Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Dýpkað í innsig’ling’unni í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum - Sanddæluskip- ið Vitin frá Færeyjum hefur undan- farnar vikur unnið að því að dæla upp sandi úr Skansfjörunni sem hefur á undanförnum árum þrengt æ meira að innsiglingunni til Vest- mannaeyjahafnar. Skansfjaran hefur sífellt teygt sig lengra frá nýja hrauninu í átt að innsiglingunni og var því ákveðið að ráðast í dýpkun sunnan til í inn- siglingunni til að hefta frekari stækkun fjörunnar. Hafnamála- stofnun bauð verkið út í lokuðu út- boði og var fengið eitt íslenskt til- boð auk tilboðs Færeyinganna. Færeyingarnir fengu verkið og var tilboð þeirra um sjö milljónir króna en fjarlægja á um 30.000 rúmmetra af efni úr innsiglingunni. Ólafur M. Kristinsson, hafnar- stjóri í Eyjum, sagði í samtali við Morgunblaðið að verkinu miðaði ágætlega. Ráðgert væri að taka sjö til átta metra breiða rönd frá inn- siglingarbaujunni á Víkinni og inn fyrir syðri hafnargarðinn. Að hluta yrði dýpkað niður á sex metra en dýpst yrði farið á tíu metra dýpi. Hann sagði að verkið væri eitthvað á eftir áætlun því ljúka hefði átt við það 15. október en enn væri a.m.k. tveggja vikna vinna eftir við dýpkunina. Að dýpkun iokinni rýmkast inn- siglingin talsvert og Eyjamenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af að Skansfjaran fari að torvelda sigling- ar til hafnar í Eyjum á næstunni en menn hafa haft talsverðar áhyggjur af því hversu mikið og hratt fjaran hefur sótt fram. Morgunbiaðið/Sigurgeir Jónasson VITIN dýpkar innsiglinguna til Eyja við Skansfjöru. Búnaðarbankinn á Blönduósi Nýr útibússtjóri tekur til starfa Blönduósi - Nýr útibússtjóri hóf störf við Búnaðarbankann á Blönduósi um miðjan október. Hinn nýi útibússtjóri heitir Svan- borg Þórdís Frostadóttir og tekur hún við af Sigurði Kristjánssyni. Svanborg, sem er viðskipta- fræðingur að mennt, starfaði áður hjá endurskoðunardeild Búnaðar- bankans í Reykjavík. Sigurður Kristjánsson, sem starfað hefur á annan áratug sem útibússtjóri Búnaðarbankans á Blönduósi, mun að sögn Stefáns Pálssonar bankastjóra starfa í framtíðinni við þá deild bankans sem umsjón hefur með útibúum Búnaðarbank- ans. , . Morgunblaðið/Jón Sigurðsson NYRAÐINN útibússtjóri Bún- aðarbankans á Blönduósi, Svanborg Þórdís Frostadótt- ir, og fráfarandi útibússtjóri, Sigurður Krisljánsson. Jákvæðni ræktuð í Hamarsskólanum í V estmannaeyj um NEMENDUR í Hamarsskóla. Vinavika í stað pústra o g hrekkja Vestmannaeyjum - Vinavika var í Hamarsskólanum í Vest- mannaeyjum í liðinni viku. Til- gangur vikunnar er að efla sam- hug, jákvæðni og vináttu í sam- skiptum milli nemenda skólans. Halldóra Magnúsdóttir skóla- sljóri sagði í samtali við Morg- unblaðið að ákveðið hefði verið að efna til vinavikunnar í fram- haldi af viðhorfskönnun sem fram fór síðasta vetur meðal nemenda Hamarsskóla, for- eldra þeirra og starfsfólks. I könnuninn kom fram að nem- endum fannst samband á milli nemenda skólans ekki nógu gótt og of mikið væri um stríðni, pústra og hrekki. Vegna þessar- ar niðurstöðu var strax í haust farið að vinna að þessum málum með vináttu ogjákvæðni í sam- skipturn milli nemenda að leið- arljósi. Ut frá því var síðan ákveðið að halda svokallaða vinaviku í skólanum. Vinavikan hófst á því að allir nemendur skólans klipptu út í pappír teikningu af höndum sín- um sem siðan voru notaðar til að mynda regnboga á einum vegg skólans. Hver bekkur fékk síðan úthlutað vinabekk og höfðu umsjónarkennarar bekkj- anna með höndum hvernig sam- skiptum vinabekkjanna var háttað. Talað var um gildi vin- áttu og góðra samskipta, bekk- irnir heimsóttu hver annan og krakkar úr eldri bekkjum lásu fyrir þá yngri, aðstoðuðu þá við námið og bekkirnir léku sér saman. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson VINAVIKAN hófst á því að allir nemendur skólans klipptu út í pappír teikningu af höndum sínum sem síðan voru notaðar til að mynda regnboga á einum vegg skólans. Samkeppni um merki, slagorð og skólasöng í vinavikunni var efnt til samkeppni meðal nemenda um merki og slagorð skólans og einnig um skólasöng en eftir á að yfirfara tillögur í þessari samkeppni og velja úr þeim. Gefið var út skólablað þar sem hver bekkur kynnti sig á einni blaðsíðu og ýmislegt fleira var gert. A lokadegi vinavikunnar fóru síðan allir nemendur og kennarar skólans út og léku sér saman á skólalóðinni. Skipt var í fjögur leiksvæði og var ald- ursblandað á hverju svæði og skipt um leikstöðvar. Að leikj- unum loknum stilltu nemendur sér upp í röð, tóku höndum saman og mynduðu þannig keðju umhverfis skólanna til merkis um að þeir vildu standa saman og vinna saman en að því loknu stilltu nemendurnir sér þannig upp á skólalóðinni að þeir mynduðu orðið vinir. Halldóra sagðist mjög ánægð með hvernig til hefði tekist á vinavikunni og nemendurnir væru mjög ánægðir og hefði fundist þetta heppnast vel. Hún sagði að ákveðnir fordómar væru í gangi gagnvart ungling- um, bæði meðal fullorðna og eins yngri barna. Það væri ekki óalgengt að heyra yngri börnin segja með hálfgerðri hræðslu og fyrirlitningu: „Koma ungl- ingarnir!“. I vinavikunni hefði þeim yngri m.a. verið sýnt hvað ungl- ingar upp til hópa væru mikið prýðis- og myndarfólk. Vinavik- an hafi leitt margt jákvætt í Ijós og væri liður í að efla samstöðu meðal nemenda og vellíðan í skólanum og bæði nemendur og starfsfólk skólans gerðu sér grein fyrir að vinavikunni yrði að fylgja eftir til að vinna að jákvæðni og enn betri anda í skólanum. Sunnlenskir foreldrar þinga FORELDRAR á Suðurlandi halda þing á Höfðabrekku í Mýrdal 2. nóvember næstkom- andi og hefst það klukkan 12.30. Erindi verða flutt frá Sam- tökum sunnlenskra sveitarfé- laga, Kennarasambandi Suður- lands og Skólaskrifstofu, einnig verður fjallað um hiutverk og verkaskiptingu foreldraféiaga og -ráða og kosinn fulltrúi í stjórn Skóiaskrifstofu Suður- lands. Þátttökugjald er 2.500 krónur. Þátttöku þarf að til- kynna til Bryndísar á Skóla- skrifstofu Suðurlands. ^ Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÁRBÆR á Blönduósi, rúmlega sjötíu ára gamalt hús, lauk hlutverki sínu um síðustu helgi. Gömlu hús- in hverfa Blönduósi - Árbær, forskalað timb- urhús, byggt árið 1925, var rifið um helgina. Áður en húsið var rifið fengu Brunavarnir A-Húnavatns- sýslu leyfi til æfinga í húsinu og til að æfíngin næði tilgangi sínum þurfti slökkviliðið að kveikja í hús- inu. Bjarni Pálsson fyrrum póstaf- greiðsiumaður sem átti húsið sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta rúmlega sjötíu ára hús hefði hýst margan manninn í gegnum tíðina. Bjarni sagði ennfremur að í þessu 69 fermetra húsi hefðu um tíma búið tvær fjölskyldur samtímis er í voru samtals þrettán manns. Bjarni sagði þetta dæmi um breytta tíma. „Nú létu menn ekki bjóða sér rúm- lega 5 fermetra gólfrými."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.