Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bæjarstjórnarmeirihlutinn á Húsavík ekki sammála um sölu bréfa í FH og Höfða Salan samþykkt með stuðn- ingi sjálfstæðismanna MEIRIHLUTAFLOKKARNIR í bæjarstjórn Húsavíkur, Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag, voru ekki samstiga þegar greidd voru atkvæði um tillögu Stefáns Haraldssonar, Fram- sóknarflokki, um að Framkvæmdalánasjóður selji væntanlegu sameinuðu hlutafélagi Fiskiðju- samlags Húsavíkur, FH, og Höfða, hlutabréf að nafnverði 55 milljónir króna á genginu 1,95. Þrír fulltrúar Alþýðubandalags ásamt fulltrúa Alþýðufiokks greiddu atkvæði gegn tillögunni, en hún var samþykkt með stuðningi tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokks í bæjarstjóm. Miklar og heitar umræður urðu um tillöguna á fimm tíma löngum fundi bæjarstjómar. Tillaga um sameiningu Fiskiðjusamlags Húsavíkur og Höfða var samþykkt með atkvæð- um fulltrúa Frarnsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Kristján Ásgeirsson, Alþýðubandalagi, greiddi atkvæði á móti tillögunni, en hinir tveir fulltrúar flokksins sátu hjá. I greinargerð þeirra segir m.a. að fulltrúar G- og B-lista hafi undan- farna daga reynt að ná samkomulagi um fram- tíðarsýn fyrirtækisins en greini verulega á í þeim efnum. Til stendur að sameina félögin tvö Alþýðubandalag sakar sam- starfsflokkinn um að gæta ekki hagsmuna bæjarins um næstu mánaðamót, en hluthafafundir í FH og Höfða hafa verið boðaðir næsta þriðjudag, 29. október, þar sem formlega verður gengið frá sameiningunni. Fulltrúar Alþýðubandalags lögðu á fundinum til að allt að 9% hlutafjár Framkvæmdalánasjóðs yrðu seld á almennum hlutabréfamarkaði, við það myndi rétt og sanngjarnt verð fást fyrir bréfin, en þeir telja að verið sé að selja hlutabréf- in langt undir markaðsverði. Tillagan var felld. Þá lagði Jón Ásberg Salómonsson, Alþýðu- flokki, fram tillögu um að 5% hlutabréfa bæjar- ins yrðu seld á almennum markaði á genginu 2 og að íbúum Húsavíkur yrði boðinn forkaups- réttur að ákveðnum hluta bréfanna á sama gengi. Tillaga Jóns var einnig felld. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn gengu til liðs við fulltrúa Framsóknarflokksins þegar greidd voru atkvæði um tillögu Stefáns, að selja vænt- anlegu sameinuðu hlutafélagi hlutabréf að nafn- virði 55 milljónir á genginu 1,95. Fulltrúar Al- þýðubandalags bókuðu á fundinum að þeir telji óeðlilegt að fulltrúar bæjarins í stjórnum FH og Höfða vinni að málum á þann hátt sem gert var, enda liggi fýrir að gengi í sameinuðu fé- lagi sé 2,6 og samkvæmt tillögu endurskoðenda félaganna sé gengið 2,8. „Ljóst er að með af- greiðslu á málinu, að selja hlutabréf undir til- lögu stjórnar eða endurskoðenda, er Húsavíkur- bær að færa til annarra hluthafa umtalsverða fjármuni. Með þvi að samþykkja tillögu um sölu á hlutabréfum langt undir gengi er ljóst að þeir bæjarfulltrúar sem það gera eru ekki að gæta hagsmuna bæjarfélagsins, heldur ganga erinda annarra hagsmunaaðila,“ segir í bókun G-listans. Kristján Ásgeirsson lét hörð orð falla í garð samstarfsflokksins. Hann talaði um svik og að verið væri að blekkja fólk, en Stefán Haralds- son sagði við lok umræðunnar að það hefði verið á mörkunum að hægt hefði verið að sitja undir aðdróttunum Kristjáns. TROPPUSPJALL AISAFIRÐI Morgunblaðið/RAX Friðrik Sophusson fjármálaráðherra um breytingar á skattkerfinu Kannað að gera landið að einu skattumdæmi VSI ogVR Náðu ekki samkomu- lagium vinnu- áætlun SAMKOMULAG náðist ekki um vinnuáætlun í komandi kjaraviðræð- um milli Vinnuveitendasambandsins og Verslunarmannafélags Reykja- víkur og mun ríkissáttasemjari ganga frá áætluninni. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR, var ekki fallist á að hié yrði gert á viðræðunum fram yfir áramót ef samningar næðust ekki fyrir jól. „Þeir gerðu kröfu um að ef samn- ingar næðust ekki fyrir jól þá yrði gert hlé á viðræðum fram yfir ára- mót, en þær síðan teknar upp aftur eftir nýárið og stefnt að því að ljúka þeim 15. janúar," sagði Magnús. „Við erum algerlega á móti því að setja dagsetningar og áform fram á árið 1997. Við teljum að hugsunin með breytingum á vinnulöggjöfinni og viðræðuáætluninni hafi verið að koma viðræðum af stað nokkru áður en samningar renna út um áramót og að menn ættu að freista þess að ná nýjum samningum áður. Þegar talað er um að stefna að samningum fyrir 15. janúar má segja að í því liggi samþykki fyrir að framlengja núverandi samning eitthvað fram á næsta ár. Við höfum ekki umboð til þess.“ Magnús benti á að VR hefði þegar náð samkomulagi við Félag ísl. stórkaupmanna og Vinnumála- sambandið og að þar væru engar dagsetningar nefndar eftir áramót. Reynt að semja fyrir jól Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að sam- komulag hafi verið gert við öll lands- sambönd og mörg félög, þar sem gengið hefur verið út frá að reynt verði að ná samningum fyrir jól. „Gerist það ekki þá viljum við hafa nokkurt raunsæi á vinnulagi og telj- um þess vegna heppilegt, og um það hefur náðst samkomulag við alla aðra, að gert verði formlegt viðræðu- hlé yfir jól og áramót,“ sagði hann. „Sáttasemjari taki svo við stjóm við- ræðnanna annaðhvort um áramótin eða 16. janúar. Þetta er gert af hag- kvæmnisástæðum." FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að hann vilji láta kanna hvort einfalda eigi skattkerfið með því að gera ísland að einu skattum- dæmi. Samkvæmt þessu yrði aðeins einn skattstjóri og síðan úrskurðar- nefnd á borð við yfirskattanefnd. „Þannig verði samræmd öll með- ferð mála og eftirlit, en starfsemin gæti jafnt sem áður átt sér stað í starfstöðvum út um allt land,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. Fjármálaráðuneytið hefur að und- anfömu að sögn Friðriks átt viðræð- ur við ýmis félög atvinnulífsins um fyrirhugaðar breytingar á skattalög- um og stefnuna í þeim efnum. Hann sagði að eitt af því sem komið hefði upp í viðræðum við VSÍ væm hugs- anlegar breytingar á úrskurðum í skattkerfinu, en VSÍ hefur bent á að æskilegt væri að komið yrði á fót skattadómstól í stað yfirskattanefnd- ar, sem er úrskurðaraðili stjómsýsl- unnar, eða að Hæstiréttur tilnefni meirihluta yfirskattanefndarmanna. „Ég sé ekki að á næstunni verði gerðar viðamiklar breytingar á þess- um málum, en það er hins vegar sjálf- sagt að skoða það. Ef verið er að tala um að aðrir en fjármálaráðherr- ann eigi að koma að skipan nefndar- innar þá má skoða það á næstunni, en það verður þó að hafa það í huga að þótt fjármálaráðherrann skipi nefndina þá starfar hún eftir lögum, en ekki eftir fyrirmælum úr flármála- ráðuneytinu eða skattkerfinu. Að minu áliti kemur sérstakur skatta- dómstóll varla í stað yfirskattanefnd- ar, heldur yrði hann hluti af dóms- kerfinu," sagði Friðrik. Forúrskurðir gætu liðkað til Friðrik sagði að það sem liðkað gæti vemlega til í skattkerfinu væri að skattyfirvöld gætu gefíð út svo- kallaða forúrskurði. Sagði hann mik- inn vilja til þess af sinni hálfu að kanna hvort hægt væri að laga lög- gjöfina til þannig að slíkt gæti gerst. „Fyrirspurnum yrði þannig beint til skattyfirvalda sem svara í svoköll- uðum forúrskurði, sem síðan yrði grundvöllur aðgerða af hálfu skatt- borgaranna eða fyrirtækjanna. Slíkt ætti að geta greitt vemlega fyrir og bætt samskiptin milli skattyfirvalda og skattgreiðenda," sagði Friðrik. Mikilsíld- veiði út af Hér- aðsflóa . ISLENSKA sumargotsíldin hefur veiðst vel undanfarna daga út af Héraðsflóa og var búið að tilkynna veiði á um 16 þúsund tonnum til Samtaka fískvinnslustöðva í gær. Að sögn Jakobs Jakobsson- ar forstöðumanns Hafrann- sóknastofnunar, gefur þessi afli enga vísbendingu um stofnstærð en haft er eftir sjó- mþnnum að þarna sé mikil síld. „Ég er mjög ánægður með það,“ sagði hann. „Hins vegar á eftir að mæla síldarstofninn með bergmálsmælingum en það er gert á hverju ári. Það á að vera þarna mjög sterkur árgangur í síldinni frá árinu 1991 eða sex ára síld, sem okkur fannst ekki skila sér í fyrra. Það eru margir árgang- ar í stofninum sem betur fer 1 en þessi átti að vera hvað sterkastur.“ Að sögn Jakobs hefur það reynst vel sl. 20 ár að veiða milli 20 og 25% af veiðistofnin- um á hveiju ári og nú í ár væri áætlað að veiða 110 þús. tonn en reiknað er með að stofninn sé milli 450 og 500 þús. tonn. Jakob sagði að fýlgst yrði með veiðunum og átti ekki von á að bergmáls- mælingum yrði flýtt en þær hafa venjulega farið fram í nóvember. ■ Skínandi síldveiði 4/D 30 fá latex- ofnæmi á 5 árum OFNÆMI fyrir latexi, sem er hið náttúrulega grunnefni í gúmmíi og hvarvetna í umhverfi manna, hefur snaraukizt hér á landi undanfarin ár. Á fimm árum hafa 30 manns greinzt með latex-ofnæmi. Davíð Gíslason, sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum, segir að um bráðaofnæmi sé að ræða og einkenn- in séu allt frá því að fólk bólgni upp á vörunum við að blása upp blöðrur til óþæginda í nefi og augum og jafn- vel asma. Langveikum bömum, sem gengizt hafa undir margar aðgerðir, og starfsfólki á sjúkrahúsum er hættast við latex-ofnæmi. Að sögn Jóns Sig- urðssonar, svæfingarlæknis á Land- spítalanum, er einna mest hætta á sjúkrahúsum á því að latex komist í snertingu við slímhúð líkamans. ■ Langveikum börnum/6 MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög- urra síðna auglýsingablað frá BYKO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.