Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996_____________________ MINIMINGAR t Móðir okkar, tengdamóóir, amma og langamma, LÁRA EGGERTSDÓTTIR, Laufbrekku 9, Kópavogi, er lést í Hrafnistu Reykjavík sunnudaginn 20. október, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 25. október kl. 13.30. Hulda Benediktsdóttir, Gunnar H. Stephensen, Svanhildur B. Ólafsdóttir, Jón Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, ÓLÍNA SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar hinn 21. október. Útför hennar verður auglýst síðar. Hólmsteinn Þórarinsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR TÓMASSON víðskiptafræðingur, Sigluvogi 16, Reykjavík, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstu- daginn 11. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þóra Guðmundsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Birna Þóra Vilhjálmsdóttir, Ottó Tómas Ólafsson, Arnheiður Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. .......... —— ........................................... t Bróðir okkar, HANNIBAL Þ. GUÐMUNDSSON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir þann 21. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Ólafsdóttir Getz, Kristján J. Ólafsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓHANNESSON, rafvirkjameistari, Norðurási 2, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Fossvogi, mánudaginn 21. október síðastliðinn. Sérstakar þakkir færðar Jóni Högnasyni lækni, starfsfólki hjartadeildar B7 og ennfremur þakkir til starfsfólks deildar A6. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, \ Kristin Andrésdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, DORCAS-ANNE KRISTJÁNSSON, lést á heimili sínu mánudaginn 21. októ- ber í Winnipeg, Kanada. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. R. Lorne Kristjánsson, Linda Karen Kristjánsson, Anna Margrét Ævarsdóttir, Joyce Kristjánsson, Margrét Kristjánsson, Ron Kristjánsson, Jamie Kristjánsson, tengdabörn og barnabörn. ÞÓRDÍS HELGADÓTTIR + Þórdis Helga- dóttir fæddist i Reykjavik 12. mars 1940. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi 14. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Helgi Jónsson fulltrúi, f. á Reykjum í Lund- arreykjadalshreppi 11. apríl 1893, d. í Reykjavík 20. jan- úar 1969 og Lára Valdadóttir, f. á Moldnúpi í V-Eyja- fjallahreppi, 28. október 1901, d. í Reykjavík 19. nóvember 1989. Systkini Þórdísar eru: Rakel, f. 13. ágúst 1926, Erla, f. 11. september 1928, Rafn, f. 2. júní 1930, Úlfar, f. 2. apríl 1930, Jón, f. 15. júlí 1941, Tóm- as, f. 2. nóvember 1942, og Guðrún, f. 27. jan- úar 1946. Hinn 29. júlí 1961 giftistÞór- dís eftirlifandi eig- inmanni _ sínum Bjarna Árnasyni húsgagnabólstrara, f. 23. maí 1938. Börn þeirra eru: 1) Helgi, verkamaður í Reykjavík, f. 13. janúar 1962. Barn: Árni Freyr, f. 15. mars 1995. 2) Berg- lind, húsmóðir i Kópavogi, f. 30. júlí 1966, gift Guðjóni Grétari Daníelssyni verslunar- manni, f. 14. desember 1964. Börn: Sunna Dís, f. 29. júlí 1992 og Aníta Mjöll, f. 4. mars 1994. 3) Hlynur, nemi, f. 22. júni 1974. Útför Þórdísar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Með þessum fáu orðum viljum við systkinin kveðja og þakka Dísu syst- ur fyrir allt það sem hún var okkur. Þórdís eða Dísa eins og hún var alltaf kölluð ólst upp í Reykjavík, gekk í Laugarnesskóla og varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla verknáms. Hún fór til Svíþjóðar á lýðháskóla í Jönköping. Einnig starf- aði hún á sjúkrahúsi í Svíþjóð eitt sumar. Eftir að Þórdís giftist Bjarna vann hún aðallega að húsmóður- störfum en þegar börnin uxu úr grasi, fór hún að vinna við skrif- stofustörf, fyrst hjá Happdrætti Háskólans en síðast hjá Landsbanka íslands. Þórdís og Bjarni voru einstaklega samhent hjón og heimilislíf allt og samvinna þeirra hjóna farsæl. Má segja að þau hafi verið sem einn maður í öllu. Síðastliðin tíu ár hefur Þórdís háð harða baráttu við erfið veikindi. Aldrei kvartaði hún, heldur hélt áfram að vinna þegar stætt var og veikindin leyfðu. Vinnan og tóm- stundastörf gáfu henni lífsorku. Hún hafði m.a. gaman af bókbandi og glerútskurði. Margir fagrir gripir og þar á meðal gluggar sem hún hann- aði og gerði sýna hve listræn hún var. Barnabörnin veittu henni mikla ánægju síðustu árin. Við eigum margar góðar minning- ar frá bemskuárum okkar sem rifj- ast upp við fráfall systur okkar. Við systkinin áttum okkar vissu leiki sem leiknir vom heima hjá okkur hina föstu hátíðisdaga ársins, og eru þess- ir leikir sterkir í minni okkar. Sunnu- dagsmorgna var vanalega farið með pabba i gönguferð niður á höfn. Við systkinin fórum saman í nokkur ferðalög og var Þórdís þá hrókur alls fagnaðar enda hafði hún gaman af ferðalögum, ein ferð til útlanda var fyrirhuguð nú í nóvember. Eftir fráfall móður okkar hafa systurnar hist reglulega og haldið þannig hópinn, og verða þessir fund- ir þeim sem eftir lifa ógleymanlegir. Elsku Bjarni, Helgi, Berglind og Hlynur. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Systkinin. Elsku Dísa mín. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allt og allt. Þó að það sé alltaf sárt að missa, þá veit ég að nú líður þér miklu betur og þjáningum þínum er lokið. Elsku vinkona, ég kveð þig í bili og óska þér Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Þú Guð sem lífið gefur af gæsku þinni og náð ogvinarörmumvefur hvert visið strá um láð, þú hefur Faðir frelsað mig og fyrir allt mitt liðna líf ég lofa og elska þig. Ég lifi í ljóssins sölum og lifi einnig hér, svo ^arri kviða og kvölum og kraftur fylgir mér, því Guð mig skrýddi geislahjúp, og þar með leiðist andinn minn í alviskunnar djúp. Þið sjáið ei minn anda, er ykkur stendur hjá, um loftið, sjó og sanda er svifín ofan frá, ég veit hve ykkar sorg er sár, en áhrifum ég orka vil svo enginn felli tár.- (Halla frá Laugabóli) Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning - létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla frá Laugabóli) Elsku Bjarni minn, Helgi, Berg- lind, Hlynur og fjölskyldur. Megi góður Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Hanna. Mig langar í fáum orðum að minn- ast samstarfskonu minnar, Þórdísar Helgadóttur, sem er látin. Ekki ór- aði mig fyrir að hún félli svo skyndi- lega frá, þó við sem með henni unn- um, vissum að hún gekk ekki heil til skógar. Dísa barðist við erfiðan sjúkdóm í mörg ár og hafði sökum hans oft þurft að vera frá vinnu. Alltaf stóð hún þó aftur upp og mætti til starfa galvösk, eins og ekkert hefði í skorist. Hún sýndi ótrúlegt hugrekki og æðruleysi og t Faðir okkar, JÓNAS SIGURGEIRSSON, verður jarðsunginn frá Skútustaðarkirkju laugardaginn 26. októ- ber kl. 14.00. Þórhildur Jónasdóttir, Inga Jónasdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Sigurgeir Jónasson, Ingólfur Jónasson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. MORGUNBLAÐIÐ kvartaði aldrei, enda af sterkum stofni komin. Við ræddum oft ættfræði og föstudaginn 11. október, sem jafn- framt varð hennar síðasti vinnudag- ur, sýndi hún mér ættarskrá í móð- urætt, sem rakin er til merkisfólks í Vestmannaeyjum. Það var allt eitthvað svo stórt i kringum hana Dísu. Allt sem hún sagði eða gerði sýndi að þar fór stór- brotin kona. Hún var ávallt hress og gott að hafa hana í kringum sig. Eitt aðalsmerki Dísu var hversu umtalsfróm hún var. Það er skrýtið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta hana aftur á vinnustað okk- ar, Alþjóðasviði Landsbanka íslands. Ég sendi Bjarna og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur og bið að góður Guð gefi þeim styrk á erfiðri stundu. Hafðu þökk fyrir allt, Dísa mín. Jóhann Runólfsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Erla Brynjarsdóttir og fjölskylda. í dag kveðjum við kæran vinnufé- laga Þórdísi Helgadóttur. Hún Dísa, en það kölluðum við hana, var sann- kölluð hetja. Síðustu árin hennar voru mörkuð af mjög alvarlegum veikindum og sjúkrahúslegur voru tíðar. En hún Dísa var ekki af þeirri gerðinni að láta slíkt buga sig, í vinnuna skyldi hún fara meðan hún væri uppistandandi og það gerði hún. Hún var í vinnunni síðustu vikuna sem hún lifði. Dísa var mjög þægilegur og góður vinnufélagi. Hún var, þrátt fyrir veikindin, ein- staklega lífsglöð, dugleg og kjark- mikil kona. Hrókur alls fagnaðar var hún þegar svo bar undir. Okkur vinnufélögum finnst ótrúlegt að gáskafullur hláturinn og frásagnar- gleði hennar séu þögnuð, en þannig er það. Við eigum eftir að sakna hennar. Bjarna eftirlifandi eigin- manni hennar, og börnunum, Helga, Berglindi og Hlyni, sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Starfsfólk erlendra reikn- inga Landsbanka Islands. Kæra Dísa. Margs er að minnast frá því að við kynntumst þér og þinni fjölskyldu fyrst er við stóðum saman í byggingarframkvæmdum í Brekkutúni, þið á 11 og við á 13. Allar okkar stundir voru ánægjuleg- ar og samskipti okkar fijálsleg og góð og eigum við alltaf eftir að sakna þess að hafa ykkur ekki í næsta húsi. Á þessum árum veiktist þú alvar- lega og héldum við oftar en ekki að nú væri þessu lokið. En alltaf gerðist það að þú hélst þínu striki og hallast ég að því að þar hafi ekki verið að baki neinn mannlegur máttur, heldur eitthvað sem okkur er hulið svo og þinn óþijótandi vilja- styrkur. Mig langar fyrir hönd mína og fjölskyldu minnar að þakka þér fyrir ánægjuleg og ógleymanleg kynni. Einnig biðjum við góðan guð að gefa eiginmanni þínum, börnum og barnabörnum og öðrum ástvin- um styrk og trú til að halda áfram í þínum anda. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kristín Pétursdóttir. € C C i í i i i i i i ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.