Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 17 ERLENT Flugslysið í Perú Flugrit- arnir rann- sakaðir í Bandaríkj- unum Lima. Reuter. TEKIST hefur að ná flugritum Boeing-757 þotu perúska flugfé- lagsins Aeroperu af hafsbotni og hafa þeir verið sendir til Banda- ríkjanna til rannsóknar. Talið er, að flugritarnir varð- veiti upplýsingar sem leitt geti í ljós hvers vegna þotan fórst upp úr miðnætti skömmu eftir flugtak 2. október sl. Flugstjórinn sagðist í samtölum við flugturn ekki lengur njóta stjórntölvu þotunnar eða mæli- tækja, vissi ekki hvort hann var staddur yfir landi eða sjó eða hvert þotan stefndi. Er hann freistaði þess að snúa til baka brotlenti þotan á sjó og fórust allir sem um borð voru, 61 farþegi og niu manna áhöfn. Tæknilegar bilanir? Perúsk stjórnvöld hafa skellt skuldinni á tæknilegar bilanir í þotunni en menn frá flugfélaginu, flugvélaverksmiðjunum, framleið- endum hreyflanna, Öryggisstofn- un samgöngumála (NTSB) í Bandaríkjunum, sem vinna að rannsókn slyssins, hafa varast að geta sér til um hugsanlegar ástæð- ur slyssins. Alnæmissmit- aðir öðlast nýja von New York. The Sunday Telegraph. HOMMAR í Bandaríkjunum hafa öðlast nýja von. Það virðist ekki vera sami dauðadómurinn og áður að vera smitaður af alnæmisveirunni og margir gera sér vonir um að eiga langt líf fyrir höndum. Sumir hafa breytt líftryggingarsamningum sínum í eftirlaunasjóði og aðrir hafið nám að nýju. Allt er þetta að þakka lyfjum, sem hafa verið á markaðnum í nokkur ár, en þeim er það sameiginlegt að koma í veg fyrir, að veiran geti nýtt sér ákveð- inn hvata, svokallaðan hvítukljúf (proteasa), en hann er nauðsynleg- ur til að hún geti fjölgað sér. Nýju lyfin uppræta ekki al- næmisveiruna en þau virðast geta haldið henni í skefjum. Hefur það vakið vonir meðal þeirra, sem eru smitaðir eða sjúkir, og kannski sérstaklega hjá hommum í Banda- ríkjunum, sem hafa orðið mjög illa úti af völdum sjúkdómsins. Þeir búast nú margir við að geta lifað lengur en áður var talið lík- legt og lifað lífinu sem nokkurn veginn heilbrigðir einstaklingar. Afangasigur Margir læknar telja, að nýju lyfin séu fyrsti áfangasigurinn í baráttunni við alnæmið og þeir geta sagt kraftaverkasögur af Ný lyf virðast geta haldið alnæmisveirunni í skefj um en þau eru dýr og virka ekki á alla fólki, sem var að dauða komið á sjúkrahúsi, en reis upp eins og Lazarus forðum og tók aftur til við sitt fyrra líf. Dr. David Rose, forstöðumaður alnæmisdeildar á Mount Sinai- sjúkrahúsinu, segir, að þessi árangur sé raunverulegur og engin blekking. Lyfin þijú, sem banda- ríska lyfjaeftirlitið hefur sam- þykkt, koma eins og fyrr segir í veg fyrir, að veirunni geti fjölgað með hjálp hvítukljúfs og þá nær ónæmiskerfíð sér aftur á strik að því marki, að stundum er ekki unnt að mæla veiruna í blóði. Til að byrja með verða sjúkling- ar að taka allt að 17 pillur á dag og er um að ræða blöndu, sem inniheldur meðal annars lyf gegn veirum og vítamín. Lyfín halda aðeins sjúkdómnum niðri og hon- um skýtur aftur upp ef ekki er staðið rétt að inntökunni. Margir læknar segjast samt vona, að í framtíðinni verði alnæmi ekki banvænna en sykursýki nú. HOMMAR í Bandaríkjunum 1981. Á þessum tíma viðgekkst mikið fjöllyndi og ýtti það undir hraða útbreiðslu alnæmis. Nýju lyfín eru hins vegar dýr, ársmeðferð kostar nú á bilinu 300.000 til 1.300.000 kr. Auk þess virka þau ekki alltaf, sérstak- lega þegar um er að ræða langvar- andi sýkingu, og aukaverkanimar geta verið slæmar, uppköst, niður- gangur, nýrnasteinar og útbrot. Eftir að nýju lyfín komu á markað hefur mikið verið um það rætt hvort þau eigi að standa öll- um til boða eða aðeins þeim, sem hafí efni á þeim. Sumir alnæmis- sjúklingar eru raunar tryggðir en sjúkratryggingafyrirtækin horfa með skelfíngu fram á að þurfa að borga hundruð milljarða kr. vegna alnæmisins og segjast ekki munu rísa undir því. Jeffrey Karaban, varaformaður alnæmissamtaka í New York, seg- ist hins vegar hafa áhyggjur af öðru. „Þessi lyf hafa verið á mark- aðnum í þijú eða fjögur ár í til- raunaskyni og á suma hrífa þau ekki. Fjölmiðlar eru hins vegar orðnir þreyttir á alnæminu og fínnst nú skemmtilegra að lýsa þessum lyfjum sem kraftaverki. Það er hættulegt," segir Karaban. Ótímabær bjartsýni Þess hefur orðið vart, að sumir hommar álíta, að nú sé unnt að ráða við alnæmið eins og flesta aðra kynsjúkdóma og því sé óhætt að fara að stunda sama fyrir- hyggjulausa fjöllyndið og algengt var á áttunda áratugnum. Aðrir hafa áhyggjur af, að áhugaleysi almennings geti veikt pólitísk áhrif þeirra, sem hafa verið mikil. Hvað sem þessu líður er það víst, að lyfin hafa hjálpað mörg- um. Franklin Courson, 47 ára gamall maður í New York, hafði verið með í æð í tvo mánuði þeg- ar hann fór að taka þau í febrúar sl. í sumar gekk hann á fjöll í Perú. Jack Doxey, fyrrverandi verslunarstjóri, hefur séð veiru- fjöldann hrapa um 80% frá því í maí og fyrir það segist hann þakk- látur guði og lyfjafyrirtækjunum. Deila vegna fjárfestinga á Kúbu Danir gegn refsi- aðgerðum ESB Brussel. Reuter. DANMÖRK hótar að beita neitun- árvaldi gegn refsiaðgerðum, sem Evrópusambandið hyggst grípa til í því skyni að svara refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart fyrirtækj- um, sem hafa fjárfest á Kúbu. Ástæðan er sú að danska stjórn- in telur að hinar fyrirhuguðu gagn- aðgerðir feli í sér fullveldisafsal af hálfu Danmerkur. Danska stjórnin vill ekki taka ákvörðun, sem gæti veikt stöðu hennar í dómsmáli fyrir dönskum dómstólum, sem snýst um það hvort henni sé heimilt sam- kvæmt stjórnarskránni að framselja ríkisvald til stofnana ESB. Breiðist vonandi ekki út til fleiri sviða Evrópuréttar Evrópusambandið hefur nú þeg- ar kært málið til Heimsviðskipta- stofnunarinnar. Framkvæmda- stjórn sambandsins vonaðist til að utanríkisráðherrarnir myndu sam- þykkja refsiaðgerðir gegn Banda- ríkjunum í næstu viku, en þær von- ir eru nú að engu orðnar. „Danir eru í vandræðum heima fyrir og vilja þess vegna mjög treg- ir til að samþykkja ný lög,“ segir ónefndur embættismaður annars ESB-ríkis. „Við vonum að þetta muni ekki breiðast út til annarra sviða Evrópuréttarins.“ Missa Slóvakar af lestinni? Bratislava. Reuter. SÉNDIHERRA Evrópusambands- ins í Slóvakíu segir að það sé und- ir Slóvökum sjálfum komið hvort þeir komist inn í ESB og gefur í skyn að verði umbótum í lýðræðis- átt ekki hraðað, geti þeir misst af lestinni. Hinn nýi utanrikisráðherra Slóvakíu, Pavol Hamzik, hefur ít- rekað lýst því yfír að Slóvakía verði í hópi þeirra A- og Mið-Evr- ópuríkja, sem fyrst gangi í ESB og NATO. Sendiherra ESB, Georgious Zawos, sagði hins vegar á fundi í bænum Stupava: „Slóvakar geta eingöngu vonazt eftir aðild að ESB ef þeir leggja sjálfir eitthvað á sig, jafnt á sviði lýðræðis sem efnahagsmála." Sendiherrann ræddi um áform ESB um að taka inn ríki frá Aust- ur- og Mið-Evrópu og sagði: „Nú nálgast hinar endanlegu álitsgerð- ir, samningaviðræður og ákvarð- anir, sem verða teknar á seinni hluta ársins 1997. Slóvakía verður að skilja hvað þetta þýðir og bregðast við.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.