Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hópur íslenskra fyrirtækja stefnir að opnun skrifstofu í Víetnam um áramót Vonast eftir verkefnum við upplýsingakerfí FRAM að aldamótum þarf að leggja tæpa 70 milljarða íslenskra króna í upplýsingakerfi í Ho Chi Minh borg í Víetnam. Hópur íslenskra fyrir- tækja sem kallar sig NTS hefur fengið viljayfirlýs- ingar um að eiga hlut að máli í uppbyggingu upplýsingakerfa þar í landi. Innan NTS hópsins eru hugbúnaðarfyrirtækin Hugbúnaður, Skýrr, Tæknival, Tölvumiðlun og Tölvumyndir, auk Pósts og síma, Sveins Baldurs- sonar og ráðgjarfafyrirtækisins HeH Internat- ional, sem er í eigu íslenskra og víetnamskra aðila. Þorvaldur Ingi Jónsson, fulltrúi NTS í Víetnam, segir markmiðið vera að opna skrifstofu í Víetnam um næstu áramót með þremur íslendingum en hann hefur verið þar undanfarnar vikur við að kynna þá möguleika sem NTS getur boðið upp á. „í Víetnam er byijað að vinna að skráningu þjóðskrár, með upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki. Við vonumst til þess að geta tekið þátt í þeirri vinnu og standa yfir viðræður um það. Sú vinna fellur vel að þeim verkefnum sem aðilar innan NTS hópsins hafa unnið að á íslandi. Einn- ig eru viðræður í gangi um að NTS taki að sér að gera úttekt á upplýsingakerfum sem setja á upp í Víetnam, að þau uppfylli alþjóðlega gæða- staðla," segir Þorvaldur. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrr og stjórn- arformaður NTS, segir að í Víetnam sé mikil þörf fyrir þekkingu við tengingar við Internetið, uppsetningu á innrinetum og ráðgjöf um gerð landskerfa fyrir opinbera stjórnsýslu. „Til þess að taka þátt í upplýsingatæknikapphlaupinu þar í landi verðum við að hafa fulltrúa félagsins á svæðinu til þess að eiga möguleika á að grípa tækifærin þegar þau gefast. Innan NTS hópsins eru reynslumiklir aðilar á sviði upplýsingatækni. Þess vegna höfum við það frafn yfir marga aðra að geta boðið upp á alhliða lausnir í stað þess að viðskiptavinir okkar þurfi að leita til margra aðila.“ Fulltrúi Pósts og síma til Víetnam Haraldur Sigurðsson framkvæmdastjóri sam- keppnissviðs Pósts og síma fer með Þorvaldi Inga til Víetnam í dag. Að sögn Þorvaldar er ætlunin að kynna uppbyggingu og starf Pósts og síma hér á landi fyrir forsvarsmönnum Pósts og síma í Víet- nam sem mun hafa umsjón með öllum nettenging- um út úr Víetnam og reyna að koma á samstarfi milli fyrittækjanna. Sveinn Baldursson, tölvunarfræðingur hjá Tölvumyndum mun einnig fara fljótlega til Víet- nam en hann og Þorvaldur ætla að taka þátt í upplýsingatæknisýningu sem þar fer fram 6.-10. nóvember nk. og kynna þær lausnir sem NTS hópurinn getur boðið upp á í upplýsingaiðnaðinum. Nyr formaður Sambands ísl. sparisjóða ÞOR Gunnarsson sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Hafnarfjarðar var kjörinn formaður Sambands íslenskra spari- sjóða á aðalfundi Sambandsins sem haldinn var sl. föstudag. Tekur hann við af Baldvin Tryggvasyni, fyrrum sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis, sem verið hefur formaður Sambandsins í tæpa tvo áratugi. í stjórn Sam- bandsins voru einnig kjörnir þeir Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Páll Jónsson í Spari- Þór sjóðnum í Kefla- Gunnarsson vík, Björn Jónas- son í Sparisjóði Siglufjarðar, Hall- grímur Jónsson í Sparisjóði véi- stjóra, Sólberg Jónsson í Sparisjóði Bolungarvíkur og Sigfús Sumarliða- son í Sparisjóði Mýrasýslu. í vara- stjórn voru kjörnir þeir Halldór Arnason í Sparisjóði Kópavogs og Páll Sigurðsson í Sparisjóði V-Húna- vatpssýslu. Á fundinum var samþykkt að vetja hluta af árgjaldi sparisjóðanna til Sambandsins til stuðnings land- vernd, menningarmálum eða vel- ferðarmálum á landsvísu. Tilkynnt var að sparisjóðirnir myndu vetja 15 milljónum króna til verndunar Dimmuborga. FRAMK V ÆMDIR við stækkun álversins í Straumsvík ganga samkvæmt áætlun og stefnt er að því að gangsetja ker í nýjum kerskála í áföngum næsta sumar. 160 ker verða í nýja skálanum og framleiðslugeta þeir verður um 60 þúsund tonn af áli sam- kvæmt áætlunum. Búið er að reisa stálgrind yfir 140 ker, samkvæmt upplýsingum Einars Guðmundssonar, rekstr- arstjóra álversins í Straumsvík, og klæða helming af nýja Gengur samkvæmt áætlun kerskálanum, auk þess sem klæðningu á þremur fjórðu hluta skálans er að nokkru lokið. Skálabyggingunni á að hafa ver- Morgunblaðið/RAX ið lokað í desember. Komið hefur verið fyrir um tuttugu kerum í skálanum og verður byrjað að selja búnað til að skammta súrál ofan á þau í þessari viku. Auk framkvæmda við kerskál- ann er einnig verið að stækka steypuskála álversins og fram- kvæmdir við höfnina standa yfir, en nýr hafnargarður er að verða tilbúinn. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við stækkun ál- versins kosti á bilinu 13-14 millj- arða króna. Búist við verð- hækkun eldsneytis BÚAST má við að verð á bens- íni og gasolíu muni hækka nokk- uð á næstu vikum hérlendis vegna mikilla hækkana á heims- markaðsverði að undanförnu. Verð á 95 oktana bensíni hækk- aði síðast þann 11. september sl. úr 75,10 kr. í 76 kr. hver lítri eða um liðlega 1%. .Mun meiri hækkun hefur orðið á gasolíu undanfarið, en verðið hefur farið úr 23,50 kr. lítrinn í 26,20 kr. frá 11. september, sem er 11,5% hækkun. Kristján B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri fjármálagviðs Olís, segir óhjákvæmilegt að frekari verðhækkanir verði á eldsneyti hér á landi á næstu vikum. Gas- olíuverð hafi hækkað úr 180 dollurum tonnið í 236 dollara á heimsmarkaði frá því í byijun ágúst eða um 30%. Þá hafi bens- ínverð á heimsmarkaði hækkað verulega á ný nú í október eftir lækkanir í september. „Við erum með eldri birgðir sem voru keyptar inn á Iægra verði en núverandi heimsmark- aðsverði. Eldsneytisverð hefur ekki verið hærra í mörg ár og slíkar sveiflur koma nú fyrr fram hér á landi en áður.“ Kristján kvaðst hins vegar ekkert geta sagt til um hversu mikil hækkunin yrði né heldur hvenær hún kæmi til fram- kvæmda. Nánari upplýsingar um verð- þróun á eldsneyti á Rotterdam- markaði er að finna á peninga- markaðssíðu Morgunblaðsins. Athugasemd frá Eign arhaldsfélaginu KS MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guð- laugi Pálssyni, forsvarsmanni Eign- arhaldsfélagsins KS. „í frétt Morgunblaðsins sl. laugar- dag er haft eftir Páli Halidórssyni stjórnarformanni Kælismiðjunnar að einn stærsti hluthafinn í félaginu, Eignarhaldsfélagið KS, hafí selt hlutabréf sín í félaginu og að í kjöl- farið hafi fjórir starfsmenn Kæli- smiðjunnar sagt upp störfum. Jafn- framt getur hann þess að skýring sölunnar hafi verið sú að Eignar- haldsfélagið KS hafi viljað aðrar áherslur í rekstri Kælismiðjunnar en aðrir hluthafar. í Morgunblaðsvið- tali í síðasta mánuði sagði fram- kvæmdastjórinn skýringuna vera þá að Eignarhaldsfélagið KS hefði selt vegna þess að eigendur væru komn- ir á eftirlaun og vildu leysa til sín fjármuni. Það er rétt að Eignarhaldsfélagið KS hefur selt mestan part hluta- bréfa sinna í Kælismiðjunni, en fleiri aðilar hafa einnig selt og eru það bréf sem m.a. voru í eigu nokkurra starfsmanna Kælismiðjunnar. Hvað varðar uppsögn fjögurra starfsmanna Kælismiðjunnar þá er ekki rétt, að einungis fjórir starfs- menn hafi sagt upp störfum. Hið rétta er að 11 starfsmenn eru á för- um. Tveimur hefur verið sagt upp og níu hafa sagt upp. Allir eru þetta starfsmenn í Reykjavík. Ef tekið er mið af heildarstarfsmannafjölda, þ.e. í Reykjavík og útibúið á Akur- eyri, er hér um að ræða 20% starfs- manna félagsins., Einnig gætir ónákvæmni hvað varðar stofnaðila Kælismiðjunnar Frosts. Stofnaðilar voru Eignar- haldsfélagið KS (áður Kælismiðjan Frost), Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn, fjórir starfsmenn (gömlu) Kælismiðjunnar Frosts og ellefu starfsmenn kælideildar Slipp- stöðvarinnar Odda.“ Kaupmannasamtökin Vilja hertar reglur um tékka KAUPMANNASAMTÖK ís- lands hafa að frumkvæði Fé- lags sérvörukaupmanna beint því til Sambands íslenskra sparisjóða og Sambands ís- lenskra viðskiptabanka, að ekki síðar en 1. mars 1997 verði innlausn allra tékka háð því að framvísað sé debetkorti með mynd. Jafnframt verði skilyrði fyrir opnun tékka- reikninga hert og tékka- ábyrgðarupphæð hvers tékka hækkuð, en hún hefur verið lO þúsund krónur um árabil. í Fréttapósti Kaupmanna- samtaka íslands kemur fram að tékkamisferli sé enn alvar- legt mál, enda þótt tékkavið- skipti hafi minnkað eftir að debetkort komu til sögunnar. „En það veldur erfiðleikum í þessu sambandi að ekki hafa allir tékkareikningseigendur debetkort með mynd undir höndum. Verslunin vill ekki lengur taka á sig áhættu vegna móttöku tékka og telur að sú ábyrgð hljóti að hvíla á herðum banka og sparisjóða sem af- henda viðskiptavinum sínum tékkhefti." Að sögn Sigurðar Jónsson- ar, framkvæmdastjóra Kaup- mannasamtaka íslands, var ákveðið að senda erindið til bankanna í kjölfar fundar með fulltrúum bankanna og RLR þar sem málið var rætt. „Ef bankarnir samþykkja ekki ósk okkar um hækkun tékka- ábyrgðarupphæðarinnar þá neyðumst við líklega til að mælast til þess að félagsmenn okkar taki ekki tékka fyrir hærri upphæð en 10 þúsund.“ Frankfurt kann að taka við af London London. Reuter. FRANKFURT gæti tekið við hlutverki Lundúna sem helzta fjármálamiðstöð Evrópu, ef Bretar ganga ekki í mynt- bandalag Evrópu, EMU, sam- kvæmt könnun á skoðunum 500 evrópskra forstjóra. Þetta er í fyrsta sinn síðan fasteignaráðgjafarnir Healey & Baker hófu kannanir sínar 1990 að evrópskir kaupsýslu- menn telja að Frankfurt kunni að vera í stakk búin að ógna London. Þegar forstjórarnir voru að því spurðir hvaða borg yrði aðalfjármálamiðstöð Evrópu á næstu fimm árum, ef Bretar yrðu ekki aðilar að EMU, töldu tveir þriðju að Frankfurt fengi það hlutverk. Ef Bretar gerðust aðilar að myntbandalaginu töldu 61% að London mundi halda sínum fyrra sess. Fulllrúi llealey & Baker benti á að stjórnmálamenn, bankastjórar og kaupsýslu- menn hefðu deilt hart um EMU. „Könnunin er fyrsta óræka sönnun þess að ef Bretar ganga ekki í EMU mun Frankfurt njóta góðs af því,“ sagði hann. „1 City (fjármálahverfi Lund- úna) starfa 750.000 manns og það aflar 39 af hundraði vergr- ar landframleiðslu Bretlands. Höfum við efni á að stofna þessu í hættu?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.