Morgunblaðið - 08.10.1996, Page 44

Morgunblaðið - 08.10.1996, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Simbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is „Til allrar hamingju“ Frá Þorsteini frá Hamri: GAUTI Kristmannsson skrifar meðal annarra orða í Morgunblað- ið 1. okt. síðastliðinn: „evrópsk skáld vissu og vita vel hvað stuðlun er, rétt eins og hver einasti textasmiður á auglýsingastofu veit það, og láti þau stuðla eiga sig í texta sínum sé ég enga ástæðu til að bæta þeim við.“ Tilefnið er, að Gauti birti ný- lega þýðingu eftir sig á Der Panther eftir Rilke og hafði hana óstuðlaða með öllu. Sér á parti er forvitnilegt að freista slíkra vinnubragða, og auðvitað hveijum manni fijálst. Þessa að- ferð sína rökstyður Gauti í grein sinni, þar sem hann hefur mörg orð o g hvöss um þvingandi óþurftaraðild stuðlasetningar að ljóðaþýðingum. Ósjálfrátt hlýtur lesandinn að álykta sem svo að Gauti Krist- mannsson byggi álit sitt á stað- góðri þekkingu og kunni raunveru- lega að greina stuðla, ekki síður en „textasmiður á auglýsinga- stofu“. Það kemur því á óvart, er hann segir í sömu grein um Shake- speare-þýðingar Helga Hálfdanar- sonar: „til allrar hamingju lét hann vera að troða inn í þær stuðlum og höfuðstöfum, enda er þá ekki að finna í frumtextanum.“ Fomkveðið er að hamingjunni séu lagðir hálir vegir, og sannast sagna virðist býsna sleipt umhverf- is það hugtak í ofangreindu dæmi. Hvað sem Gauti segir, vill einmitt svo til, að þýðingar Helga á leikrit- um Shakespeares eru vendilega stuðlaðar, línu fyrir línu, og höfuð- stafasetning er þar algeng. Þetta ætti Gauti Kristmannsson að skoða nánar og treysta með því rökfærslu sína. Til samræmis við hana gæti svo farið að hann yrði að sjá sig um hönd, gera upp við sig hvað hann meinti með „til allr- ar hamingju" og setja í staðinn: „Því miður og illu heilli tróð Helgi Hálfdanarson stuðlum og höfuð- stöfum inn í Shakespeare-þýðingar sínar.“ Nema Gauti kjósi fremur, í al- vöru talað, að gera þá einföldu og sanngjörnu játningu, að í meðför- um kunnáttumanna þurfi þýðingar kannski ekki endilega að bíða hnekki, þótt unnar séu samkvæmt íslenzkri braghefð. Og hafí læðzt að honum sú lítilþæga kredda að stuðlar og höfuðstafir séu megin- þröskuldurinn í vegi skáldskapar, mætti hann endurskoða hana í leið- inni. Við ögn fleira mun að etja á þeirri braut. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI, Smáragötu 2, Reykjavík. Skólinn sem gleymdist Frá Torfa Ólafssyni: MORGUNBLAÐIÐ birti um það frétt á baksiðu miðvikudaginn 2. október að haldið hefði verið upp á 70 ára afmæli ísaksskóla daginn áður, 1. október, og segir í fram- haldi af því að skóli ísaks Jónsson- ar sé „elsti starfandi barnaskóli í Reykjavík". Þegar ég las þetta duttu mér fyrst í hug orð konu Búa Árlands í Atómstöðinni: „Já mikið komið þér lángt ofanúr sveit.“ Það er nefnilega erfitt að ímynda sér hvar sá hefur alið manninn um dagana, sem ekki þekkti Landakotsskóla og veit ekki heldur að barna- fræðsla í Landakoti hófst fyrir aldamót, nánar tiltekið 1897 þegar St. Jósefssytur hófu þar skipulega barnafræðslu, eða jafnvel árið áður því að í minningum systur Clementíu eldri segir að systurnar hafi byijað að segja til börnum haustið eftir að þær komu til landsins (1896) og þá í vistarver- um sínum. Til er mynd af skóla- börnum í Landakoti, 10-15 tals- ins, tekin fyrir aldamót af Sigfúsi Eymundssyni. Skólahúsið var hins vegar ekki komið á laggirnar og vígt fyrr en 1909. En það er sama við hvort ártalið er miðað, Landa- kotsskóli er þrátt fyrir það miklu eldri en skóli ísaks Jónssonar enda verður haldið upp á 100 ára af- mælið hans á næsta ári. 90 ára afmæli hans var haldið hátíðlegt 23.-24. maí 1987. TORFIÓLAFSSON, Melhaga 4, Reykjavík. Ég heyrði að það væru tólf hundar í kviðdóminum ... hvernig þótti þeim að vera aðskildir frá öðrum? Þeir góluðu alla nóttina . Hvað skal segja? 32 Væri rétt að segja: Hann bjó hér fyrir löngu síðan. Svar: Það þykir dönskulegt að segja siðan á eftir fyrir. Gott mál væri: Hann bjó hér fyrir löngu. Hins vegar færi einnig vel á að segja: Það er langt siðan hann bjó hér. Aiit efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.