur hafði ætlað að láta af
störfum næsta vor. Eiga nokkur
góð ár fyrir sig, dútla við gamla
traktorinn í bílskúrnum og hjálpa
strákunum sínum, eins og hann
orðaði það. En margt fer öðruvísi
en ætlað er. Hann sagðist þurfa í
aðgerð vegna smá kvilla, en í ljós
kom að um alvarlega meinsemd var
að ræða, mein sem læknavísindin
eiga fá svör við.
Rútur var trúaður maður og veitti
trúin honum mikinn styrk á þeim
erfíðu tímum, sem í hönd fóru.
Hann kvartaði ekki og þegar talið
barst að veikindum hans svaraði
hann gjarnan: „Ég hef engu að
kvíða, þetta er allt í guðs hendi.“
Þetta svar lýsir vel einlægri trúar-
sannfæringu hans.
Og nú er baráttan á enda. Stuttri
en snarpri orrustu er lokið. „Strák-
amir hans“, sem voru stolt hans,
munu ljúka við gamla traktorinn í
bílskúrnum og koma honum í sveit-
ina þar sem honum var ætlaður
staður.
Þegar staðið verður frammi fyrir
dómaranum hæsta og flett verður
upp í registri Rúts og hérvistin veg-
in og metin, þarf hann engu að
kvíða því þar fór góður maður.
Við vinnufélagar hans sendum
eiginkonu hans og fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
þeim allrar blessunar. En eftir lifir
minningin um góðan dreng.
Samstarfsmenn á
vélaverkstæði ISAL.
RAGNHILDUR GÍSLA
’ GÍSLADÓTTIR
+ Ragnhildur Gísla Gísladótt-
ir fæddist á Króki í Selár-
dal 3. desember 1904. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
23. september siðastliðinn og
fór útför hennar fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 2. október.
■ Fallin er frá Ragnhildur Gísladótt-
• ir Og vil ég með nokkrum orðum
minnast þeirrar heiðurskonu. Kynni
mín af Ragnhildi urðu fyrst í Flens-
borg, þar sem ég var nemandi en
hún skólastjórafrú. í þá daga þjuggu
skólastjórahjónin í skólanum sjálfum
og náin kynni mynduðust milli
starfsmanna skólans og nemenda.
■ Ólafur Þ. Kristjánsson, maður Ragn-
* hildar, var skólastjóri og skólamaður
hinn mesti og voru þau hjónin mjög
■ samhent í öllu starfí innan skólans.
Sem kennari við Flensbog í rúm
20 ár kynntist ég síðan fyrir alvöru
þeim hjónum og starfi þeirra. Nán-
ast hvert smáatriði sem barst til
skólans var unnið af þeim hjónum
enda töldu þau ekki eftir sér spor-
in. Þó Ólafur væri skólastjórinn var
Ragnhildur með í öllu og studdi
mann sinn í hvívetna. Oft höfum
við gamlir nemendur og kennarar
úr Flensborg velt því fyrir okkur
hvernig í ósköpunum hægt var að
vinna öll þau verk sem unnin voru
í Flensborg á tíma þeirra hjóna, en
einhvern veginn tókst þeim hjónum
að leysa vanda allra.
Ragnhildur starfaði mikið innan
raða Alþýðuflokkskvenna og reynd-
ist þar eins og annars staðar hinn
besti bakhjarl. Hún sat fjölda
flokksþinga og starfaði um langt
árabil í nefndum um áfengisvarnir
á vegum flokksins á landsvísu. Fáa
+
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞORBERGUR KRISTJÁNSSON,
fyrrverandi sóknarprestur
í Bolungarvík og Kópavogi,
er látinn.
Útförin hefur farið fram.
Elín Þorgilsdóttir
Kristján Ásgeir Þorbergsson, Hrönn Óskarsdóttir,
Helga Þorbergsdóttir, Sigurgeir Már Jensson,
Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, Helga Loftsdóttir,
Þorgils Hlynur Þorbergsson
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, sonur, tengda-
faðir, afi og langafi,
INGÓLFUR BALDVINSSON,
Aðalgötu 48,
Ólafsfirði,
verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðar-
kirkju laugardaginn 5. október kl. 11.00.
Áslaug Ingólfsdóttir,
Sigrún Ingólfsdóttir,
Sigurður Pétur Ingólfsson,
Frímann Ingólfsson,
Óli Hjálmar Ingólfsson,
Guðrún Ingólfsdóttir,
Guðrún Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sóphus Jóhannsson,
Kári Ólfjörð,
Margrét Ólafsdóttir,
Sigríður Aðalbjörnsdóttir,
Snjólaug Kristinsdóttir,
Ólafur Rúnar Gunnarsson,
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HREFNA GUÐLAUG
GUNNARSDÓTTIR,
Felli,
Kjós,
sem lóst á heimili sínu 28. september
sl., verður jarðsungin frá Reynivalla-
kirkju í Kjós laugardaginn 5. október
kl. 14.00.
Helgi Jónsson,
Gunnar Leó Helgason, Sigríður Inga Hlöðversdóttir,
Guðlaug Helgadóttir, Lárus Óskarsson,
Lára Berglind Helgadóttir, Andrés Guðmundsson,
Guðmunda Valdis Helgadóttir, Hreinn Smári Sveinsson,
Helga Helgadóttir, Kristján Sigvaldason,
Guðrún Helgadóttir
og barnabörn.
RUTUR
ÓSKARSSON