Morgunblaðið - 08.10.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 08.10.1996, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Opnaá tvær nýjar vínbúðir RÍKISKAUP hafa fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins auglýst forval þátttak- enda í lokað útboð á rekstri vín- búða í Kópavogi og á Patreks- firði. Að sögn Höskuldar Jónssonar forstjóra ÁTVR, er gert ráð fyrir að verslunin í Kópavogi verði opnuð í mars næstkom- andi og verslunin á Patreksfirði í maí. Samstarf um reksturinn „Flestar þær verslanir sem við höfum opnað á undanförn- um árum úti um land, til dæmis á Blönduósi, Stykkishólmi, Borgarnesi, Ólafsvík, Húsavík, Neskaupstað og Höfn í Horna- firði, eru reknar í samstarfi við annan aðila. í öllum þessum til- vikum hefur sá aðili rekstur með höndum þannig að útsölu- stjórinn er okkar starfsmaður en að öðru leyti gerum við þjón- ustusamning við einhvern, sem gengur til samstarfs við okkur,“ sagði Höskuldur. „Hann á hús- næðið og innréttingar og gjarn- an einhver tæki sem hann sam- nýtir fyrir eigið fyrirtæki og áfengisverslunina en það er reyndar ekki skilyrði að hann sé með annað fyrirtæki.” Gert er ráð fyrir að verslunin í Kópavogi verði í verslunar- hverfi við Engihjalla, Hamra- borg eða í Smáranum. Forvals- gögn fyrir báðar útsölumar fást á skrifstofuRíkiskaupa. Tekið er fram að ÁTVR mun við val á samstarfsaðilum leitast við að raska ekki verulega samkeppn- isaðstöðu fyrirtækja í bæjunum. w J FYRIRHUGUÐ fjölbýlishús við Kirkjusand eftir breytingarnar. Skipulagsnefnd samþykkir byggð við Kirkjusand Ibúar í nágrenni hyggj- ast kæra ákvörðunina SKIPULAGSNEFND Reykjavíkur- borgar samþykkti í gær deiliskipu- lagstillögu fyrir lóðir við Kirkjusand þar sem Ármannsfell hf. hyggst reisa þrjú fjölbýlishús. Vera Guð- mundsdóttir líffræðingur, sem verið hefur í forsvari fyrir andstæðinga byggingarinnar, segir ákvörðunina reiðarslag og að íbúar í nágrenninu hyggist kæra ákvörðunina. Heilbrigðisnefnd samþykkti fyrir helgina að ásættanlegt væri að veita undanþágu frá viðmiðunarmörkum um umferðarhávaða í húsunum, og er niðurstaða skipulagsnefndar byggð á því áliti. Gert er ráð fyrir að hávaði við húshlið í nýju byggð- inni verði yfir þeim mörkum sem ákveðin voru í mengunarreglugerð frá árinu 1994. Þar er leyfður um- ferðarhávaði 55 dB, en undanþága er gefin fyrir allt að 60 dB hávaða í nýju húsunum. Hávaði verður yfír viðmiðunarmörkum utan við hluta herbergja í átján af alls 55 íbúðum í húsunum. Litið framhjá öllum rökum „Til hvers er verið að setja reglu- gerð ef hún er brotin strax og reynir á hana,“ segir Vera Guðmundsdóttir. „Það er litið framhjá öllum rökum. Hækkun úr 55 dB í 60 er margföld- un, því við hver 3 dB tvöfaldast háv- aðinn. Þetta gefur slæmt fordæmi. Rúmlega 1600 íbúðir í Reykjavík eru yfír hávaðamörkum. Sá vandi hefur ekki verið leystur og samt er verið að bæta við íbúðum með sama vanda- mál. Ég vil líka benda á þá umferðar- hættu sem fylgir hávaðavamar- veggnum, jafnvel þótt hann sé fáeina metra frá veginum." Vera segir að sér komi á óvart að R-listinn skuli taka slíka ákvörð- un. „Þeir lýstu því yfír í byijun kjör- tímabilsins að þeir ætluðu að hlusta á og taka tillit til íbúa. Ég hefði talið að þeim væru atkvæði fólksins sem hér býr mikilvægari en hags- munir einhvers stórfyrirtækis. Við höfðum samband við borgarstjóra til að kynna okkar sjónarmið, en það virðist ekki hafa dugað. Nú er eina leiðin að kæra ákvörðunina.“ Skipulagsnefnd rökstyður niður- stöðu sína með því að það sé vinsam- legara gagnvart byggðinni sem fyrir er á svæðinu að þar komi íbúða- byggð heldur en iðnaðarhúsnæði, eins og áform voru um fyrir. nokkr- um árum. Nefndin telur einnig að tillagan eins og hún er nú feli í sér minni útsýnisskerðingu heldur en áður staðfest deiliskipulag frá 1990 gerði ráð fyrir. Þar var heimild til að reisa allt að 14,3 metra hátt sam- fellt stórhýsi á lóðinni. í þriðja lagi telur skipulagsnefnd að að það bæti ásýnd borgarinnar að auka íbúða- byggð meðfram strandlengjunni, fremur en að byggja þar upp iðnað. í flórða lagi sé samþykktin í sam- ræmi við þá stefnu að þétta byggð í borginni til að draga úr umferð. Til hávaðavama verður byggður veggur úr gleri og steypu fyrir fram- an húsin, pg er hann á kostnað verk- takans, Ármannsfells hf. Ármann Örn Ármannsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segist vonast til þess að byggingaleyfí fáist fyrir húsunum í næstu viku og fram- kvæmdir hefjist þá þegar. Hann seg- ist ánægður með að úrskurður skipu- lagsnefndar sé kominn, en vildi ekki frekar tjá sig um hann, né um kostn- að við byggingu varnarveggjarins. Morgunblaðið/Kristinn EYÞÓR Einarsson grasafræðingur og Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur kynntu válista yfir plöntur í útrýmingarhættu og ástand ijúpnastofnsins á blaðamannafundi á Náttúrufræðistofnun í gær. Ástand ijúpnastofnsins haustið 1996 Stofninn í slöku meðallagi RJÚPNASTOFNINN er í slöku meðallagi þetta árið og er nú álíka stór eða aðeins stærri en síðastliðið haust. Samkvæmt upplýsingum Náttúrufræðistofnunar íslands höfðu menn gert sér vonir um að aukningin sem varð milli áranna 1994 og 1995 myndi halda áfram. Svo reyndist hins vegar ekki vera nema að litlu leyti. Talningar og aldurssamsetning staðfesta þó að uppsveifla er hafín frá því að stofninn var síðast í lág- marki á árunum 1991-1994 en stofnbreytingar eru hægar. Miklar sveiflur hafa verið í ís- lenska ijúpnastofninum og að með- altali eru um tíu ár á milli toppa. Munur á stofnstærð milli hámarks- og lágmarksára hefur verið um fímm- til tífaldur. Rjúpnastofninn vorið 1996 var rúmlega tvisvar sinnum minni en 1986 þegar hann var síðast í hámarki. Náttúrufræði- stofnun áætlar að í stofninum sé nú hátt í eina milljón fugla. Á fimmta hundrað ijúpna hefur verið merkt á þessu ári á vegum Náttúrufræðistofnunar í þeim til- gangi að fá upplýsingar um ferða- lög ijúpnanna og afföll vegna veiða. Flestar merktu ijúpurnar bera fót- hring en fáeinar eru vængmerktar. Auk þess eru um 40 fuglar með radíósendi um hálsinn. Náttúrufræðistofnun fer þess á leit við veiðimenn að þeir skili merkjum af fuglum sem þeir fella og tilgreini einnig veiðistað og veiði- dag. Radíósendana má endumýta og því er mikilvægt að fá þá til baka. -/-Æí Plöntutegundir í útrýmingarhættu 235 tegnndir taldar þurfa sér- staka aðgæslu MEIRA en 10% blómplantna og byrkninga hér á landi eru í útrým- ingarhættu og um 15-25% af öllum fléttum, mosum og þörungum. Tvær tegundir eru þegar útdauð- ar, ein tegund blómplantna, Davíðslykill, og rauðþörungurinn Catanella repens, sem ekki hefur hlotið íslenskt heiti. Þetta kemur fram í nýrri skrá sem út er komin hjá Náttúrufræði- stofnun íslands og ber heitið „Vá- listi 1 - plöntur". Á listanum eru 235 tegundir plantna sem taldar eru þurfa sérstakrar aðgæslu við. Á næsta ári er væntanlegur sam- svarandi listi yfir spendýr, fugla, fiska og hópa úr röðum hryggleys- ingja. Stefnt er að útgáfu á heild- stæðum lista yfír allar íslenskar lífverur fyrir aldamót. Þetta er í fyrsta sinn sem listi af þessu tagi kemur út hér á landi en á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna og í öðrum Evrópulöndum hafa svo- kallaðir rauðlistar verið gefnir út um áratuga skeið. Verndaráætlan- ir fyrir tegundir í útrýmingar- hættu og búsvæði þeirra hafa ver- ið byggðar á þessum listum. Alþjóðlegar skuldbindingar Með útgáfu válistans er Nátt- úrufræðistofnun að sinna alþjóð- legum skuldbindingum sem felast m.a. í því að afla áreiðanlegra upplýsinga um tegundir sem eiga undir högg að sækja, skrá þær með skipulegum hætti og grípa til aðgerða þeim til vemdar. Útgáfa válistans er einnig ætluð til að auðvelda þeim sem taka ákvarðan- ir um landnotkun, auðlindanýtingu og mannvirkjagerð að sinna sínum lögbundnu skyldum, sérstaklega við gerð skipulagsáætlana og við mat á umhverfísáhrifum. Listinn, sem er tekinn saman af sérfræðingum Náttúrufræði- stofnunar og Hafrannsóknastofn- unar, byggir á alþjóðlegum stöðl- um. Samkvæmt þeim má meta allar þekktar tegundir, ættkvíslir og ættir og skipa þeim í sjö skil- greinda flokka eftir útrýmingar- hættu. Þessar viðmiðanir krefjast nákvæmrar vitneskju um út- breiðslu, einstaklingafjölda og þró- un tegundanna og veldur vanda við gerð válista fyrir ísland vegna takmarkaðrar þekkingar. Því hef- ur sú leið verið valin að gefa út heildstæðan lista í áföngum og byija á þeim hópum lífvera sem best eru þekktir. Válistinn er 82 blaðsíður að stærð og prýddur fjölda teikninga, ljósmynda og útbreiðslukorta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.