Morgunblaðið - 08.10.1996, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 08.10.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 43 1 i 1 ] 1 I I < í I í < < < ( ( ( ( i < < < < < < < < < < < KVARTETT Ómars Axelssonar leikur á Sólon íslandus. Kvartett Omars Axelssonar á Sólon íslandus Vetrardag- skrá Hreyfi- myndafé- lagsins HREYFIMYNDAFÉLAGIÐ hefur formlega vetrardagskrá sína í dag, þriðjudaginn 8. október. í þessum mánuði verða sýndar vísindaskáld- sögur frá ýmsum tímabilum, ein mynd á viku. Aðeins tvær sýningar verða á hverri mynd, á þriðjudegi og fimmtudegi, og eru allar sýningar í Háskólabíói. Opnunarmynd vetrardagskrárinn- ar er hin sígilda þýska stórmynd, Metropolis, eftir Fritz Lang, gerð árið 1926. Árið 2000 er mannkynið búið að skiptsat í tvær fylkingar, hugsuði og verkamenn, en verka- mennirnir búa við kröpp kjör og kúgun í þessu framtíðarríki. Hin englum líka María er sameiningar- tákn verkamannanna en bijálaður vísindamður smíðar vélmenni í henn- ar mynd, vonda Maríu, til að æsa til uppreisnar. Aðeins félagsmenn komast inn á sýningar Hreyfimyndafélagsins en það eru allir nemar í Háskóla ís- lands og framhaldsskólanemar. Aðr- ir geta keypt sér félagsskírteini fyr- ir 200 kr. Miðaverð er 300 kr. Fyrirlestur um þjóðgarða DR. MARGARET G. Ottum flytur opinberan fyrirlestur um þjóðgarða í Bandaríkjunum og vandamál í sambandi við stjórnun þeirra fimmtudaginn 10. október kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Dr. Margaret G. Ottum er pró- fessor í umhverfisfræðum við John- son State College í Johnson í Verm- ontríki í Bandaríkjunum. Hún er sem stendur Fulbrightstyrkþegi við jarð- og landfræðiskor Háskóla ís- lands þar sem hún kennir námskeið í umhverfisfræðum og stjórnar málstofu um umhverfi og ferða- mennsku. Á meðan á dvölinni hér á Islandi stendur mun Ottum kynna sér notkun jarðhita til orkuvinnslu. Ottum stundaði nám í lífræði við Mankato State University í Minni- sota og framhaldsnám í jarðvísind- um við Bowling Green State Uni- versity. Hún lauk doktorsprófi í auðlindalandafræði frá ríkisháskól- anum í Oregon í Bandaríkjunum. Hún hefur kennt í landafræði, jarðvísindi og umhverfisfræði við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum en lengst við Johnston State College í Vermont þar sem hún hefur yfirum- sjón með kennslunni í umhverfis- fræðum og sér sjálf um námskeið í jarðvísindum, hnattræn umhverf- isvandamál, meðferð spilliefna, orkulindir, stjórnun þjóðgarða og óbyggða. Fundur um jöfnun atkvæð- isréttar SAMBAND ungra sjálfstæðismanna heldur fund á Grand Hótel Reykja- vík við Sigtún í dag, þriðjudaginn 8. október, kl, 17.30-19. Birgir Ármannsson, talsmaður málefnadeidlar SUS, kynnir niður- stöður nefndarinnar varðandi breyt- ingar á kosningalöggjöfinni og kjör- dæmaskipan. Þá ræða Geir H. Haarde, formaður þingfiokks sjálf- stæðismanna, Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður Alþýðu- flokksins og Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks framsókn- armanna, um hvort vænta megi breytinga á kosningalöggjöfinni á kjörtímabilinu. Framsögumenn taka þátt í umræðum og svara fyrirspurn- um. Fundarstjóri og stjórnandi um- ræðna verður Guðlaugur Þór Þórð- arson, formaður Sambands ungra sj álf stæðismanna. Á SÓLON íslandus leikur í kvöld, 8. október, Kvartett Ómars Ax- elssonar og hefur leikinn kl. 22 og leikur til kl. 0.30. Kvartettinn Fyrirlestur um stöðu þjóð- kirkjunnar PÉTUR Pétursson, prófessor, held- ur fyrirlestur í boði Félagsfræðinga- félags íslands um stöðu þjóðkirkj- unnar og trúarlega félagsmótun þriðjudaginn 8. október kl. 20.30. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 201 í Odda, húsi félagsvís- inda- og viðskiptafræðideilda HÍ. Allir velkomnir. Lýst eftir bifreið LÝST er eftir bifreið sem hvarf frá Vatnsstíg í Reykjavík 30. september sl. Bíllinn er af gerðinni Toyota Cor- olla, dökkblár skutbíll, árgerð 1982. Skráningarnúmer bifreiðarinnar er A-12238. Finnandi vinsamlegast láti lög- regluna í Reykjavík vita. Foreldrafundur LAUF LAUF, félag áhugafólks um floga- veiki, verður með foreldrafund í fundarsalnum á efstu hæðinni í húsnæði félagsins á Laugavegi 26, gengið inn Grettisgötumegin, mið- vikudaginn 9. október kl. 20.30. Astrid Kofoed-Hansen formaður flytur inngang, en Guðlaug María Bjarnadóttir og Jónína B. Guð- munsdóttir félagsfræðingur flytja erindi. Einnig verður félagið með kökubasar í Kringlunni laugardag- inn 12. október nk. Friðarvaka í Dómkirkjunni FRIÐARVAKA verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík alla þriðj- daga kl. 21 á vegum Friðar 2000. í kvöld, þriðjudaginn 8. október, verður m.a. greint frá aðstæðum almennings í Irak. í frétt frá Friði 2000 segir að friðarvökurnar miðist ekki við nein einstök trúarbrögð. Með þeim sé leitast við að efla samstarf meðal fólks með mismunandi trúar- og lífsskoðanir sem vilja vinna af heil- um hug að friðarmálum og styðja viðleitni almennings í leit að innri friði og kærleika. ■ ÞRIÐJUDAGSSPJALL Kvennalistans verður haldið í kvöld, þriðjudaginn 8. október, að Austurstræti 16, 3. hæð (gengið inn frá Pósthússtræti). Yfirskrift fundarins er Hvenær fáum við kvenbiskup? og munu séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og séra María Ágústsdóttir ræða stöðu kvenna innan kirkjunnar. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Þeir sem áhuga hafa á þessu málefni eru boðnir velkomnir. skipa Ómar Axelsson, píanó, Hans Jensson, tenórsax, Leifur Benediktsson, bassi, og Þor- steinn Eiríksson, trommur. Á MYNDINNI undirrita Sveinbjörn Björnsson, há- skólarektor og Ólafur Tómas- son, póst- og símamálastjóri, samninginn. Minjasafn fjarskipta stofnað PÓST- og símamálastofnun og Háskóli Islands hafa ákveðið að stofna til samstarfsverkefnis um rekstur minjasafns fjar- skipta á íslandi og rekstur þjálf- unar- og rannsóknarstöðvar í nútíma fjarskiptatækni. Samkvæmt samningnum kaupir Póst- og símamálastofn- un af Háskólanum gamla lof- skeytastöðvarhúsið á Melunum og er ætlunin að koma þar upp símasafni með aðaláherslu á sögu loftskeyta og ritsíma. Enn fremur að koma upp aðstöðu fyrir þjálfunar- og rannsóknar- stöð í nútíma fjarskiptatækni í húsakynnum Háskóla íslands sem notuð verður við kennslu í fjarskiptum fyrir nemendur Háskólans og tæknimenn Póst- og símamálastofnunarinnar. „Póst- og símamálastofnun er það metnaðarmál að til sé gott símasafn. Núverandi safn í gamla símstöðvarhúsinu í Hafnarfirði er bæði fyrir póst- inn og símann og eru húsakynn- in alltof lítil til þess að geta rúmað bæði söfnin. Stefnt er að því að gera safnið í gömlu loftskeytastöðinni að fullkomn- asta símasögusafni Iandsins,“ segir í frétt frá Pósti og síma. Skipulagsskrá fyrir sam- starfsverkefnið er undirritað á 90 ára afmæli símaþjónustu á íslandi. LEIÐRÉTT I grein um Pourqui pas? í sunnudags- blaði var staf ofaukið. Bærinn heitir Straumfjörður, ekki Straumsfjörður. Úr dagbók lögreglunnar Olvaðar stúlkur áberandi TILKYNNINGAR vegna afleiðinga veðurofsa settu svip sinn á helgar- dagbókina að þessu sinni. Þá bera bókanir talsyerð merki ölvunar á meðal fólks. í dagbókinni eru skráð 44 umferðaróhöpp, en í þeim urðu slys á fólki í þremur tilvikum. Af- skipti þurfti að hafa af 10 líkams- meiðingum, 15 innbrotum, 9 þjófn- uðum, 15 eignarspjöllum og 1 rán var tilkynnt til lögreglu. Enn sem fyrr var mikið um kvartanir vegna hávaða og ónæðis í heimahúsum, eða 23 talsins. í flestum tilvikum var um að ræða ölvað fólk, sem ekki kunni eða gat tekið tillit til íbúa í sama húsi. Vista þurfti 28 í fangageymslunum. Líkamsmeiðingar og innbrot Fiytja þurfti dreng á slysadeild eftir átök í Bökkunum á föstudag. Manni var hrint niður tröppur veit- ingastaðar við Ármúla. Hann skall með höfuðið í gólfið svo flytja varð hann á slysadeild með sjúkrabif- reið. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmál í Austurstræti að- faranótt sunnudags. Þremur tölvum var m.a. stolið í innbroti í fyrirtæki við Hverfisgötu aðfaranótt föstudags. Brotist var inn í nuddstofu og hárgreiðslustofu við Skólavörðustíg og þaðan stolið tölvum og símum. Á föstudag var farið inn í bifreið við Langholtsveg. Þá var veskjum starfsfólks fyrir- tækis við Bíldshöfða stolið úr yfír- höfnum þeirra. Um kvöldið var brotist inn í hús í Bláskógum og í bifreiðir við Bergstaðarstræti, Tryggvagötu og Reykás. Á laugar- dag var farið inn í fyrirtæki við Korngarða. Maður var handtekinn eftir að hafa brotið upp hurð á skrifstofu við Austurstræti aðfara- nótt sunnudags. Ógnaði með hnífi Á föstudag var maður handtek- inn í kjallara húss við Baldursgötu. Við húsleit hjá honum fannst nokk- urt magn af amfetamíni og meint þýfi úr innbrotum. Aðfaranótt laug- ardags var maður handtekinn á Lækjartorgi. Á honum fundust tveir hnífar og auk þess 30 svefntöflur. Þegar dyraverðir skemmtistaðar í miðborginni meinuðu manni inn- göngu á staðinn aðfaranótt sunnu- dags tók hann upp „mace“-brúsa og sprautaði framan í einn dyra- varðanna og nálægt fólk. Að því loknu hljóp maðurinn á brott, en var handtekinn skömmu síðar. í fórum hans fannst gasbrúsi. Um nóttina voru þrír ungir menn undir áhrifum vímuefna handteknir í austurborginni eftir að einn hafði ógnað fólki þar með hnífí. Hávær unglingasamkvæmi Lögreglan hefur nokkrum sinn- um beðið foreldra að huga sérstak- lega að svonefndum unglingapart- íum og það ekki að ástæðulausu. Tilkynnt var um eitt slíkt i húsi við Hraunbæ á föstudagskvöld. Þar var talsverð háreysti. Aðfaranótt sunnudags þurfti að vísa um 30 unglingum úr sam- kvæmi húss við Mávahlíð. Þá var kvartað yfir samkvæmi unglinga við Byggðaholt og við Hólmgarð. í nokkrum tilvikanna reyndist vera um almenna ölvun á meðal bam- anna að ræða. Engir unglingar sáust á ferli í eða við miðborgina að næturlagi um helgina. Talsverð ölvun var á meðal fólks, sérstaklega aðfaranótt sunnudags. Þá varð- stúlka fyrir bifreið í Hafnarstræti. Hún hlaut talsverða áverka. Annars var áberandi hversu stúlkur virtust ölvaðar og illa á sig komnar. Sjá mátti ofurölvi ungar konur, annars snyrtilega til fara, sem varla vissu í hvorn fótinn þær áttu að stíga. Tvær sátu á tröppum húss við Hverfisgötu og köstuðu upp í tvíómi, ein sat við sömu iðju á hækjum sér í húsa- sundi við Hafnarstræti og svona mætti lengi telja. Þessi ásýnd ætti að verða öllu sæmilega skynsömu fólki umhugsunarefni. Eftirlit með ljósabúnaði Þessa viku munu lögreglumenn á Suðvesturlandi beina athygli sinni sérstaklega að ljósabúnaði ökutæka, bifreiða jafnt sem reið- hjóla svo og stefnuljósanotkun öku- manna. Varla þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að hafa ljósabúnað- inn í lagi og nota hann rétt í skammdeginu. Sektir vegna van- búnaðar ljósa geta verið á bilinu 2.000-5.000 kr. Um helgina snjóaði lítillega á höfuðborgarsvæðinu. Að gefnu til- efni er rétt að geta þess að í regl- um er gert ráð fyrir að neglda hjól- barða megi ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október, nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýju og samúð við fráfall eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖLDU PÉTURSDÓTTUR, Álfholti 2c, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjör- gæsludeildar Borgarspítalans. Hermann Valsteinsson, Haukur Herrrutrtnsson, Pétur Hermanrttson, Reynir Hermannsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR G. GÍSLADÓTTUR, Tjarnarbraut 11, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs. Guð blessi ykkur öll. Ásthildur Ólafsdóttir, Hörður Zóphaniasson, Kristján Bersi Ólafsson, Sigríður Bjarnadóttir, Ingileif Ólafsdóttir, Gunnar Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.