Morgunblaðið - 04.10.1996, Síða 64

Morgunblaðið - 04.10.1996, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ ■4 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 Dýraglens V/E> EPV/M MEÐ 6HANNA 06\ SPBNGtL E6A ..þa/R.EfÍU, HUM ■ ■ • SUNPFt T / ©1992 Tnbona M«d.« Swvices. Inc. HVEMARGIFLEPJÚ 'HK/FhHP AF VÖfZflM, RETT/£> Upp HENPU/e / Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Hvers vegna byrj- Ég var í felum und- Ég reyndi að segja Menntun er mikilvæg. aðir þú ekki í leik- ir rúminu mínu. . . að mér væri illt í háls- skólanum í síðustu inum, en það virkaði viku? ekki heldur . . . BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Til varnar Christopher Bundeh Frá Ingibjörgu Gísiadóttur: ÉG VAR alin upp í þeirri trú að það væri gott að vera íslendingur og að við gætum verið stolt af arfleifð okkar og uppruna en sumt er það samt í fortíð okkar og nútíð sem ég get ómögulega verið stolt af. Svo undarlega vill til að margt af því tengist meðferð okkar á útlending- um. Fyrst skal nefna Spánveijavígin á sautjándu öld er hópur vopnlausra skipbrotsmanna var veginn undir forystu Ara sýslum. í Ögri, svo Hvíta stríðið 1921 er veikur rússneskur unglingspiltur var sendur úr landi líklegast til að klekkja á fósturföður hans, Olafi Friðrikssyni, er var rót- tækur jafnaðarmaður og verkalýðs- sinni. Þriðja dæmið er um gyðingana sem við vísuðum af landi brott á Hitlerstímanum, trúlega út í opinn dauðann. Grayson-málið kemur næst, faðir sem fékk ekki einu sinni að hringja í dóttur sína á afmælis- degi hennar hvað þá senda henni pakka eða hitta hana, og nýjasta dæmið er um Christopher Bundeh sem var framseldur til Finnlands þótt gögn lægju fyrir um að hann hefði fengið óréttláta málsmeðferð þar. Hvað er eiginlega að okkur? Af hveiju rákum við gyðingana af landi brott forðum daga vitandi að þeir yrðu ofsóttir og kvaldir í Þýskalandi og af hveiju endurtökum við söguna með Christopher Bundeh. Hvernig getum við krafist réttlæt- is fyrir Sophiu Hansen en synjað Brian Grayson um hið sama, réttinn til að umgangast eigin afkvæmi? Hægt er að afsaka Spánveijavígin með því að þau gerðust á tíma er sultur var almennur í landinu og menn höfðu tæpast efni til að fæða stóran hóp aðkomumanna og Gray- son-málið má afsaka með því að hann lagði niður skottið við fyrsta mótbyr og gafst upp í stað þess að beijast eins og Sophia hefur gert í mörg ár. Engar afsakanir finn ég fyrir hinum dæmunum. Gæti það verið að Tyrkjaránið sæti enn í okkur eins og fleinn í þjóðarsálinni og ylli með- eða ómeð- vitaðð andúð og hörku í garð útlend- inga. Ég man enn hryllinginn er greip mig er ég las í barnaskóla um aðfarir ræningjanna og grimmdina er þeir sýndu er þeir eltu uppi fólkið sem flúið hafði í björg bara til að drepa það. Að ráninu afstöðnu voru um z/3 hlutar íbúanna horfnir, ýmist látnir eða brottnumdir. Slík saga gleymist ekki auðveldlega. Christopher er hins vegar ekki einu sinni ættaður frá Alsír og er augljóslega vandaður maður sem sést best á því hvað kærastan hans vill leggja á sig fyrir hann, hefur fylgt honum til Finnlands og ætlar að giftast honum í fangelsinu verði það leyft, og vel liðinn á ísafirði þar sem hann hefur búið í 4 ár og unn- ið hjá Norðurtanganum. Þótt ótrú- legt sé hefur hann Ient í því í tví- gang að vera ranglega ákærður fyr- ir nauðgun fyrst í Finnlandi svo á íslandi. í íslensku rannsókninni var hann hreinsaður af öllum grun því í leggöngum stúlkunnar er kærði fannst sæði úr tveimur mönnum en ekki úr Christopher. Finnar ómök- uðu sig hins vegar ekki með læknis- rannsókn og dæmdu manninn án nokkurra sannana. Síðan var hann rekinn úr landi án þess að fá tæki- færi til að veija sig fyrir Hæsta- rétti. Að honum fjarstöddum þyngdi Hæstiréttur svo dóm undirréttar og gerði hann óskilorðsbundinn og núna þegar of seint er að áfrýja málinu til Mannréttindadómstólsins hafa Finnar fengið hann til sín í afplánun - sama manninn og þeir ráku af landi brott eftir dóm undirréttar 4 árum áður. Er þetta aðlilegt? Er þetta rétt- látt? Nei, og meðferð íslenskra stjórnvalda á þessu máli er það ekki heldur. Eins og við brugðumst gyð- ingunum er flúðu hingað undan of- sóknum höfum við brugðist Chri- stopher. Ég get ekki annað en skammast mín fyrir að hafa á þessu landi dómsmálayfirvöld er meta und- irskriftir á pappír ofar mannréttind- um og hvet alla sem eru sama sinn- is til að koma á framfæri mótmælum til dómsmálaráðherra. Þau gætu hljómað á þessa Iund: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, dómsmálaráðherra Arnarhváli. S. 560 9010 Fax. 552 7340 Ég undirr. mótmæli harðlega ákvörðun yðar og Hæstaréttar um að senda Christopher Bundeh úr landi til afplánunar á dómi í landi er braut á honum lög og veitti hon- um ekki sanngjarna málsmeðferð. Með framsali hans tel ég íslensk yfirvöid samsek um að bijóta á hon- um mannréttindi en þau réttindi ættu að vera öllum öðrum lögum og samningum æðri. Til að bæta fyrir þessi mistök, því ég neita að trúa að íslensk stjórnvöld fremji mannréttindabrot með opnum aug- um, mælist ég til þess að dómsmála- ráðherra hlutist til um að mál Christ- ophers verði endurupptekið í Finn- landi og honum tryggð réttlát máls- meðferð. Virðingarfyllst, INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR, Flétturima 21, Reykjavík. Hvað skal segja? 29 Væri rétt að segja: Ég vil bæði fá kjöt og kál; bæði er hollt og af báðu er gott bragð, Rétt væri: Ég vii bæði fá kjöt og kál; hvorttveggja er hoilt og af hvorutveggja er gott bragð. Munum að fornafnið hvortveggi beygist eins og greinir og veikbeygt lýsingarorð (t.d. hinn mikli). Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.