Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MEÐAL þeirra stóðhestaefna sem tamin verða í vetur er Kormákur frá Kjarnholt- HUGMYND frá Ketilsstöðum hefur nú þegar skipað sér á bekk með fremstu kyn- um sem Þorkell Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunautur, skoðaði í sumar og bótahryssum landsins og nú er kominn fram á sjónarsviðið efnilegur stóðhestur leist vel á. undan henni og Otri frá Sauðárkróki fjögra vetra foli, albróðir Hjörvars, sem spennandi verður að fylgjast með á næsta ári. Hinar stóru vonir fram- tíðarinnar Skyggnst baksviðs í heimi hrossaræktar Reiðmennskan er sá þáttur hesta- mennskunnar sem laðar flesta að hrossum til að byrja með, á því leik- ur enginn vafi. Hinu er ekki að neita að það er sköpunin eða rækt- unin sem býður upp á mestu spenn- una, veitir mönnum útrás fyrir sköpunargleðina og viðheldur áhuganum á hestamennskunni bet- ur en nokkuð annað. VONIN er stór hluti af hesta- mennskunni. Að skapa með því að welja saman stóðhest og hryssu gefur vonina um vænlega ávöxtun í fyllingu tímans þegar ungviðið er tamið. Spennan er líka fólgin í að fylgjast með öllum snillingshross- unum ungu sem fram koma hvert ár. Til að gefa lesendum kost á að skyggnast inn í heim hinna stóru vona var haft samband við eigendur nokkurra af frægustu hryssum seinni ára og kannað hvaða stóð- hestar voru valdir á hryssurnar í sumar og hvað er til undan þeim og hverjir eru feðumir. Rauðhetta fylfull Við hæfi þótti að hefja leikinn í Kirkjubæ og kanna hvernig gengi með drottninguna Rauðhettu sem er hæst dæmda hryssa landsins og efst stóð á síðasta landsmóti í sírium flokki. Ekki hefur gengið sem skyldi að fá Rauðhettu til að skila folöldum í þennan heim og eru aðeins til tvö hross á lífi undan henni. Ágúst Sig- urðsson í Kirkjubæ flutti þau gleði- tíðindi að Rauðhetta væri nú fyl- full við Otri frá Sauðárkróki og ef allt færi að óskum er það þriðja afkvæmi hennar. í fyrra var hún hjá Kjarval, bróður Oturs, en reynd- ist geld eftir þær samvistir. Sama ár átti hún sitt annað folald, hest ILLA hefur gengið að koma folaldi í Vordísi frá Meðalfelli undanfarið en Einar Ellertsson segir hvert folald sem hann fái héðan í frá sé happdrættisvinningur. Fyrir á hann vel ættuð og efnileg trippi undan henni svo ekki þarf hann að örvænta. Myndin er tekin þegar Vordís var sýnd með afkvæmum á landsmótinu ’94 og situr Einar Ellertsson hryssuna lengst til hægri á myndinni. undan Trostan frá Kjartansstöðum sem er veturgamall og Ágúst segir vera myndarfola, fríðan og framfal- legan en frekar þroskalítinn enda er hann mjög síðkastaður. Eydís undir Galsa Næst var borið niður hjá Einari Ellertssyni sem ræktar hross út af Vordísi frá Sandhólaferju en hún er líklega frægust fyrir að vera móðir Adams frá Meðalfelli. Einar var fyrst spurður hvemig málin stæðu með Vordísi sem nú er 25 vetra gömul. Svörin voru þau að ekki gengi of vel að fá hana til að halda. í fyrra var hún hjá Hrannari frá Kýrholti en reyndist geld í vor. í sumar hefur hún verið hjá Pilti frá Sperðli frá því í maí og tvisvar verið ómskoðuð en fyllaus í bæði skiptin. Einar sagði að hvert folald sem hann fengi undan Vordísi héð- an í frá væri lottóvinningur en hún væri við góða heilsu að öllu leyti. Til er veturgamall foli undan henni og Kraflari sem Einar sagði að liti býsna vel út. Einnig væri til þriggja vetra óvanaður foli undan Kolfinni frá Kjarnholtum. „Hann er spurn- ingarmerki" sagði Einar en bætti við að aldrei væri að vita hvernig þessi trippi þróuðust en heldur stefndi í rétta átt með hann. Þá þótti forvitnilegt að vita und- ir hvaða hest Einar hélt Eydísi, „Spila áfram á svipuðum nótum“ Segir Bæring Sigurbjörnsson sem keypt hefur Stóra-Hof og hrossin þar BÆRING Sigurbjörnsson sem búið hefur ásamt sambýliskonu sinni Kolbrúnu Jónsdóttur á Stóra-Hofi á Rangárvöllum um árabil festi fyrr á þessu ári kaup á jörðinni ásamt hrossunum sem hin þekkta Stóra- Hofsræktun hefur byggst á. Auk þess keypti Bæring stóðhestinn Stíg frá Kjartansstöðum sem var að hálfu í eigu Þorvalds Sveinssonar á Kjartansstöðum og föður Bærings, Sigurbjörns Eiríkssonar. Jörðin og stóðið var í eigu Sigurbjörns. Öfugt við það sem margir kynnu að halda segist Bæring ekki fá jörð- ina og stóðið á silfurfati. „Þarna er um beinhörð viðskipti að ræða og kaupin fjármögnuð að hluta með lántökum og nú er að sjá hvort hægt er að lifa á hrossarækt,“ sagði Bæring, sem vildi ekkt gefa kaup- verðið upp. Um framtíðaræktunaráform sagði Bæring að hann myndi spila á svipuðum nótum og gert hefur verið. Stígur er og verður aðalhest- urinn um sinn. Aðspurður kvaðst hann ekki telja sig ofnota hestinn. „Ég mun nota Stíg áfram meðan góð sala er í hrossum undan hon- um.“ Þá sagði hann einnig koma til greina að skipta á honum og öðrum hestum sum árin og væru slík skipti í umræðunni. Þá sagðist Bæring alltaf keyra með hryssur á hveiju ári í ýmsa stóðhesta og nefndi hann sem dæmi að Vaka hefði verið hjá Seimi frá Víðivöllum fremri, Morgunstjarna hitti And- vara frá Ey og Kveikja fór undir Kormák frá Flugumýri. Óður var notaður á megin þorra hryssanna á Stóra-Hofí, en tvær fóru undir bróður hans, Höld frá Brún. Stígur var hinsvegar að heiman í ár. En héðan af munu hrossin frá Stóra-Hofi vera í eigu Bærings, sem nú hefur með formlegum hætti tek- ið við árangursríku ræktunarstarfi föður síns. Valdimar Kristinsson Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson EITT af þeim hrossum sem fylgdi með í kaupum Bærings á Stóra-Hofi er Nótt frá Kröggólfsstöðum sem nú er komin á fer- tugsaldurinn, fædd ’66. Bæring, sem hér heldur í hryssuna, segir hana komna úr folaldseign en hún fái að lifa sem heiðurshross í stóðinu meðan hún sé við góða heilsu og það sé hún svo sannar- lega um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.