Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBl@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vísindamenn búast við Skeiðarárhlaupi á hverri stundu Lýst yfir hættuástandi á Skeiðarársandi ALMANNAVARNARÁÐ ríkisins ákvað í gær, að höfðu samráði við vísindamenn, að lýsa yfír hættu- ástandi á Skeiðarársandi. Hættu- ástandið varir þangað til hlaupið hefur úr Skeiðaráijökli. Ef ekki kem- ur hlaup í dag verður veginum yfir Skeiðarársand lokað kl. átta í kvöld, en undanfama daga hefur veginum verið lokað kl. ellefu. Sigurður Gunnarsson, sýslumaður .__í Vík í Mýrdal, sagði að það væri mat Almannavarna að ekki væri óhætt að leyfa umferð um sandinn nema í björtu þegar vel sæist til Skeiðaráijökuls. Hann sagði að í yfír- lýsingu Álmannavárna um hættu- ástand fælist að þeim sem leið ættu um Skeiðarársand bæri að hafa vara á sér og að þeir sem færu um sandinn utan vega gerðu það á eigin ábyrgð. Sigurður sagði að við upphaf hlaups yrði öll umferð utan vega á sandinum bönnuð og þyrla yrði send á loft til að kanna hvort einhveijir væru á sandinum. Ennfremur yrðu bílar taldir inn og út af veginum yfir Skeiðarársand. Það færi síðan eftir umfangi og eðli hlaupsins hvort gripið yrði til frekari aðgerða við upphaf hiaups. Jarðvísindamenn flugu upp að gosstöðvunum í Vatnajökli í gær. Skyggni var slæmt og ekki sást nið- ur á jökulinn. Af þeim sökum tókst ekki að gera mælingar á vatnshæð Grímsvatna. Ekki tókst heldur að gera mælingar um helgina, en vís- indamenn áætla að yfirborð Gríms- vatna þafi nú náð hátt í 1.500 metra hæð. I síðustu Grímsvatnahlaupum hefur að jafnaði hlaupið þegar yfír- borð vatnanna hefur staðið í um 1.450 metrum. Morgunblaðið/Þorkell UM helgina brotnaði nokkuð úr Skeiðarárjökli ofan við Gígju- kvísl. Þetta kann að vera fyrirboði hlaups, en gæti einnig verið afleiðing rigninga. Að mati heimamanna hefur Skeiðaráijökull hækkað síðustu daga, en það er talið öruggur undanfari hlaups. Morgunblaðið/Ásdís Annað GSM-kerfi kemur á næsta ári Útboð á starfsleyfi fyrir áramótin HALLDÓR Blöndal, sam- gönguráðherra, segir vilja sinn standa til þess að útboð á starfsleyfi til reksturs ann- ars GSM-farsímakerfis til við- bótar við kerfi Pósts og síma verði auglýst fyrir áramót. Nýtt GSM-þjónustufyrirtæki geti því tekið til starfa eigi síðar en 1. júlí á næsta ári. Samgönguráðherra skýrði frá þessu á ráðstefnu Pósts og síma um fjarskiptaþróun sem haldin var í gær í tilefni af því að 90 ár eru liðin frá lagningu sæsíma til íslands. „Útboðsgögn munu liggja fyrir á næstu vikum en áður en frá þeim er endanlega gengið er nauðsynlegt að taka afstöðu til einstakra ákvæða eða skilyrða sem við kunnum að vilja setja vegna fámennis okkar og strjálbýlis. Ég hef gengið út frá því að eitt starfsleyfi verði gefið út til viðbótar starfsleyfi Pósts og síma, sem er sú leið sem Norðmenn, Danir og raunar fleiri þjóðir hafa far- ið,“ sagði samgönguráðherra meðal annars í ávarpi sínu á ráðstefnunni. ■ Samkeppni/18 Bílvelta í Langadal JEPPI valt í Langadal í Húnavatns- sýslu um tvöleytið í gærdag. Öku- maðurinn var einn í bílnum og slapp með skrámur að sögn lögreglu á Blönduósi. Svo virðist sem ökumaðurinn hafí misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann fór út af vegin- um og valt nokkrar veltur. Bíllinn skemmdist mikið. Fagnaðarfundir " viðkomuÓðins FAGNAÐARFUNDIR urðu með 19 skipveijum Oðins, varðskips Landhelgisgæslunnar, og fjöl- skyldum þeirra í gærkvöldi þeg- ar varðskipið lagðist að bryggju í Reykjavík á 47. degi ferðar í Smuguna. Óskar Skúlason háseti fékk reglulega hlýjar móttökur hjá sinni heittelskuðu, Svandísi Hákonardóttur, og létu þau ljós- myndara ekki trufla sig. Ferð Óðins er sú þriðja ájafn mörgum árum á veiðislóðir í Smugunni. Að sögn Kristjáns Þ. Jónssonar skipherra var túrinn sá stysti hingað til, en var þó „alveg nógu langur“ að mati eins skipveijans. Oðrum fannst tíminn reyndar óveiyu fljótur að Hða að þessu sinni og sá hefur farið í öll þijú skiptin. Kristján skipherra sagði að ferðin hafi verið tiltölulega ró- leg. Til marks um það hafi „dokt- orinn“ aðeins þurft að sinna 34 tilvikum um borð og öðrum 15 í gegnum talstöð. Ekkert þeirra gat þó talist mjög alvarlegt. „Síð- ustu þrjár vikurnar var aflinn mjög lélegur og þá er eðlilega lítið að gera. Á meðan svo er slasa menn sig ekki,“ sagði Krist- ján. Skipherrann segir að stærsta breytingin frá fyrri ferðum Óð- ins í Smuguna 1994 og 1995 sé að samskipti norsku landhelgis- gæslunnar og islensku skipanna hafi batnað til muna. Segir hann að Norðmenn hafi verið mjög ánægðir með samvinnuna við ís- lendinga. Útboð vegna Sultartangavirkjunar ráðgert um áramót Aætlað að verkið kosti 13,5 milljarða króna BYGGING 125 MW virkjunar við Sultartanga er langstærsta fram- kvæmdin sem Landsvirkjun telur sig þurfa að ráðast í til að anna orkuþörf fyrirhugaðs álvers Col- umbia Ventures og vegna hugsan- legrar stækkunar Járnblendiverk- smiðjunnar. Samkvæmt endurskoð- aðri áætlun er talið að verkið kosti 13,5 milljarða og að framkvæmda- tíminn verði 3'/2 ár. Meðal annarra raforkufram- kvæmda Landsvirkjunar vegna mögulegrar stóriðju á næstu þrem- ur árum er lagning 400 kílóvolta háspennulínu frá Sultartanga niður í Búrfell og þaðan yfír á Sandskeið. Er kostnaður við línuna áætlaður tæpir þrír milljarðar. Gerð útboðsgagna hafin Áætlaður kostnaður við fyrirhug- aða Hágöngumiðlun er 1.200 millj., stækkun Kröfluvirkjunar er talin kosta samtals 1.400 millj. kr. og einnig er ráðgert að hækka stíflu við Laxárvirkjun um 8-12 metra en sú íjárfesting er talin nema um 400 milljónum kr. Gerð útboðsgagna vegna Sultar- tangavirkjunarinnar er þegar hafin. Ef samningar nást við Columbia Ventures á næstu vikum mun Landsvirkjun væntanlega óska eftir því að stjórn Járnblendifélagsins gefi svör um hversu líklegt sé að ráðist verði í stækkun, skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins. Að því búnu yrði tekin endanleg ákvörðun um hvort ráðist verður í útboð fram- kvæmda við Sultartangavirkjun um áramótin en ráðgert er að bjóða þá út allt verkið. ■ Fjárfesting/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.