Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýtt gallerí vígftí Reykjavík NÝTT myndlistarhús Hlaðvarpans verður vígt fimmtudaginn 24. októ- ber kl. 18, en það stendur í garði Hlaðvarpans að Vesturgötu 3 og er minnsta myndlistarhús landsins. Það er Ragna Róbertsdóttir mynd- listarkona sem vígir húsið með sýn- ingu sinni „Tehús“ og mun húsið draga nafn sitt af sýningunni eða sýningin af húsinu og verður það kallað Tehús. Sýningin er unnin beint á veggi hússins og efniviðurinn er te. Ragna vinnur með te frá ýmsum löndum sem er ólíkt að lit, lögun, áferð og lykt. Ragna er menntuð í Svíþjóð og á íslandi og er búsett í Reykjavík. Hún hefur undandarin ár unnið með íslensk efni, hraun, vikur og rauðamöl og vann síðast sýningu í Galleríi Ingólfsstræti 8 á Listahátíð 1996. Sýningin stendur til 5. desember og er opin einu sinni í viku, á laugardögum milli kl. 14 og 17. Þess á milli er sýningin opin allan sólarhringinn inn um glugga Te- hússins. ------» ♦ «----- Listkynning SIGURÐUR Ör- lygsson, listmál- ari, flytur fyrir- lestur í dag, mið- vikudaginn 23. október, í Barmahlíð, Skip- holti yngra 4. h., á vegum Mynd- lista- og_ hand- íðaskóla íslands. í fyrirlestrinum Ijallar Sigurður um listferil sinn í máli og myndum, og segir í kynningu, að hann muni koma víða við og fjalla um verk sín, hvernig þau tengjast frá skóla- árunum til dagsins í dag. Sigurður hélt upp á 25 ára starfsafmæli sitt með yfirlitssýningu í Listsasafni Kópavogs á þessu ári. Sigurður er stundakennari í málaradeild Myndlista- og handíða- skóla íslands og hefur kennt við skólann frá 1980. Fyrirlesturinn er öllum opin endurgjaldslaust. ------» ■» ♦---- List sem sjálfsljáning PETRA Von Morstein, prófessor í heimspeki við Calgary-háskóla í Kanada, heldur fyrirlestur í Ný- listasafninu, Vatnsstíg 3b, fímmtu- daginn 24. október kl. 20.30. Fyrir- lesturinn kallast List sem sjálfstj- áning? (Art as Self-expression?). Petra von Morstein er þýsk en hefur verið búsett í Kanada frá árinu 1967. Sérsvið hennar er fag- urfræði og hefur hún einnig stund- að rannsóknir á heimspeki Fried- richs Nietzsches og Ludwigs Wittg- ensteins. Eftir hana liggja margar greinar um heimspeki auk bókar- innar Að skilja listaverk („On Und- erstanding Works of Art“) sem út kom 1986. I októbermánuði er hún gestakennari við Háskóla íslands. Petra Von Morstein er ljóðskáld og yrkir bæði á þýsku og ensku. Hún hefur sent frá sér ljóðabókina Til allra („An Alle“). Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. ------♦ ♦ ♦----- • EINN þekktasti rithöfundur Alsírs, Abdelhamid Benhadouga, er látinn, sjötugur að aldri. Ben- hadouga naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu og utan þess fyrir bækur á borð við „Sunnan- vind“ sem var hluti þriggja binda verks um sögu Alsírs. FJÖLMÖRG íslensk leikrit hafa verið í brennidepli það sem af er leikárinu, svo sem í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson sem státar af leikurum á borð við Kristbjörgu Kjeld og Þröst Leó Gunnarsson. 27 sýningar á fjölum leikhúsanna LEIKHÚSLÍF í landinu stendur í óvenju miklum blóma um þessar mundir og hefur fólk hvorki fleiri né færri en 27 möguleika til að svala sjónarspilsþorsta sínum á höf- uðborgarsvæðinu og Akureyri. Tuttugu og fímm sýningar eru á fjölunum syðra og tvær á Akureyri. Þjóðleikhúsið býður þessa dag- ana upp á sex sýningar. Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjart- an Ragnarsson, Hamingjuránið eft- ir Bengt Ahlfors, Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson og Kard- emommubærinn eftir Thorbjörn Egner skipta Stóra sviðinu á milli sín. Harmleikurinn Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford var frumsýndur á Smíðaverkstæðinu í síðustu viku og á Litla sviðinu er leikrit Karls Ágústs Úlfssonar, í hvítu myrkri, í brennipunkti. Leikfélag Reykjavíkur sýnir fjög- ur verk í Borgarleikhúsinu: Ef væri ég gullfískur eftir Áma Ibsen á Stóra sviðinu, Largo Desolato eftir Václav Havel og Svaninn eftir Elizabeth Egloff á Litla sviðinu og BarPar eftir Jim Cartwright á Leynibarnum. Eru tvær síðar- nefndu sýningarnar settar upp í samvinnu við aðra leikhópa, Annað svið og Barflugurnar. Þá hefur Leikfélag íslands sýnt söngleikinn Stone Free eftir Jim Cartwright um skeið á Stóra sviði Borgarleikhússins og við þessa upp- talningu má hnýta að Leikfélag Reykjavíkur mun frumsýna Trúða- skólann eftir Waechter og Camp- bell þar í næstu viku. Leikfélag Akureyrar hefur þegar fært upp tvö verk á þessu leikári, Sigrúnu Ástrósu eftir Willy Russel og Dýrin í Hálsaskógi eftir Thor- björn Egner og fjórar sýningar er að finna í Loftkastalanum: Á sama tíma að ári, Sirkus Skara skrípó, Deleríum Búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni og söngleikinn Sum- ar á Sýrlandi, sem byggður er á samnefndri hljómplötu Stuðmanna. Master Class í Óperunni í íslensku óperunni standa yfir sýningar á bandaríska verðlauna- leikritinu Master Class eftir Terr- ence McNally og Hafnarfjarðarleik- húsið, Hermóður og Háðvör, hóf nýverið sýningar á Birtingi eftir Voltaire. Þá eru að baki liðlega þrjátíu sýningar á Ormstungu í Skemmtihúsinu við Laufásveg og í Nemendaleikhúsinu í Lindarbæ eru nýhafnar sýningar á Komdu ljúfí leiði eftir Georg Buchner. Kaffíleikhúsið lætur ekki heldur sitt eftir liggja en þar er þessa dagana boðið upp á leikritið Hinar kýrnar eftir Ingibjörgu Hjartardótt- ur og Spænskt kvöld, sem er leikin dagskrá af svipuðum toga og Grísk veisla sem Hafnarborg í Hafnarfirði státar af. Þá er enn ógetið leikrits Megas- ar, Gefín fyrir drama þessi dama, í Höfðaborginni og tveggja farand- sýninga fyrir börn, sem eru Mjall- hvít og dvergarnir sjö í túlkun Furðuleikhúsins og Bangsaleikur eftir Illuga Jökulsson sem Sjónleik- húsið er með á sínum snærum. Aukinheldur eru fyrirhugaðar fjór- ar sýningar á vegum Möguleikhúss- ins, sem einbeitir sér að leikritum fyrir börn og unglinga, á þessum vetri. Cliff Richard snýr við blaðinu Dægurlagasöngvarinn siðprúði sýnir á sér nýjar hliðar í söngleiknum „Heathcliff “ EKKI er laust við að einn nýjasti söng- leikurinn sem frum- sýndur er á Bret- landseyjum hafi vakið athygli og efasemdir enda fór hann heldur brösug- lega af stað er hann var frumsýndur í Birmingham í síðustu viku. Um er að ræða afar frjáls- lega útgáfu á skáld- sögu Emily Bronte, „Fýkur yfir hæðir“, sem byggist á lífi annarrar aðalsögu- hetjunnar, Heath- cliff. En það sem hefur helst þótt at- hyglisvert er að sjá dægurlagasöngvar- ann Cliff Richard fara með hlutverk Heathcliffs, sem verður rakið illmenni í meðförum hans og höfundanna, Tims Rices og Johns Farrars. Richard er þekktur fyrir fyrir- myndarlíferni í hvívetna og var fyrir skömmu aðlaður af Bretadrottningu. En hvað sem öðru líður hefur söngleikurinn vakið mikla athygli og hafa þegar um 340.000 miðar verið seldir á sýningar í Bretlandi. Á frumsýningunni urðu bilanir í tölvu til þess að stór hluti lýsingarinnar fór forgörðum, en áhorfendur virtust ekki kippa sér upp við það. Þá varð að æfa forfallasöngv- ara upp í snatri í stað Jimmys nokkurs Johnsons, sem Rich- ard rotaði á loka- æfingu. Ekki er ljóst hvort Richard vildi með þessu leggja áherslu á hina dökku hlið aðalsöguhetj- unnar en hætt er við að Bronte hefði ekki þekkt þann Heath- cliff sem birtist á fjölunum, mann sem beitir þungaða eiginkonu sína ofbeldi og reykir og selur ópíum. Cliff Richard segir fjölda fólks ekki hafa haft trú á að hann gæti brugðið sér í hlutverk illmennis. Hann þekki hins veg- ar margar þær til- finningar sem bærist í brjósti Heathcliffs, það að hrífast og vera hafnað af þeim sem maður elski. Hann viðurkennir hins vegar að þetta sé líklega mesta áhætta sem hann hafi tekið á ferlinum CLIFF Richard er skuggalegur ásýndum, skeggj- og kveðst ekki hafa aður og síðhærður, í hlutverki Heathcliffs í sam- í hyggju að endur- nefndum söngleik. taka leikinn. Anna Jóa sýnir í Hafnarhúsinu ANNA Jóa opnar sína þriðju mál- verkasýningu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á laugardag kl. 16. Sýningin verður í galleríi Höfða- borgarinnar og opin daglega kl. 14-18 til 24. nóvember. Jafnframt mun Anna bjóða gestum til óform- legrar sýningar í vinnustofu sinni í Hafnarhúsinu. „I myndum sínum nýtir Anna sér möguleika myndmálsins og ís- lensk náttúruöfl til tjáningar sterkra tilfinninga. Öll verkin á sýningunni voru unnin í París“, segir í kynningu. Anna Jóa útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1993 og stundaði því næst 2ja ára fram- haldsnám í París, þar sem hún mun veija lokaritgerð sína í nóvember. Riterðin ber yfirskriftina „Fjallið í íslenskri málaralist". Anna Jóa hefur áður haldið tvær sýningar og þegar er hafinn undir- búningur að fjórðu sýningunni sem opnuð verður í París snemma á næsta ári. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.