Morgunblaðið - 08.10.1996, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stórtækar áætlanir um orkuöflun og fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir
Dæmdur
Fjárfesting á 3 árum gæti
numið 38-39 milljörðum
Virkjun vib
Sultartanga
Þjórsá
Sultartangalón
iru
jöfnu
Stöövar
vé
•• Abgöng
2 km
Yfirfall
II —I
- Frárennslisskurbur
\s~~
Líklegar raforku- og
stóriðjuframkvæmdir
/ 1997-1999 Milljónirkr.
n
-Sj245 m.y.s.
Jiúrfellsstífla
Jöfnunarþró-
Stöðvarhús-i
Sultartangi
125 MW
250,7
m.y.r
Abrenmlisaöna
• Aögöng
3,6
3,5
297,5 m.y.
Abrennslisskur&ur-,
Gangainntak
I
200 m
1~
100 m
-1-
M.y.s
280
260
240
220
Sultartangavirkjun Nesjavellir 13.500 5.500
Krafla 1.400
Hágöngumiðlun 1.200
Háspennulína 3.000
Laxárvirkjun 400
Samtals: 25.000
Álver Columbia 10,.5-11.500
Stækkun Járnbl. 2.500
Samtals: 38-39.000
Bygging Sultartangavirkjunar er lang-
stærsta framkvæmdin sem Landsvirkjun
hyggst ráðast í á næstunni. I samantekt
Ómars Fríðrikssonar kemur fram að heild-
arkostnaður við orkuöflun og stóriðjufram-
kvæmdir geta numið a.m.k. 38-39 milljörð-
um kr. á árunum 1997-1999.
LANDSVIRKJUN stendur nú
frammi fyrir miklum fram-
kvæmdum við orkuöflun ef samn-
ingar nást við Columbia Ventures
um 60 þús. tonna álver við Hval-
fjörð og einnig er stækkun Járn-
blendiverksmiðjunnar talin mjög
líkleg, þrátt fyrir að stjórn fyrir-
tækisins hafi nýverið frestað fram
yfir áramót ákvörðun um hvort
þriðja bræðsluofninum verður
bætt við. Þetta kom fram á fundi
Edvards Guðnasonar, verkfræð-
ings hjá Landsvirkjun, á fundi
Tæknifræðingafélgs íslands og
Verkfræðingafélags íslands sl.
fimmtudag.
Ákvörðun fyrir áramót
þrátt fyrir óvissu
Gerð útboðsgagna vegna bygg-
ingar 125 MW Sultartanga-
virkjunar er þegar hafin. Sam-
kvæmt endurskoðaðri áætlun er
framkvæmdatíminn nú talinn
geta orðið 3‘/2 ár. Er gert ráð
fyrir að unnt yrði að gangsetja
virkjunina haustið 1999 og er þá
miðað við að stækkun Járnblendi-
verksmiðjunnar verði komin í
gagnið um svipað leyti. Ef samn-
ingar nást við Columbia Ventures
á næstu vikum mun Landsvirkjun
væntanlega óska eftir því að
stjórn Jámblendifélagsins gefi
svör um hversu líklegt sé að ráð-
ist verði í stækkun. Að því búnu
yrði tekin ákvörðun um hvort ráð-
ist verður í útboð vegna Sultar-
tangavirkjunar um næstu áramót,
en fyrirhugað er að bjóða þá út
allt verkið. Skv. endurskoðuðum
áætlunum og áformum um að
flýta framkvæmdum er sú fjár-
festing talin nema um 13,5 millj-
örðum kr.
Áætluð stækkun Járnblendi-
verksmiðju 2,5 milljarðar
Gert er ráð fyrir að stækkun
Járnblendiverksmiðjunnar gæti
kostað um 2,5 milljarða kr., skv.
upplýsingum Jóns Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra Járnblendifé-
lagsins. Heildarfjárfesting álvers
Columbia er áætluð 10-11,5
milljarðar kr. Yrði það að hluta
til komið í rekstur á miðju ári
1998 og framleiðsla hafin með
fullum afköstum um áramótin
1998-1999. „Þetta setur okkur í
mikinn vanda, vegna þess að talað
er um að byggja álverið nánast
áður en við getum byggt virkjan-
irnar,“ sagði Edvard Guðnason.
Skv. samkomulagi Landsvirkj-
unar við Reykjavíkurborg um
kaup á raforku frá Nesjavalla-
virkjun mun Hitaveita Reykjavík-
ur setja upp tvo 30 MW hverfla
á Nesjavöllum og ætti fyrri hverf-
illinn að geta hafið framleiðslu á
haustmánuðum 1998 og sá síðari
um áramótin 1998-1999. Kostn-
aður hefur verið áætlaður að há-
marki 5,5 milljarðar kr.
Unnið hefur verið að
gerð útboðsgagna vegna
Hágöngumiðlunar sem á
að auka miðlunarrými
vegna virkjana á Þjórs-
ár- og Tungnaársvæð-
inu. Er ætlunin að ljúka verkinu
haustið 1998 en umhverfismat
Iiggur enn ekki fyrir. Áætlaður
framkvæmdakostnaður er um
1.200 milljónir króna.
Ráðist verður í lokaáfanga í
aflaukningu Kröfluvirkjunar í 60
MW, hvort sem af fyrirhuguðum
stóriðjuframkvæmdum verður
eða ekki. Boraðar verða nýjar lág-
þrýstiholur við Kröfluvirkjun
þannig að hægt verði að gang-
setja vél tvö í lok næsta árs.
Heildarkostnaður við stækkun
Kröfluvirkjunar er um 1.400 millj-
ónir kr., skv. upplýsingum Lands-
virkjunar.
Einnig gera áætlanir Lands-
virkjunar ráð fyrir stækkun
Laxárvirkjunar með hækkun
stíflu um 8-12 metra, sem eykur
afl virkjunarinnar um 4-5 MW
og er verkið talið kosta um 400
milljónir kr., skv. upplýsingum
Edvards Guðnasonar.
3,5 km löng aðrennslisgöng
undir Sandafell
Stærsta framkvæmd Lands-
virkjunar til að auka raforkufram-
leiðslu er hins vegar bygging
Sultartangavirkjunar á ármótum
Þjórsár og Tungnaár, sem yrði
gangsett á síðari hluta árs 1999
og svo hönnun og lagning há-
spennulínu frá virkjun-
inni. „Á meðan þetta
stendur yfir verður
mjög knappt framboð á
rafmagni eða þangað
til Sultartangavirkjun
kemur í rekstur,“ sagði
Edvard á fundinum með verk-
fræðingum og tæknifræðingum.
Áætlanir Landsvirkjunar gera
hins vegar ráð fyrir að um alda-
mót verði til umframorka í raf-
orkukerfinu til að mæta aukinni
eftirspurn á almenna markaðin-
um. -
Gerð hefur verið stífla við Sult-
artanga sem verður hækkuð um
tvo metra en virkjunin sjálf verð-
ur neðan til í svokölluðu Sanda-
felli. Ráðist verður í gerð gríðar-
stórra aðrennslisganga úr Sult-
artangalóni, undir Sandafell og
að stöðvarhúsinu, sem verða um
3,5 km að lengd. Umfang gang-
anna verður um 140 fermetrar
og gert er ráð fyrir að rennslið
um þau verði rúmlega 300 rúm-
metrar á sekúndu.
Með aukinni eftirspurn þarf
Landsvirkjun einnig að leggja
háspennulínu frá Sultartanga nið-
ur í Búrfell og þaðan yfir á Sand-
skeið. Rætt er um að línan verði
hönnuð fyrir 400 kílóvolt, sem
fjórfaldar flutningsgetuna, en
fyrst í stað yrði hún þó rekin
miðað við 220 kV eins og aðrar
háspennulínur á landinu. Kostn-
aður við háspennulínuna er áætl-
aður tæpir þrír milljarðar.
Skv. þeim upplýsingum sem
Morgunblaðið hefur aflað má gera
ráð fyrir að samanlagður
kostnaður við raforku-
framkvæmdir fram til
aldamóta á vegum
Landsvirkjunar og á
Nesjavöllum geti orðið
nálægt 25 milljörðum kr.
Eru þá ekki meðtaldar þær fram-
kvæmdir sem nú standa yfir
vegna stækkunar álversins í
Straumsvík, en reiknað er með
að framleiðsla í nýjum steypu-
skála ÍSALs hefjist í júlí á næsta
ári. Ljúka á fimmta áfanga
Kvíslaveitu næsta haust, unnið
er að stækkun Búrfells um 60
megawött og mikii endurbóta-
vinna stendur yfir í Sogstöðvun-
um sem á að vera lokið næsta
haust þegar nýi kerskáli ÍSALs
verður tekinn í notkun.
Gerir Landsvirkjun ráð fyrir að
orkuframkvæmdir verði í hámarki
á árinu 1998. Á því ári einu nemi
fjárfestingar Landsvirkjunar níu
milljörðum kr. og mannaflaþörfin
jafngildi um 500 ársverkum.
Minna umfang en á
árunum1968-69
Fyrirhugaðar stórframkvæmd-
ir við stóriðjuuppbyggingu og raf-
orkuöflun á fáum árum yrðu þrátt
fyrir allt öllu minni að umfangi
en þær framkvæmdir sem ráðist
var í við byggingu álvers ÍSALs
í Straumsvík og við raforkumann-
virki á sjöunda áratugnum, skv.
upplýsingum Þórðar Friðjónsson-
ar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar.
Á árunum 1968 og 1969 voru
stóriðjuframkvæmdir um fjórð-
ungur af heildarfjárfestingu
landsmanna og um 7% af lands-
framleiðslu. Ef af fyrirhuguðum
framkvæmdum við orkuöflun og
nýjan orkufrekan iðnað verður á
næstu þremur árum má reikna
með að þær verði um 15% af heild-
arfjárfestingu landsmanna að
jafnaði á ári og 3-4% af lands-
framleiðslu að mati Þjóðhags-
stofnunar.
Verði bygging álsvers á Grund-
artanga að veruleika á næsta ári
leiðir það að mati Þjóðhagsstofn-
unar til þess að hag-
vöxtur á árinu verði um
4% í stað 2,5%. Þórður
segir að þá mætti búast
við verulegum breyt-
ingum í þjóðarbú-
skapnum frá því sem gert er ráð
fyrir í Þjóðhagsáætlun. Halli á
viðskiptum við önnur lönd myndi
aukast umtalsvert, en spáð er að
viðskiptahallinn verði 15 milljarð-
ar kr. á næsta ári án tillits til
þessara framkvæmda. Líklegt sé
þó að kannað yrði hvort ástæða
þætti til að draga úr opinberum
framkvæmdum á öðrum sviðum
til þess að skapa svigrúm fyrir
þessar stórframkvæmdir.
Framkvæmd-
irnar 3-4% al
iandsfram-
leiðslu
400 kV há-
spennulína
kostar 3 millj
arða króna
fyrir til-
efnislaus-
ar árásir
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt mann á fertugsaldri í
þriggja mánaða fangelsi fyrir þijár
líkamsárásir og til greiðslu 560 þús-
und króna skaðabóta til tveggja
manna. Þá er honum gert að greiða
160 þúsund krónur í sakarkostnað.
Maðurinn var dæmdur fyrir að
skalla annan mann í andlitið, svo sá
hlaut skurð yfir nefrót, nefbrot, brot
í augntóft og glóðarauga, ásamt
heilahristingi. Þá réðist hann að
manni á veitingastað og sló hann
fyrirvaralaust með krepptum hnefa
í andlit, svo vinstri framtönn brotn-
aði úr í heilu lagi og sú hægri skekkt-
ist og kvamaðist úr henni. Loks réð-
ist hann að konu í húsi í Grafarvogi
og sneri hana niður á hárinu, svo
hún hlaut mar í hársverði allt aftur
á hnakka, mar á handlegg, við herða-
blað og á vinstra læri.
Mennimir tveir, sem maðurinn
skallaði og sló, höfðu uppi kröfur um
skaðabætur og vom þeim fyrrnefnda
dæmdar 210 þúsund krónur og þeim
síðamefnda 340 þúsund krónur.
♦ ♦ ♦----
Grunnskólar
marki sér
áætlun um
vímuvarnir
STEFNT er að því að allir grunnskól-
ar í Reykjavík marki sér eigin vímu-
vamaáætlun í því skyni að sinna
forvömum gegn ávana- og fíkniefn-
um.
Sigrún Magnúsdóttir, formaður
fræðsluráðs Reykjavíkurborgar,
skýrði frá þessu á fundi borgar-
stjórnar á fimmtudaginn í svari við
athugasemdum Ingu Jónu Þórðar-
dóttur, borgarfulltrúa D-lista, við
yfirlitsskýrslu vímuvamanefndar
Reykjavíkurborgar, sem tók til tíma-
bilsins október 1995 til jafnlengdar
1996.
Inga Jóna taldi að í skýrslunni
væri ekki nægilega vikið að forvörn-
um gegn ávana- og fíkniefnum,
einkum reykingum, í grunnskólum
og sagði hún að slíkt forvarnarstarf
yrði að hefjast eigi síðar en í 7. bekk.
Sigrún Magnúsdóttir greindi frá
því að á næsta fundi fræðsluráðs
yrðu teknar fyrir hugmyndir um að
grunnskólarnir marki sér vímu-
varnaáætlanir en markmið þeirra
væri að efla forvarnir og gera starfs-
menn skólanna betur í stakk búna
til að fræða nemendur annars vegar
og kenna þeim hins vegar að þekkja
einkenni hjá þeim sem ánetjast hafa
reykingum eða fíkniefnum.
-----» » 4-----
Hverfisgata og
Frakkastígur
Kveikt á nýj-
um umferðar-
ljósum
KVEIKT verður á nýjum umferðar-
ljósum á mótum Hverfisgötu og
Frakkastígs í dag, þriðjudaginn 8.
október. Þar voru áður hnappastýrð
gangbrautarljós.
Ennfremur verða fljótlega tekin í
notkun hnappastýrð gangbrautarljós
á Hverfísgötu við Vitatorg og ný
umferðarljós á Bústaðavegi við
brúna yfir Kringlumýrarbraut, vest-
an megin.og tengjast þau við ljósin
sem fyrir eru við austurenda brúar-
innar.
I"
í
9
t
i
i
i
i
í
t
ft
C
I
i
L
l
t":
L
t
t
L
i
e