Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR-23. OKTÓBER 1996
________________LISTIR
Endurfundir við Hávamál
BOKMENNTIR
U m r æ ð a
ÓÐSMÁL
skráð af Goþrúnu Dimmbláu Hang-
antýsdóttur hins mikla vígfúsa,
Freyjukettir - 1996,2 x 215 bls.
ÍSLENSK menning geymir marg-
an fjársjóð. Hávamál eru ef til vill
eitt dýrasta djásnið. Sá merki
kvæðabálkur er í senn trúarlegur
og veraldlegur arfur og veitir okkur
innsýn í fornnorræna tilveru. Það
er svo annar handleggur hversu vel
þau samsettu kvæði duga sem kjarni
í lífssýn og trúarbrögð 20. aldar.
Goþrún Dimmblá
Hangantýsdóttir hins
mikla vígfúsa, sem
nefnir sig svo, reynir í
bók sinni Oðsmál að
flétta úr Hávamálum
og margvíslegum öðr-
um þráðum röklega og
trúarlega tilverusýn.
í anda fomra goða-
kvæða byggir hún bók-
ina lauslega upp á sam-
tali Óðs, hins strok-
gjama eiginmanns
Freyju, og litlu völvu
sem oft á tíðum virðist
vera málsvari höfund-
ar. Þau fjalla m.a. um
sköpun heims, átrúnað
manna, þekkingarþrá,
leitina að sannleikan-
um og kjarna tilver-
unnar og úr þessum
þáttum er dregin upp
heimssýn sem sækir
sér fanga í heiðni og ýmiss önnur
trúarbrögð svo að úr verður ein-
hvers konar nýaldarspeki og þeirri
heimssýn síðan teflt gegn kirkju-
legri, kristinni heimsskoðun.
Meginstef í röksemdafærslu
Goþrúnar er einhvers konar saman-
burðarmálfræði, orðsifjafræði og
goðsagnasamanburður. Gegn boðun
kirkjunnar um frelsara og upprisu
og áherslu hennar á bróðurkærleika
teflir hún fram nokkurs konar tákn-
hyggju því að hún telur helgisögur
biblíunnar líkt og aðrar goðsögur
„dæmisögur, líkingamál, táknmál og
útskýringar,... “ og varast beri að
taka þær bókstaflega. Aldrei hafi
verið ætlast til þess. Þessar sögur
snúist miklu fremur um persónulega
frelsun, viðleitni til að upplifa hand-
anvitund og samsviðið sem öll tilver-
an er samsett úr. Ber hún m.a. sam-
an ýmsar samsvaranir í trúarbrögð-
um þessu til stuðnings, s.s. krossfest-
ingu Krists og veru Öðins í gálganum
í níu nætur. Slík samanburðarfræði
er svo sem ekki ný af nálinni. Sop-
hus Brugge skrifaði um
þess háttar samanburð
á fyrri hluta aldarinnar
og minna má á rit Carls
G. Jungs, J.G. Frasers
og fleiri um þessi og
skyld atriði. Þótt slíkar
samsvaranir séu fyrir
hendi er ekki þar með
sagt að þær sanni eitt
né neitt eða séu skyn-
samlegur grundvöllur
nútímalegrar heimssýn-
ar, jafnvel þótt þeim sé
blandað saman við eðl-
isfræði Max Plancs og
Alberts Einsteins eins
og höfundur gerir hér.
Einnig telur Goþrún
siðferðilegan kjama
heiðindóms líklegri til
þess að menn öðlist lífs-
fyllingu en trú á fyrir-
gefningu syndanna. En
þann kjarna segir hún
vera að bera ábyrgð á sjálfum sér
og gjörðum sínum. „Eina óbrigðula
ráðið til að frelsast frá illu, er, að
upplifa handanvitund, nýsta niður,
og þá verða gjörðir okkar sjálfkrafa
í sátt við náttúrulögmálin; hver
maður ber ábyrgð á sjálfum sér og
þótt hann tali við guðinn sinn ætti
hann ekki að gera guðinn ábyrgan
fyrir einu né neinu.“
Goþrún gengur býsna langt í
andstöðu sinni við kristindóm kirkj-
unnar, snýr m.a. sálminum Ó, Jesú
bróðir besti upp á Ása-Þór:
Ó, Ása-Þór, bróðir bezti
og purrfíkla vinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á þrumuframleiðslu mína.
Höfundur hefur sankað að sér
ýmsum fróðleik um trúarbrögð og
orðsifjar, er vel að sér um heiðni
og Hávamál, hefur kynnt sér sans-
krít og hrafl í forngotnesku til að
styðja röksemdafærslu sína. Eigi
að síður er ekki laust við að sú
hugsun laumist að lesanda við lest-
ur þessa rits að ekki fari alltaf
saman þekking, víðsýni og um-
burðarlyndi.
Stíll Goþrúnar er fremur útleit-
inn, margorður og oft kaldhæðinn.
Texti hennar einkennist af enda-
lausum útskýringum og útúrdúrum.
Fyrir bragðið er bókin tætingsleg
og óskipuleg á köflum. Þá hverfur
höfundur fyrirvaralaust frá því
skipulagi umræðunnar sem hann
setur sér í upphafi, sem sé samtali
Óðs og litlu völvu, líkt og hann bresti
örendi. Goþrún slettir gjarnan með
útlenskum orðum og það virkar
dálítið undarlega innan um fomyrð-
in að hún lætur þýðingar og útskýr-
ingar fylgja með þessum slettum
svo að maður spyr sig: Til hvers að
sletta?
Óðsmál er feikistór bók, tvisvar
sinnum 215 blaðsíður í símaskrár-
broti. Hún er þannig upp sett að
öðrum megin opnu er textinn á ís-
lensku en í enskri þýðingu hinum
megin. I Ijósi stærðarinnar og efn-
isgnóttarinnar er ekki laust við að
á lesanda sæki sú hugsun að höf-
undur hafi rétt fyrir sér er hann
segir: „Raunar þarf ekki að pæla
svona mikið í þessu, og þvæla svona
mikið um þetta. Það gerist allt án
þess. Óhætt að treysta því.“
Skafti Þ. Halldórsson
Guðrún Kristín
Magnúsdóttir sem
skrifar undir höf-
undarnafninu
Goþrún Dimmblá
Hangantýsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ
Birta Innnesjanna
MYNDLIST
Gallcrí Úmbra
VATNSLITAMYNDIR
Gunnar Snæland. Opið þriðjud. -
laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl.
14-18 til 3. nóvember; aðgangur
ókeypis.
SÝN okkar á hafið og ströndina
hefur verið með ýmsu móti í mynd-
listinni í gegnum árin, þó hefðin
hafi löngum verið sterk. Fjaran
hefur verið rólegur helgistaður
fyrir smábáta sem halla sér hver
að öðrum í vel þeginni hvíld eftir
volk og vinnu,
en þegar ís-
lendingar líta
til hafs hafa
þeir öðru frem-
ur séð ólgur og
átök. Fryssandi
öldufaldar,
kólgubakkar
óveðursskýja
og dramatísk
átök mannsins
við náttúruöflin hafa verið helstu
einkenni þessarar hefðar.
En þessi myndefni bjóða einnig
upp á aðra sýn, sem einkennist
af friði og fjölbreytni í senn, ein-
faldleik sjóndeildarhringsins og lit-
ríki ólíkra veðrabrigða, sem athug-
ull áhorfandi tekur fljótt eftir. Það
er út frá þessum sjónhrifum sem
Gunnar Snæland hefur unnið, og
viðurkennir það fúslega í stuttum
texta í sýningarskrá:
„Fyrir nokkrum árum, þegar ég
bjó í Sketjafirðinum, hafði ég út-
sýni yfir Alftanesið og Reykjanes-
fjallgarðinn til suðurs og yfir Sel-
tjarnarnesið og Snæfellsjökul til
norðurs. Þá sá ég íslensku birtuna
og áferðir og liti í sjónum, skýjun-
um og fjöllunum, sem ég hef
hvergi séð nema þar.“
Þessum hughrifum og litbrigð-
um augnablikanna skilar Gunnar
hér í fímmtán litlum myndum, þar
sem kyrrð og jafnvægi hinna lá-
réttu lína einkenna nesin, sem
liggja lágt yfir haffletinum. Keilir
rís upp úr í nokkrum myndanna,
og skapar visst mótvægi við ráð-
andi línur, og tengir þær saman
við þau skýjamynstur, sem hvelf-
ast yfir.
Listamaðurinn beitir hér lita-
spjaldinu af þjálfun og kunnáttu.
Hafflöturinn ber ekki sama lit í
neinum tveimur myndum, og end-
urspeglar oft himininn, sem einnig
breytir stöðugt um lit; fyrir vikið
virðist iðandi
hreyfing í litlum
og kyrrum
verkunum,
einkum þegar
þau eru máluð
á grófan pappír.
En það er
birtan sem ræð-
ur mestu um
heildarsvipinn,
líkt og algengt
er um vatnslitamyndir. Jöfn, al-
menn birta eins og í „Merkið" (nr.
3) gerir að verkum að eitt augna-
blik virðist sem tilveran standi
kyrr; í öðrum, líkt og „Húm“ (nr.
5) kemur hins vegar í ljós að þessi
kyrrð er ímyndunin ein - ský og
skuggar himinsins taka stöðugum
breytingum.
Þessar myndir hefur Gunnar
rammað inn með nokkuð óvenju-
legum hætti, en þær eru um-
kringdar sléttum stálrömmum;
slíkt kann að koma á óvart í fyrstu,
en reynist henta afar vel til að
styrkja þá ró, sem hvílir yfir þess-
um verkum, og er aðal þeirrar
sýnar á birtu Innnesjanna, sem
listamaðurinn kemur hér ágætlega
til skila.
Eiríkur Þorláksson
GUNNAR Snæland: Merkið.
Vefir/
grímur/brauð
IVAN Török. Hypnos.
MYNPLIST
Norræna húsið —
anddyri
BARBRO GARDBERG
Mynsturofin bönd. Opið alla daga á
tíma Norræna hússins. Til 27. októ-
ber. Aðgangur ókeypis.
MARGT í umhverfi okkar á sér
lengri og merkari sögu en margur
gerir sér grein fyrir, þannig mun
vera um hin svonefndu mynsturofnu
bönd, sem þjónað hafa manninum í
margvíslegum tilgangi allt frá tím-
um steinaldar. Þau hafa verið ofín
í mörgum tilgangi, ekki einungis
hagnýtum heldur fela þau í sér
ýmsar vísanir til hinna björtu sem
dökku hliða tilverunnar, hafa bæði
verið notuð hversdags og til hátíðar-
brigða: skóbönd (þvengir), sokka-
bönd, svuntubönd, hattabönd, breiðir
beislistaumar, notaðir við kirkjuferð-
ir, slcarað lífið, gleðina, ástina og
dauðann.
Listakonan, sem kynnir okkur
þessa fornu listíð, hefur óvenjulegan
feril að baki, stundaði nám í stærð-
fræði, eðlisfræði og efnafræði við
háskólana í Helsingfors og Ábo, og
vann um árabil sem efnafræðingur
í matvælaiðnaði í Svíþjóð og Finn-
landi. Áhugi hennar á fornum hand-
íðum varð til þess að hún af eigin
rammleik tileinkaði sér tækni vefj-
arlistar með áherslu á bandavefnað.
Kynnti sér og rannsakaði fornar
aðferðir með lestri eldri heimilda og
endurskapaði gömul mynstur sem
m.a. hafa fundist við uppgröft í
ævafornum grafreitum.í Eistlandi,
fann hér í táknmáli og tækni náinn
skyldleika með Eystrasaltslöndunum
og Norðurlöndum. Hún gerðist þar
með sagnfræðingur í höndunum, en
fyrstu kynni hennar af aðferðinni
urðu í æsku er sagnfræðingurinn
faðir hennar kom heim með skraut-
lega bandagrind, sem var hengd upp
á vegg til augnayndis.
Hér er komið dæmi þess er áhug-
inn flytur björg að segja má, því
þetta er afar merkilegt framtak sem
vert er að gefa gaum, því böndin
bera í sér mikilvæg skilaboð fortíð-
ar, staðfesta upprunalega fegurðar-
kennd norrænna manna frá ómuna-
tíð.
LISTHORN SÆVARS
KARLS
Ivan Török. Opið á tíma verzlunar-
innar. Aðgangur ókeypis.
UNGVERJINN Ivan Török er
mörgum kunnur, en hann hefur víða
komið við á vettvangi íslenzkra sjón-
mennta. Hannað yfir hundrað leik-
myndir m.a. fyrir Leikfélag Reykja-
víkur, Leikfélag Akureyrar og Þjóð-
leikhúsið. Starfað við útlits- og gra-
físka hönnun, kennt leikmynda- og
rúmtakshönnun við MHI frá 1981
og stundað einkakennslu. Þá hefur
hann einnig hannað leiktjöld og
stundað einkakennslu í heimalandi
sínu, en til íslands flutti hann 1969
og hlaut ríkisfang 1974.
Ivan er bæði menntaður í málun
og leikmyndagerð við listmennta-
og listháskóla í Búdapest, hefur
haldið nokkrar einkasýningar hér-
lendis og að auk í Noregi og Hol-
landi.
Það sem við höfum helst séð til
mannsins á sýningarvettvangi hér í
borg eru grímur hans og þær eru
einnig meginuppistaða sýningar
hans að þessu sinni. Verkin eru átta,
og sækja gjarnan vísanir til leikhús-
heimsins og goðafræðinnar eins og
t.d. fjaðraða höfuðið af Hypnos sem
var persónugervingur svefnsins og
lifði í undirheimum með tvíburabróð-
ur sínum Þanatos, persónugervingi
dauðans. Ólíkt bróður sínum var
hann hliðhollur mönnum og var í
mynd vængjaðs unglings.
Sýningin hefur þannig mjög leik-
rænt yfirbragð og áberandi sterkar
vísanir finnast einnig í verkum eins
og „Froskurinn" (1) og „Afmyndað-
ur“ (8). Fagmannlega er farið að
hlutunum, og verkin hafa yfir sér
ákveðnar skírskotanir til nútíðar og
fortíðar og falla vel að rýminu.
LISTHÚSIÐ HORNIÐ
Þorgerður Sigurðardóttir. Opið frá
14-18 alla daga. Til 27. október.
Aðgangur ókeypis.
KVENÞJÓÐIN sækir stíft fram á
sviði grafíklista ekki síður en annarra
greina myndlistar, og hér telst Þor-
gerður Sigurðardóttir framarlega í
flokki.
Það sem helst einkennir valkyrjum-
ar um þessar mundir, og mun ættað
að utan, er tilhneigingin til einþrykks
og þá gjarnan af einhveiju í umhverf-
inu sem ber í sér ákveðnar vísanir,
til ástarinnar, lífsins og dauðans. I
sömu húsakynnum sýndi þannig
Gréta Mjöll Bjamadóttir fyrir
skömmu þrykk af legsteinum. Sýning
Þorgerðar virkar sem beint framhald
af henni því hún er með trúarlegar
vísanir til brauðsins eins og nafn
framkvæmdarinnar, „Bænir og
brauð“, ber með sér. Hún heldur
þannig áfram að sækja myndefni til
fomrar helgilistar og helgisiða, því
saga brauðsins tengist ekki síður trú-
arathöfnum og hátíðum en að vera
hvunndagsleg fæða almúgans frá
upphafí jarðræktar og komgerðar.
Víða um lönd þekktist sá siður að
skreyta brauð til hátíðarbrigða og
trúarathafna og brauð mun ekki hafa
verið hversdagsfæða hér á landi fyrr
en á seinni tímum og helst gert á
hátíðum og tyllidögum. Aðallega
laufabrauð fyrir jólahátíðina og
skreyttar pottakökur þar sem yfír-
borðið var mótað með kringlóttri út-
skorinni fjöl. Þrykkið var yfirleitt
hvorttveggja með skreytingum og
setningum eða setningarbrotum, iðu-
lega úr bænum eða sálmum, en stund-
um litu menn sér nær um veraldlegan
þankagang. Hve skreytingar vom al-
gengar, og rétt lögun brauða mikið
atriði vísar hin fræga orðræða Mark-
úsar Árelíusar keisara í Róm einnig
til: „Brauðhleifurinn, sem afbakast
hefír svo hann springur og gliðnar
sundur, hefur ekki lagið sem bakarinn
æskti eftir, en eigi að síður er hann
í sjálfu sér gimilegur til átu.“
Að brauð var fágæti vísar hús-
gangurinn „Það á að gefa bömum
brauð / að bíta í á jólunum“ einneg-
in til og ólituð vísunin er jafnframt
eitt tærasta þrykkið á sýningu Þor-
gerðar (3). Annað og dauflitað, „Gef
oss í dag vort daglegt brauð / vor
Drottinn Guð af þínum auð“ (7), sker
sig einnig úr svo og hið litaða, „Ég
vil láta eta mig en ekki geyma / ei
má þökk við gjafarann gleyma, (21).
Bragi Ásgeirsson