Morgunblaðið

Date
  • previous monthOctober 1996next month
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 08.10.1996, Page 34

Morgunblaðið - 08.10.1996, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR KirkjuvikaReykjavíkurprófastsdæma Endurskoðim íhugunar í lífi okkar UM ÞESSAR mundir á íslenska kirkjan þúsund ára afmæli, en það er um leið sá tími þegar kirkjunnar menn þurfa að heíja sam- ræður við fulltrúa annarra trúarbragða hér á landi. Margir virðist telja að með skoðanaskipt- um fólks, sem aðhyll- ist ólík trúarbrögð, sé verið að blanda trú- arbrögðunum saman. Hið rétta er að sam- ræður hjálpa kirkjunni okkar til að brýna sig og að rifja aftur upp séreinkenni sín. I dag langar mig til að reyna að endur- skoða og prófa íhugunina í krist- ' inni kirkju með því að lita á Zen- Búddhisma. íhugunin í Zen-Búddisma Zen er ein stefnan innan Búdd- hisma. Upprunalega orðið fyrir Zen er „dhyna“ á sanskrít og „dhyna“ þýðir umhugsun eða ein- beiting. I stuttu máli þá er Zen leið íhugunar til að beina hug og hjarta að einum hlut (einu marki) og reyna að ná fullkomu stigi !„sjálfstæmingar“. Hvað íhuga menn í Zen? Og af hveiju vilja menn ná þessu stigi „sjálfstæming- ar“? Zen-Búddhismi kennir að það búi í eðli allra manna að geta náð stigi Búddha sem er andlega upp- ljómuð tilvera. Ástæða þess að maðurinn getur ekki í upphafí komið auga á eðli sitt sem Búddha er sú að hugur hans og hjarta er þakið óróleika, gimd, ótta og græðgi, hann getur ekki opnað hi_n and- legu augu sín. Óróleik- inn eða græðgin stafa frá honum sjálfum, frá hinum sjálfhverfa hluta hugar hans. Það er algjör nauðsyn að vinna bug á sjálfselsk- unni eða eigingiminni og til þess að geta það þarf hann að ganga í gegnum Zen-íhugun. I íhuguninni varpar hann fyrir róða þekk- ingu sinni, rökhugsun og þrá og reynir að ná stigi „sjálfstæm- ingar“. Hann reynir að hætta að sjá, heyra eða jafnvel að óska sér einhvers. Þá smám saman vaknar Búddha-eðli hans sem hefur legið í dvala djúpt í undirvitundinni og tekur að starfa í honum sjálfun og opna hin andlegu augu. Líkam- leg augu mannsins geta aðeins séð yfírborð hlutanna í heiminum en með andlegum augum sínum getur hann greint sannleikann í heimin- um. Þegar hin andlegu augu ljúk- ast upp mun alheimurinn opinbe- rast í eðli sínu. Þá skilur hann lög- mál alheimsins og samræmið í náttúrunni og hann verður sjálfur hluti af því. Geram ráð fyrir að tunglið sé fullt og fallegt uppi á himninum. Einhver bendir okkur á þetta og segir; „Sjáðu hvað tunglið er fallegt!" Og við horfum á tungl- ið. Hvað sjáum við á þessu andar- taki? I stað þess að dást að tungl- inu þá fylgjumst við með fíngrinum sem bendir á tunglið, við hlustum á röddina sem segir; „Sjáðu hvað tunglið er fallegt!“, eða við hugs- um; „Tunglið er nú ekki alveg fullt Sjálfur lifi ég ekki framar, segir Toshiki Toma, heldur lifír Kristur í mér. ennþá“, eða „mér finnst þetta ekk- ert sérstakt“. M.ö.o. jafnvel hinn einfaldasti hlutur eins og að horfa á tunglið er háð mörgum skilyrðum hjá okkur sjálfum. Vegna hinna ónauðsynlegu orða, hugmynda eða tilfínninga getum við ekki notið tunglsins eins og það í rauninni er. Zen-íhugun leitast við að losna undan viðjum þessara skilyrða sem hafa truflandi áhrif á birtingu tunglsins. M. ö.o. miðar Zen-íhug- unin að þessu hugarástandi, þegar daglega tungumálið týnir virkni sinni og maður þarf að skerpa eðlisávísun sína. Zen-Búddhismi leggur ríka áherslu á það að þetta hugarástand sé óendanlega auðugt og að hið sanna eðli mannlegrar vera búi þar. Þessi skoðun á gagn- kvæmri virkni milli hugar og tungumáls á vissulega einnig við um kristna trú. Þetta er það sem Zen-Búddhismi og kristin trú eiga sameiginlegt. En munurinn á þeim er þessi: Dýpst í huga mannsins, þar sem eðli mannlegrar veru býr, og þar sem algjört „sjálfstóm“ býr, þar hefur Zen-búddhismi eng- an guð, en þarna setur kristin trú Guð á sama stað og hlustar á orð hans. Að hverju beinist kristin íhugun? Um hvað eram við hugsa? Mér fínnst mjög mikilvægt að við hugs- Toshiki Toma um okkur að við búum yfir ein- hveijum huldum hluta hugarins sem við gleymum að nota. Þetta er einhver hluti sem er ekki undir áhrifum frá rökhyggju hversdags- ins, okkar félagslegu þörfum eða jarðnesku skynsemi.Við tölum um orð Guðs og hugsum og íhugum merkingu þess. En með hvaða hluta hugarins nemum við það eða íhugum? Það var einu sinni mjög virtur prestur í landi mínu (Japan), sr. Enomoto, en hann er nú látinn. Þegar hann var að læra guðfræði þá varð hann á tímabili mjög óánægður með kirkjuna sína og leitaði til Zen-hofs og ætlaði jafn- vel að skipta um trú. Hann þjón- aði þar sem lærisveinn og reyndi jafnframt að læra allt um Búddha. En munkarnir voru alltaf að skipa honum að hreinsa hofíð, taka til í garðinum, búa til mat og slíkt en þeir kenndu honum ekkert um Búddha. Dag nokkurn fór Eno- moto til eins munksins og bað hann um að kenna sér eitthvað í fræðum Búddha. Munkurinn svar- aði; „Nú, nú, langar þig til að fræð- ast um Búddha? Gott og vel, en farðu fyrst með ketilinn og fylltu hann af tei.“ Ungi maðurinn gerði það. „Þakka þér fyrir, en náðu nú í vatnsglas fram í eldhús.“ Og aft- ur gerði ungi maðurinn það sem fyrir hann var lagt. „Gjörðu svo vel, hér kemur vatnið.“ „Gott ungi maður, sestu nú hérna hjá mér.“ Ungi Enomoto varð nú ánægður að eiga það nú loksins í vændum að fá að heyra eitthvað um Búdd- ha. En þá sagði munkurinn: „Núna skaltu hella tei úr katlinum í vatns- glasið.“ „Ha? Hella tei í glasið, en glasið er jú fullt af vatni. Þætti þér ekki verra ef teið flæddi út yfír barmana á glasinu?" „Jæja, skilurðu nú loksins?“ spurði munk- urinn. „Nei, ég skil ekki neitt,“ svaraði ungi maðurinn. Þá sagði munkurinn við hann; „Nú ert þú eins og þetta glas, ungi maður. Innra með þér er allt fullt af óþarfa vangaveltum og pælingum. Ef ég fer að bæta tali um Búddha inn í slíkar aðstæður þá er hætt við að hin dýrmætu sannindi um Búddha flæði út yfír barmana og út í af- kima. Farðu fyrst og tæmdu sjálf- an þig áður en þú tekur við orðum Búddha!" Það er skoðun mín að orð Guðs eigi að nema með innstu og dýpstu rótum hjartans, á því sviði þar sem ríkir algjört tóm sjálfsins. Ef við reynum að nema orð Guðs án þess að taka til rúm í hjarta okkar til að meðtaka það eða njörvum það niður á svið venjulegrar rökhyggju og mannlegrar skynsemi þá mun orð Guðs „flæða yfír“ og lenda úti í afkimum lífs okkar. Ég er hrædd- ur um að þetta gerist oft hjá okkur. Við hlustum á orð Guðs. Við lesum orð Guðs. Og við tökum við því á afar yfirborðslegan hátt með hugsunum okkar sem stjónast af mannlegri skynsemi. Þannig gerist það oft að við höldum bara eftir þeim orðum sem skilningur okkar og skynsemi getur tekið við. Þegar við mætum einhveijum orðum sem erfítt er að skilja eða sætta sig við segjum við bara: „Já, þarna er Jesús bara að sýna okkur hvað ætti að vera ákjósanlegast hug- myndafræðilega séð en hann ætl- ast nú varla til að við förum eftir því.“ Við þurfum að komast að hinu djúpa hugskoti verundar okk- ar, þangað sem rökhugsun og skynsemi ná ekki til að trufla orð Guðs. Niðurstaða mín er því sú að íhugun okkar ætti að miða að því að endurlífga leynda afkima hjarta okkar og hugar svo að orð Guðs nái þangað. Við eigum að finna stað í okkur sjálfum þar sem „sjálfstóm" ríkir. Að sjálfsögðu getum við ekki farið eins að og Zen-munkarnir en með því að gefa okkur svolítinn tíma til íhugunar gæti okkur auðnast að eignast slík- an „stað“ og varðveita hann. Þar mætum við orði Guðs. Þá hættir orð Guðs að vera bara siðaboð- skapur og „móralismi“ og fer að verða lifandi játning okkar. Þá býr orð Guðs alltaf með okkur, það kennir og leiðbeinir, það setur okk- ur skorður og dæmir og það hugg- ar okkur og fyrirgefur. „Sjálfur lifi ég ekki framar held- ur lifír Kristur í mér“ (Gal. 2:20). Þessi orð Páls varða leiðina að því marki sem íhugun okkar hefur. Höfundur er presturjapanskrar lútherskrar kirkju. Gefum gömlum bókum annað tækifæri ÁGÆTI háskóla- nemi. Hefur þú áhuga á því að létta öðram áhugasömum stúdent- um róðurinn og bæta möguleika þeirra til menntunar, án þess að það þurfí að kosta þig mikið? Flest eigum við gamlar kennslubækur sem við höfum ekkert frekara gagn af og era jafnvel orðnar úreltar til kennslu hér á landi. Slíkar bækur era okk- ur kannski lítils virði en gætu gert háskóla- stúdentum í Sarajevó heilmikið gagn. Hugmyndin er sú að við háskóla- stúdentar á íslandi tökum nú til í bóka- Þórhildur Kristinsdóttir STÚCfcNTAB t-JÁLFA STllDENTUM hillum okkar, söfnum saman þessum kennslubókum og sendum út til háskóla í Sarajevó. Til að auð- velda söfnunina mun- um við hafa móttöku fyrir bækumar í flest- um byggingum há- skólans; Félagsstofn- un stúdenta, Aðal- byggingu, Lögbergi, Árnagarði, Odda, Há- skólabíói, VR II, Læknagarði, Eirbergi og Grensási. Aðalmið- stöð mun verða í Odda og mun móttakan standa yfír fímmtudaginn 10. októ- ber frá kl. 9.00 til 17.00. Legðu okkur nú endilega lið og athugaðu Leggið okkur lið, segir Þórhildur Kristins- ------------^ BIODROGA snyrtivörur dóttir, tökum til í bókahillum okkar. hvort þú getur ekki losað hillu- pláss. Hvert minnsta smáræði er þegið með þökkum því að mörg slík gera eitt stórt. Mundu að það er óþarfi að láta viskuna rykfalla uppi í hillu þegar hægt er að nýta hana annars staðar. Höfundur er læknisfræðinemi. Sjávarplássið er í ÞJÓÐFÉLAGI sem byggir efnahags- legt sjálfstæði sitt að mestu á sjávarútvegi, veiðum og vinnslu, skiptir miklu máli hvemig löggjöfín er á því sviði. Sérstaklega hefur löggjöf um stjóm fiskveiða verið í brennidepli og gífur- lega umdeild árum saman. Eitt hefur þó einkennt málið öðra fremur, gengið hefur verið út frá því að fisk- veiðar séu mál eigenda skipa, útgerðarmanna. Deilumar hafa síðan snúist um þá hagsmuni. Löggjöfin ber þess merki að hagsmunir ann- arra sem starfa við veiðar og vinnslu hafa verið mjög víkjandi. Hin vanmetna auðlind Ég vil beina athygli að þætti sem mér fínnst hafa verið algerlega vanmetinn. Það er að fólkið sem veiðir fískinn og vinnur úr honum er stærsta auðlindin. Löggjöfín verður að tryggja að það fólk stundi störf til sjávar sem helst vill það og helst kann það. Hefð- bundið sjávarpláss er mikil auðlind fyrir íslenska þjóð, einkum og sér í lagi fyrir þá landsmenn sem kjósa að stunda önnur störf en í sjávarút- vegi. í sjávarplássinu snýst lífið um físk og aftur físk og fólk sér- hæfír sig á einn eða annan hátt innan sjávarútvegsins. Það er helst í and- rúmslofti sjávarpláss- ins að atvinnugreinin laði til sín dugmikið fólk, sem oft verða svo framkvöðlar nýjunga og framfara sem þjóð- in öll nýtur góðs af. Þegar að því kemur að setja í stjórnarskrá lýðveldisins ákvæði um að fiskistofnarnir séu sameign þjóðar- innar er óhugsandi annað en að jafnhliða verði tryggður réttur sjávarbyggðanna til nýtingar á þeim. Grunnslóðarmið - verstöðvar Ég legg áherslu á að löggjöf um stjóm fiskveiða treysti íslenska sjávarplássið ekki síður en fiski- stofnana. Til þess þarf að skipta fiskveiðilögsögunni og taka upp grannslóðarmið. Eðli málsins sam- kvæmt hafa þau mið verið sótt frá nálægum verstöðvum og öðram ekki. Ég tel því sjálfgefið að þegar takmarka þarf veiðar verði tryggð- ur réttur íbúa sjávarplássanna til veiða á hefðbundnum miðum sín- um. Sá réttur er einvörðungu bundinn byggðunum og flyst ekki með bátum eða mönnum. Hér er um að ræða byggðatengdan veiði- rétt grundvallaðan á sögulegri skírskotun. Tiltölulega einfalt er að afmarka grunnslóðina og svæð- Kristinn H. Gunnarsson auðlind Fólkið sem veiðir fískinn og vinnur úr honum, segir Kristinn H. Gunnarsson, er stærsta auðlindin. isskipta henni. Þessari breytingu fylgir að leyfðri heildarveiði verður að skipta milli miðanna. Núverandi löggjöf skilur hagsmuni byggðar- laganna eftir í uppnámi og um hana verður aldrei sátt að óbreyttu. Tillaga mín þýðir að ákveðinn hluti fískveiðilögsögunnar er tekinn undan heildarlöggjöfínni og um þann hluta gildi aðrar reglur. Þess- ar tillögur lagði ég fyrir miðstjórn Alþýðubandalagsins fyrir skömmu og í ályktun miðstjómar segir: „Miðstjórn telur að styrkja eigi stöðu bátaútgerðar á grunnslóð og tryggja aukinn rétt þeirra sem stunda veiðar á heimamiðum. Það er raunhæfasta leiðin til að efla sjávarplássin og stuðla að aukinni atvinnu í landi.“ Þessi ályktun tek- ur að öllu leyti undir sjónarmið mín. Það er verkefni sjávarútvegs- hóps miðstjórnar að útfæra stefnu- mörkun miðstjórnar nánar á næstu vikum og vonandi verður sú út- færsla lögð fyrir haustfund mið- stjómar í nóvember næstkomandi. Höfundur er þingmaður Alþýðubandalagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 229. tölublað (08.10.1996)
https://timarit.is/issue/128879

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

229. tölublað (08.10.1996)

Actions: