Morgunblaðið - 08.10.1996, Side 21

Morgunblaðið - 08.10.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 21 Óþolandi framkoma „Þau telja sig ekki bera neina ábyrgð gagnvart starfsfólki sínu þegar ekki er þörf fyrir vinnu þess. Eðlilegt andsvar okkar gæti verið að við teldum okkur ekki bera neina ábyrgð gagnvart atvinnustarfsemi sem hagár sér með þessum hætti. Þessi atvinnuvegur sem heild verður að axla þá ábyrgð sem fylgir alvöru atvinnustarfsemi. Svo tekin séu dæmi, þá er framkoma Fiskiðjunnar á Sauðárkróki við starfsfólk alveg óþolandi. Þar hefur fiskverkafólk undanfarnar tvær vikur búið við mikla óvissu þrátt fyrir að nýtt kvótaár sé hafið og ekki sé hægt að bera við hráefnisskorti. Á þessum málum verður að taka í næstu samningum, ætli menn á annað borð að halda í kauptrygging- arsamninginn. Það hlýtur að liggja fyrir, ef atvinnurekendur svara því til að Fiskiðjan á Sauðárkróki hafi haft heimild skv. kauptryggingar- samningnum að koma fram við starfsmenn eins og hún hefur gert og ef sjávarútvegsráðherra dregur ekki til baka tillögur um niðurskurð á fjárveitingum til starfsfræðslun- ámskeiða, komi gerð kauptrygging- arsamnings ekki til greina. Við hljót- um sömuleiðis að gera þá kröfu að atvinnurekendum verði gert að til- kynna í síðasta lagi mánuði fyrir upphaf orlofstöku, það er fyrir 2. maí ár hvert, ætli þeir að loka vegna sumarleyfa. Eins og nafnið ber með sér á kauptryggingarsamningurinn að veita fólki starfsöryggi en ekki óöryggi. Fiskverkafólk krefst sama starfsöryggis og aðrar stéttir," sagði Aðalsteinn. Fjárfest fyrir tvo milljarða Magnús _ Magnússon, útgerðar- stjóri hjá ÚA, sagði að þjóðfélagið allt hefði orðið fyrir afleiðingum af kvótaniðurskurði. „Okkar viðbrögð við þessum mikla niðurskurði voru hinsvegar þau að við höfum fjárfest í skipum og kvótum fyrir tæpa tvo milljarða kr. til að verja störf innan okkar fyrirtækis, en vegna þess hversu langt við erum frá miðunum hefur það gert landvinnslunni erfitt fyrir, sem aftur kemur niður á hrá- efnisgæðum fisksins." Um framtíð landvinnslu segir Magnús ÚA ekki vera á því að gef- ast upp. Síður en svo, þótt fyrirséð sé að breytinga sé þörf. ÚA hafi síðustu þijú árin rekið landvinnsluna á núlli, en hagnaðurinn að mestu komið úr sjófrystingunni. „Við vitum hinsvegar að það er hægt að gera miklu betur og við ætlum okkur að gera það.“ Hann nefndi það að fímm manns hefði verið sagt upp störfum fyrir skömmu sem rekja mætti til skipulagsbreytinga. Um hefði verið að ræða fimm verkstjóra, alla karl- kyns, enda hugmyndin að fletja fyr- irtækið út, fækka millistjórnendum og virkja hina. Magnús sagði að sérstaklega væri brýnt að bæta meðferð hráefnis. I því efni væri ekki við landverkafólk- ið að sakast, heldur þyrftu sjómenn- irnir að taka sig á, svo og markaðirn- ir. Sömuleiðis þyrftu húsin að vera opin fyrir nýrri fjárfestingu, end- urnýjun og nýju vinnufyrirkomulagi, jafnvel vaktavinnu. Stóru sölusam- tökin væru of föst í þeim hugsana- gangi að þurfa að vera með gríðar- legt magn á sem lægstum verðum á mörkuðum. Einnig væri nú komið að því að tengja rannsóknaþáttinn starfandi sjávarútvegi, en sér virtist sem um væri að ræða tvo ólíka og ótengda heima. „Eg tel að við þurf- um ekkert að rannsaka meira í bili, heldur sé brýnna að við förum að nota þessar niðurstöður, sem að mínu mati eru flestar í mjög óað- gengilegu skýrsluformi. Það eru miklir möguleikar í landvinnslunni, en við þurfum að stokka upp og breyta til.“ Sigrúnu Clausen frá Akranesi fýsti undir fundarlok að vita hvar Magnús ætlaði að finna fisk til þess að setja á vaktavinnu í landi. Hann svaraði því til að hann hygðist taka hráefnið frá hinum, auðvitað. „Einingamar eiga enn eftir að stækka. Vélarnar í húsunum geta gengið allan sólar- hringinn og það verða einfaldlega eftir færri hús, jafnvel færri þorp.“ Yarað við erfða- vopnum London. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN kunna að þróa erfðavopn, sem eru til þess gerð að gera menn ófijóa, veikja og drepa ákveðna kyn- þætti eða þjóðir, að því er seg- ir í skýrslu sem breska lækna- félagið hefur látið taka saman vegna aðalfundar Alþjóðasam- taka lækna (WMA) í október. í skýrslunni er m.a. fjallað um hættuna sem stafar af leysigeislavopnum sem blinda og öðrum vopnum sem skaða og drepa með hljóði og hita. Vivienne Nathanson, höfundi skýrslunnar, þykir þó stafa enn meiri ógn af erfðavopnum. Tekur hún sem dæmi borgara- styijöldina í Rúanda og mögu- legar afleiðingar þess, hefðu verið til vopn, sem beita hefði mátt gegn annað hvort Hútú- um eða Tútsum. Þótt slík vopn séu ekki til, að því er best sé vitað, séu þau ekki langt und- an, hvað tæknina varðar. Segir Nathanson að ef til vill verði hægt að framleiða vopn útbúin kanna sem geti greint á milli kynþátta og þjóð- flokka og eitrað fyrir þeim. Þá sé einnig mögulegt að vís- indamenn geti þróað vírus sem leggist ^ eingöngu á ákveðna hópa. Ástæða þessa sé sú að ákveðin gen séu sameiginleg ættflokkum og jafnvel þjóðum. Auk þess sem slíkt vopn geti skaðað og drepið þá sem fyrir þeim verða, segir Nat- hanson að þau kunni að gera menn ófijóa eða valda stökk- breytingu sem verði til þess að banvænn erfðagalli berist til næstu kynslóða. Nathanson segir ákaflega mikilvægt að sjá til þess erfða- vopn verði ekki framleidd, enda sé t.d. ekki hægt að ganga út frá því að þau falli undir alþjóðasamninga um líf- ræn- og efnafræðileg vopn. Verði skýrsla Nathanson samþykkt á aðalfundi WMA og sett á stefnuskrá félagsins, kann hún að verða til þess að læknafélög um heim allan þrýsti á yfirvöld í löndum sín- um að koma í veg fyrir að slík vopn verði þróuð og framleidd. Finnland Ásakan- ir um skattsvik Helsinki. Morgunblaðið. ARJA Alho, fjármálaráðherra Finna, hefur fyrirskipað Jukka Tammi rík- isskattstjóra að gera grein fyrir eignaraðild og afskiptum hans af fyrirtæki mágs skattstjórans. í nafn- lausum bréfum sem send hafa verið lögreglu og fjölmiðlum er fyrirtækið sakað um að hafa komið virðisauka- skatti undan. Jukka Tammi segir hins vegar að þessar nafnlausu ásakanir séu runn- ar undan rifjum andstæðinga hans innan skattstjórnarinnar. Talið er að málið eigi rætur að rekja til valdabaráttu innan kerfis- ins. Tammi sé andvígur því að senda út sérsveitir til þess að gera kannan- ir á vinnustöðum, t.d. hjá bygginga- verktökum, en nýlega hófst herferð skattyfirvalda, stéttarfélaga og ýmissa samtaka iðnrekenda gegn skattsvikurum. Tekjuskattar og launatengd gjöld í Finnlandi eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Nóbelsverðlaun fyrir rann- sóknir á ónæmiskerfi ÁSTRALINN Peter Do- herty og Svisslendingnr- inn Rolf Zinkernagel (t.h.) skipta með sér Nóbelsverðlaunum í læknisfræði á þessu ári en þau nema rúmlega 70 milljónum ísl. króna. Sten Grillner, formaður nefnd- arinnar sem úthlutar læknisfræðiverðlaunun- um, sagði rannsóknir mannanna tveggja marka þáttaskil. Er þeir unnu saman við sjúkrahús í Canberra í Ástralíu fyrir 23 árum uppgötvuðu þeir hvernig ónæmiskerfið ber kennsl á og drepur frumur sem smitast hafa af veirum og sýnt fram á hvernig hanna beri bólu- efni. Grillner sagði að uppgötv- anir verðlaunahafanna hefðu þegar verið notaðar til að búa til bóluefni handa dýrum og hlyti því að vera stutt í að hægt verði að nota þau gegn sjúk- dómum í mönnum. Sjúkdómarnir sem vonast er til að hægt verði að finna bólu- efni gegn eru m.a. ákveðnar Reuter tegundir krabbameins, sykursýki og alnæmi. Zinkernagel, sem er 52 ára, var læknanemi er hann vann að uppgötvun- inni. Hann starfar nú við ónæmisfræðistofnun í Ziirich og sagðist himin- lifandi yfir tíðindunum. Framlag sitt og Dohertys væri þó aðeins stutt skref í þessum rannsóknum. „Við vitum svo lítið og það er nóg vinna eftir fyrir mig á næstu árum og ára- tugum,“ sagði hann. „Þetta er stórkostleg tilfinning... Ég er enn eins og lamaður, þetta er frábær viðurkenning," sagði Doherty í símaviðtali en hann er 55 ára gamall og starfar við sjúkra- hús í Tennessee í Bandaríkjun- um. nna ao auar pe.st.ai epclurbætur ásamt einkar uövcldu viöhaldi siuöli aö ámarks hagkvæmni tækisii TOYOTA LYFTARAR KRAÉTVÉLAR JÆÆFÆ/Æj^F JF Æ Funahöfða 6 - Sími: 563 4500 Plnrgtmlífa&ili - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.