Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Aukinn fjandskapur Afganar á flótta HART hefur verið lagt að stríð- andi fylkingum í Afganistan að fallast á vopnahlé en engin merki sáust þess í gær, að úr bardögum hefði dregið. Eru þeir mestir fyrir norðan höfuð- borgina, Kabúl, og virðist þar um þrátefli að ræða milli heija Talebana og herstjórans Ahmad Shah Masoods. Eins og ávallt eru það óbreyttir borgarar, sem hafa orðið verst úti í átökunum, og hafa þeir orðið að flýja heim- ili sín í stórum stíl. Reuter Reynt til þrautar að semja um Hebron Jerúsalem. Reuter. SENDIMAÐUR Bills Clintons Bandaríkjaforseta hætti í gær við að snúa heim til Bandaríkjannna í þeirri von, að ísraelum og Palest- ínumönnum tækist að ná samning- um um brottflutning ísraelsks her- liðs frá borginni Hebron á Vestur- bakkanum. Dennis Ross, sendimaður Bandaríkjastjórnar, sagði í yfírlýs- ingu, að hann hefði hætt við brott- förina vegna þess, að vel hefði gengið í samningum um ýmis borgaraleg málefni. Verr hefur hins vegar miðað í samningum um bottflutning ísraeiska herliðsins frá Hebron en samkvæmt Óslóar- samningunum átti það að fara þaðan í vor. Netanyahu bjartsýnn Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, fullyrti þó á sam- eiginlegum blaðamannafundi með Jacques Chirac, forseta Frakklands, sem er í opinberri heimsókn í ísra- el, að samningar myndu takast um brottflutninginn mjög bráðlega. Fulltrúar Palestínumanna gengu út af samningafundi í fyrrinótt og sögðu þá, að afstaða ísraela væri sú sama og „herveldis gagnvart hersetinni þjóð“. ísraelar sökuðu aftur Palestínumenn um að vilja draga samninga á langinn fram yfir kosningar í Bandaríkjunum i þeirri trú, að Clinton yrði þá harð- ari í horn að taka gagnvart ísrael- um. Viðræðurnar um Hebron hófust þó aftur í gærkvöld. Eftirlitsmenn með kosningunum hafa ekki tekið undir með Ortega um að kosningamar hafí ekki farið heið- arlega fram og Aleman skoraði í gær á sandínista að styðja sig. Kvaðst hann vona, að Ortega hefði þroskast með árunum. Ekki er talið líklegt, að sandínistar muni sætta sig við Aleman sem forseta enda saka þeir hann um að hafa notið stuðnings fylgismanna Anastasio heitins Somoza, einræðisherrans, sem sandínistar steyptu af stóli 1979. Margir óttast að kosningarnar, sem áttu að leiða til sátta með þjóð- inni, hafi alveg öfug áhrif og skerpi enn andstæðurnar milli hægri- og vinstrimanna í landinu. Aleman er ákafur andstæðingur sandínista og kommúnista og hann er ekki búinn að gleyma því, að hann var handtekinn og eigur hans gerðar upptækar þegar Ortega var forseti sandínistastjórnarinnar á ár- unum 1979 tii 1990. Aleman er fimmtugur að aldri, lögfræðingur að mennt og kaffi- ræktandi, og hann var kjörinn borg- arstjóri í Managua 1990. Þá lét hann það verða sitt fyrsta verk að taka þúsundir sandínista af launaskrá hjá borginni; hann lét mála yfir bylting- arslagorðin á opinberum byggingum og risastórum upphafsstöfum sandínistaflokksins, FSLN, sem blöstu við frá nærliggjandi hæð, lét hann breyta í FIN en það þýðir „end- ir“ á spænsku. Eignum skilað? Aleman hefur einnig gefið í skyn, að þeir sandínistar, sem auðguðust á því að gera eigur annarra manna upptækar, verði að skila þeim aftur og það gæti til dæmis átt við um Ortega. Hann býr nú í glæsilegu húsi, sem tekið var af bankamann- inum Jaime Morales Carrazo, kosn- ingastjóra Alemans. Hægrimaðurinn Arnoldo Aleman sigurvegari í Nicaragua Ortega neitar að viðurkenna úrslit Managua. Reuter. DANIEL Ortega, leiðtogi sandínista í Nicaragua, neitaði í gær að viður- kenna niðurstöðu forsetakosninganna í landinu á sunnudag og sagði, að brögð hefur verið í tafli. Um miðjan dag í gær var búið að telja helming atkvæða og þá hafði Arnaldo Aleman, frambjóðandi hægrimanna, fengið 48,54% atkvæða en Ortega 38,96%. Séu frambjóðendur fleiri en tveir og fái einhver 45% atkvæða eða meira þarf ekki að kjósa á milli tveggja efstu manna. Ortega sagði á blaðamannafundi í Managua í gær, að ekki hefði allt verið með felldu með kosningarnar og væru mörg dæmi um það. Sagði hann meðal annars, að skeytum frá yfírkjörstjórnum í kjördæmunum hefði verið breytt og atkvæðatölur sandínista lækkaðar. Var mikill hiti í sumum stuðningsmanna hans, sem sögðu kosningarnar hafa verið eina svikamyllu. Ortega skoraði á yfirvöld í landinu að telja atkvæðin aftur og var tekið líklega í, að það yrði gert þegar fyrstu talningu væri lokið. Var búist við, að það yrði í dag. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, reynir að setja niður deilurnar Aukið samstarf valdastofnana Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, lagði til á mánudag að forsætisráðherra, helsti ráðgjafi forsetans og forsetar beggja þingdeilda skyldu hittast reglulega til að ræðast við og ná sam- komulagi um mikilvæg mál. Er litið á þessa til- lögu sem tilraun hans til að bæta samskipti helstu valdastofnana í landinu og koma í veg fyrir árekstra meðan hann bíður eftir hjartaað- gerð í næsta mánuði. Jeltsín lagði þetta til á fundi með Gennadí Seleznyov, forseta dúmunnar eða neðri deildar þingsins, og sagði meðal annars, að ótækt væri eins og nú væri ástatt, að hver og einn reyndi að fara sínu fram. Voru myndbrot frá fundi þeirra sýnd í sjónvarpi og var Jeltsín skýrmælt- ur og hress að sjá. Hann gengst undir aðgerð um miðjan næsta mánuð. Talsmaður Jeltsíns, Sergei Jastrzhembskí, sagði, að Seleznyov hefði fallist á tillögu forset- JELTSÍN ásamt Víktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, á Barvíkha- heilsuhælinu fyrir utan Moskvu í gær. ans og því myndu þeir Víktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra, Anatolí Tsjúbaís, starfsmanna- stjóri í Kremi, Seleznyov og Jegor Strojev, for- seti sambandsráðsins eða efri deildarinnar, koma saman til að ræða þau mál, sem efst væru á baugi. Rútskoj kosinn héraðsstjóri Stuðningsmenn Jeltsíns eru í minnihluta í dúm- unni en hann stendur betur að vígi í sambandsráð- inu. Það skipa leiðtogar héraðanna og á sunnu- dag tók þar sæti einn svarnasti óvinur Jeltsíns, Alexander Rútskoj, fyrrverandi varaforseti. Hann stýrði uppreisn þingsins gegn Jeltsín 1993 og sat um tíma í fangelsi en sigraði nú með miklum yfirburðum í héraðsstjórakosningum í Kúrsk. Fréttaskýrendur segja, að valdabaráttan í Kreml haldi áfram þótt Jeltsín hafi rekið Alex- ander Lebed, yfirmann öryggismálanna, en Seleznyov sagði, að þrátt fyrir sjúkleika sinn væri forsetinn en með töglin og hagldirnar. Tsjernomyrdín kynnti í gær eftirmann Lebeds, ívan Rybkín, fyrir öðrum í öryggisráðinu og gaf honum jafnframt fyrirmæli um að vinna að loka- lausn á Tsjetsjníju-deilunni. Kosning- um í Bosn- íu frestað ÖSE, Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu, hefur ákveðið að fresta sveitarstjórnarkosn- ingum í Bosníu en þær áttu að fara fram síðla í næsta mán- uði. Er ástæðan pólitískir erfíð- leikar alls staðar í landinu og enginn vilji til samstarfs milli stjórnmálaflokka. Búist er við, að kosningunum verði frestað fram á vor en þær eru forsenda fyrir því, að flóttafólk geti snú- ið aftur til síns heima. Fólk á að kjósa í þeim sveitarfélögum, sem það bjó í fyrir stríð, og það gæti þýtt, að t.d. múslimar næðu meirihluta í ýmsum bæj- um, sem Serbar ráku þá frá í stríðinu. Til þess mega Serbar ekki hugsa og svo er einnig um hin þjóðabrotin að sumu leyti. 40 fangar létust AÐ minnsta kosti 40 fangar lét- ust þegar eldur kom upp í fang- elsi í Caracas í Venesúela. Voru það fangaverðir, sem áttu upp- tök að eldsvoðanum, en þeir höfðu lokað af einni álmu fang- elsisins og kastað þar inn tárag- assprengju. Er ekki vitað hvers vegna þeir gerðu það en opinber rannsókn hefur verið fyrirskipuð Skamma Kohl og félaga TALSMENN Vísindakirkjunn- ar, sem runnin er upp í Banda- ríkjunum, sökuðu í gær kristi- lega demó- krata, flokks- bræður Helm- uts Kohls, kanslara Þýskalands, um ólýðræðis- lega fram- komu , en flokkurinn samþykkti, að eftirlit yrði haft með meðlimum safnaðarins og þeim bannað að gegna opinberu embætti. í Þýskalandi er söfnuðurinn sak- aður um heilaþvott og skeija- lausa gróðafíkn og hann hefur verið sviptur stöðu sinni sem trúfélag. Eignir gyð- inga notaðar YFIRVÖLD í Sviss hafa viður- kennt í fyrsta sinn, að banka- innstæður í eigu pólskra gyð- inga, sem létust í Helförinni, hafi verið notaðar til að bæta svissneskum borgurum þann skaða, sem þeir urðu fyrir þeg- ar eigur þeirra í Póllandi voru gerðar upptækar eftir stríð. Hafa samtök gyðinga krafíst þess, að svissneska stjómin greiði milljónir dollara í skaða- bætur vegna þessa máls. Mikil flóð í Tælandi NÍUTÍU og einn maður að minnsta kosti hefur látið lífið af völdum mikilla flóða í Tæ- landi og eignatjónið er metið á rúma sex milljarða ísl. kr. Er enn versta veður í suðurhluta landsins en flóðvatnið er þó far- ið að sjatna nokkuð. Skemmdir hafa orðið á 717.000 hekturum ræktaðs lands og meira en millj- ón gripa hefur drepist. Kohl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.