Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 5 FRÉTTIR tímabili, sem voru erfiðasti tíminn á mínum formannsferli. En nú hefur einnig giftusamlega tekist að bæta fyrir það, í hinum nýja þingflokki okkar. Af þessari reynslu vil ég að við lærum.“ Enginn málefnaágreiningur innan flokksins Jón Baldvin sagði engan mál- efnaágreining uppi í röðum Alþýðu- flokksmanna og meðal jafnaðar- manna. „Þess vegna er engin ástæða til að takast á um málefni. Auðvitað eru skiptar skoðanir um menn, eins og eðlilegt er og ekkert við því að segja. En ég dreg enga dul á það, að þeir fjölmörgu, sem rætt hafa við mig, hafa rætt opinskátt um það hvernig best yrði staðið að forustu- skiptum. Meirihluti þeirra, sem við mig hafa rætt, hefur lýst þeirri skoð- un sinni að það yrði farsælast fyrir flokkinn ef Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, gæfi kost á því að bjóða sig fram til formanns. Ég hef lýst mig sammála því mati og hvatt Sighvat til þess. Ég tel hann, að öllum öðrum ólöstuðum, öflugastan talsmann þeirra sjónarmiða nútíma jafnaðar- stefnu, sem Alþýðuflokkurinn hefur verið boðberi fyrir á mínum form- annsferli, þeirra sjónarmiða sem þurfa að vega þungt í stefnu jafnað- armanna á næstu misserum." 1 Jón Baldvin kvaðst einnig hafa i rætt hreinskilnislega við samstarfs- menn sína um að hann teldi flokknum fyrir bestu að formaður sameinaðs f þingflokks jafnaðarmanna, Rannveig ' Guðmundsdóttir, héldi áfram því i starfí og Guðmundur Ámi Stefánsson | héldi áfram sem varaformaður.- Hann kvaðst einnig hafa lýst þeirri skoðun sinni, að Össur Skarphéðinsson ætti að gefa kost á því að bjóða sig fram til formennsku framkvæmdastjómar, en Guðmundur Oddsson, núverandi i formaður hennar, mun ekki gefa kost á sér til þess embættis áfram. „Ég er þar með að lýsa skoðunum mínum um hvernig ég tel að forustusveitin verði vel skipuð, sem samhent og styrk sveit. Ég vil gjarnan undir- strika, að auðvitað ræð ég þessu ekki. Ég á hins vegar rétt á skoðunum mínum og ég bið menn að virða við mig að ég hef langa reynslu af því að kosningar kosninganna vegna eru ekki æskilegar. Kosningar em hins vegar sjálfsagðar ef menn þurfa að skera úr í málefnalegum ágreiningi. Ég er einfaldlega að reyna að lesa í huga flokksmanna minna, þegar þeir segja við mig að það skipti miklu máli á þessum tímamótum, að flokks- þingið fái tíma, ráðrúm og tækifæri til þess að skipta verkum með forustu- mönnum þannig að við komum frá > þessu flokksþingi með samhenta for- ustusveit, sem er vel í stakk búin til að nýta þau sóknarfæri sem framund- an eru.“ Ágúst Einarsson Engin áhrif á samstarfið í þingflokknum ÁGÚST Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, segir að breytingar á forystu Alþýðuflokksins hafi eng- in áhrif á samstarf Þjóðvaka og Alþýðuflokksins í Þingflokki jafnaðarmanna. „Samstarfið í þingflokknum hefur verið gott og ég er fullviss um að það mun verða gott áfram þrátt fyrir þessar breytingar,“ segir hann. „Þetta er persónuleg ákvörð- un Jóns Baldvins Hannibalssonar og það ber vitaskuld að virða hana. Hann hefur sett svip sinn á íslenska pólitík og það verður sjónarsviptir að honum. Hann er að vísu ekki hættur i pólitík og ætlar að standa að því ferli sem sett var í gang á haustdögum um samstarf jafnaðarmanna og fagna ég því. Mál eftirmanns hans er hins vegar alfarið mál Alþýðuflokksins og ég vænti þess að þeir komist að vænlegri niður- stöðu fyrir framtíð hreyfingar jafnaðarmanna,“ sagði Ágúst. Jón Baldvin kvaðst aldrei verða svo gamall að hann yrði ekki mjög þakklátur samstarfsmönnum sínum í flokknum, fyrr og síðar, fyrir það tækifæri að fá að leiða flokk ís- lenskra jafnaðarmanna á mesta um- breytingaskeiði sem orðið hafi í þess- um heimshluta í lífí þessarar kynslóð- ar. „Þetta hafa verið spennandi tímar, skemmtileg verkefni og við þolað saman súrt og sætt, en við höfum líka náð miklum árangri. Auðvitað er ekki mitt að dæma um það, það er annarra. Að lokum segi ég af heilum hug og heitu hjarta, þakka ykkur öllum fyrir. Ég reyndi að gera mitt besta og meira verður ekki farið fram á.“ Framtíðin óráðin og spennandi Að lokinni yfirlýsingu Jóns Bald- vins var hann inntur eftir því hvort hann hefði lokið sínu hlutverki í ís- lenskri pólitík. „Nei, ég mun sitja áfram á þingi,“ svaraði hann. ;,Ég mun sérstaklega leggja mig fram um að stuðla að því að markmiðið um samstarf jafnaðarmanna nái fram að ganga. Jafnframt felst í þessu að fyrr en síðar mun ég leita að nýjum samstarfsvettvangi.“ Aðspurður hvort hann hefði þegar tryggt sér starf á öðrum vettvangi, svaraði Jón Baldvin, að það eina sem hann gæti sagt um spurningar af þessu tagi væri, að hann myndi sitja enn um skeið á þingi og hann hefði ekki lagt fram neinar umsóknir um önnur störf. „Framtíðin er óráðin og spennandi." Þegar Jón Baldvin var inntur eftir því, hvort Sighvatur Björgvinsson væri líklegri en hann til að leiða jafn- aðarmenn saman í eina hreyfíngu, og einnig bent á að þeir væru af sömu kynslóð, svaraði hann því til, að Sighvatur væri þrautreyndur stjórnmálamaður. „Við höfum verið nánir samstarfsmenn um langan tíma. Hann er mjög öflugur talsmað- ur þeirra sjónarmiða, sem Alþýðu- flokkurinn stendur fyrir og á þessum tímamótum skiptir það miklu máli. Kynslóðaskipti eru framundan, en þau eru ekki orðin.“ Þegar Jón Baldvin var spurður hvort þingmenn Þjóðvaka, sem nú störfuðu með Alþýðuflokki innan þingflokks jafnaðarmanna, væru sáttir við Sighvat sem eftirmann hans á formannsstóli, þá benti hann á að Þjóðvaki hefði ekki verið lagður niður, þrátt fyrir það samstarf. „Þeir sem ekki eiga flokkslega aðild að Alþýðuflokknum hafa ekki með þessa ákvörðun að gera.“ Aðspurður hvort ákvörðun hans nú væri í einhveijum tengslum við samstarfið við Þjóðvaka, til að auð- velda samstarf innan þingflokks jafnaðarmanna, sagði hann svo ekki vera. Það væri frekar hugsað til framtíðarinnar. Kosningabandalag fyrir næstu kosningar Jón Baldvin kvaðst enga dul draga á, að hann vildi sjá kosningabandalag fyrir næstu þingkosningar, undir sameiginlegri stefnu jafnaðarmanna. „Ég hef sjálfur tröllatrú á því, að Alþýðuflokkurinn geti vel vænst 20% fylgis í næstu kosningum. Það er ekki nóg og ég vildi gjaman sjá slíkt kosningabandalag, sem getur gert sér mun meiri fylgisvonir og náð þannig aftur málefnalegu og verklegu frum- kvæði í íslenskum stjórnmálum." Að lokum sagði Jón Baldvin að hann væri mjög sáttur við ákvörðun sína og vitnaði í Predikarann, að öilu væri markaður staður og stund. ISL0NSKT F £ R S K T ISLENSKIR DAGAR Á SUÐURLANDI ÍSLENSKIR NEYTENDUR VITA AD INNLENDAR VÖRUR STANDAST ERLENDA SAMKEPPNI.* UM LEID OG VID VELJUM ÍSLENSKAR VÖRUR EFLUM VIÐ ÍSLENSKT ATVINNULÍF OG GERUM GÓÐ KAUP. (3) SAMTÖK isiEw). «i» IÐNAÐARINS IAMDBUNAÐUR *Skv könnun ÍM Gattup sem gerö ver t tanOar 1996 fynr samstarlsnefnd sem stöö aö ðtskinu fslenskt jð takk haustiö 1995. ISLENSKT - JA TAKK 9:30 Átakið opnað í Límtré hf. á Flúðum með ávarpi iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar, að viðstöddum forseta íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni og konu hans. Þaðan liggur leiðin um Suðurland á Hvolsvöll, Hellu, Selfoss og Hveragerði þar sem fyrirtæki verða heimsótt. Víðsvegar um Suðurland verður skipulögð dagskrá á islenskum dögum; fyrirtæki sýna framleiðsluvörur sínar og í verslunum á Suðurlandi verða kynningar og tilboð á íslenskum vörum með sérstakri áherslu á sunnlenska framleiðslu. jptm1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.