Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 2 7 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OFBELDI í KVIKMYNDUM UMBOÐSMAÐUR barna lét kanna sýningar kvikmynda, bannaðar börnum, í Ríkissjónvarpinu, Stöð 2 og Stöð 3. Könnunin leiddi í ljós, að 14 bannaðar myndir voru sýndar fyrir klukkan 22. Ennfremur voru sýnd atriði úr bönnuðum myndum í auglýsingatíma 96 sinnum fyrir þennan ákveðna tíma. Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, telur þetta ekki í samræmi við rétt barna að vera vernduð gagnvart skaðleg- um upplýsingum. Þetta kom fram á ráðstefnu Útvarpsréttarnefndar um heig- ina um ofbeldi í sjónvarpi. Fagna ber frumkvæði nefndarinn- ar, því að nauðsynlegt er að halda umræðum um þessi mál vakandi, þótt skiptar skoðanir séu um áhrif sjónvarpsefnis, kvikmynda og myndbanda á ungt fólk. í umræðum erlendis hefúr m.a. komið fram að unnt sé að setja í sjónvarpstæki tölvukubba, sem gera foreldrum kleift að loka fyrir sýningar á ákveðnu myndefni. Um þetta var mjög rætt í Bretlandi fyrr á þessu ári, eftir hin óhugnanlegu fjöldamorð í smábæ í Skotlandi. Margir halda því fram, að kvikmyndir með ofbeldisatriðum hafi skaðleg áhrif á börn. Sigurður Pálsson, rithöfundur, sagði á ráðstefnu Útvarpsréttarnefndar, að boð og bönn séu aðeins flótti frá vandamálinu og bann við umfjöllun um ofbeldi jafn- gilti banni á umfjöllun veruleikans. Slíkt sé óframkvæmanlegt í reynd. í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á því, að báðir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa skorað á kvikmyndaframleiðendur í Hollywood að draga úr ofbeldi í kvikmyndum. í þessu efni verður að vísa til ábyrgðartilfinning- ar bæði þeirra, sem framleiða kvikmyndaefni svo og þeirra, sem velja dagskrárefni sjónvarpsstöðva, leigja börnum mynd- bönd, svo og uppalenda barna. HÖFUÐBORGARVEGIR SEXTÍU af hveijum hundrað íslendingum búa á höfuðborg- arsvæðinu. Þangað liggur og leið flestra annarra lands- manna, auk mikils fjölda erlendra ferðamanna. Reykjavík er og langstærsta vöruhöfn landsins - og landflutningar þaðan og þangað eru miklir. Ört vaxandi umferð á þessu svæði, tíð- ar umferðartafir og mikil fjölgun umferðarslysa hafa lengi kallað á vegaframkvæmdir, sem fjárveitingavaldið hefur hvergi nærri sinnt sem skyldi. Fagna ber að Halldór Blöndal samgönguráðherra hefur lýst því yfir að í langtímavegaáætlun til ársins 2008, verði þriðjungi vegafjár varið til framkvæmda á höfuðborgarsvæð- inu. Það er skref til réttrar áttar. Það væri á hinn bóginn sízt ofgert þótt þau áform gengju eftir. Vegna mikils umferðarþunga eru vegaframkvæmdir á höf- uðborgarsvæðinu taldar með arðbærustu framkvæmdum. Arð- semin kemur fram í minna sliti bifreiða, minni rekstrarkostn- aði, tímasparnaði og fækkun umferðarslysa. Skattar/tekjur ríkissjóðs af umferðinni, sem vega þyngst í verði benzíns og bifreiða, eru og að stærstum hluta sóttar til þessa svæðis. Það er meir en tímabært að taka betur en gert hefur verið á þeim mikla umferðarvanda sem hefur verið og er vaxandi á höfuðborgarsvæðinu. SIGUR LANDSBERGIS SIGUR Föðurlandsflokks Vytautas Landsbergis, fyrrverandi forseta Litháens, í þingkosningunum á sunnudag, ber líkast vott um að kjósendur í landinu hafi fengið nóg af vinstristefnu fyrrverandi kommúnista og telji fijálslynda efna- hagsstefnu Landsbergis vænlegri til árangurs. Stuðningurinn, sem Lýðræðislegi verkamannaflokkurinn, flokkur fyrrverandi kommúnista, hlaut í kosningunum fyrir fjórum árum var einkum skýrður með því að forystumönnum hans tókst að sannfæra almenning um að þeir „kynnu að stjórna“ vegna reynslu sinnar af stjórnsýslu og stjórnmálum á sovéttímanum og að flokkurinn myndi milda áhrif markaðs- væðingarinnar. Raunin varð önnur. Efnahagsstefna Slezevicius forsætisráð- herra hefur orðið þess valdandi að Litháen hefur dregizt aft- ur úr hinum Eystrasaltsríkjunum og lífskjör almennings eru verri. Landið er langt frá því að uppfylla skilyrði um aðild að Evrópusambandinu, sem ríkisstjórnin hefur þó mjög sótzt eftir. Aukinheldur hafa tengsl Slezevicius og flokksmanna hans við hið gamla valdakerfi fremur orðið tilefni ásakana um spillingu en að þeim sé hrósað fyrir að kunna að stjórna. Sigur Landsbergis, sem fór í fararbroddi fyrir sjálfstæðis- hreyfingu Litháens, hefur vonandi í för með sér að markaðsum- bótum verði hraðað í Litháen, þannig að landsmenn geti flýtt för sinni inn í samfélag vestrænna þjóða. Fjöldi alþjóðlegra olíufyrirtækja hyggur á olíuvinnslu við Færeyjar Áform um stækkun Atlantshafsbandalagsins FÆREYINGAR hyggjast bjóða út leyfi til olíuvinnslu á færeyska landgrunninu næsta haust og gera ráð fyrir að eiginleg olíuleit geti hafist þar sumarið 1998. Hátt í 30 alþjóð- leg olíufyrirtæki hafa sýnt málinu áhuga og þeim hefur nýlega verið boðið að benda á þau svæði innan 200 sjómílna landgrunnsmarka sem þau hafa mestan áhuga á að tekin verði með í útboðinu. Umræða um olíuvinnslu innan færeyskrar landhelgi hefur verið i gangi í nokkur ár. Olía og gas hafa fundist víða í grennd við Færeyjar, t.d. út af Skotlandi, ogtelja sérfræð- ingar nokkuð miklar líkur á því að olía leynist í færeyska landgrunninu. í kjölfar samkomulags sem Færey- ingar gerðu við Dani um nýtingu náttúruauðlinda árið 1992 setti fær- eyska landstjórnin á laggirnar nefnd sérfræðinga til þess að kanna mögu- leikana á olíuvinnslu. Sérfræðinga- nefndin komst að þeirri niðurstöðu að gera þyrfti forkönnun til að afla þeirrar þekkingar og vitneskju sem nauðsynleg væri til að taka næstu skref. Lögþingið samþykkti haustið 1993 frumvarp um slíka könnun og ákvað að stofnsetja sérstaka skrif- stofu til að fara með yfirstjórn olíu- mála í Færeyjum. Mikill áhugi á svæðinu sunnan og austan Færeyja Forstöðumaður skrifstofunnar er Martin V. Heinesen jarðfræðingur. Hann vill ekki láta uppi nákvæmlega hvaða svæði það eru sem hin er- lendu olíufyrirtæki renna hýrustu auga til, en segir þó að mest hafi verið kannað á svæðinu fyrir sunnan og austan Færeyjar. Allt frá árinu 1994 hafa víðtækar rannsóknir ver- ið gerðar á öllu færeyska landgrunn- inu. Þær rannsóknir hafa annars vegar verið framkvæmdar af olíufé- lögunum sjálfum og hins vegar af sj álfstæðum olíurannsóknafyrir- tækjum sem svo selja olíufélögunum upplýsingar. Hvað varðar kostnað við rann- sóknirnar segir Heinesen að hann megi nú telja í hundruðum milljóna danskra króna eða sem samsvarar milljörðum íslenskra króna, en ná- kvæmlega hversu mörgum þori hann ekki að segja neitt um. Sjálfir hafa Færeyingar ekki lagt fjármagn til rannsóknanna en skrifstofa yfir- stjórnar olíumála hefur yfirumsjón og eftirlit með þeim. Martin Heinesen segir rannsókn- irnar ýmist byggjast á jarðskjálfta-, segul- eða þyngdarmælingum, auk borana. Færeyska landgrunnið sé jarðfræðilega og tæknilega erfitt svæði, sökum basaltsins sem liggi eins og þykkt teppi yfir öllu. Hann segir jarðskjálftamælingarnar gera mönnum kleift að sjá ýmsar myndanir og form niðri í jarðskorp- unni og jafnvel þó að þau ein geti sjaldan sagt ákveðið fyrir um hvort olía eða gas leynist undir yfirborðinu þá megi út frá þeim draga ákveðnar ályktanir um hvort tiltekin svæði séu vænleg til frekari olíurannsókna. Borað á Suðurey Í júlí síðastliðnum var hafist handa við að dýpka borholu sem boruð var í Lopra á Suðurey árið 1981. Holan var á sínum tíma boruð af Orkustofnun. Þegar kom niður á 2,2 km dýpi komu upp vandamál og þá þótti of dýrt að halda áfram, samkvæmt upplýsingum Orkustofn- unar. Nú er verið að dýpka holuna í 3,5 km. Nítján olíufélög standa að boruninni og er markmið hennar að komast í gegnum basaltið. „Vonir standa til að þannig fáist vísbend- ingar um samsetningu og þykkt basaltsins og hvort undir því sé að finna olíu. Hér er þó ekki um eigin- legar olíuboranir að ræða, heldur fyrst og fremst jarðfræðilegar grunnrannsóknir," segir Martin Hei- nesen og bætir við að ef allt gangi að óskum muni borunum þar jafnvel ljúka í þessari viku. Hann leggur áherslu á að rann- sóknirnar í Lopra séu aðeins eitt Martin V. Heinesen Morgunblaðið/RAX Leyfi boðin út næsta haust og olíuleit hafin sumarið 1998 verkefni af mörgum og að auk félag- anna nltján sem þar komi við sögu hafi fleiri lýst miklum áhuga á að taka þátt í útboðinu sem gert er ráð fyrir að hefjist á næsta hausti. Alls séu nálægt 30 olíufyrirtæki meira eða minna virk á svæðinu. Samningaviðræður við Breta ganga hægt Landgrunnsmörkin milli Færeyja og Bretlands eru nokkuð óljós og ganga samningaviðræður þjóðanna á milli afar hægt og treglega fyrir sig, að sögn formanns færeysku sendinefndarinnar, Árna Olafsson- ar. Verði ekki komin niðurstaða í Skotland I, Á undanförnum árum hafa erlend olíufyrir- tæki unnið að umfangsmiklum rannsóknum á færeyska landgrunninu með olíuvinnslu í huga. Olíuvinnsluleyfi verða boðin út næsta haust og stefnt er að því að eiginlegar boran- ir hefjist sumarið 1998. Margrét Svein- björnsdóttir kynnti sér upphaf færeyska olíuævintýrisins. p- ffl } yC 1 v w \ / i u —Y' ‘ f\ LAND; J \/NogEcUR y. MfifijJ Ha Ro slé tton- /~~~J V, \ ■JtoU'/f v"\Y\\ tan f íRUÍjióQ Samkomulag er við Norðmenn um miðlínu Færeyingar viðurkenna ekki Hvalbak sem grunn- jSLAND línupunkt I setningu mið- línu milli Færeyja og l'slands ^ q> San<)oy V ^ Su&uroV 100 km Outer Baily Bank Fœröbank Bailýs Bank \ A<\J V- o O Færeyingar og Bretar deila um mið- línu milli Færeyja og Bretlandseyja þeirri deilu þegar leyfi til olíuvinnslu verða boðin út verður ekki hægt að hafa þau svæði sunnan og austan Færeyja með í útboðinu sem óljóst er hvorum megin marka liggja. Arni segir þetta vera stóran óvissuþátt í olíumálum Færeyinga og kveðst ekkert geta sagt á þessari stundu um möguleikana á samkomulagi. Árni er einnig formaður nefndar sem landstjórnin skipaði í þeim til- gangi að semja sérstök olíuskatta- lög. Hann segist sem minnst vilja tjá sig um tillögur nefndarinnar fyrr en hún hefur skilað af sér áliti til landstjórnarinnar en verið sé að kanna hina ýmsu möguleika. „Það er ljóst að ef við ætlum að gefa olíu- félögunum leyfi til olíuvinnslu í fær- eyska landgrunninu þá verðum við að fá einhvetjar tekjur í staðinn til hins opinbera,“ segir hann. Færeysk stjórnvöld leggja mikla áherslu á umhverfismál í tengslum við olíuleitina. Árni segir að sérstök nefnd sé nú að vinna í því að endur- skoða löggjöf um vistkerfi hafsins með sérstöku tilliti til áhrifa olíu- vinnslu á vistkerfið. „Það verða gerðar mjög strangar umhverfis- kröfur og fylgst mjög nákvæmlega með því að olíufélögin uppfylli þær,“ segir hann. Vistfræðirannsóknir og námsstyrkir Olíufélögin eru nú þegar farin að keppast um að bjóðast til þess að kosta rannsóknir á vistkerfi hafsins í kringum Færeyjar. Þessar rann- sóknir eru framkvæmdar af rann- sóknastofnunum í Færeyjum. Einnig hafa ýmis fyrirtæki lýst áhuga á því að styrkja unga Færeyinga til náms í erlendum háskólum þar sem þeir geta sérhæft sig í greinum tengdum olíuiðnaði. Fyrstu styrkj- unum hefur þegar verið úthlutað. Árni tekur fram að þetta sé ekkert sem færeysk stjórnvöld hafi beðið olíufélögin um eða skyldað þau til. „Þetta er nokkuð sem þessi fyrir- tæki gera vegna eigin hagsmuna og það túlkum við sem svo að þau hafi verulegan áhuga á svæðinu hér í kring og samvinnu við Færey- inga,“ segir Árni Olafsson. ANDREI Kozyrev, fyrrum utanríkisráðherra Rússlands. Rússar . óttast einangrun Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa var nýlega á ferð um Kaupmannahöfn, þar sem Sigrún Davíðsdóttir hlustaði á manninn, sem löngum var gagnrýndur af lönd- um sínum fýrir að ganga erinda Vesturlanda. MAÐURINN er bara á fullu að éta allt ofan í sig, sem hann hefur áður sagt,“ varð einum áheyrenda að orði, eftir að hafa hlustað á erindi Andrei Kozyrevs fyrrverandi utanrík- isráðherra Rússlands, er lét af störf- um í ársbyijun. í tilefni af því að Danir taka við forsæti í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÓSE, um næstu áramót var nokkrum erlendum stjórnmálamönnum og sérfræðingum á sviði alþjóðastjórnmála boðið til pallborðsumræðna um ÖSE, þeirra á meðal Kozyrev. Og víst er að maðurinn, sem fyrir einu og hálfu ári nánast grét í ræðu- stól í Kaupmannahöfn af örvæntingu yfir stækkun Atlantshafsbandalags- ins (NATO) segir nú með yfirvegaðri ró að auðvitað verði NATO stækkað og við öðru sé ekki að búast. Þegar á hann er gengið segir hann að þar sem NATO hafi verið stefnt gegn Sovétveldinu, sé eðlilegt að hugsa sér að Rússland gerist aðili að NATO. Andstaðan við stækkun NATO sé því fyrst og fremst andstaða við stækkun án Rússlands og meðfylgjandi ein- angrun. En hann viðurkennir líka að hann geti talað öðruvísi nú, þegar hann er óbreyttur þingmaður í rúss- nesku dúmunni og ekki lengur utan- ríkisráðherra. „Ráðherra verður að vera talsmaður forsetans, því forset- inn er kosinn, ekki ráðherrann. Sem ráðherra gat ég ekki alltaf sagt allt, sem ég vildi, en þegar ég varð að tala mér þvert um geð sagði ég af mér,“ segir hann. „Takið ekki rússnesk ummæli of alvarlega" Niels Helveg Petersen utanríkisráð- herra Dana segir um fyrrum rúss- neskan starfsbróður sinn að með hæglátri framkomu sinni hafi Kozyrev sjálfur skapað aukið öryggi og traust í samskiptum austurs og vesturs. Og víst er að hæglát framkoma þessa fyrrum ráðherra stingur í stúf við marga landa hans og hann býr einnig yfir ríku skopskyni, sem hann notar óspart. Kozyrev hóf mál sitt með kímnis- glampa í augum, þegar hann sagði enga ástæðu til að taka rússnesk ummæli of alvarlega. Þar heyrðist eitt og annað, en breytingarferlinu í Rússlandi yrði ekki lengur snúið við, það lægi í átt að vestrænu lýðræði. Gangurinn sem ferðast væri eftir væri þröngur og ekki lengur svigrúm til stórra hiiðarsveiflna. Fyrr eða seinna kæmi upp ný bylgja lýðræðis í innri þróun Rússlands, ekki síðar en í kringum næstu kosningar eftir tvö til þijú ár, þegar rynni upp fyrir Rúss- um að samvinna við Vesturlönd væri eina færa leiðin. Eftir hrun Sovétveldisins sagðist Kozyrev stundum hafa heyrt þær raddir í Rússlandi að rétt væri að stofna bandalag gegn NATO, en svar hans við slíkum vangaveltum hefði jafnan verið: „Með hveijum?" og það hefði nægt til að slá á þær vangavelt- ur. Þessi ummæli framkölluðu hlátur meðal áheyrenda. Hlutverk NATO í ■Evrópu væri ekki lengur dregið í efa og meðal annars hefði Jevgeníj Prím- akov utanríkisráðherra slegið því föstu að bandalagið væri fullgildur hlekkur í hinni evrópsku öryggiskeðju. Hins vegar sagðist Kozyrev ekki hvika frá að of geyst hefði verið farið af stað með áætlanir um stækkun NATO. Nú gæti það hins vegar haft gagnverkandi áhrif að loka NATO fyrir nýjum meðlimum. Austur- Evrópulöndin vildu fá aðild að bandalaginu og ekki einu sinni NATO gæti hindrað það, bætti hann við kíminn á svip. Með því að neita öllum slíkum áætlunum dæmdi Rússland sig í einangrun, sem þjónaði ekki hagsmunum landsins, er þyrfti að finna leið til áhrifa í gegnum samvinnu, en ekki með neitunarvaldi. Karl Lamers, formælandi Kristilega demókrataflokksins þýska í utanríkis- málum og náinn samstarfsmaður Helmut Kohls kanslara, undirstrikaði að auk öflugs Evrópusambands og Bandaríkjanna væri Rússland þriðji aðilinn á sviði evrópskra öryggismála. Hann var hins vegar ekki sammála Kozyrev að of geyst hefði verið farið af stað með stækkun NATO. Vandi Rússa væri ekki NATO, heldur við- vera Bandaríkjanna í NATO og þá um leið í Evrópu. Lausnin á því væri að hinn evrópski hluti NATO léki stærra hlutverk, auk þess sem Evrópa og Bandaríkin þyrftu að geta tekið að sér verkefni utan álfunnar og til þess þyrfti sterka, sameinaða Evrópu. Ummæli Lamers gáfu Kozyrev til- efni til að ítreka enn skoðun sína á stækkun NATO og óvarkára mótun þeirra hugmynda. Varðandi áætlan- irnar þyrfti að koma til nokkurs kon- ar skilningur í anda þýska heimspek- ingsins Hegels á því að bæði form þeirra og innihald skipti máli. Á Vest- urlöndum væru sterk öfl innan NATO, sem þyftu á óvini að halda til að halda í tilverurétt bandalagsins, en í Rúss- landi væru einnig öfl, sem ættu erfitt með að halda í sjálfsímynd sína án óvinar. Þar væri stækkun NATO skilin sem ráðstöfun gegn Rússlandi og því hefði hann reynt að ná samningum um samvinnu við NATO áður en stækkun- in yrði til þess að Rússum fylltust þeirri tilfinningu að þeir hefðu verið niðurlægðir. Bandaríkin: Evrópskt stórveldi Daginn eftir ráðstefnuna um ÖSE sat Kozyrev fyrir svörum á fámennum fundi hjá dönsku utanríkismálastofn- uninni og síðan á blaðamannafundi. Spurningu Morgunblaðsins um af hveiju hann talaði nú af svo mikilli rósemd um stækkun NATO miðað við í fyrra svaraði Kozyrev sem svo að hann hefði ekki skipt um skoðun að ótímabær stækkun væri vatn á myllu öfgaafla í Rússlandi og um leið styrkti hún þau vestrænu öfl, sem álitu að NATO þyrfti að bregðast við ógnun rússneskra öfgaafla. „Framan af sagði ég alltaf að ég væri á móti skyndilegri stækkun NATO, en var síðan sagt að nota ekki lengur orðið „skyndilegri". Kozyrev hleypur kapp í kinn þegar hann rifjar upp að hvorki honum né Jeltsín hafi nokkurn tímann verið ógnað af NATO, en þeir hafi staðið frammi fyrir gínandi skriðdrek- um í Moskvu. Eins og fleiri Rússar undirstrikar Kozyrev að öryggi Evrópu sé einnig undir Rússlandi kemið. „NATO var stofnað til höfuðs Sovétveldinu, ekki rússnesku þjóðinni. Það er enginn millivegur: Ánnaðhvort er litið á NATO sem óvin Sovétveldisins eða Rússa.“ Rússland hafi gott sam- band við öll aðiidarríki NATO og það góða sam- band eigi einnig að ná til sjálfs banda- lagsins. í kjördæmi hans, Murmansk sé mikill áhugi á traustum og góðum samskiptum við flota NATO, en skor- ið hafi verið á þau tengsl fyrirvara- laust eftir ánægjulegt upphaf í því viðfangi. „Rússland á að vera í flokki stórveldanna, því það er stórt land. Við viljum vera áttunda ríkið í hópi sjö helstu iðnríkja heims. Sama gildir um NATO, þar sem við viljum vera með í hernaðarsamvinnu og fá að selja vopn til ríkja NATO. Fyrir þessu vildi ég beijast. Það er takmark sem erfitt er að ná og einhveijir segja kannski að það sé óraunhæft, en því svara ég til að NATO verður ekki leyst upp. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé réttlætanlegt að beijast fyrir raunverulegu markmiði." Þegar blaðamaður Morgunblaðsins' rifjar upp að Jeltsín hafi árið 1991 gefið sterklega til kynna að Rússar hefðu áhuga á NATO-aðild og hvort skilja megi andstöðuna við stækkun NATO fremur sem andstöðu við að Rússland sé ekki með í þeim umræð- um, tekur Kozyrev undir það, en bætir við að Jeltsín hafi verið stillt upp við vegg af harðlínumönnum og forsetinn hafi neyðst til að hverfa frá þessari stefnu. Hugdetta, sem breytti rás sögunnar Þó Kozyrev tali gjarnan um að brýnt sé að horfa fram á veginn, en vera ekki fastur í fortíðinni hefur hann augljóslega gaman af að segja sögur úr ráðherratíð sinni og þær geta verið býsna lærdómsríkar. Heima og héiman hafa rússneskir leiðtogar verið gagnrýndir fyrir að hafa ekki beitt sér fyrir öflugri sameiningu fyrr- um Sovétlýðveldanna strax eftir upp- lausn Sovétríkjanna 1991 en á því á Kozyrev skýringu. Hann segir það engum vafa undir- orpið að til dæmis Rússland, Úkraína og Hvíta-Rússland eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og því hafi stjórn- in í Moskvu hugleitt ákaflega í desem- ber 1991 hvernig hægt væri að við^. halda einingu lýðveldanna með skýr- um hætti í takt við nýja tíma. Kjarni málsins hafi verið að ná sambandi við Úkraínu, en stjórn Míkhaíls Gorbatsj- ovs Sovétleiðtoga hafi hikað, svo Jeltsín hafi talað máli Úkraínu. Eftir að Jeltsín varð forseti hefði verið ákveðið að reyna fyrst til við Hvíta- Rússland, sem væri móttækilegra og leggja síðan rússnesk-hvít-rússneskan sáttmála fyrir Úkraínumenn í von um að þeir sæju þá að sér og samþykktu samband fyrrum Sovétlýðveldanna. Að sögn Kozyrevs var þetta einföW áætlun í anda ítalska stjórspekingsins Macchiavellis. Undirbúningur lofaði góðu og Jelts- ín, Kozyrev, Jegor Gaidar varaforsæt- isráðherra og fleiri fóru í leiðangur til Hvíta-Rússlands, þar sem Jeltsín hélt ræðu á þing landsins og undir- strikaði bræðralag þjóðanna. Það var auðvelt, því áttatíu prósent íbúanna eru Rússar. „Hugmyndin var rétt og vel hugsuð," segir Kozyrev „og ég hafði tekið þátt í að undirbúa ræðu Jeltsíns. En Jeltsín á einstaklega erf- itt með að lesa tilbúna ræðu til enda, heldur kemur alltaf með eitthvað óundirbúið í lokin og það gerði hann einnig í þinginu. Við Gaidar gripum andann á lofti, því við vissum að nA mætti eiga von á einhveiju sérlega óvæntu, en þegar Jeltsín dró upp gamalt skjal úr jakkavasa sínum og sagðist ætla að færa Hvíta-Rússlandi að gjöf sem fyrsta vísi að þeirra eigin skjalasafni, önduðum við léttar og hugsuðum með okkur að gamalt skjal gæti ekki skaðað. Gjöfínni var gríðarlega vel tekið og andrúmsloftið í þinginu var firna já- kvætt. Jeltsín færðist allur í aukana og byijaði að stauta sig fram úr text- anum, sem var á forn-rússnesku. Jeltsín var svo einbeittur við lesturinn að éfni skjalsins fór framhjá honum og hann tók ekki eftir hvernig and- rúmsloftið í salnum gjörbreyttist. Skjalið var nefnilega görnul staðfesk- ing á yfirráðum rússneska keisarans yfir Hvíta-Rússlandi eftir auðmýkjandi sigur hans yfir landsmönnum. Ræðan endaði því í fullkominni hörmung. Við Gaidar eyddum því sem eftir lifði dagsins að reyna að tala menn til, en allt kom fyrir ekki. Sagan gleymdist ekki.“ Kozyrev segist enn ekki vita hvaðan Jeltsín fékk skjalið. Hvort það var einhver einfeldningur, sem fékk hon- um það, eða hvort Jeltsín var leiksopp- ur afla, sem vildu koma í veg fyrír áætlanir um öflugt sambandsríki. Þar með var rúmlega sólarhrings langri heimsókn Kozyrevs lokið. Hvort þessi hægláti en skarpi maður á aftur eftir að leika stórhlutverk í rússnesk- um stjórnmálum er óvíst, en eitt er víst að hann hefur frá mörgu að segja og gerir það á sérlega skemmtilegan hátt. r Rússland í flokki stórveldanna Ekki efast um hlutverk NATO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.