Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 35 MIIMIMINGAR BJARNI EINARSSON + Bjarni Einars- son fæddist í Túni á Eyrarbakka 15. júní 1920. Hann lést á Landspítal- anum 2. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyrarbakkakirkju 11. október. Þú kallaðir mig allt- af Tralla, en ég harð- neitaði alltaf. Það er grátbroslegt að hugsa til þess núna þar sem tilhlökkunin var mikil um ferðina heim næstu jól og fá að sýna þér Tröllu, nýfædda dóttur mína. Nú komum við heim og við flugstöðina eru grá ský. Afi, þú varst glæsilegur maður. Að vera vel til hafður var þér mikil- vægt. Ég sé fyrir mér ákveðna ljós- mynd af þér fínt klæddum, ekki mikið yngri en ég, manni sem var byijaður að fóta sig í lífinu. Þú varst aldrei órakaður eða ógreiddur, nema þá kannski heima hjá þér og þá nývaknaður. Þú klæddist ávallt stökum jakka, skyrtu og fínum bux- um, Skómir alltaf stífpússaðir. Ekki má gleyma axlaböndunum, og þótti mér ánægja að gefa þér slíka hluti í jólagjöf og sjá andlit þitt ljóma. Þú efldir í mér bílaáhugann frá unga aldri, gafst mér alvöru stýri úr bíl sem gladdi stórlega ungan snáða þó svo hann gæti varla loftað stýrinu í leik sínum, röltandi með þetta heima hjá mömmu og pabba. Aldrei fór ég svo langt með bílaá- hguann eins og þú hafðir vonast eftir, en þeim mun meiri áhuga hef ég nú á aðaláhugamáii þínu til fjölda ára, bílamyndasöfnuninni og heim- ildavinnu. Er þar mikill þjóðarauður og áttir þú líkiega eftir að segja mér miklu meira varðandi það starf, leiða mig um gamlar og spennandi slóðir. Alltaf var nú hið góðlátlega stríðnisbros skammt undan. Manstu eftir leikfangatrommunni sem þú gafst mér nokkurra ára? Þetta var ein jólin af svo mörgum heima hjá þér og ömmu. Ég minnist þessa stríðnisbross þegar mamma hljóp upp til handa og fóta þegar ég byij- aði að hamra af miklum móð. Einu sinni reyndir þú að sannfæra mig um gildi tyggjóplatna frá Wrigleys sem fiskibeitu, að mér myndi verða vel ágengt í þorskveiðinni með þess- ari nýju aðferð. Sjö ára snáðinn var nú efíns um það þó hann pældi heil- mikið í þessu. En Tópas, neiiii, það myndi aldrei ganga. Stundum hef ég velt fyrir mér lífsskoðunum þínum. Áður varstu afinn sem vissi margt um marga hluti og passaðir upp á mann. Ég sé það nú að nægjusemi þín var mikil og maður átti að bjarga sér. Líklega vissir þú það einna best hve erfitt það var hér á árum áður í harðri lífsbaráttu, þar sem hand- lagni þín, úrræðasemi og þrek kom þér áfram. Þú sagðir okkur frá því margoft og einhvern veginn skildi maður ekki þennan heim sem þú Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem ijallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- iýstir. Kannski hlustaði maður aldrei nógu vel. Lífssýn þín endur- speglast kannski öll í Túni, Eyrarbakka. Eyr- arbakki var stór í huga þínum, takmark sem yrði að veruleika með litla kotinu Túni. Húsið var endurreist í krafti fjölskyldunnar með þig í broddi fylkingar. Ég sé þig trekkja upp stóru gömlu stofuklukkuna og hlusta eftir þegar sú gamla fór að tikka. Við fengum okkur kaffi og hvílík kyrrð og ró ríkti yfír öllu saman. Eyrarbakki var fæðingar- bær þinn og nú viltu þangað aftur hverfa. Líkiega hefur hvergi annar staður togað eins fast í sál þína og gott er til þess að vita að þar muni hún búa um alla eilífð. Þessar fátæklegu línur eru til þín, afí minn. Það er erfítt að minnast persónu sem hefur verið manni ná- tengd í lífínu því af slíkri manneskju er ekki til nein heildstæð mynd, að- eins brot er safnast saman _er iífið heldur áfram sinn óraveg. Ég veit að þú fylgist með okkur úr heimi nýrra starfa og ævintýra, sérstak- lega henni Tröllu þar sem hún situr nú við hlið mér í fangi móður sinnar. Stundin líður, tíminn tekur toll af öliu hér sviplegt brottfall söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi tárin straukst af kinn þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson) Þorvaldur (Tralli), Anna og Halldóra Guðlaug (Tralla). t Elskulegur faðir okkar, ERLING RAGNARSSON, Raufarhöfn, verður jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju fimmtudaginn 24. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á ungmennafélag Austra á Raufarhöfn. Börnin. t Okkar ástkæri ANTON RINGELBERG, Álfheimum 72, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 25. október kl. 13. 30. let Ringelberg, Hans Collings Polak, Einar Einarsson Jón Jóhannesson, Guðrún Jónsdóttir, Ólafur Þór Jónsson, Gerður Einarsdóttir, Fríða Einarsdóttir, Jóna Einarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, LOGI SNÆDAL JÓNSSON skipstjóri, Boðaslóð 16, Vestmannaeyjum, er lést þriðjudaginn 15. október sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 25. októ- ber kl. 14.00. Halla Gunnarsdóttir, Jón Snædal Logason, Berglind Kristjánsdóttir, Sigrún Snædal Logadóttir, Þorsteinn Waagfjörd, Sæbjörg Snædal Logadóttir, Halla Björk Jónsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem hafa með blómum, kveðjum og minningar- gjöfum heiðrað minningu ástkaérs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORBERGS KRISTJÁNSSONAR fyrrum sóknarprests í Bolungarvík og Kópavogi. Drottinn blessi ykkur öll. Elfn Þorgilsdóttir Kristján Þorbergsson, Hrönn Óskarsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Sigurgeir Már Jensson, Sigurbjörn Þorbergsson, Helga Loftsdóttir, Þorgils Hlynur Þorbergsson og barnabörnin. t Útför föður míns, JÓHANNS G JÓNSSONAR bónda, Sviðholti, Álftanesi, fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 24. október kl. 13.30. Friðrik Ingvi Jóhannsson. t Faðir okkar, FRIÐGEIR HÓLM EYJÓLFSSON fyrrverandi skipstjóri, Ásbraut 3, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag l’slands. Börn hins látna. Elskulegur sonur okkar, ORRI MÖLLER EINARSSON, Hrisalundi 14B, Akureyri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans að kvöldi 17. oktober. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. október kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega af- þökkuð en þeim, sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (sími 588 7555). Súsanna Jóna Möller, Einar Guðnason. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför föður okk- ar, tendaföður, afa og langafa, SIGURJÓNS EINARSSONAR skipasmiðameistara, áður á Garðsti'g 1, Hafnarfirði. Katrín Sigurjónsdóttir Thorarensen, Vigdi's Sigurjónsdóttir, Haukur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför sambýlismanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNSTEINS ÁRSÆLSSONAR frá Reynishólum, Vík í Mýrdal. Helga Björgvinsdóttir, Guðjón Gunnsteinsson, Ágústa Kjartansdóttir, Svanur Gunnsteinsson, Ingunn Arnórsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Laufey Rós Valdimarsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, PÁLS SÆVARS KRISTINSSONAR Baader-manns, Móabarði 34, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við Sigurði Árnasyni, lækni, og Heimahlynningu Krabbameinsfélags Islands. Bjarndis Steinþóra Jóhannsdóttir, Pálína Særós Pálsdóttir, Guðbjörg K. Pálsdóttir, Gunnar Steinn Þórsson, Magnús Sævar Pálsson, Linda Hrönn Gylfadóttir, J. Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Helgi Hlöðversson, Jóhannes Oskar Sigurbjörnsson, barnabörn og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.