Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D/E flltvgiiiiHafrife 242. TBL. 84. ARG. 65% Belga trúaekki Dehaene Brussel. Reuter. FLESTIR Belgar draga í efa að belg- íska stjórnin standi við loforð sín um umbætur á dómskerfínu, samkvæmt könnun sem dagblaðið La Derniere Heure birti í gær. Jean-Luc Dehaene, forsætisráð- herra Belgíu, hefur lofað að beita sér fyrir því að stjórnarskránni verði breytt þannig að stjórnmálaflokkarn- ir geti ekki skipt sér af embættum í dómskerfinu. 65% aðspurðra í könn- uninni sögðust ekki trúa forsætisráð- herranum, 26,3% töldu að hann myndi standa við orð sín og 8,7% sögðust ekki hafa skoðun á málinu. Dehaene lofaði stjórnarskrár- breytingunni eftir fjölmenn mótmæli í Brussel vegna dauða fjögurra stúlkna sem voru í haldi barnaníð- ingsins Marcs Doutroux. Margir Belgar telja að ótilhlýðileg afskipti stjórnmálamanna og spilling í dóms- kerfinu eigi sök á því að Doutroux var ekki handtekinn fyrr en í haust þótt lögreglan hafi fengið upplýs- ingar um athæfi hans löngu fyrr. STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTOBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Gæfurík fiskstunga? ÞÁTTTAKANDI í skrúðgöngu í Phuket í Tælandi stingur eftirlík- ingu af sverðfiski í gegnum kinnina. Skrúðgangan er liður í árlegri hátíð Tælendinga af kín- verskum uppruna. Þeir trúa því að slíkar stungur og fleiri trúarat- hafnir stuðli að góðri heilsu og færi mönnum gæfu. Clintón setur stækkun NATO tímamörk í fyrsta sinn Vill ný ríki í N ATO ekki síðar en 1999 Detroit. Reuter, BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, kvaðst í gær vilja að fyrrver- andi kommúnistaríki í Mið- og Austur-Evrópu fengju aðild að Atl- antshafsbandalaginu (NATO) ekki síðar en árið 1999. Þetta er í fyrsta sinn sem forsetinn setur viðræðum um stækkun NATO ákveðin tíma- mörk. „Ég vil í dag greina frá mark- miði Bandaríkjastjórnar; ekki síðar en árið 1999 - á hálfrar aldar af- mæli NATO og tíu árum eftir hrun Berlínarmúrsins - verði fyrstu rík- in, sem við bjóðum inngöngu, orðin fullgildir aðilar að NATO," sagði Clinton á kosningafundi í Detroit. Forsetinn nefndi engin ríki, en talið er að Pólland, Ungverjaland og Tékkland verði fyrstu löndin til að fá aðild að NATO eftir hrun kommúnismans í Mið- og Austur- Evrópu. „NATO verður áfram opið fyrir öllum nýjum lýðræðisríkjum Evrópu sem eru reiðubúin að axla þá ábyrgð sem fylgir aðild. Ekkert ríki verður útilokað sjálfkrafa. Ekk- ert ríki utan NATO fær neitunar- vald," bætti forsetinn við og vísaði til kröfu Rússa um að fallið yrði frá áformunum. Boðar samning við Rússa Clinton reyndi þó að sefa Rússa og sagði að áformin um stækkun NATO ættu að auka öryggi ríkja utan bandalagsins. Hann lagði til að samið yrði um formlegan sam- starf ssamning milli Rússa og NATO sem kvæði á um reglulega samráðs- fundi. Ráðherrar frá NATO-ríkjunum koma saman í desember til að und- irbúa leiðtogafund á næsta ári þar sem ákveðið verður hvaða ríki geti fengið aðild að bandalaginu. Stjórnvöld í Mið- og Austur-Evr- ópuríkjunum fögnuðu yfirlýsingu Clintons en talsmaður utanríkis- ráðuneytisins í Moskvu ítrekaði þá afstöðu rússnesku stjórnarinnar að stækkun NATO myndi ógna örygg- ishagsmunum Rússa. Alexander Lebed, sem var vikið frá sem yfir- manni öryggismála í Rússlandi í vikunni sem leið, sagði yfirlýsingu Clintons aðeins þátt í baráttu hans fyrir forsetakosningarnar 5. nóvem- ber. Frakklandsf orseti í Jerúsalem Beðinn afsök- unar á ákafa öryggisvarða Reuter JACQUES Chirac, forseti Frakklands, ýtir burt óeinkennisklæddum lögreglumanni á ferð um gamla borgarhlutann í Austur-Jerúsalem. „Farið burt, hér hafið þið ekkert að gera," sagði forsetinn við öryggisverði, sem fylgdu honum eins og skugginn og stjökuðu við blaðamönnum og fylgdarliði hans. vara- Nítján sviknir hlutir í sjö SAS-þotum ósló. Morgunblaðið. KOMIÐ hefur í Ijós að 19 sviknir varahlutir voru í sjö þotum SAS- flugfélagsins um árabil. Er þetta alvarlegasta mál sinnar tegundar í sögu SAS, að sögn Arne Petters Clausens, yfirmanns tæknideildar félagsins á Fornebu-flugvelli. SAS-flugfélagið fékk ábending- ar frá bandaríska loftferðaeftirlit- inu (FAA) í ágúst um, að fyrir- tæki í Kaliforníu sem selur flug- vélavarahluti, Jacman Aircraft, hefði ekki getað lagt fram upp- runavottorð fyrir fjölda varahluta. Kom í ljós, að 19 þrýstivökva- leiðslur í vængjum sjö flugvéla SAS, einni MD-80 þotu og sex DC-9, reyndust sviknir, þ.e. þeim höfðu ekki fylgt viðhlítandi vott- orð. Leiðslurnar voru hluti af vökva- kerfi sem knýr vængbörð og rauf- unga á vængjum sem notuð eru til þess að auka lyftikraft vængja í flugtaki og aðflugi. Strangar kröfur Simen Revold, blaðafulltrúi SAS, sagði í gær, að félagið gerði strangar kröfur um upprunavott- orð varahluta, sem keyptir væru. Allir varahlutasalar yrðu að leggja fram skjöl er sýndu að hlutirnir væru upprunalegir og uppfylltu allar kröfur. Léki einhver vafi á því bæri strax að koma varahlut, sem grunur léki á að væri óekta, fyrir kattarnef svo engin hætta væri á, að hann yrði seldur öðrum flugrekanda. Haft var eftir heimildarmönn- um innan FAA fyrr á árinu að 166 flugslys á árunum 1973-93 mætti að hluta rekja til varahluta sem ekki hefðu uppfyllt kröfur. Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, bað í gær Jacques Chirac Frakklandsforseta afsökun- ar á framgöngu ísraelskra öryggis- varða, sem reittu forsetann til reiði þegar hann gekk um gamla borgar- hlutann í Austur-Jerúsalem. Chirac reiddist mjög gestgjöfum sínum vegna öryggisgæslunnar, sem hon- um þótti úr hófi fram, en öryggis- verðirnir sinntu því engu þótt hann skipaði þeim burt. Uppákoman í Jerúsalem þykir til marks um stirð samskipti Isra- ela og Frakka, sem hafa deilt um skilmála friðarsamninga í Mið- austurlöndum, hlutverk Evrópu- ríkja í friðarumleitunum og fram- tíðarstöðu Jerúsalemborgar. „Þetta er ögrun. Hættið þessu," sagði Chirac á ensku þegar hann hafði fengið sig fullsaddan á örygg- isvörðunum. „Viljið þið að ég fari aftur í flugvélina og haldi heim til Frakklands?" Öryggisverðirnir höfðu tilmæli forsetans að engu. Vopnaðir lög- reglumenn komu í veg fyrir að Chirac gæti rætt við arabíska kaup- menn og vegfarendur og ýttu blaðamönnum og aðstoðarmönnum forsetans frá honum þegar hann gekk um gamla borgarhlutann í Austur-Jerúsalem. Chirac ofbauð framganga lögreglumannanna og reyndi að ýta nokkrum þeirra burt. Þegar Netanyahu ræddi við Chirac síðar um daginn bað hann forsetann afsökunar á ákafa varð- anna við að gæta „góðs vinar". Hann reyndi að koma í veg fyrir að atburðurinn varpaði skugga á heimsóknina og hlóð lofi á forset- ann. Gagnrýndur á þinginu Chirac hafði lýst því yfir að ör- yggishagsmunum Israela yrði best borgið með því að samþykkja stofn- un sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Netanyahu vísaði þessu ekki algjör- lega á bug og ítrekaði að hann væri staðráðinn í að virða gerða samninga og semja um frið við alla nágranna ísraela. Netanyahu sagði að Chirac hefði fært sér skilaboð frá Sýrlendingum sem hann vonaði að gætu orðið til þess að blása lífí í friðarviðræður við stjórnina í Damaskus. „Þetta voru jákvæð skilaboð en ég hygg ráðlegast að segja sem minnst um þessi mál." Óánægja ísraelskra stjórnvalda með stefnu Chiracs í málefnum Miðausturlanda kom aftur upp á yfirborðið þegar forsetinn heimsótti ísraelska þingið síðdegis í gær. Tveir hægrisinnaðir þingmenn gengu út og sökuðu hann um and- úð á gyðingum. „Við höfum átt í deilum við þig," sagði Dan Tichon, forseti þingsins, þegar hann ávarpaði forsetann. „Það sem þú segir lætur ekki alltaf vel í eyrum allra borgara ísraels." ¦ Reynt til þrautar að semja/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.